Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
✝ Jón RafnarHjálmarsson
fæddist 28. mars
1922 í Bakkakoti,
Vesturdal í Skaga-
firði. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 10. nóvember
2018.
Foreldrar hans
voru Hjálmar Jóns-
son bóndi, f. 1889, d.
1922, og Oddný Sigurrós Sigurð-
ardóttir, f. 1890, d. 1984. Seinni
maður Oddnýjar var Stefán Jó-
hannesson, f. 1895, d. 1990.
Systkini Jóns samfeðra voru Her-
borg, f. 1914, d. 1994, Sigurður
Helgi, f. 1918, d. 2001, Helga, f.
1919, d. 2007, og Jón Rafnar, f.
1920, d. 1921. Systkini hans og
börn Stefáns voru Aðalsteinn, f.
1923, d. 1929, Hjálmar Alexand-
er, f. 1926, d. 2016, Sigrún Jó-
hanna, f. 1928, d. 1928, Aðalbjörg
Sigrún, f. 1930, d. 2013, og Dag-
björt Hrefna, f. 1933, d. 2011.
Jón ólst upp í Bakkakoti. Hann
lauk búfræðiprófi frá Hólum
1942, stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1948,
cand.mag.-prófi í ensku, þýsku
og sögu frá Óslóarháskóla 1952
um 1954-1968 og frá 1970-1975
og skólastjóri við Gagnfræða-
skólann á Selfossi 1968-1970.
Hann var síðan fræðslustjóri á
Suðurlandi frá 1975 til starfsloka
árið 1990.
Jón og fjölskylda hans bjuggu
um árabil á Selfossi en síðastliðin
fimmtán ár hafa Jón og Guðrún
búið í Reykjavík.
Samhliða skólamálum fékkst
Jón við margskonar ritstörf. Eft-
ir hann liggja fjölmargar bækur,
þeirra á meðal kennslurit og
bækur um sagnfræði og þjóð-
legan fróðleik. Hann gerði einnig
útvarpsþætti og tók viðtöl við
fólk sem síðar komu út í bók-
arformi. Um árabil sinnti Jón
leiðsögn með erlenda ferðamenn
og seinna meir Íslendinga og fór
í slíkar ferðir allt fram til 2017.
Var hann heiðursfélagi í Félagi
leiðsögumanna. Síðustu árin
skrifaði Jón leiðsögurit með ýms-
um fróðleik úr byggðum lands-
ins. Ásamt Þórði Tómassyni safn-
verði í Skógum var Jón um langt
árabil ritstjóri og útgefandi
Goðasteins, héraðsrits Rang-
æinga. Einnig ritstýrði Jón Rot-
ary Norden af Íslands hálfu. Jón
hlaut riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 1983 og
var sæmdur Paul Harris Fellow-
orðu Rótarýhreyfingarinnar
1986 og 1996. Jón var alla tíð
mjög virkur í félagsstörfum.
Útför hans fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 19. nóvember 2018,
klukkan 13.
og cand.philol.-
prófi í sagnfræði frá
sama skóla 1954.
Hinn 25. sept-
ember 1954 kvænt-
ist Jón Guðrúnu
Ólöfu Hjörleifs-
dóttur, f. 10. apríl
1927. Börn þeirra
eru: 1) Halldóra, f.
1957. 2) Hjálmar
Andrés, f. 1960,
kvæntist Maríu
Jónsdóttur, þau skildu. Börn
þeirra eru Guðrún Andrea, f.
1990, sambýlismaður hennar er
Máni Dagsson og þeirra dóttir er
Saga Sólrún, f. 2016, Jón Rafn, f.
1992, og Valgerður Agla, f. 1994.
3) Hjörleifur Rafn, f. 1961,
kvæntist Noru Taylor, þau
skildu. Dætur þeirra eru Mána
Hao, f. 1997, og Sóley Nai, f.
2001. 4) Oddný Sigurrós, f. 1963,
gift Sveini Ingimarssyni, synir
þeirra eru Ingimar, f. 2000, og
Hjörleifur Örn, f. 2005. 5) Guð-
rún Helga, f. 1967, gift Þorvaldi
Haraldssyni. Dætur hennar eru
Andrea Rún Engilbertsdóttir, f.
1993, og Ólöf Freyja Þorvalds-
dóttir, f. 2004.
Jón var skólastjóri Héraðs-
skólans í Skógum undir Eyjafjöll-
Jón Rafnar Hjálmarsson.
