Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 26
✝ Jón Rafns Ant-onsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1947. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. nóvember 2018. Foreldrar Jóns voru hjónin Anton E. Grímsson mjólk- urfræðingur, f. í Vestmannaeyjum 14. október 1924, d. 11. júní 2014, og Svava Jóns- dóttir húsfreyja, fædd í Nes- kaupstað 13. júní 1927. Systkini: Grímur, f. 30. júní 1948; Gísli, f. 28. september 1954; Rúnar, f. 18. apríl 1958. Eiginkona Jóns er Guðrún Clausen flugfreyja, f. 27. nóv- ember 1951. Foreldrar hennar voru Holger Peter Clausen kaupmaður, f. 14. júní 1917, d. maí 1982. Börn þeirra eru: a) Jón Þorkell, f. 2. apríl 2010, b) Hrafnkell Bragi, f. 28. nóv- ember 2013. Jón Rafns, eða Nonni eins og hann ávallt var kallaður, ólst upp í Reykjavík og gekk þar í skóla. Háskólanám stundaði hann í Noregi og lærði þar byggingartæknifræði. Eftir námið fluttist hann aftur til Reykjavíkur og hóf störf á Arkitektastofu Guðmundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sig- urðssonar auk þess að kenna við Iðnskólann í Reykjavík. Hann sótti sér kennararéttindi og kenndi í Iðnskólanum allt fram til 60 ára aldurs. Árið 1980 stofnaði Jón eigin teikni- og ráðgjafarskrifstofu, Teiknistofuna Röðul. Vorið 2007 lauk hann námi til MBA frá Háskóla Íslands. Var þetta í fyrsta sinn sem nám af þessu tagi var kennt á Íslandi og var hann því í fyrsta útskrift- arhópnum. Útför hans fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. nóvember 2018, klukkan 11. 20. nóvember 1980, og Sólveig Clausen kaupkona, f. 30. október 1924, d. 20. desember 1995. Börn Jóns og Guðrúnar eru: 1) Sólveig Andrea, f. 28. júlí 1974. Sam- býlismaður hennar er Hilmir Víglunds- son, f. 12. ágúst 1976. Börn þeirra: a) Guðrún Andrea Sólveig- ardóttir, f. 21. mars 1990, sam- býlismaður hennar er Þorbjörn Þór Sigurðarson, f. 18. febrúar 1989, saman eiga þau dótturina Andreu Rafns, f. 12 ágúst 2016, b) Hekla Rán, f. 20. ágúst 2005, c) Víkingur Rafns, f. 21. febrúar 2010. 2) Svava Hróðný, f. 17. desember 1985. Eiginmaður hennar er Stefán Jónsson, f. 8. Elsku pabbi. Að missa pabba sinn er erfitt og sársaukafullt. Veit ekki hvernig ég á að byrja að skrifa minningarorð um þig. Bjóst ekki við því að ég væri að fara að gera það svona snemma. Á þessum erfiðu tímum höfum við verið að rifja upp lífið og stund- ir okkar saman. Þú hefur eflaust heyrt í okkur þessa daga sem við vöktum yfir þér og innst inni hleg- ið og grátið með okkur. Það sem þú varst góður maður og alltaf tilbúinn að hjálpa og að- stoða. Alltaf var gott að leita ráða hjá þér hvort sem það var vegna vinnunnar, barnanna, ástarinnar eða lífsins. Þú varst ávallt tilbúinn að hlusta og varst bestur í að hlusta á okkur, allar stelpurnar þínar, og hristir oft hausinn yfir okkur og þeim uppátækjum sem okkur datt í hug. Alltaf endaðir þú samræður við okkur svona: „Stelpur mínar, þið hafið þetta bara eins og þið viljið.“ Stuðningur þinn og mömmu þegar ég var ólétt að Guðrúnu okkar er ómetanlegur. Þú hjálp- aðir mér að klára alla mína skóla- göngu og berja mig áfram í nám- inu. Enda varst þú stoltur af mér þegar ég útskrifaðist sem innan- hússarkitekt. Ómetanlegar eru þessar tvær helgar sem Víkingur og Hekla voru hjá ykkur núna í lok október eftir að þú og mamma komuð heim frá Spáni. Mikil tilhlökkun var hjá krökkunum að fá ykkur heim og daginn eftir voru þau strax komin í dekur hjá ömmu og afa. Alltaf vildir þú ná í þau strax eftir skóla á föstudegi og skila þeim í matarboði í Jakaselinu á sunnudeginum. Vildir eyða sem mestum tíma með þeim. Alla sunnudaga komum við í mat í Jakaselið sem voru oft há- værir