Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kenningarum endi-mörk vaxt-
arins ganga nú aft-
ur og að þessu sinni
koma þær frá forsætisráðherra
landsins. Fyrir tæpri hálfri öld
kom út bókin Endimörk vaxt-
arins eftir höfunda sem saman
kölluðu sig Rómarhópinn. Bók-
in vakti töluverða athygli enda
voru í henni boðuð mikil tíðindi.
Nú væri komið að endimörk-
unum hjá mannkyninu, lengra
yrði ekki gengið. Náttúrulegar
takmarkanir, hráefni og aðrar
náttúruauðlindir, kæmu í veg
fyrir að vöxtur í efnahagslífi
heimsins gæti haldið áfram.
Menn yrðu að læra nægjusemi
og hætta neysluhyggjunni svo-
kölluðu.
Frá því að þessar kenningar
voru settar fram hafa verðmæti
framleiðslunnar hér á landi
sennilega um það bil þrefald-
ast. Það hefur sem sagt verið
myndarlegur hagvöxtur að
meðaltali, þó að hann sé mis-
jafn á milli ára.
Þessi góði gangur hefur bætt
kjör alls almennings, þó að fólk
hugsi svo sem ekki út í það alla
daga, eða það hafi jafnvel alveg
farið framhjá því enda gerist
þetta í smáum skrefum. En ef
að horft er hálfa öld aftur í tím-
ann er augljóst að himinn og
haf eru á milli lífskjaranna nú
og þá.
Það er líka augljóst að hægt
er að gera mun meira fyrir þá
sem þurfa stuðning hins opin-
bera, hvort sem það er á sviði
menntunar, heil-
brigðis eða vel-
ferðar. Og allir inn-
viðir landsins hafa
tekið stakkaskipt-
um á þessari hálfu öld. Þetta
blasir við öllum sem þekkja
fyrri tíð og ástæðan fyrir þess-
um miklu framförum er að hag-
urinn hefur vænkast. Hér hefur
verið efnahagsvöxtur. Án hans
hefði okkur ekki miðað áfram
með þessum hætti.
En nú er hagvöxturinn úrelt-
ur að sögn forsætisráðherra.
Nú höfum við rekist á endi-
mörkin, sem við áttum að rek-
ast á fyrir hálfri öld en höfum
ekki fundið enn.
Hún er sérkennileg þessi ár-
átta vinstri manna að tala niður
árangur, atorkusemi og upp-
finningasemi mannsins, því að
það er einmitt þetta sem málið
snýst um. Spár um endimörk
vaxtarins fela í sér mikla
vantrú á mannsandanum. Þær
fela í sér að fólki muni hér eftir
ekki detta í hug nýjar leiðir til
að gera betur og nýta betur.
Slíkar spár fela einnig í sér
skort á hugmyndum, en ekki
aðeins það, heldur vantrú á
hugmyndaauðgi annarra.
Við eigum ekki að gera lítið
úr sköpunarkrafti og dugnaði
fólks. Engin ástæða er til að
ætla að nú sé komið að endi-
mörkum og að framundan sé
stöðnun í stað framfara. Engin
ástæða er fyrir forsætisráð-
herra að fyllast slíku vonleysi
og enn minni ástæða að bera
það á borð fyrir landsmenn.
Falskenningar batna
ekki með aldrinum}Er endimörkunum náð?
Atburðarásin íBretlandi við
kynningu á loka-
samningi um brott-
för Breta úr ESB
hefur óneitanlega
vakið mikla undr-
un, jafnt þar í landi og utan
þess. Sumir sem um málið véla
láta eins og enn sé verið að
höndla um það við búrókrata í
Brussel „hvort“ Bretar eigi að
yfirgefa þetta samband eða
ekki. Það mál var endanlega
leyst í bresku þjóðaratkvæði.
Það orð hefur þá náttúru að
það segir alla söguna. Ákvörð-
uninni verður ekki skotið neitt
annað. Á hinn bóginn fer mjög
vel á því að embættismenn í
Brussel skilji alls ekki þetta
orð eða inntak þess.
Það er lakara ef menn eins
og Tony Blair skilja það ekki
heldur. Hann heimtar hvað eft-
ir annað nýja atkvæðagreiðslu
enda sé það hans niðurstaða að
þau 52% sem sögðu já við út-
göngu hafi ekki vitað hvað þau
gerðu. Það byggist ekki á
neinni athugun, enda óhægt
um vik. Það veit
enginn hver sagði
já og hver nei.
Fengi Blair sitt
fram og kosið yrði
á ný og 52% segðu
þá nei við útgöngu
yrði Blair væntanlega spurður
hvort ekki væri rétt að kjósa á
ný. Væntanlegt svar hans hef-
ur hvergi verið birt en liggur
þó í augum uppi. Tony Blair
myndi þá segja: Að sjálfsögu
þarf ekki að efna til þriðju at-
kvæðagreiðslu. Slíkt væri ólýð-
ræðislegt, ef ekki brot á lögum
landsins og örugglega brot á
öllum skráðum og óskráðum
siðareglum þess og heims-
byggðarinnar allrar. Hverjum
gæti dottið í hug að efast um
atkvæðagreiðslu þegar hún fer
þannig að allir vitibornir menn
sjá samstundis að þeir sem
greiddu atkvæði vissu ná-
kvæmlega hvað þeir voru að
gera.