Meistari margfróður, málfagur,
stílgóður.
Lífshlaupi Jóns R. Hjálmars-
sonar frænda míns er lokið. Það
var fróðlegt að fylgjast með fram-
rás hans á menntabrautinni og
síðan á hinum langa starfsferli
skólamála. Það var hörkudugleg-
ur piltur sem dreif sig áfram til
mennta. Hann stóðst andlegar
áraunir millilandasiglinga í geng-
um ógnir kafbátastríðsins.
„Stríðsárin stóð hann í brúnni,
stýrði frá tundurdufli.“
Hann renndi sér með láði gegn-
um menntabrautina, innanlands
og erlendis. Búnaðarskólann á
Hólum, Menntaskólann á Akur-
eyri og Óslóarháskóla.
„Mannkyns nam mikil fræði
magisterstign þar náði.“
Þá er ferill hans í skóla- og
fræðslumálum mjög farsæll. Starf
heimavistarskólastjóra er annað
og meira en fræðslustarfið. Þar
koma svo margir snertifletir til-
finninga og viðmóts upp hjá unga
fólkinu. Í þessu mikla uppeldis-
hlutverki stóð hann ekki einn.
Hann hafði mikið og gott kenn-
aralið með sér, en síðast og ekki
síst stóð þar við hlið konan hans,
skátastúlkan hún Guðrún, „ávallt
viðbúin“. Tveggja áratuga starf í
heimavistarskóla heimtar meir en
meðalmenn til verka. Þar hafa
hjónin skilað mjög miklu dags-
verki.
Að loknu þessu mikla starfi í
Skógum tók hann við fræðslu-
stjórastarfinu á Suðurlandi og
annaðist það í 15 ár. Það verkefni
var að hluta til brautryðjenda-
starf, sem var í mótun. Þar reyndi
meir á almenna yfirsýn hans til
skólastarfsins, en minna á dag-
lega stjórnun. Á þessu tímabili
deildum við saman vinnuhúsnæði.
Þar áttum við margar ómetanleg-
ar stundir bæði til fróðleiks og
skemmtunar.
Jón var mikilvirkur í störfum.
Athafnaþrá hans og andleg at-
hafnasemi átti sér lítil takmörk.
Hans lífsmarkmið var að fræða og
leiðbeina. Hann var margfróður
meistari sagna og fræða. Hann
aflaði sér fróðleiks með viðtölum
fjölda manna. Hann kom því
fræðasafni á framfæri bæði í ræðu
og riti. Leiðsögn hans innanlands
og erlendis var fyrir löngu orðin
landskunn. Hann var mjög eftir-
sóttur til þeirra starfa. Fræði-
bækur hans og ferðarit skipta
nokkrum tugum.
Það er skammt bil á milli kenn-
arans og kennimannsins. Senni-
lega hefur kennimannsgenið úr
goðdalaprestunum ættingjum
okkar, náð að erfast betur hjá
Jóni, en mörgum öðrum. Það er
ómetanlegur fróðleikur sem hann
hefur dregið saman og komið á
framfæri og lagt á borð fyrir okk-
ur. Það eru fáir sem náð hafa slík-
um afköstum.
Að leiðarlokum þökkum við
Bryndís allar góðu samverustund-
irnar og vottum Guðrúnu og fjöl-
skyldu innilega samúð.
Brostin vinarböndin,
blessuð minning lifir.
Hjörtur Þórarinsson.
Í dag kveð ég minn gamla góða
skólastjóra Jón R. Hjálmarsson.
Kynni okkar hófust er ég steig
mín fyrstu spor í Héraðsskólann í
Skógum, sem þá þegar hafði getið
sér gott orð, sem góð og öguð
menntastofnun undir stjórn Jóns,
sem og annarra kennara og
starfsfólks. Trúlega vandasamt
verk, en flestum þeim farsæld til
framtíðar sem vel vildu vinna úr
uppeldinu.
Í hartnær 60 ár hafa leiðir okk-
ar Jóns legið saman í samskiptum
allskonar, vinskap og viðskiptum,
og enn frekar eftir að þau Guðrún
og fjölskylda fluttu til Reykjavík-
ur. Jón var mikill skólamaður, sí-
vinnandi að mennta- og menning-
armálum sem þekkt er.
Listunnandi rekstrarmaður sem
keypti verk mætra höfunda til
skólans, væri þess kostur.
