Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 25
hvor annan í sínum hjartasjúk- dómum Sigurpáll og Konni. Árið 2000 fluttu þau suður í Kópavog, Hildur orðin heilsulítil, en þau komu á vorin eins og farfugl- arnir og það var tilhlökkun. Eft- ir fráfall Hildar kom Sigurpáll einn. Sumardvölin í Furulund- inum var honum dýrmæt. Hann gat haldið öllu í horfinu. Oft var gestkvæmt þar og mikið spilað, þegar vinafólk hans úr Gull- smáranum kom. Eldamennskan var aldrei vandamál. Svo var það morgunkaffið sem hann kom á. Á hverjum morgni um kl. 9:30 komum við göngukon- urnar til hans í kaffi og ýmsir aðrir, grannar og gestir. Alltaf voru súkkulaðirúsínur í skál. Hann vissi hve samkennd og samhugur fólks er mikils virði. Og til hinstu stundar spurði hann hvort við værum ekki enn að hittast. Það munum við gera í minningu hans. Sigurpáll sagði mér eitt sinn hvernig hann svar- aði spurningunni: Hvaðan ert þú? „Ég er úr Skagafirði, sem er fallegasti staður á Íslandi, ég bý í Varmahlíð, sem er besti staður í Skagafirði, ég bý í Furulundi, sem er fallegasti staður í Varmahlíð!“ Þegar hann seldi húsið sitt var það aðalmálið að ég fengi góða granna og að gróðrinum yrði sinnt. Þetta var Sigurpáll, hann var einstakur maður, sem reyndist öllum vel. Dagsverkinu er lokið. Við sitjum eftir hljóð og minnumst athafna- mannsins með virðingu og þökk. Sendi kveðju frá Varmahlíð með lokaerindi úr ljóði Kristjáns frá Gilhaga. „Í Varmahlíð“ Við brekkurætur hógvær áin hjalar og hennar bylgjur hvika létt við stein. Þá blærinn þýðu töframáli talar, er titrar lauf á birkiskógargrein. Hér fyllist brjóst mitt ást og innri friði þó áfram niði lífsins elfur stríð. Það ómar allt af söng og kvæðakliði er kvöldsins skuggar gista Varmahlíð. Innilegar samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir. Kæri Sigurpáll, nú ertu fall- inn frá. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og vera hluti af fjölskyldunni þinni. Þegar ég kom í fjölskylduna lá Hildur þín banaleguna. Greini- legt var öllum að miklir kær- leikar ríktu ykkar á milli. Þegar ég og Klara mín fluttum síðan í Gullsmára rétt við hliðina á þér var gott að skottast yfir til þín í kaffi og spjall. Það sem var gaman að hlusta á það sem á daga þína hafði drifið í gegnum tíðina. Þegar þú síðan komst að því að Klara leyfði mér ekki að elda siginn fisk heima fórstu að bjóða mér öðru hvoru til þín í slíkt góðgæti. Það voru góðar stundir og ekki skemmdi fyrir að fá að borða þetta lostæti. Vænst þykir mér samt um þegar við vorum eitt sinn sem oftar í Varmahlíð og þú varst einnig þar. Einn daginn spurði ég þig hvort ég mætti ekki bjóða þér í bíltúr um sveitirnar þar sem ég þekkti ekkert til á svæðinu og langaði að fá stað- kunnugan mann til að sýna mér og segja frá. Einn góðviðrisdag- inn ókum við um sveitir Skaga- fjarðar og þú sagðir mér sögur af hverjum bæ og tilkynntir mér sérstaklega ef framsóknarmaður hafði búið þar. Þá var líka ógleymanleg ferð- in sem við fórum öll saman til Finnlands þar sem þú, þá 89 ára gamall, skelltir þér eina bunu í stærðarinnar vatnsrennibraut. Ég þakka þér fyrir að hafa gefið mér og fjölskyldu minni tíma með þér, fyrir öll afmælin sem þú komst í til dætra minna og fyrir að hafa gefið þér tíma til að segja frá viðburðaríkri ævi þinni og fyrir að hlusta. Við kveðjum þig með söknuði og höldum í allar góðu