Morgunblaðið - 19.11.2018, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Kraftur í KR kl.10:30-
11:15, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10 og Aflagranda kl.10:20 -
Félagsvist kl.13:00 - Útskurður kl.13:00 - Kapitólurnar kl.13:00 -
Kaffi kl.14:30-15:20
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga
um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist
með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.00. Myndlist kl. 12.30. Vatns-
leikfimi kl. 14.30. Spjallhópur Boðans kl. 15.00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10:30. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Samprjón kl. 13:30-14:30.
Bútasaumshópur kl. 13:00-16:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverk-
stofa kl.13.00. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi 9-10, Opin handverkstofa
9-12, Bókabíllinn á svæðinu 13:10-13:30, Handaband - skapandi
vinnustofa með leiðbeinendum 13-15:30, Söngstund við píanóið
13:30-14:15, Frjáls spilamennska 13-16:30. Verið velkomin á Vitatorg,
Lindargötu 59, sími 411-9450.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl.
9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00.
Saumanámskeið í Jónshúsi kl: 14:10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13:00
– 16:00 allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl: 16:15
Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu
Ben 11:00-11:30.. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30
Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta.
Gjábakki kl. 11.30 til 14.00 verðður Logy fataverslun með tískufatnað
til sölu í anddyrinu hér í Gjábakka.
Gullsmári Postulínshópur kl 9.00 Jóga kl 9.30 Handavinna/ Bridge kl
13.00 Jóga kl 17.00 Félagsvist kl 20.00
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl 13-
14. Jóga kl. 14.15 – 15.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spi-
lamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Byrjum við Hringborðið kl. 08:50, frjáls tími í listas-
miðju fyrir hádegi. Línudans fyrir byrjendur kl. 10:00. Myndlis-
tarnámskeið kl. 12:30. Handavinnuhornið kl. 13:00, félagsvist hefst kl.
13:00. Kynning á nýjum leshóp kl. 14:00. Síðdegiskaffi. Allir velkom-
nir.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga, gönguhópar kl. 10 frá Borgum,
Grafarvogskirkju, inni í Egilshöll. Dans í Borgum kl. 11:00. Skartgripa-
gerð kl. 13 í Borgum í dag og félagsvist kl. 13 í dag. Tréútksurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13 og Kóræfing kl. 16:00 í Borgum í dag.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.00 ( Ath. gler
fellur niður fyrir hádegi.). Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl.
10.00. Kaffi og krossgátur í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í
salnum kl. 11.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í
sundlauginni kl. 18.40.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjen-
dur kl. 9.45..ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leik-
fimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópanna. AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI
–tölvunámskeið dagana 21. og 28. nóv. 2018 – innritun feb@feb.is - s.
588-2111.Fimmtudaginn 22. nóvember bókmenntaklúbbur, kl. 14:00 -
15:45. Þá verður lesin og rædd bók Bjarna Harðarsonar "Í skugga
drottins".
fasteignir
Elsku vinur
minn hann Örn er
látinn. Ég veit að
hann er hvíldinni
feginn og ég sé hann fyrir mér
núna hlaupandi um og syngj-
andi í leiðinni. Ég veit það líka
að það var vel tekið á móti hon-
um í Sumarlandinu því drengur
var hann góður og snerti stað í
hjarta allra sem honum kynnt-
ust. Hann skilur eftir tómarúm
sem verður seint fyllt og það
verður aldrei eins að mæta í
vinnuna. Hver annar mun segja
okkur hvað við erum gullfal-
legar og hvað við erum sætar
og góðar!
Örn er ég búin að þekkja alla
mína ævi en kynntist honum
ekki í raun fyrr en ég hóf aftur
störf á Eini og Grenihlíð. Síðan
eru liðin fimm ár og margt höf-
um við gengið í gegnum, í blíðu
og stríðu. Minningarnar hrann-
ast upp og þær eru sko margar
enda margir klukkutímarnir
sem við eyddum saman, hvort
sem var að nóttu eða degi.
Hann var einstakur karakter
og það sem einkenndi Örn var
þessi óbilandi gleði og einlægni.