Frumkvöðull að uppbyggingu
Byggðasafnsins í Skógum, með
tilkomu Þórðar Tómassonar þar
að, og munum er hafa varðveislu-
gildi, segir sína sögu um framsýni
og eldmóð. Jón var trúr og trygg-
ur sínu fólki og fylgdist eftir
megni með afdrifum nemenda
sinna, annt um vegferð þeirra og
líðan. Eftirminnilega mannglögg-
ur, í senn minnisgóður á nöfn og
gerðir, allt til hinsta dags.
Framtak Jóns um útgáfu bók-
arinnar um Menntasetrið í Skóg-
um, kennara og nemendatal, sem
telur nánast um 2.500 manns, ber
vott um tryggð hans til skólans,
staðar og samferðafólks.
Ætíð er við hittumst barst talið
austur í sveit. Þar voru gagn-
kvæmar heimsóknir í sumarhús-
in, eða á Rauðalækinn og Dal-
brautina. Alls staðar þar var gott
að koma á heimili þeirra Guðrún-
ar, og ómælt endurgoldið með
þakklæti, færði maður nýveiddan
Veiðivatnafisk og eyfellskar kart-
öflur.
Þó að fæddur Skagfirðingur
væri skipti Jón einnig máli allt
sunnlenskt, eyfellskt og þjóðlegt,
enda fróðleikurinn hafsjór og með
tilvitnun í orðtakið var vel við hæfi
að sjálft Atlantshafið blasti við
vinnustaðnum.
Jón gat lengi komið á óvart með
þekkingu sinni. Á djasshátíðum í
Skógum virtist hann þekkja
glöggt til laga, texta og höfunda,
og sögunnar þar á bak við. Áhugi
á dægurlagamúsík lá honum einn-
ig nærri, öðru vísi en manni áður
hafði þekkst. Viku fyrir andlát
kvöddumst við Jón með handa-
bandi að venju í anda snyrti-
mennskunnar sem hann bar. Auð-
séð að kraftur og eldmóður var
ekki sá sami og fyrr.
Fjarstaddur útför Jóns flyt ég
samúðarkveðjur til Guðrúnar, af-
komenda og aðstandenda.
Takk fyrir samfylgd og vináttu.
Þorberg Ólafsson.
Mér er tregt tungu að hræra
þegar Jón R. Hjálmarsson er
kvaddur. Í 64 ár hef ég átt hann að
vini og velunnara svo að ekki gaf
aðra betri. Vænn á velli, vilja-
sterkur, einbeittur, ákveðinn,
glaður og reifur gleymist hann
engum. Löngu og farsælu lífi er
lokið. Við áttum sameiginlegan
ættföður, Hjálm Stefánsson á
Keldulandi í Skagafirði. Á ára-
bilinu 1954-1975 stjórnaði Jón
stærsta heimili í Rangárþingi,
Héraðsskólanum í Skógum, af al-
úð, festu og fyrirhyggju. Þá var
óskabarn mitt, Skógasafn að vaxa
á legg. Skólastjórinn í Skógum
var formaður safnstjórnar. Í
krafti þess hafði Jón afgerandi
áhrif á æviferil minn. Árið 1959
réðist ég starfsmaður safnsins
með hlutastarf í Héraðsskólanum.
Ég og fjölskylda mín fluttumst að
Skógum. Ég minnist í þökk mik-
ilsverðrar vináttu Jóns og Guð-
rúnar konu hans við aldraða for-
eldra mína í framandi umhverfi.
Í samstarfi efndum við Jón til
tímaritsins Goðasteins árið 1962
og héldum því úti í 25 ár, lögðum
til eigið efni og birtum þar mikils-
vert megn þjóðfræði og annarra
þátta er hollvinir ritsins létu í té,
efni sem að drjúgum hluta til hefði
ella farið forgörðum. Einnig gáf-
um við út Ljóð Rangæinga. Bæk-
ur Jóns á sviði sagnfræði, þjóð-
fræði og mannfræði skipta tugum.
Sérstakt gildi hafa viðtalsbækur
hans með samtölum við aldrað
fólk, nú löngu horfið af heimi.
Þjóðfræðibækur hans, þýddar á
aðrar þjóðtungur, hafa farið vítt
um lönd. Ein þeirra var í fyrra
metsölubók suður á Ítalíu.
Vinsemdin og hlýjan sem Jón
og Guðrún veittu mér og mínum
öll árin verður aldrei fullþökkuð.