Merkilegt að það skuli ekki
vefjast fyrir svona snillingum
að skilgreina sig sem lýðræð-
issinna.
Umræðan um út-
göngu Breta úr
ESB hefur margar
skrítnar hliðar}
Skrítið víðar en í kýrhausnum
N
ú stendur yfir á Alþingi önnur
umræða fjárlaga fyrir árið
2019. Þetta er annað fjárlaga-
frumvarpið sem lagt er fram af
núverandi ríkisstjórn. Það sýn-
ir svart á hvítu að það er enginn vilji til að
rétta hlut þeirra sem búa við bágustu kjörin.
Manngerð fátæktargildran sem heldur okkar
minnstu bræðrum og systrum í heljar-
greipum, rammgerist einungis í meðförum
ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Lítilsvirðingin er algjör
Það sem einkennir framgöngu ríkisstjórn-
arinnar er sú skefjalausa hagsmunagæsla sem
hún rekur. Forgangsröðun fjármuna er bæði
ósanngjörn og röng. Lítilsvirðingin gagnvart þeim sem
minni máttar eru, er algjör.
Ég er ekki að kalla eftir auknum fjárútlátum ríkis-
sjóðs, einungis að óska eftir eðlilegri forgangsröðun á
sameiginlegum fjármunum okkar í þágu fólksins. Að
sjálfsögðu með styrkri og ábyrgri hagstjórn. Hún er
óumdeilt til farsældar fyrir okkur öll.
Um kolranga forgangsröðun
Lækka á bankaskattinn um 7 milljarða króna. En þeir
eru í engum vanda.
Lækka á veiðigjöldin um 4,3 milljarða króna. Undar-
legt á þessum tímapunkti þegar krónan hefur lækkað um
rétt tæp 15% og aukið útflutningsverðmæti útgerðar-
innar svo um munar í leiðinni. Það rétta væri að afkomu-
tengja hverja og eina útgerð fyrir sig þannig að greiðsl-
an yrði sanngjarnari fyrir alla.
Lækka á neðra skattþrepið um 1%, kostar ríkissjóð 14
milljarða en gefur þeim efnaminnstu það lítið
í aðra hönd að það dugar tæplega fyrir hálfri
pizzu.
Kostnaður við það að flytja heilbrigðis-
ráðuneytið í annað húsnæði í stað þess að
nýta núverandi húsakost er a.m.k 212 millj-
ónir króna.
4 – 500 milljónir til bókaútgefenda. Ég segi
frábært en er ekki eitthvað enn meira aðkall-
andi eins og að geta upprætt biðlista á Vogi
og barist af afli gegn þeirri dauðans alvöru
sem þegar hefur á árinu banað 42 ein-
staklingum á aldrinum 18-40 ára.
Sækjum 50 milljarða árlega
í lífeyrissjóðina
Þetta er ekki flókið, einungis að afnema undanþágu líf-
eyrissjóða til að halda eftir hjá sér staðgreiðslunni af því
sem við greiðum til þeirra. Þeir s.s borga ekki stað-
greiðsluna sem þegar hefur verið tekin af okkur, fyrr en
við förum að taka út lífeyrisréttindin, þ.e.a.s. þau okkar
sem lifa það lengi. Mismunurinn á því hvort lífeyrissjóð-
irnir greiða við inngreiðslu í þá eða við útborgun úr þeim,
eru heilir 50 milljarðar króna á ári.
Lokaorð
Afnemum undanþágu lífeyrissjóðanna og forgangs-
röðum fjármunum okkar öðruvísi. Eins og sést hér að of-
an er ég þegar komin með 76 milljarða króna sem ég
vildi sjá fara til þeirra sem mest þurfa á að halda. Ég
segi það aldrei nógu oft: „Burt með biðlista, burt með
skerðingar og burt með þjóðarskömmina fátækt.“
Inga Sæland
Pistill
Blóðtakan heldur áfram
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Innleiðing þriðja orkupakkaEvrópusambandsins hefurmeðal annars verið gagnrýndfyrir að fela í sér að ákvarð-
anavald er varðar íslensk málefni
færist til evrópsku orkustofnunar-
innar ACER, sem Ísland á ekki aðild
að. Hefðbundið er meðal EFTA-EES
ríkjanna að eftirlit með framkvæmd
Evrópu-löggjafar sé á höndum stofn-
ana EFTA, sem Ísland á aðild að.
Þessu hlutverki gegna hins vegar
stofnanir Evrópusambandsins í til-
felli aðildarríkja þess og er því talað
um að innan EES séu tvær stoðir, ein
fyrir EFTA-EES-ríkin og önnur fyr-
ir aðildarríki Evrópusambandsins.