og fjörugir tímar. Mamma var jafnvel búin að vera að elda all- an daginn eða þú að nudda kjöt til að grilla. Þú elskaðir að grilla. Fyrir nokkrum vikum varstu að kenna Víkingi að mála, blanda saman litum og mála hluti úr nátt- úrunni. Hann átti að koma án síma og I-pad svo þessar græjur myndu ekki trufla. Þarna áttuð þið tveir góðan dag saman. Börnin mín búa að því alla ævi að hafa átt góðan afa sem þau litu svo upp til. Þú hefur svo sannarlega hjálp- að mér svo mikið í gegnum árin. Vannst með mér verkefni í skól- anum þegar ég var í Mílanó og þar sendum við á milli handgerðar teikningar á faxi. Þú varst svo glaður með alla tengdasyni þína. Svo ánægður að fá stráka inn í fjölskylduna þar sem þú hafðir verið einn með okk- ur stelpunum. Ekki var það verra að fá afastrákana þína þrjá loks- ins. Fórst strax í það að byggja sjó- ræningjahús á milli trjánna í garð- inum og svo var formleg opnun á húsinu með strákunum. Betri pabba er ekki hægt að finna. Mann sem kenndi mér svo margt, hjálpaði mér, leiðbeindi mér, var til staðar fyrir mig og góður vinur. Mamma og þú voruð svo sam- rýnd hjón og mikið saman. Fal- legri hjón var ekki hægt að finna. Þú gerðir allt fyrir hana eins og okkur. Minning þín lifir í hjarta mínu, minning um okkur. Við stelpurnar þínar verðum að læra að lifa með því að þú fórst allt of snemma frá okkur. Mig óraði ekki fyrir því að þú færir svona snemma frá okkur en sendu okkur styrk. Trúi því að þú hafir verið kall- aður til að sinna mikilvægu hlut- verki hjá englunum og horfir á okkur alla daga til að leiðbeina okkur í þessari miklu sorg. Við stelpurnar pössum mömmu sem þú sást alltaf um og hjálpum henni að komast í gegnum þetta saman. Minning um góðan pabba og afa lifir um ókomna tíð, því betri mann var ekki hægt að finna. Kveðja. Þín dóttir Sólveig Andrea. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi. „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum …“ Ég veit hvorki hvar ég á að byrja né enda. Þetta gerðist allt svo fljótt og þú varst tekinn frá okkur allt of snemma. Takk fyrir allt og allt. Fyrir ótal morgna sem þú vaknaðir snemma til þess að keyra okkur í skóla úti í bæ. Fyrir ótal hádegishlé sem fóru í að sækja okkur í skóla og koma okkur heim til mömmu. Fyrir ótal kvöld og morgna, oft á ókristilegum tímum, sem þú keyrðir og sóttir mig á æf- ingar. Takk fyrir góðar stundir sam- an. Heima, í útilegum, á ferðalög- um, á Spáni, hjá mér í Kaup- mannahöfn og svo hjá mér og fjölskyldu minni í Sviss. Takk fyrir að kenna mér vinnu- semi og elju. Að klára verkefnin mín. Að undirbúa mig vel, hvort sem það var fyrir skóla, vinnu, æf- ingar eða nefndarstörf. Að hafa trú á sjálfri mér og kjarkinn til þess að eltast við draumana mína. Þú kenndir mér að gera hlutina vel einu sinni í stað þess að gera þá mörgum sinnum með hálfum hug. Þú kenndir mér ótal hluti og kennir mér enn. Hvattir mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem það var í námi og skóla, í vinnu og verkefn- um eða íþróttum og áhugamálum. Þú hafðir prófað þetta allt. Æft ýmsar íþróttir, tekið að þér alls konar störf og sjálfboðavinnu, unnið félagsstörf, sinnt nefndar- störfum og verið skáti. Allt þetta hef ég frá þér. Ég tek að mér ýmis verkefni, kem mér inn í félagsstörf og sjálfboðavinnu, sinni áhugamálum mínum vel og fylgi eftir verkefnum sem ég tek að mér. Ég held að þetta stafi af því að þú sagðir aldrei nei. Þú bauðst allt- af fram hjálparhönd og gerðir þitt besta í öllum stöðum sem upp komu. Hver sem kom til þín og leit- aði hjálpar eða aðstoðar fékk alla þá hjálp sem þú gast gefið. Ég óska þess að ég hafi þetta frá þér, þótt ekki væri nema brot, og