Segja má að þau hafi með nokkr-
um hætti verið kjölfesta í lífi mínu.
Að koma til þeirra var eins og að
koma í góð foreldrahús og verður
ekki lengra til jafnað. Vík varð
milli vina er Jón og fjölskylda
fluttu frá Skógum, fundum fækk-
aði en vináttan hélst söm og jöfn.
Bótin var sú að fjölskyldan hafði
búið sér hér óskaathvarf hátt í
hlíð, í háreistu sumarhúsi, nú um-
luktu fögrum skógi fyrir eigin at-
beina fjölskyldu. Tilvera hússins
leiddi til þess að við áttum því láni
að fagna að fá Jón og fjölskyldu í
heimsókn af og til og þá var gam-
an að minnast genginna stunda.
Gott er að búa að góðum minn-
ingum. Ég og fjölskylda mín send-
um Guðrúnu og börnum hennar
þakkar- og samúðarkveðjur.
Þórður Tómasson.
Æ er mér í minni
mynd frá liðnum dögum
er eitt sunnlenskt sumar
sól um Skóga sendi.
Þá ég heilu hjarta
heita ósk til Alvalds
sendi í heiðið háa,
hugans vængjum borna;
mér að mætti auðnast
mína daga lifa
mest sem mætur nafni,
mannablóminn kvenna,
bláum skrýddur „blaser“,
brúnn sem sólar mögur,
„húmors“ svara hraður,
hress í fjöri og anda,
gráum haddi hærður,
hnakkakerrtur, kátur,
kúnstner lífs og lista,
líka pennans höldur …
Fráleitt hefur fölnað,
fjölgi lífs þó árum,
mín sú ósk né minnkað,
máðst né niður fallið!
Heilla bið ég horfnum,
heiðursstólinn sat hann,
réttum megin mun hann
minna bæna allra!
Jón B. Guðlaugsson.
Þótt sitthvað bæri á milli okkar
Jóns Hjálmarssonar á ytra borði,
áttum við ýmislegt sameiginlegt.
Nefni ég þar smámuni einsog það
að við áttum sama afmælisdag 28.
mars og langlífið sem varð okkar
hlutskipti.
En meira mátti sín langtíma-
minni okkar um tilveru íslenskrar
þjóðar og hvað úr henni kann að
verða þegar fram í sækir. – En svo
langlífur sem Jón var og mikil-
virkur til hinstu stundar, leyfi ég
mér þó að kveðja vin minn sem
hann var nokkuð á þriðja manns-
aldur með yfirfærðum orðum
Johns Fuller prófessors og
skálds:
Í aftansælu þú flýrð ei þitt fall,
til forgarða dauðans þig rekur skjótt.
Þér ymur í fjarska klukkunnar kall
og kvöldið veit dóm sinn að verða nótt.
Ingvar Gíslason.
Það var í byrjun október árið
1960 að ég lagði af stað í fyrsta
sinn til langdvalar fjarri bernsku-
heimili mínu, heimalningur austan
úr Landbroti. Eftir fárra daga
dvöl hjá frændfólki í Mýrdal lá
leiðin út undir Eyjafjöll til að setj-
ast í Héraðsskólann í Skógum.
Þangað kom ég síðla dags og kom
mér fyrir í heimavist þar sem mér
var ætluð vetrardvöl, var þar einn
því að flestir aðrir nemendur
komu ekki í skólann fyrr en tveim-
ur dögum síðar. Næsta morgun
fór ég snemma á stjá til að kynna
mér aðstæður. Þennan haustdag
var fagurt um að litast í Skógum, í
lognbjartri sólkyrrð morgunsins.
Ég var á rölti fyrir framan skól-
ann þegar birtist maður, fremur
grannvaxinn, vel farinn í andliti,
dökk- og hrokkinhærður, kvikur á
fæti og hafði hratt á hæli. Hann
heilsaði mér hlýlega og bauð mig
velkominn, innti eftir ætt og upp-
runa og lagði mér nokkrar lífs-
reglur af festu og vinsemd.
Þarna hitti ég Jón Rafnar
Hjálmarsson í fyrsta sinn. Í hönd
fóru þrír merkilegir vetur við nám
undir forystu og í umsjá Jóns R.
og þess einvalaliðs kennara sem
hann stýrði. Ekkert tímabil í lífi
mínu er mér jafneftirminnilegt og
veturnir 1960-1963 og kemur þar
margt til.
