Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 23
Leiðir okkar Arnar sköruð- ust fyrst vorið 1973 þegar hann var prófdómari í verklegri lyfjagerðarfræði við Háskóla Íslands og ég var við nám í lyfjafræði lyfsala, eins og það hét þá. Hann sagði mér seinna að honum hefði hreint ekkert litist á þennan unga síðhærða mann og sá það líklegast ekki fyrir sér að ég ætti eftir að vinna hjá honum í 10 ár. Ég starfaði að loknu námi sem lyfjafræðingur í Garðs apó- teki við Sogaveg 1978-1995. Fyrstu árin hjá Mogens A. Mo- gensen apótekara. Á þessum árum voru apótek færri en nú er og stöðugleiki hjá lyfjafræð- ingum í apótekum einnig mun meiri en seinna varð. Við lyfja- fræðingarnir sem störfuðum í apótekunum kynntumst því hver öðrum í gegnum starfið og einnig í félagsstörfum á vegum Lyfjafræðingafélagsins. Við Örn kynntumst því snemma ágætlega, en við gegndum svip- uðu hlutverki, hann í Lyfjabúð- inni Iðunni og ég í Garðs apó- teki. Þegar kom að því að Mogens myndi láta af störfum í Garðs apóteki vegna aldurs minnist ég þess hversu ánægður ég var þegar það fréttist að Örn myndi hljóta lyfsöluleyfið. Hann kom síðan til starfa í Garðs apóteki sem apótekari í ársbyrjum 1985. Ég starfaði með Erni í rúm 10 ár í Garðs apóteki. Samstarf okkar var frá byrjun með mikl- um ágætum. Örn var hafsjór af fróðleik um allt sem viðkom okkar fagi. Hann var að mörgu leyti maður tvennra tíma í apó- tekslyfjafræðinni. Hann hóf störf í Iðunni um miðja síðustu öld og kynntist þá apóteki sem minnir lítið á apótek dagsins í dag. Í þá daga var það hand- verkið og þekking á efnum til lyfjagerðar sem var hvað mik- ilvægast fyrir lyfjafræðing í apóteki. Lítið fór fyrir upplýs- ingum til sjúklinga um verkun og annað sem viðkemur lyfjum, sem síðar varð eitt helsta stefið í faginu. Örn var virkur þátttakandi í félagsstörfum lyfjafræðinga og sat í ýmsum nefndum og stjórnum bæði á vegum Lyfja- fræðingafélagsins og Apótek- arafélagsins. Einnig átti hann sæti í bæði lyfjanefnd sem og lyfjaverðlagsnefnd. Örn var mildur stjórnandi og gerði sér far um að kynnast vel starfsfólki apóteksins. Hann var hæglátur maður og nægju- samur og í raun frekar hlé- drægur. Þó að fagið og starfið væri Erni mikið hjartans mál var þó annað áhugamál sem mark- aði jafnvel enn dýpri spor í hjarta hans. Tónlistin og þá einkum djassinn var hans að- aláhugamál. Hann fylgdist með öllu sem gerðist í djass- heiminum af ástríðu og safnaði miklu efni sem viðkom djassi og var þannig manna fróðast- ur um djasstónlist. Eitt sinn þegar hann hafði nýlega tekið við Garðs apóteki hafði hann verið að ræða við mig um aðal- áhugamálið og nefndi nokkr- um sinnum þann sem ég komst að seinna að var sú stjarna sem skein hvað skærast á hans djasshimni, þ.e. Charlie Parker, varð mér á að spyrja hann á hvað hann hefði nú spilað þessi Parker. Það þyrmdi yfir minn mann þegar hann gerði sér grein fyrir al- gerri fávisku minni á þessu sviði. Ekki erfði hann þetta við mig og hann gafst aldrei upp á að reyna að koma ein- hverri þekkingu á tónlistinni inn í minn huga. Við Guðrún Edda sendum Höllu, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur. Finnbogi Rútur Hálfdan- arson lyfjafræðingur. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 ✝ Bryndís Guð-rún Kristjáns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 22. október 1942. Hún lést á líknar- deildinni 1. nóv- ember 2018 eftir baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar voru Anna Sigurrós Levoríus- ardóttir húsmóðir, f. 29.8. 1915 á Skálum á Langanesi,d. 2.1. 1967, og Kristján Sólberg Sól- bjartsson, sjó- og verkamaður, f. 28.6. 