Á þessum grundvelli hefur verið
talið að valdaframsal Íslands standist
ákvæði stjórnarskráarinnar, enda á
landið aðild að þeim stofnunum sem
fara með vald yfir málefnum er
snerta Ísland.
Deilt um valdheimildir
Í grein sem birt var í vefritinu
Úlfljóti í júlí um áhrif innleiðingar
þriðja orkupakka ESB sagði Ragna
Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Lands-
virkjunar, að samkvæmt sam-
komulagi milli EFTA-EES ríkjanna
og ESB mundu valdheimildir ACER
gagnvart eftirlitsaðilum innan
EFTA-ríkjanna vera í höndum Eft-
irlitsstofnunar EFTA, ESA. ESA
mun taka fullan þátt í starfi ACER,
en án atkvæðisréttar.
Á málþingi lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík í ágúst sagði Henrik
Bjørnebye, prófessor við lagadeild
Háskólans í Ósló, að stofnanir EFTA
mundu vissulega fara með vald
ACER, en í því samhengi mundu
ákvarðanir byggjast á drögum að úr-
skurði sem rituð eru af ACER. „Það
er augljós vafi um hversu sjálfstæð
ákvarðanataka stofnana EFTA er að
þessu leyti,“ sagði hann.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
sagði á Alþingi í síðustu viku að „sí-
fellt fleirum líður eins og Evrópusam-
bandið beri ekki þá virðingu fyrir
tveggja stoða kerfinu sem okkur
finnst það eiga að gera“.
Vill útvíkka undanþágur
Til þess að svara þeirri gagnrýni
sem orkupakkinn hefur hlotið hefur
ríkisstjórnin ákveðið að fresta mál-
inu, en ekki er víst að hægt sé að end-
ursemja án þess að hafna pakkanum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins og sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
sagði um innleiðingu þriðja orku-
pakka ESB í ræðu sinni á fundi mið-
stjórnar Framsóknarflokksins á
laugardag, að hann teldi rétt að út-
víkka undanþágur Íslands í samstarfi
við önnur EFTA-EES ríki og Evr-
ópusambandið. Þá sagði hann einnig
að afgreiða ætti málið með fyrirvara.
„Minn skilningur er sá að fyrst
við erum búin að afgreiða þetta úr
EES-nefndinni að þá er búið að segja
að allt sé bara klappað og klárt og í
lagi okkar megin. Við hefðum þurft
að koma fyrr að í ferlinu til þess að
hafa áhrif á einmitt hvernig þetta lít-
ur út. Þannig að ég sé ekki að við get-
um gert mikið til þess að stoppa
þetta,“ svarar Gustav Pétursson
stjórnmálafræðingur, spurður um
orð Sigurðar Inga.
Spurður hvort hann telji valkosti
Íslands takmarkast við að samþykkja
innleiðingu eða að hafna tilskipun-
inni, svarar Gustav því játandi.
Þegar blaðamaður spyr Sigurð
Inga hvaða undanþágna hann hafi
vísað til á fundi framsóknarmanna
segir hann: „Þessara sem við höfum
ávallt haft sem snúa fyrst og fremst
að uppskiptingu fyrirtækja. Til að
mynda er Landsnet að hluta í eigu
Landsvirkjunar. Við höfum viðhaldið
þeirri undanþágu vegna þess að við
erum ekki hluti af evrópskum orku-
markaði og er það kannski leiðin þar
sem að þriðji orkupakkinn fjallar
fyrst og fremst um flutning orku milli
landa á sameiginlegum samkeppn-
ismarkaði um rafmagn. Við erum
bara ekki tengd honum og ítrekum,
útvíkkum hugsanlega, undanþágu.“
Hafnar ekki pakkanum
Ekki er þörf á að hafna tilskipun
Evrópusambandsins, að mati ráð-
herrans sem segir fyrir liggja undan-
þágur varðandi orkumál sem hann
vill meina að hafi ekki verið nýttar til
fulls.
Inntur álits á því hvort sé of
seint nú að ætlast til þess að end-
ursemja um innihald orkupakkans
segir Sigurður Ingi: „Ég átta mig á
þessu, en ég held að ástæðan sé sú að
þegar menn, án þess að ég þekki það,
leituðu eftir undanþágum hafa menn
ekki gert sér grein fyrir í hvaða stöðu
málið yrði á Íslandi. Þeir sem hafa nú
talað hæst voru sumir þeirra sem
höfðu þetta á sinni könnu á sínum
tíma. Spurningin er hvort þeir áttuðu
sig á því þá að það yrði svona gríðar-
leg andstaða við að innleiða tilskipun
um eitthvað sem ekki er?“
Orkupakkinn virðist
hanga í lausu lofti
Morgunblaðið/Einar Falur
Flækja Ekki virðist ljóst hvort hægt verði að semja sig frá ákvæðum
þriðja orkupakka Evrópusambandsins án þess að hafna honum.