Sama hvað gekk á, hvort sem
var í veikindum eða meiðslum,
hafði hann hlý orð, bros sem
lýsti upp herbergið eða var
tilbúinn í söng. Skap hafði hann
þó líka og þrjósku sem var
engu lík og maður lifandi hvað
hann gat verið mikill prakkari.
Besta dæmið um prakkara-
skapinn hans var í þau nokkru
skipti sem hann setti bruna-
kerfið af stað. Það var ekkert
grín því það þýddi svakalegan
hávaða og allar hurðir skelltust
með látum. Það var orðið þann-
ig að um leið og kerfið fór af
stað var spurt hvar Örn væri.
Jú, hann var þó nokkuð oft
sökudólgurinn og þegar hann
var spurður af hverju hann
Örn Arason
✝ Örn Arasonfæddist 16.
mars 1955. Hann
lést 25. október
2018.
Útför Arnar fór
fram 5. nóvember
2018.
gerði þetta var
svarið: „Guð sagði
mér að gera það.“
Eða þegar hann
bað mig að taka ol-
sen olsen og ekki
var brugðist við
því strax, þá henti
hann öllum spilun-
um á gólfið og lét
mig tína þau upp
þangað til ég gafst
upp og tók nokkur
spil, sem hann vann að sjálf-
sögðu með glott á vör.
Söngelskur var hann líka og
þrátt fyrir erfiðleika við að tjá
sig gat hann sungið með öllum
lögum. Bítlarnir voru ofarlega
á lista og gömul popptónlist.
Ég á svo margar minningar
sem ég ætla að varðveita vel í
hjarta mínu. Örn, eða Eagle
eins og við djókuðum stundum
saman með nafnið hans, hann
var eins og örninn fljúgandi.
Þrátt fyrir fjötra líkamans
hætti hann ekki að fljúga.
Hann hélt áfram að láta sig
dreyma um uppáhaldsbílana
sína eða mótorhjólin enda bíla-
áhugamaður mikill. Hann hélt
alltaf áfram að vilja fara út og
skoða heiminn og hitta fólk sem
hann gat tekið í höndina á og
sagt því hversu gullfallegt það
væri. Enda var það nokkrum
sinnum sem við þurftum að
hlaupa út og leita. Einu sinni
man ég eftir því að Örn var
kominn langleiðina að sund-
lauginni á fullri ferð. Þá hefur
honum liðið vel.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra þótt ég gæti það með
allar þessar minningar en ég
ætla að enda á orðunum sem
við sögðum alltaf fyrir svefn-
inn.
Góða nótt, elsku besti vinur.
Mér þykir vænt um þig! Ég
veit að þú svarar á móti: Góða
nótt elsku vina mín, mér þykir
vænt um þig líka.
Elsku Dísa, Svana, Freysi og
aðrir ástvinir. Ég samhryggist
ykkur innilega! Ég veit það og
get lofað því að Örn Arason
gleymist aldrei.
Ástarkveðjur,
Hulda.
Ég ætlaði ekki að
trúa því að þessi
góði maður væri
Karl Haraldsson
✝ Karl Haralds-son fæddist 26.
febrúar 1946. Hann
lést 19. október
2018.
Útför hans fór
fram 6. nóvember
2018.
farinn. Ég hitti
hann á fundum fyrir
margt löngu. Hann
var alltaf hress og
ég vona að guð
geymi hann.
Ég sendi samúð-
arkveðjur til ætt-
ingja og vina.
Konráð Stefán
Konráðsson
sendill.
Í dag fylgjum við
kærum frænda, Sig-
urjóni Gunnarssyni,
síðasta spölinn.
Sonni eins og hann var ávallt kall-
aður var eftirminnilegur maður.
Lærði ungur matreiðslu og starf-
aði við góðan orðstír á meðan
hann hafði getu til, en Sonni
greindist með Parkinson-sjúk-
dóminn fyrir allmörgum árum,
sem að lokum hafði sigur. Eftir
að foreldrar og bræður Sonna
fluttu á Álfaskeiðið varð mikill
samgangur á milli þeirra og okk-
ar fjölskyldu á Hverfisgötunni,
enda bjuggu afi og amma okkar
þar. Gunnar Halldór, faðir
Sonna, og Haraldur, faðir okkar,
voru bræður og bestu vinir. Alltaf
var gott að koma á Álfaskeiðið og
margt brallað þar og í hrauninu í
kring. Sonni var höfðingi heim að
sækja og ógleymanlegar voru
veislurnar hjá Tobbu og honum á
Arnarhrauninu í gamla daga, þar
sem hann lék á als oddi og töfraði
fram kræsingar með Demis Ro-
ussos í græjunum. Sonni var
áhugasamur um allt og alla,
ávallt með svör á reiðum hönd-
Sigurjón
Gunnarsson
✝ Sigurjón Gunn-arsson fæddist
11. febrúar 1944.