1899 í Bjarneyjum á Breiðafirði, d. 30.6. 1964. Systkini Bryndísar eru Sólbjört Kristjánsdóttir, f. 9.12. 1940, Davíð Georg Kristjánsson, f. 20.6. 1948, d. 23.4. 2013, Helga Magnea Kristjánsdóttir, f. 4.9. 1945, d. 8.10. 2010. Hinn 13. febrúar 1963 giftist Bryndís Árna Vilhjálmssyni verkstjóra f. 4.7. 1941, en þau skildu árið 1971. Annan í jólum árið 1973 giftist Bryndís Hjálmtý Ólafi Ágústssyni verksmiðjustjóra, f. 11.5. 1943, d. 25.2. 1988. Bryn- dís og Árni tóku aftur saman og giftu sig 20. febrúar 2018. Börn Bryndísar:1) Kristjana S. Árnadóttir, f. 15.1. 1960, gift Kristjáni G. Guðmundssyni, f. 2. 10. 1953, börn a) Bryndís Guðrún, f. 26.11. 1976, Magða- lena Margrét, f. 17.10. 1979, Magnea Freyja, f. 17.3. 1989. börn g) Bjarni Snæbjörn, f. 17.9. 1994, Guðný Magnea, f. 7.9. 2005, Rannveig Perla, f. 30.6. 2010. 9) Ágúst Hjálmtýs- son, f. 28.3. 1972, giftur Yufan Tang, f. 6.6. 1991, barn h) Kine Madelene, f. 24.11. 1993. 10) Ástrós Hjálmtýsdóttir, f. 30.10. 1974, gift Kristjáni Bjarnasyni, f. 12.3. 1969, börn j) Alexand- er, f. 2.5. 1996, Birta Líf, f. 22.2. 2000, Ísabella Schöbel, f. 11.8. 2004, Hjálmtýr Daníel Schöbel, f. 25.1. 2006, Kristján Högni, f. 10.3. 1992, Lena Rut, f. 28.3. 2001. Afkomendur Bryndísar eru orðnir 50 talsins, 49 þeirra eru á lífi og eru dreifðir víða um heimsbyggðina. Bryndís og Hjálmtýr tóku einnig að sér Helgu Lilju Sólmundsdóttur, f. 2.9. 1967. Bryndís fæddist á Suður- götu í Hafnarfirði, átti heima um tíma í Þýskubúð við Straumsvík og fluttist um fimm ára aldur í Hraunhvamm í Hafnarfirði. Hún gekk í Bjarnastaðaskóla á Álftanesi. Fyrstu árin á vinnumarkaði vann Bryndís við þjónustu- og umönnunarstörf fyrir utan nokkur ár sem hún bjó í Ólafs- vík og vann þar ásamt þáver- andi eiginmanni sínum í Fiski- og síldarmjölsverksmiðjunni til ársins 1988. Fljótlega eftir það fluttist hún suður til Reykja- víkur og vann í nokkur ár við ræstingu og barnagæslu. Bryn- dís var aðallega heimavinnandi húsmóðir á stóru og barn- mörgu heimili. Útför Bryndísar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í Reykja- vík í dag, 19. nóvember 2018, klukkan 13. 2) Svan Gunnar Guðlaugsson, f. 21.8. 1961, giftur Inese Babre, f. 20.5 1968, börn b) Alda, f. 18.1. 1985, Tinna, f. 28.4. 1989, Mikaella Rós, f. 21.3. 1993, Alísa Helga, f. 12.3. 2003. 3) Pét- ur Gunnar Þór Árnason, f. 22.11. 1962, d. 12.5. 1969. 4) Guðlaug B. Árnadóttir, f. 18.12. 1963 gift Jóni P. Bernódussyni, f. 22.8. 1962, börn c) Jónína, f. 24.12. 1982, Kristján, f. 24.11. 1990. 5) Vilhjálmur Árnason, f. 15.5. 1966, sambýliskona Sig- fríður G. Sigurjónsdóttir, f. 12.12. 1964, börn d) Hjálmdís Ólöf, f. 2.5. 1988, Anna Mar- grét, f. 19.10. 1992, Hafsteinn Árni, f. 14.4. 1997, Björn M. f. 21.11. 1999, Berglind, f. 7.7. 1986, Guðbjartur, f. 16.7. 1988, Jón Hákon, f. 10.10. 2000. 6) Kristján S. Árnason, f. 27.8. 1967 giftur Önnu K. Grett- isdóttur, f. 11.2. 1971, börn e) Jóel Grettir, f. 28.4. 1990, Birkir Þór, f. 18.6. 1996, Sandra Ósk, f. 23.2. 2000. 7) Halldór R. Hjálmtýsson, f. 12.12. 1969, giftur Nelia Bear- neza Baldelovar, f. 25.1. 1968, barn f) Vincent Rúnar, f. 6.2. 2006. 8) Pétur G.Þ. Árnason, f. 25.5. 1970, giftur Ingibjörgu K. Þórarinsdóttur, f. 2.10. 