Jóni og félögum hans var afar
ljós sú ábyrgð sem þeir báru og
þeir öxluðu hana af mikilli alvöru,
agi þótti stundum strangur og
áminningu skólastjóra vildi eng-
inn þurfa að hlíta. En umhyggja
og velvild í garð nemenda og löng-
un og vilji til að koma þeim til
þroska blasti líka við. Það var ekki
að ástæðulausu að Héraðsskólinn
Skógum hafði á sér hið besta orð á
landsvísu og umsóknir um skóla-
vist voru á hverju hausti miklu
fleiri en unnt var að verða við.
Jón R. Hjálmarsson var skóla-
stjóri Héraðsskólans í Skógum
(og Gagnfræðaskólans á Selfossi í
tvö ár) til 1975. Þá breytti hann til
og gerðist fræðslustjóri
Suðurlandsumdæmis en því starfi
gegndi hann til 1990, var því virt-
ur skólamaður alla sína opinberu
starfsævi. En starfsgleði Jóns og
starfsorka var miklu meiri en svo
að það nægði honum. Hann var
fræðari af lífi og sál til æviloka og
afköst hans voru ótrúleg, í út-
varpi, sjónvarpi, blöðum og tíma-
ritum og bókum. Allt það var með
sama hætti, forvitnilegt, aðgengi-
legt og áheyrilegt/læsilegt. Hann
hafði til að bera snilli sem birtist,
hvort sem hann talaði eða skrifaði,
í því að manni fannst að orðin
væru alltaf hæfilega mörg og al-
veg rétt valin til að koma til skila
því sem hann vildi segja, á ljósan
og skilmerkilegan hátt.
Ég hef verið svo lánsamur á
síðari árum að eiga alloft félag við
Jón R. Hjálmarsson og hans góðu
konu, Guðrúnu Hjörleifsdóttur.
Jón leit gjarnan til mín á vinnu-
stað og líka kom ég stundum til
þeirra á heimili þeirra við Dal-
braut og naut gestrisni þeirra og
glaðværðar.
Ógleymanleg er ferð okkar
með eldri borgara í Reykjavík inn
á Fjallabaksveg syðri fyrir aðeins
rúmu ári þar sem ég sat undir
stýri en þau hjónin sátu við hlið
mér og Jón fór á kostum sem far-
arstjóri sem oft áður í fegurð
öræfanna.
Ég bið honum Guðs blessunar
og votta Guðrúnu og afkomendum
þeirra samúð mína.
Meira: mbl.is/minningar
Helgi Magnússon.
Nú er komið að leiðarlokum.
Sameiginlegu ferðalagi Jóns R.
Hjálmarssonar og Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni
er endanlega lokið.
Samstarf Jóns og FEB hefur
varað í áratugi þar sem Jón hefur
skipulagt og leitt margar ferðir á
vegum félagsins í gegnum tíðina.
Síðasta ferð Jóns sem fararstjóra
á vegum félagsins var sumarið
2017, á einn uppáhaldsstað hans
og margra annarra, í Friðlandið
að Fjallabaki. Þar þekkti Jón
hvern krók og kima og kunni sög-
ur bæði fornar og nýjar. Ég sem
framkvæmdastjóri hjá félaginu
átti þess kost, var reyndar beðinn
um af Jóni sjálfum, honum til
halds og trausts, að fara í ferðir
með honum enda maðurinn kom-
inn nokkuð yfir nírætt þegar leiðir
okkar lágu saman. Það var unun
að hlýða á Jón í essinu sínu stand-
andi á einhverri klettabrúninni í
skyrtu og fráhnepptum jakka,
frekar eins og hann væri á leið á
fund í borginni en staddur í
óbyggðum Íslands.
Árið 2016 var Jón gerður að
heiðursfélaga í FEB – Félagi eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Við það tækifæri var þetta sagt
m.a.: „Kom að stjórn félagsins, sat
í ferðanefnd og leiðsögumaður í
fjölda ferða á vegum félagsins og
er enn að.“
En nú hefur Jón lagt af stað í
sitt síðasta ferðalag. Hvert það
leiðir veit ég ekki, en eins og ég
kynntist Jóni R. Hjámarssyni
með bros á vör og glettnisglampa í
augum þá má það vera eitthvað út
í bláinn.