geti kennt mínum afkomendum hið sama. Núna tekur við ný lífssýn hjá okkur. Kletturinn í lífi mínu var tekinn frá mér og það verða mikil viðbrigði að hafa hann ekki til að halla sér upp að. En við stelpurnar þínar stöndum saman. Ég lofa því ekki að það verði engin læti, það væri ólíkt okkur. En þegar upp er staðið styðjum við hvor aðra. Ég elska þig og sendi einn hristikoss upp til þín. Ég bið að heilsa, Svava Hróðný. Það var fyrir rúmum fjörutíu árum að einn vinur Jóns Rafns Antonssonar bar fram þessa spurningu í kaffitíma á vinnu- staðnum: „Siggi minn, þarftu ekki að koma yfir ykkur húsnæði? Okkur félaga mína vantar sjötta mann til að byggja stigahús í Breiðholtinu.“ Við vorum ung en við slógum til. Þar með hófst löng og farsæl samfylgd okkar með þeim hjónum, Jóni Rafns og Guð- rúnu Clausen. Þetta var verklag þess tíma. Jón teiknaði blokkina alla af smekkvísi og fjórir tæknifræðing- ar, einn smiður og einn verkfræð- ingur lögðu saman krafta sína, all- ar frístundir, kvöld, helgar og jafnvel nætur og inn komumst við í eigið húsnæði með fjölskyldur okkar. Það fer ekki hjá því að það myndast náin tengsl við svona gríðarlegt átak og samvinnu. Það var eins og ein stór fjölskylda byggi þarna í Flúðaselinu og stigahúsið var leikvöllur. Áratug síðar ákváðum við að byggja aftur með þeim hjónum, Jóni og Gullý. Nú voru það tvö eins hús, hlið við hlið í Jakaseli of- ar í hverfinu. Jón teiknaði húsin af sömu smekkvísi og allt annað, þetta var sameiginlegt verkefni og þarna hafa fjölskyldurnar, full- orðnir, börn og barnabörn átt góða tíma saman. „Hvað ertu að baksa?“ spurði Jón gjarnan yfir garðinn þegar tekið var til hend- inni við eitthvað. „Á ég ekki að hjálpa þér?“ En nú er Jón burtu hrifinn frá okkur og lífið í Jakasel- inu er ekki það sama. Vinskapurinn vatt upp á sig og þau hjónin komu með okkur í hóp vina, sem hefur farið árlega um byggðir og óbyggðir Íslands og í önnur lönd og heldur saman með ýmsum öðrum hætti, æ nánar eftir því sem árin hafa liðið. Hans er nú sárt saknað í þessum hópi. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá Jóni. Alveg frá ung- lingsárum hafði hann aflað sér margháttaðrar reynslu, unnið alls konar störf og víða farið. Hann var dugnaðar- og atorkumaður og þegar mest var umleikis í lífinu kenndi hann í Iðnskólanum í Reykjavík, sat þar í skólanefnd til starfsloka, rak teiknistofuna Röð- ul með nokkrum félögum, hafði umsjón með ýmsum framkvæmd- um fyrir banka, verslunarfyrir- tæki og fleiri aðila, hannaði fjöl- margar byggingar og byggði hús. Ofan á allt þetta gaf hann sér einn- ig tíma fyrir virka þátttöku í félagsstörfum með Vestmannaey- ingunum í Akóges. Á miðjum aldri eignuðust þau hjónin hús á Spáni og þar eyddu þau æ fleiri stundum með árunum. Að leiðarlokum stendur upp úr sá mannkostur hans Jóns að vera hjálpsamur og greiðvikinn við aðra. Hann lá ekki á liði sínu að að- stoða fjölskyldu og vini þegar þörf var á, hvort sem eftir því var leitað eða ekki. Við hjónin, börnin okkar og fjölskyldur þeirra vottum Gullý og öðrum í fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Jóni Rafns á himnum þökkum við kærlega fyrir langa og skemmtilega samfylgd. Sigríður María og Sigurður Steingrímur. Fyrir allmörgum árum stofn- uðu nokkrir góðir vinir gönguhóp. Sprækur hópurinn geystist um fjöll og firnindi. Við höfum gengið saman um hálendi Íslands, notið birtu og fegurðar íslenska sum- arsins og norpað í tjöldum í vætu og vosbúð. Hópurinn hlaut nafnið „Sjaldan er bagi að bandi“. Nafnið er dregið af frásögn um mann sem kom öðrum til bjargar á fjöllum vegna þess að hann var með band- spotta meðferðis. Bandið varð okkar tákn og auðvitað