Hann lést 25. októ-
ber 2018.
Útför Sigurjóns
fór fram 7. nóv-
ember 2018.
um, mikill smekk-
maður á föt og bif-
reiðar og átti
nokkrar slíkar, yfir-
leitt í kraftmeiri
kantinum. Stundaði
handknattleik með
Haukum á yngri ár-
um, þjálfaði yngri
flokka félagsins, var
öflugur formaður
Handknattleiks-
deildar Hauka 1978
og 1979 og varð meistaraflokkur
karla Íslandsmeistarar utanhúss
bæði árin, auk fleiri titla. Einnig
var hann varaformaður hand-
knattleiksdeildar og aðalstjórnar
á níunda ártugnum. Golfíþróttina
stundaði Sonni af kappi á meðan
heilsan leyfði, var meðlimur í
Golfklúbbnum Keili og einnig
Golfklúbbi Sandgerðis, en hann
var einnig formaður þess klúbbs
um tíma en hann bjó um árabil í
Sandgerði með Hrafnhildi þáver-
andi sambýliskonu sinni.
Sonni var hagmæltur og hafði
gaman af að yrkja ljóð og skrifa
greinar um hugðarefni sín, sum-
ar hverjar í dagblöðin.
Við systkinin á Hverfisgötunni
þökkum ljúfa og ógleymanlega
samfylgd og biðjum Guð að
blessa minningu frænda okkar.
Við sendum Svövu, Gunnari og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Sturla, Guðmundur (Gummi),
Hildur og Ingimar.
✝ AðalheiðurHrefna Björns-
dóttir, frá Skaga-
strönd, fæddist í
Austur-Húnavatns-
sýslu 1. nóvember
1931. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
8. október 2018.
Aðalheiður
Hrefna var fædd á
Skinnastöðum í
Austur-Húnavatnssýslu, en ólst
mest upp á Geirastöðum, sem var
kot, hjáleiga, í Þingeyrarlandi,
þar til hún flutti með foreldrum
sínum til Skagastrandar, þar sem
hún svo bjó alla tíð. Faðir henn-
á saumastofu staðarins og sein-
ast á elliheimilinu Sæborg.
Hún fékk berkla og dvaldi á
Vífilsstöðum frá 1952 um ein-
hvern tíma og eftir það átti hún
alla tíð miða í happdrætti SÍBS
og þótti vænt um þau samtök.
Hún var ein af þeim heppnu og
kom aftur heim.
Þann 13. júlí 1951 eignaðist hún
soninn Björn Braga með Sig-
mundi Jóhannssyni frá Skaga-
strönd. Hún gekk í Kvennaskól-
ann í Reykjavík veturinn
1957-1958 og giftist svo Gunnari
Albertssyni frá Keldulandi á
Skaga þann 30. maí 1959 en þau
höfðu þá verið trúlofuð í tvö ár.
Þeirra synir eru: Egill Bjarki,
fæddur 16. september 1961, og
Þráinn Bessi, fæddur 17. júlí 1969.
Fyrir átti Gunnar soninn Svein
Odd, fæddan 30. nóvember 1957.
Aðalheiður Hrefna var jarð-
sungin frá Hólaneskirkju 27.
október 2018.
ar, Björn Teitsson
frá Kringlu, lést ár-
ið 1945. Eftir það sá
móðir hennar,
Steinunn Jónsdóttir
sem sem ættuð var
frá Hnífsdal, ein um
uppeldi hennar og
miðsysturinnar,
Margrétar Jón-
fríðar, en elsta syst-
irin Elínborg Teitný
var flutt að heiman.