minning- arnar sem þú hefur gefið okkur, minningarnar lifa áfram. Megir þú hvíla í friði Sigurpáll. Einar Guðberg Jónsson. Ég finn þörf hjá mér að minnast Sigurpáls Árnasonar með nokkrum orðum þá leiðir skilur. Sigurpáll fæddist 25. maí 1917 að Ketu í Hegranesi og var því 101 árs er hann lést 12. nóv- ember sl. Langri og giftudrjúgri starfs- ævi er lokið. Mín fyrsta minning um Sig- urpál er að hann kom í Braut- arholt og var þá á litlum vörubíl að sækja húsdýraáburð, árið 1943. Þá var ég sjö ára. Sig- urpáll var þá nýbúinn að byggja sér hús í Varmahlíð, sem hann nefndi Lund, og reisa þar gróð- urhús; þar ræktaði hann blóm og tómata. Kona Sigurpáls var Hildur Kristjánsdóttir frá Skaftárdal á Síðu, en hann kynntist henni í Hveragerði. Þá var hann í Garð- yrkjuskólanum þar – hún í hús- mæðraskólanum. Mín önnur minning um Sig- urpál er frá því í ágúst, sumarið 1946, þá er hann kom keyrandi á nýjum Willy’sjeppa, K-85, í Brautarholt, með stóran blóm- vönd sem hann afhenti föður mínum og sagði um leið: „Á ekki að jarða hjá ykkur á morgun, ég vil færa ykkur þessi blóm.“ En foreldrar mínir urðu fyrir þeirri miklu sorg að þeim fæddist dóttir, sem dó í fæðingu. Þetta atvik og orð Sigurpáls við þetta tækifæri lýsa manninum og hans innræti vel – og stendur mér ætíð fyrir hugskotssjónum, þá 10 ára. Árin liðu og samskipti mín við Sigurpál og fjölskyldu hófust þegar við Þóra tókum að okkur rekstur hótelsins í Varmahlíð, 1961, og Sigurpáll og fjölskylda, þá flutt í nýtt verslunar- og íbúðarhús við þjóðveg 1, sunnan Varmahlíðar. Kom sér oft vel að leita til hans í verslunina um ýmsa fyrirgreiðslu. Sigurpáll var mikill félags- málamaður og tók virkan þátt í þeim félögum sem starfandi voru í Seyluhreppi. Má þar m.a. nefna ungmennafélagið, þar var hann í stjórn og lengi formaður, nýtur félagi til fjölda ára. Sig- urpáll starfaði í áraraðir í hreppsnefnd Seyluhrepps, og var fjallskilastjóri fyrir fram- hluta hreppsins. Þá gekk hann til liðs við Karlakórinn Heimi 1942 og var félagi þar yfir 50 ár, var í stjórn og formaður kórsins, góður félagi. Sigurpáll var mikill áhuga- maður um að reist yrði félags- heimili í Varmahlíð og reifaði þau mál oft bæði á ungmenna- félagsfundum svo og í hrepps- nefnd. Árið 1963 var kosin bygg- ingarnefnd sem sjá átti um byggingu félagsheimilis í Varmahlíð. Sigurpáll var kjörinn formaður hennar. Mörgum er í minni dugnaður Sigurpáls og út- sjónarsemi við framkvæmd þessa verks, sem lauk 1967 með vígslu. Sigurpáll var ötull fram- kvæmdamaður í lífi sínu; sat aldrei auðum höndum. Frum- kvöðull að ylrækt í Varmahlíð og verslun. Hann keypti jörðin Íbishól 1951 og rak þar fjárbú í samvinnu við son sinn Kristján. Hætti búskap þar 1987 og seldi jörðina. Þá hætti hann verslun í Lundi 1988 og seldi húsið. Var þá búinn að byggja íbúðarhúsið í Furulundi 6; þar bjuggu þau hjón í allmörg ár, notalegt að heimsækja þau þar þá komin til rólegheita. Síðustu árin bjuggu þau hjón í Kópavogi. Ég vil að lokum þakka Sig- urpáli góð kynni og margvíslegt og gott samstarf, m.a. í hrepps- nefnd Seyluhrepps og ýmsum nefndum í sveitarfélaginu. Við Þóra sendum börnum Sigurpáls og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Sigurður Haraldsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 ✝ Erla Þórð-ardóttir fædd- ist 1. október 1930 á Björk í Eyjafirði. Hún lést 6. nóv- ember 2018 