1982, Elsku hjartans mamma mín. Kveðjustundin er komin og það er erfitt að finna nógu góð orð. Mamma var kona sem kvart- aði aldrei þrátt fyrir mörg áföllin í lífinu, missti ungan son sinn og eiginmann í hræðilegum slysum, gigtarsjúkdóm og illvígt krabba- mein. Hún mátti ekkert aumt sjá, þá var hún komin til bjargar. Heimilið hennar var ávallt opið fyrir alla og alltaf tók hún bros- andi á móti fólki. Mamma var alltaf til staðar hvort sem það var fyrir mig eða börnin mín. Betri ömmu er ekki hægt að óska sér fyrir börnin sín, hún tók alltaf á móti okkur með innilegu brosi og hlýjum faðmi. Passaði barnabörnin og eldaði fyrir þau hina og þessa grauta, átti fulla skúffu af kexi eða bakaði heimsins bestu pönnukökur, það var aldrei leiðinlegt að fara til ömmu í dekur. Það eru góðar minningar sem þau geyma í hjörtum sínum. Mömmu þótti ekkert skemmti- legra en að fara í búðir að skoða falleg föt eða fallega muni. Allt glys vakti athygli hennar, stund- um týndum við henni og oftast héldum við að það hefði verið vilj- andi gert hjá henni til þess að geta verið lengur í búðum. Ég man þegar Hagkaup fór að vera opið allan sólarhringinn og eitt skiptið var hún svo lengi í búðinni að dást að og skoða, að örygg- isvörðurinn var farinn að fylgjast með henni, hún skildi ekkert í því og sagði að hann væri eitthvað skrýtinn. Að fara í búðir með mömmu var ekkert tilhlökkunar- efni því hún gat eytt heilum klukkustundunum þar og jafnvel ekkert keypt en núna á ég eftir að sakna þessara búðaferða. Það er skrítið að geta ekki hringt til mömmu á hverjum degi til að heyra í henni hljóðið og spjalla við hana. Það eru svo ótal margar dásamlegar minningar sem koma upp huga mér þegar ég hugsa til mömmu. Allar sam- ræðurnar sem við áttum saman við eldhúsborðið með kaffi og smá baileys, öll jólin okkar saman en hún og Árni hafa verið hjá okkur sl. 20 ár, vel límdu jóla- pakkarnir sem allir áttu svo erfitt með að opna, ferðalögin okkar, búðarferðirnar, hundaumræður, þegar hún passaði börnin mín eða þegar hún droppaði bara óvænt inn í heimsókn, já, það mætti endalaust halda áfram. Ég, Diddi og börnin áttum margar yndislegar stundir með mömmu sem eru dýrmætar minningar sem við munum ávallt varðveita. Elsku mamma mín, takk fyrir alla umhyggjuna, hjartahlýjuna og ástina sem þú gafst mér, börnunum mínum og Didda, ég veit að þú vakir yfir okkur og ert okkur alltaf nálæg. Ég trúi því að þú sért farin til betri heims, horfin í sumarið ei- lífa, þar sem sorgir og sjúkdómar eru ekki til, komin til litla stráks- ins þíns og pabba og ég er sann- færð um að nú líður þér vel, laus við allar þjáningar. Með söknuð og sorg í hjarta kveð ég elskulega móður mína sem við elskuðum svo heitt og lif- ir ávallt í hjörtum okkar. Þín dóttir, Ástrós. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Stutt og snörp barátta við krabbamein bar þig ofurliði. Þú sem hefur tekist á við svo mörg áföll í lífinu varðst að lúta í lægra haldi að þessu sinni. Að eiga góða mömmu er ekki sjálfgefið. Ég var svo heppin að eiga bestu mömmu sem hægt var að hugsa sér. Alltaf svo blíð og góð en ákveðin. Það verður skrýtið að fá ekki símtal frá þér þar sem þú vildir fá fréttir af öll- um og heyra hvað við vorum að gera. Þú varst stolt þegar þitt fyrsta barnabarn kom í heiminn. Ekki varðstu síður montin af því að þar fékkstu alnöfnu. Alla tíð áttu dætur okkar öruggt skjól hjá þér á sínum uppvaxtarárum. Amma var alltaf reiðubúin að rétta þeim hjálparhönd og skjóta yfir þær skjólshúsi þegar þannig bar við. Þú varst mikið fyrir barna- börnin þín og montin af því að verða langalangamma. Við náð- um að mynda fimm ættliði stuttu áður en þú kvaddir okkur. Eru afkomendur þínir nú 50 talsins. Elsku mamma, mikið ofboðs- lega á ég eftir að sakna þín. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér í draumalandinu. Mamma, þú ert hetjan mín. Þú fegrar og þú fræðir. Þú gefur mér og græðir. Er finn ég þessa ást þá þurrkar þú tárin sem meg’ekki sjást. Mamma, ég sakna þín. Mamma þú ert hetjan mín. Þú elskar og þú nærir. Þú kyssir mig og klæðir. Ef brotin er ég þú gerir allt gott. Með brosi þú sorg minni bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er. Alls staðar og hvergi – þú ert hér. þú mér brosir í mót, ég finn þín blíðuhót. Alvitur á allan hátt þó lífið dragi úr þér mátt. Við Guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef. Að nóttu og degi – þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt, veist svo margt en segir fátt. Gleður mig með koss á kinn. Mér finnst ég finna faðminn þinn og englar strjúki vanga minn. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín dóttir, Kristjana (Kiddý). Það er með sorg í hjarta að ég kveð mína kæru tengdamóður. Dísa tengdó var sannarlega með fallegt hjartalag og tók mér opn- um örmum í faðm sinnar stóru fjölskyldu frá fyrsta degi. Óhætt er að segja að í hvert skipti sem farið var í heimsókn til Dísu og Árna fór maður ekki svangur út þaðan aftur, ekki síst vegna pönnukökubaksturs hennar, þar sem aldrei virtist nóg bakað sama hvað staflinn sem var bakaður var hár. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka af samveru- stundum með Dísu eins og sum- arbústaðaferðir með ykkur Árna, ferðin á Arnarstapa og ég tala ekki um allar góðu stundirnar saman undanfarin jól. Dísa var ekki sú tæknivæddasta og voru ófáar ferðirnar hjá konunni minni til hennar þegar hún komst á Fa- cebook og byrjaði að nota skila- boðaþjónustuna þar. Þegar hún var að senda persónuleg einka- skilaboð skrifaði hún þau nefni- lega yfirleitt á vegginn hjá við- komandi fyrir allra augu að sjá og þurfti Ástrós mín oftar en ekki að rjúka út til hennar til að eyða þessu hjá henni. Einnig hef ég hana sterklega grunaða um að fylgjast með fótbolta miklu betur en hún vildi láta uppi því nánast í hvert einasta skipti sem liðið mitt var að spila í enska boltanum og ég var sestur í sófann að horfa á spenntur hringdi dyrabjallan og tengdó var komin óvænt í kaffi. Alveg viss um að ég sá stundum glitta í glott hjá henni eins og hún vissi nákvæmlega hvað hún væri að gera. Mjög dularfullt allt. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði, þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Takk, elsku Dísa tengdó, fyrir yndisleg en allt of stutt kynni sem hefðu mátt vera miklu lengri. Þín verður sárt saknað. Megi Guð blessa Árna þinn og fjölskyldu á þessum erfiðu tím- um. Þinn tengdasonur Kristján (Diddi). Amma var dásamlegur karakt- er sem allir hefðu átt að fá að kynnast. Hún var svo ljúf, um- hyggjusöm og vildi öllum gott. Það voru allir í fyrsta sæti nema hún. Okkur þótti ekki leiðinlegt að fara í heimsókn til hennar enda voru móttökurnar alltaf góðar og vorum við alltaf velkom- in. Þvílíka dekrið sem beið okkar alltaf. Fótaböðin, heitu grautarn- ir og guðdómlegu pönnukökurn- ar sem allir elskuðu. Eitthvað af þessu, eða jafnvel allt saman, beið okkar alltaf þegar við fórum til ömmu. Heima hjá henni og Árna afa var eini staðurinn þar sem mátti alltaf fá kex eða klein- ur og það var alltaf nammi uppi í skáp sem boðið var upp á. Þetta þótti okkur ekki leiðinlegt og nut- um við þess í botn að vera hjá ömmu og afa. Söknuðurinn er mikill og það er vont að hugsa til þess að hitta ekki ömmu reglulega en baráttan hennar var erfið og vitum við þess vegna að henni líður betur og er í góðum höndum. Við erum svo innilega þakklát fyrir þann tíma og minningar sem við feng- um með henni og munu þær lifa áfram í hjörtum okkar. Þú sofnað hefur síðasta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir) Barnabörnin, Alexander, Birta Líf, Ísa- bella og Hjálmtýr Daníel. Elsku