alltaf með í ferðum okkur. Það kom líka oft að góðum notum þegar tosa þurfti fótnettar konur upp kletta eða vaða straumharðar ár. Við höfum líka ferðast saman í öðrum lönd- um, hjólaferðir í Þýskalandi, dek- urferð á Ítalíu og svo ekki sé minnst á ferð til Spánar í hús Nonna og Gullýjar, þar sem und- irbúningur, skipulag og stemning- in var algjörlega eins og þeim var einum lagið. Nú sjáum við, þessir góðu félagar og vinir til margra ára skyndilega á bak góðum vini og traustum félaga. Það þarf ekki að fjölyrða um þann sjónarsvipti. Frá Nonna stafaði ávallt ein- stök hlýja. Fas hans einkenndist af rólegheitum en jafnframt festu, engum látum, öllu heldur hlýju, brosi og glettni. Hann var dreng- ur góður. Margs er að minnast úr ferðum okkar. Þær minningar eigum við alltaf. Hægt væri að segja margar skondnar sögur úr þessum ferð- um. Ógleymanleg mynd í hugan- um er af Nonna í bleikum, níð- þröngum spandex stuttbuxum af Gullý. Hann gleymdi stuttbuxum og í sumarblíðunni vildi hann að sjálfsögðu ganga léttklæddur. Hann leysti það með rólegheitum. Í þessari afkáralegu brók labbaði hann allar Hornstrandir. Eina áhyggjuefnið var að hvítabjörn á flakki mundi spotta skæran litinn. Vasapyttlan hans Nonna var ekki langt undan til að skapa stemningu þegar fagna mátti gönguafrekum, fjallstoppum eða margra kílómetra plampi eða sigri í Trivial því oftar en ekki enduðum við daginn í Trivial eða pub quiz í hörkukeppni en líka í gleði og gríni. Nonna verður sannarlega sárt saknað. Þó að hópurinn sé nú far- inn að hægja á sér í göngum höld- um við áfram á annan hátt og það verður sannarlega erfitt að ímynda sér hópinn án Nonna. Við söknum notalegrar nærveru hans, skynsemi og góðra ráða, hláturs og hlýju. En sárastur er söknuður Gull- ýjar, Sólveigar, Svövu og fjöl- skyldna þeirra og Svövu móður Jóns. Missir þeirra er mikill og barnabörnin sakna besta afa í heimi. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning góðs vinar og félaga. Berta, Ingibjörg H., Júlíana, Ingibjörg og Þórður, Jóhanna og Ragnar, Sesselja og Kristján, Sigríður og Sigurður, Svava og Guðmundur. Kæri vinur. Okkur langar að kveðja þig með þessu litla ljóði eftir hann Helga Sæm.: Sólin í hafið hneig, hjarta mitt þó er glatt, kvöldstjarna lýsir leið lángt inn í hljóða nótt. Gleymdur ég ekki er uppivið fjallið bratt, blærinn í bjarkasal býður mér góða nótt. (Helgi Sæmundsson) Blessuð sé minning þín. Elsku Gullý, Sólveig, Svava og Guðrún og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill og sorgin svo sár. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi Guð styrja ykkur í sorginni. Bryndís og Garðar. Kveðja frá vinum og sam- starfsmönnum við Iðnskól- ann í Reykjavík Á votum haustdegi fyrir rúm- lega hálfri öld hittist hópur ungra manna sem voru að hefja tækni- fræðinám. Í þessum hópi var Jón Rafns Antonsson. Nú var tíminn til að afla sér góðrar og hagnýtrar menntunar til að byggja framtíð- ina á. Skólaárin liðu eins og hendi væri veifað. Að loknum fyrri hluta námsins fór Jón til Þrándheims í Noregi, gömlu menningarborgar- innar þar sem Íslendingar hafa stundað nám frá kristnitöku. Það- an lauk hann námi í byggingar- tæknifræði árið 1972. Að námi loknu hóf Jón störf hjá einni virtustu teiknistofu landsins og aflaði sér góðrar og fjölbreyttr- ar starfsreynslu. Um miðjan áttunda áratuginn ákváðum við fjórir skólabræður og fjölskyldur okkar að fara út í húsbyggingu. Eftir að hafa styrkt hópinn með tveimur afbragðs- félögum sóttum við um og fengum fjölbýlishúsalóð í Seljahverfinu þar sem framkvæmdir voru að hefjast. Árið 1975 var notað vel. Á fyrri hluta ársins teiknuðu þeir Jón og félagi okkar Sigurður