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri eftir stutt veikindi. Foreldrar henn- ar voru Laufey Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 2. nóv- ember 1899, frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, d. 21. júní 1993, og Þórður Helgi Daníelsson, f. 9. desember 1896, frá Björk í Eyjafirði, d. 11. maí 1953. Erla var elst fimm systkina: Kristján, f. 1932, d. 2018, Daní- el Eyþór, f. 1937, og tvíbur- arnir Ingvi Svavar og Fanney, f. 1941. Börn Erlu: Þórður Rist, f. 1954, maki Lára Jósefína Jóns- Birna Karítas Aðalsteinsdóttir, og Vignir, f. 1997. Kristín Lauf- ey Ingólfsdóttir, f. 1970, maki hennar er Stefán Hlynur Björg- vinsson, f. 1969. Börn þeirra: Arndís Ósk, f. 1993, sambýlis- maður Guðjón Óli Birgisson, Svandís Dögg, f. 1994, sam- býlismaður Atli Rafn Gunn- arsson, Stefán Viðar, f. 2001, og Ingólfur Bjarki, f. 2003. Erla gekk í hjónaband 12. desember 1970 með Ingólfi Helga Marteinssyni, f. 18. ágúst 1923, d. 1. febrúar 1997. Erla fæddist á Björk í Eyja- firði og ólst þar upp til 1941 er fjölskyldan fluttist að Garðs- horni í Kræklingahlíð. Árið 1944 fluttist fjölskyldan að Síla- stöðum þar sem hún bjó til 1962. Erla flutti inn á Akureyri og bjó þar sína búskapartíð, fyrst í Norðurgötu og svo í Glerárholti. Erla fór í Húsmæðraskólann á Akureyri 1948-49. Erla vann ýmis störf, m.a. á frystihúsinu og í verksmiðjunum. Útför Erlu fer fram frá Glerárkirkju í dag, 19. nóv- ember 2018, klukkan 10.30. dóttir, f. 1961. Dætur Þórðar og Láru eru: Erla, f. 1982, sambýlis- maður Egill Ant- onsson og dætur þeirra Sigríður og Ragnhildur. Tinna, f. 1984, maki henn- ar Mikkel Dencker Rist, dætur þeirra eru Ásta og Björk Jósefína, og Fann- ey, f. 1988, maki hennar er Martin Rist Jepsen, dætur þeirra eru Agnes og Ingvild. Jóhann Pálsson Rist, f. 1963, maki Brynhildur Pétursdóttir, f. 1969, börn þeirra: Hafdís Erla, f. 1988, sambýlismaður hennar er Björn Þór Guðmundsson og börn þeirra eru Dagur Þór og Hildur Birta. Elvar Örn, f. 1994, sambýliskona hans er Elsku mamma mín. Ég man þegar þú leiddir mína litlu hönd þegar við fórum í bæjarferðir, ég hljóp við fót til að halda í við þig en fullkomlega örugg um að þú slepptir ekki takinu. Svo þegar árin færðust yfir tókst þú í hönd mína, treystir mér að leiða þig þangað til leiðir okkar skildu nú. Ég man þegar þú og pabbi tókuð hádegislúrinn og ég lá á milli ykkar, hlustaði á ykkur spjalla um liðna tíð. Dýrmætar stundir. Ég man, hvernig steikarlykt- in mætti vitum mínum við und- irleik sjávar og fuglasöngs þeg- ar fjölskyldan kom saman í sunnudagsmatinn í Holti. Þú gerðir besta lambalærið með bestu brúnu sósunni og grask- artöflum. Notalegt fannst þér að fá ömmubörnin til þín og vita af langömmubörnunum skottast í kringum þig nú í seinni tíð. Og þegar fjölskyldan kom saman til að spila kepptust allir við að hafa þig í liði með sér. Þú varst stálminnug, víðlesin og fylgdist vel með og ef einhvern vantaði upplýsingar um afmælisdaga eða ættartengsl þá var leitað til þín. Þú tókst lífinu með æðruleysi og ró, þó að lífið hafi ekki alltaf leikið við þig þá kvartaðir þú aldrei yfir neinu og barst tilfinn- ingar þínar ekki á torg. Þó var væntumþykja þín sönn og mikil, stutt í hláturinn og húmorinn. Þú hafðir einstaka hæfileika til að taka fólki eins og það var og fannst alltaf það jákvæða í öll- um. Ákaflega nægjusöm