hjartans amma mín, mikið rosalega er erfitt að koma þessum orðum á blað, því það er svo sárt að þú sért farin frá okkur eftir stutt en erfið veikindi. Upp koma ótal minningar um hjartahlýja og blíðustu ömmu sem hægt er að hugsa sér, t.d. sögur sem þú hefur sagt mér frá því ég var ungbarn með slæma magakveisu og allir á heimilinu hjálpuðust að að ganga með mig um gólf, enda sagðir þú svo oft við mig eftir að ég varð fullorðin þegar mér var kalt eða leið illa að amma vildi geta vafið mér inní peysuna sína eins og hún gerði þegar ég var lítil. Þó að ég væri orðin fullorðin, tókstu nöfnu og knúsaðir og kysstir í bak og fyrir, og ekki varstu spör á að segja mér hversu mikið þú elskaðir mig, þannig amma varst þú, amma með hlýjasta faðminn og stærsta hjartað. Alltaf stóðu dyr þínar opnar fyrir okkur og var það mitt annað heimili þegar þú bjóst í Ólafsvíkinni, skipti engu þótt þú værir útivinnandi með stórt heimili, það var alltaf pláss. Þú varst mín besta vinkona á unglingsárunum mínum, alltaf var hægt að hringja eða koma til ömmu og ræða allt mögulegt, símtölin sem stóðu oft í nokkra klukkutíma þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar, þú vildir nú fylgjast vel með öllum. Dýrmætu bréfin sem þú hefur skrifað mér í gegnum tíðina geymi ég vel. En nú er komin kveðjustund og trúi ég því að þú vakir yfir okkur öllum og knúsir núna litla drenginn þinn hann Pétur á himninum. Sjáumst síðar, elsku amma mín, hvíldu í friði. Þín nafna, Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir. Mig langar til að skrifa fáein kveðjuorð um elsku systur mína, Bryndísi Guðrúnu Kristjánsdótt- ur, sem lést 1. nóvember síðast- liðinn eftir erfið veikindi. Dísa, eins og hún var alltaf kölluð, tókst á við veikindi sín með ein- stöku jafnaðargeði þótt hún væri oft sárkvalin af óvægnum sjúk- dómi. Hún tók alltaf á móti mér og mínum af einstakri ljúf- mennsku og sagði alltaf að sér liði ágætlega. Við sátum oft yfir kaffibolla og töluðum saman um gamla daga og höfðum gaman af. Til dæmis þegar við vorum litlar stelpur og áttum það til að stelast í jólakökuboxin hennar mömmu þó að við vissum að það mætti alls ekki borða kökurnar fyrir jól. Við vorum einnig að leika okkur niðri í flæðarmáli með pabba, sem var að gera að netum, þegar ég datt í sjóinn og pabbi dró mig upp með krókstjaka. Dísa var yndisleg og ljúf manneskja og einstaklega barngóð. Litla dóttursyni mínum þótti mjög gaman að koma til Dísu frænku og fara í dótaskáp- inn hennar. Tímasetningar voru ekki hennar sterkasta hlið. Stundum kom hún dálítið seint í boðin en það gleymdist um leið vegna hennar fallega og ljúfa bross og jákvæðni. Við systurnar vorum mjög samrýndar og áttum góðar stundir saman og það var alltaf gott að koma til Dísu og Árna. Árni reyndist konu sinni eins og hetja í veikindum hennar. Við munum sakna Dísu sárt. Elsku Dísa mín, Guð leiði þig á æðri slóðir. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Árna, börn og fjöl- skyldur þeirra. Innilegar samúðarkveðjur, Sólbjört (Sóla systir) og fjöl- skylda. Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma og amma, AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Núpi, Fljótshlíð, nú Starengi 94, Reykjavík, er kvaddi okkur að morgni 8. nóvember, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 14. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jóhannes Jóhannesson Helga Jóhannesdóttir Jóhannes Ingi Davíðsson Katrín Olga Jóhannesdóttir Hávarður Finnbogason Katrín Birna, Hrafnhildur Erna, Baldur Breki, Ásdís Björk, Ásgeir Ingi, Rebekka, Hrönn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.