Fyrir hönd stjórnar, starfsfólks
og ferðafélaga í FEB – Félagi
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni í gegnum tíðina sendi ég
Guðrúnu Hjörleifsdóttur, eigin-
konu Jóns, og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Gísli Jafetsson, fram-
kvæmdastjóri FEB.
Þegar Bítlarnir voru um það bil
að sigra heiminn um miðjan sjö-
unda áratuginn lentu þeir óvænt í
fyrirstöðu í héraðsskólanum á
Skógum. Fyrirstaðan var Jón R.
Hjálmarsson skólastjóri. Hann
hafði síður en svo á móti tónlist en
undraði sig á þessum hávaða í
söng og tónlist um ástina og í ást-
arjátningum. Hávaði ætti væntan-
lega að hafa einhverja merkingu
og tilgang. Hann skoraði á helstu
boðbera Bítlanna, að mæta sér
með grammófón í sal skólans. Það
varð úr. Þeir spiluðu lög Bítlanna
„All you need is love“ og „Love me
do“. Jón spilaði Árstíðirnar eftir
Vivaldi og skýrði með hvaða hætti
tónlistin lýsti árstíðunum og átök-
um í náttúrunni. Tilheyrandi há-
vaði gaf til kynna grimmd vetr-
arins og svo ekki sé talað um
vorleysingarnar. Þá var flutning-
ur Finlandiu eftir Sibelius ekki
síður hávær við túlkun á ógn og
spennu í stríði Finna við Rússa.
Það var eins og fallbyssurnar
væru komnar inn á gólf í salnum á
Skógum. Bítlarnir voru fáfengi-
legir þetta kvöld.
Jón var hugsjónarmaður á sviði
mennta og menningar. Hann lagði
líf og sál í skólastarfið og undir
hans stjórn og með þrotlausri
vinnu urðu Skógar að mennta- og
menningarsetri héraðsins. Það
var honum metnaðarmál að und-
irbúa nemendur fyrir lífið svo all-
ar dyr stæðu þeim opnar. Í skól-
anum var haldið uppi öflugu
menningarstarfi og á hverjum
vetri voru haldnar skemmtanir í
skólanum með leiklist og söng og
íþróttamót. Eftir veturinn voru
allir nemendur búnir að fá að
spreyta sig á öllum þessum svið-
um.
Menningarstarf í héraðinu fékk
mikla liðveislu með Jóni. Hann
lagði mörgu lið og var í forystu.
Við byggingu Byggðasafnsins á
Skógum munaði án efa mest um
þátttöku og stuðning hans alla tíð.
Hann stofnaði og stóð fyrir útgáfu
héraðsritsins Goðasteins um ára-
tuga skeið og var í fararbroddi
þeirra sem varðveittu sögu og
menningu héraðsins.
Jón tók ábyrgð sína sem skóla-
stjóri alvarlega. Hann hafði orð á
því að hann hefði í skólastjóratíð
sinni oft verið áhyggjufullur um
heilsu, heilbrigði og líf 130 nem-
enda, sem voru í heimavist allan
veturinn. Að rísa undir þeirri
ábyrgð sem foreldrar og forráða-
menn nemenda reiddu sig á. Hann
var þakklátur fyrir það að koma á
sínum langa ferli öllum nemend-
um heilum heim. Það var festa í
öllu skólastarfinu. Hann hafði á
orði að nemendur ættu að vera
prúð en frjálsleg í fasi en einhvers
staðar væru þó mörk. Fyrir kom
að áminna þurfti fyrir brot á
skólareglum. Það vildi enginn fá
athugasemd eins og „og þú frá
þessu heimili“, þegar hún var sett
fram með tilheyrandi tjáningu um
undrun og vonbrigði. Jón þekkti
alla nemendur sína frá Skóga-
skóla og fylgdist svo vel með þeim
að hann gat til síðasta dags rakið
ætt, uppruna og lífshlaup hvers og
eins.
Síðast heimsóttum við Þóra
þau Jón og Guðrúnu á 64 ára
brúðkaupsafmæli þeirra í haust.
Fundur við þau var eins og venju-
lega gleðilegur og uppbyggilegur.
Jón áritaði og gaf okkur þá nýút-
komna bók sína. Jón hefur verið
mér leiðbeinandi og fyrirmynd.
Ég er þakklátur fyrir stuðning
hans og vináttu.
Guðrúnu, börnum og fjölskyld-
um þeirra vottum við samúð.
Jón HB Snorrason.
Jón Rafnar
Hjálmarsson