varstu og með mikið jafnaðargeð, ræktaðir blómin þín af mikilli alúð og hafðir mikla ánægju af söng og dansi. Ferðirnar um landið með okkur fjölskyldunni eru góðar minningar og þú ákaflega skemmtilegur ferðafélagi, fróð um landið þitt og nutum við svo sannarlega góðs af ýmsum fróð- leik um staðhætti og fólk. Á sunnudögum klæddir þú þig alltaf í kjól og hlustaðir á messuna. Óskastundin var líka í uppáhaldi og varstu lítt hrifin af að vera trufluð þegar þessir við- burðir hljómuðu í viðtækinu. Dætrum okkar Stebba er sér- lega minnisstætt þegar þær sóttu þig í Glerárholtið á að- fangadagskvöld rétt fyrir klukk- an sex til að vera með okkur yf- ir hátíðirnar en svo vildi ekki betur til en svo að þær festu bíl- inn þegar átti að leggja af stað frá þér. Fyrirskipaðir þú þá stelpunum að stilla á Gufuna og máttu þær systur ekkert aðhaf- ast fyrr en klukkurnar höfðu hringt inn jólin og messan byrj- uð. Auðvitað var hlustað á mess- una alla leiðina yfir í heiði, stelpunum til mikillar gleði. Kærleikur og væntumþykja var sterk á milli ykkar systkina, voruð þið ásamt mökum dugleg að heimsækja hvert annað og voru það ánægjustundir Þú hafðir sterkar rætur til æskustöðvanna. Sveitin, fólkið þitt, náttúran og dýrin voru þér mikils virði og leitaði hugurinn oft í ljúfar minningar heimahag- anna. Með þessum kveðjuorðum læt ég fylgja ljóð eftir móður þína. Uppi í fjalli undi ég mér í æsku, þar sem víðsýnt er, sat ég þar í sólaryl sæl, að fá að vera til. Sá ég yfir sveitina með sumargrænu reitina, alla leið til árinnar, út á sjó, til bárunnar. Blöstu við mér bæjarþil á bæjum þessum kunni ég skil. En þetta er löngu liðin tíð þó lifir endurminning blíð. Hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Kristín Laufey. Í dag kveðjum við elsku Erlu ömmu okkar. Elsku ömmu sem alltaf var svo blíð og góð og með sitt ótrúlega jafnaðargeð. Við eigum öll margar góðar minn- ingar frá Holti og umhverfið þar ævintýri líkast fyrir börn að leika sér. Við eyddum ófáum tímum í að klifra í trjám, rúlla okkur í brekkunni og hlaupa um á klöppinni. Stundum tíndum við jafnvel ber og rifum upp rabarbara fyrir ömmu og ósjald- an færðum við henni blómvendi úr garðinum, ömmu til mikillar gleði. Við vorum fljót að uppgötva það hjá ömmu að hún leyfði okkur að komast upp með ým- islegt sem við fengum ekki að komast upp með hjá foreldrum okkar og sjaldan skipti hún skapi. Það sem ekki allir vita er að amma var mikill húmoristi og auðvelt var að kæta hana svo hún gat hlegið lengi á eftir. Í mörg ár bauð amma börn- um og barnabörnum í hádeg- isverð á sunnudögum og lýsir það því vel hversu dugleg hún var að halda fjölskylduböndum sterkum. Við minnumst margra góðra stunda frá matarboðum þar sem mikið var spjallað og oftar en ekki klæddum við barnabörnin okkur upp í gömul föt af ömmu og héldum leiksýn- ingu. Þá var stundum gripið í spurningaspil og keppst um að vera með ömmu í liði þar sem hún bjó yfir miklum fróðleik. Amma var iðin við bakstur og oftar en ekki bar hún margar kökusortir á kaffiborðið fyrir okkur barnabörnin og nú síð- ustu ár einnig langömmubörnin. Amma gætti þess vel að fylgj- ast með öllum barnabörnunum og langömmubörnunum og þrátt fyrir að höf og lönd hafi skilið að þá var hún dugleg að heim- sækja hluta af þeim sem búsett eru í Danmörku. Hún naut þess að dvelja í Danmörku. Elsku Erla amma, minning þín mun lifa. Hvíldu í friði. Þín barnabörn. Hafdís Erla Jóhannsdóttir Rist, Erla Þórðardóttir Rist, Arndís Ósk Arnar- dóttir, Elvar Örn Jóhanns- son Rist, Tinna Dencker Rist, Svandís Dögg Stef- ánsdóttir, Vignir Jóhanns- son Rist, Fanney Rist Jepsen, Stefán Viðar Stefánsson, Ingólfur Bjarki Stefánsson. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Langömmubörnin Dagur Þór og Hildur Birta. Þegar ég sest niður og skrifa minningarorð um Erlu systur mína kemur upp í huga minn lummulyktin sem tók gjarnan á móti mér þegar ég kom til hennar í Holt. Þessi yndislega hefð sem við höfðum í mörg ár, að hittast í kaffi á laugardags- morgnum, yljar mér á þessari stundu. Já, minningarnar eru margar. Hún var 11 árum eldri en ég og ég man eftir því að átta ára gömul svaf ég fyrir ofan hana í rúminu. Hún var stóra systirin sem ég gat leitað til og ég fann væntumþykju frá henni. Þegar ég fór á síldarvertíð á Raufar- höfn í mánuð skildi ég frum- burðinn eftir hjá henni í pössun. Þegar ég kom til baka var ég svo þakklát fyrir að sjá hvað honum leið greinilega vel hjá henni og braggaðist á þessum tíma. Mér þykir svo vænt um að við náðum að fara í ferð saman til Danmerkur í skírn hjá barna- barninu hennar. Þá var annað barnabarn hennar, hún Arndís Ósk, fararstjórinn okkar og var sannarlega betri en enginn. Og talandi um börnin hennar Erlu, þau Þórð, Jóhann og Kristínu Laufeyju, þá vil ég nefna það að hún kom heldur betur til manns yndislegum þremur börnum sem hafa reynst mér vel. Erla systir mín var alltaf hugsunarsöm, fórnfús og bar hag annarra fyrir brjósti. Hún tók inn á heimilið sitt móður okkar og annaðist hana til hinsta dags. Það var alltaf sjálf- sagt að annast aðra, hún leit á það sem sitt verkefni. Síðustu árin þótti mér alltaf svo vænt um þegar ég kom í Holt, þá kallaði hún eftir því hver væri að koma því sjónin var farin að gefa sig. Þegar hún heyrði að ég var komin, þá fann ég fyrir gleðinni sem kom í röddina. Já, við áttum margar góðar stundir saman. Það er skrýtið að hafa ekki hana systur mína lengur með mér. Það verður skrítið að fara ekki til hennar á aðfangadag klukkan fjögur, rétt áður en jól- in verða hringd inn. En ég mun minnast hennar af væntum- þykju og gleðjast yfir öllum góðu minningunum. Ég mun til- einka mér að láta minningarnar lifa um góða og kærleiksríka manneskju sem vildi öllum vel. Að lokum langar mig að votta börnum, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Kveðjustundin komin er, því kallið kom um nótt. Minning sækir nú að mér, um manngæsku, kraft og þrótt. Sem klettur hún ávallt vaktina stóð, sigraði mótlætið hrjúfa. Við sjáumst svo síðar, systir góð, í sumarlandinu ljúfa. (Pétur Guðjónsson 1́8) Fanney Þórðardóttir. Erla Þórðardóttir Elsku mamma okkar, SIGURBJÖRG HELGA JÓNSDÓTTIR, Eyrargötu 29, Siglufirði, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar að kvöldi fimmtudagsins 15. nóvember. Útför hennar verður auglýst síðar. Kristín Hólm Jón Hólm Hanna Björg Hólm og aðrir ættingjar og vinir Bróðir okkar og mágur, MAGNÚS BERGSSON, rafvirki, Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 15. nóvember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. nóvember klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Þórey Bergsdóttir Jón G. Tómasson Karl Bergsson Erna Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.