Arn- alds fallega og vel skipulagða blokk. Jón lét sér það ekki nægja. Teiknaði skeytingar á annan gafl- inn og bætti þar inn í fígúratívu listaverki. Keyptur var gamall vörubíll og byggingarefni útvegað á „gamla genginu“. Allt var svo klárt þegar framkvæmdir hófust um vorið. Seinni hluta ársins var svo blokkin okkar, fjórar hæðir og sex íbúðir, gerð fokheld, nær ein- göngu með vinnu okkar félaganna. Unnið var fram á nætur. Alltaf í kappi við tímann til að fá fokheld- isvottorð á árinu og tryggja þann- ig lánafyrirgreiðslu. Jón var þarna eins og jafnan framarlega í flokki enda mikið þrekmenni, úrræða- góður og ósérhlífinn, með mikla þekkingu á viðfanginu. Sambúðin í Flúðaselinu gekk eins og best verður á kosið þó að gamalt heilræði segi að vík skuli vera á milli vina. Árin þar urðu misjafnlega mörg hjá fjölskyldun- um og þau Jón og Gullý fluttu sig um set eftir nokkur ár og byggðu fallegt hús í Jakaselinu. Eftir stendur minningin um góð sam- býlisár. En samstarfinu var ekki lokið því þrír okkar enduðu á sama vinnustað, Iðnskólanum í Reykja- vík. Þar naut Jón sín mjög vel, enda afburðakennari með mikla þekkingu og hæfileika til að leið- beina öðrum. Aðalkennslugreinar hans voru byggingartækni og tækniteiknun. En vinnuþrek Jóns var ótrúlegt og hann stofnaði ásamt nokkrum samkennurum sínum öfluga teiknistofu samhliða kennslunni. Stofan starfaði um árabil og þar var verksvið Jóns aðallega arki- tektateikningar, þ.e. skipulag og útlit mannvirkja. Einhvern veginn í öllu þessu ati gaf Jón sér tíma til að ljúka MPA-námi og námi í eignaskiptum fasteigna. Jón var hamingjumaður í einkalífinu, vel kvæntur og lét sér mjög annt um fjölskylduna. Hún var alltaf í fyrsta sæti. Það var aðdáunarvert að sjá hann flétta hár dætra sinna á ofurnæman hátt með sömu stóru og kröftugu höndunum sem auðveldlega vipp- uðu til sementspokum og þak- sperrum. Andlát Jóns bar óvænt að, ein- mitt nú þegar um hægðist hjá honum og fjölskyldunni. Við kveðjum hann með þökk fyrir vin- áttuna og samfylgdina og vottum eiginkonu hans og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Finnur og Ingi. Jón Rafns Antonsson HINSTA KVEÐJA Ef sársaukinn er þér um megn, hugsaðu um hafið. Hver alda gefur þér styrkinn sem þú þarft til að halda áfram enn eitt andartakið. (Höf. ók.) Hvergi nærri hefði ég haldið að elskulegur bróðir minn ætlaði svo snemma á vit forfeðra sinna og til æðra lífs. Gangi þér ferðin vel, elskulegur. Guð blessi eiginkonu þína, elsku Guðrúnu Clau- sen, börn ykkar og barna- börn sem eiga svo sárt um að binda. Rúnar, Guðlaug og fjölskylda. 26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Ég kynntist Bjarna þegar ég vann í trésmiðjunni Meið á áttunda áratug síðustu ald- ar. Við höfum örugglega verið að slá saman stóla fyrir veit- ingastaðinn Þórskaffi, þó nutum við ekki krafta hins alræmda þórshamars; Bjarni hafði sem sagt góðan húmor og áhuga á listum. Það dugði mér alveg, við urðum góðir kunningjar. Hann var vel lesinn, sem var dyggð í Bjarni Bergsson ✝ Bjarni Bergs-son fæddist 2. júlí 1930. Hann lést 7. nóvember 2018. Útför Bjarna fór fram 15. nóvember 2018. mínum augum, og bætti við leslistann nokkrum góðum titlum, man t.d. eft- ir Veröld sem var, sem hefur fylgt mér síðan og getur kennt manni margt um lífið og til- veruna. Bjarni var einnig vel heima í myndlist og listum almennt. Það er gefandi fyrir unga listaspíru að kynnast mönnum eins og Bjarna sem sannanlega hafði góð áhrif á mig á þessum tíma og alltaf gaman að hitta hann á götu á seinni árum og spjalla aðeins. Innilegar samúðar- kveðjur til ættingja og vina. Daði Guðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.