Aðalheiður Hrefna byrjaði
snemma að vinna og vann til
dæmis lengi á símstöðinni á
Skagaströnd og skrifstofu Kaup-
félagsins á Skagaströnd meðan
það var og hét. Seinna vann hún
Móðir mín, Aðalheiður Hrefna
Björnsdóttir frá Skagaströnd,
lést 8. október og var jarðsungin
frá Hólaneskirkju á Skagaströnd
27. október síðastliðinn. Henni
var ekkert gefið um Aðalheiðar-
nafnið og var alltaf kölluð
Hrefna.
Mamma var hvunndagshetjan
sem ekki vildi láta mikið fyrir sér
fara og kannski ekki margir
þekktu. Hógværð og lítillæti var
hennar aðalsmerki, auk þess sem
hún hafði sterka réttlætiskennd.
Meðan ég var að alast upp
vann hún ekki mikið úti heldur
sinnti heimilinu og gerði það
mjög vel. Hún smurði nesti fyrir
mig að kvöldi fyrir næsta skóla-
dag, svo var tilbúið eitthvað að
borða fyrir skóla um morguninn.
Hún smurði auðvitað líka fyrir
aðra fjölskyldumeðlimi og gesti í
morgunkaffi, miðdegis- og kvöld-
kaffi. Svo bakaði hún oft og eldaði
mat alla daga, fiskur í hádeginu
og kjöt í kvöldmat. Þau pabbi
voru með nokkrar kindur í mörg
ár sem hún skírði allar með nafni.
Fram að 12 ára aldri var ég
mest í heimasaumuðum fötum
sem mamma hafði búið til. Allt
var notað og nýtt. Hún hugsaði
vel um okkur bræður og ástúðin
og umhyggjan skein í gegnum öll
hennar verk þó hún tjáði ekki
væntumþykju sína beint.
Mamma átti ýmis áhugamál, eins
og prjónaskap og blómarækt, en
það er eitt áhugamál sem ekki fór
hátt frekar en annað. Hún hafði
mikið gaman af tónlist, alls kon-
ar, hún hafði mjög gaman af
gömlum blús, djassi og öllu þar í
kring. Hún laumaði inn hjá mér
áhuga á þessari tónlist og hverjir
væru góðir. Það er eitt lag sem
hún hélt mikið upp á, og það
minnir mig alltaf á hana. Það er
lagið, Summertime úr söngleikn-
um Porgy and Bess, sungið af
Ellu Fitzgerald og Louis Arms-
trong.
Sennilega rétt fyrir áttrætt
byrjaði mamma að tapa minni
sem svo kom í ljós að var sú
slæma „pest“ Alzheimer, en
hennar lán var að veikindin
versnuðu hægt. Hún hefði orðið
87 ára núna 1. nóvember, hefði
hún lifað. Seinasta árið sem hún
lifði dvaldi hún á Heilbrigðis-
stofnunni á Blönduósi og fór vel
um hana þar hjá frábæru starfs-
fólki. Ég heyrði að hún hefði haft
gaman af að syngja þar og að hún
hefði enn kunnað marga texta
þrátt fyrir Alzheimerinn. Í fram-
haldi af því frétti ég, orðinn 57
ára, að hún hefði verið í kvartett á
Skagaströnd þegar hún var ung.
Eins og með svo margt annað,
hún talaði ekki um það og hældi
sér aldrei af neinu.
Hún sýndi sonum mínum
tveim sömu góðvildina, þegar
þeir voru í skólanum löbbuðu þeir
oft til hennar, sem var stutt, í frí-
mínútunum til að fá mjólk og
brauð. Þegar hún sá þá koma
labbandi eftir götunni byrjaði
hún að græja fyrir þá samlokur
eftir þeirra óskum.
Í seinni tíð hugsaði ég oft heim
af sjónum á laugardagsmorgnum
og óskaði þess að vera á Odda-
götu 5 í morgunkaffi, lágstemmd
þægileg tónlist eða Rás 1 og hús-
ið angaði af nýbakaðri Bestu-
köku, sem mamma bakaði oft á
laugardagsmorgnum.
Þau pabbi byrjuðu að fá aðstoð
við þrif þegar mamma var 69-70
ára og lengi vel tók mamma að-
eins til og moppaði húsið áður en
þrifakonan kom.
Ég mun sakna hennar sárt.
Takk fyrir allt, mamma mín.
Egill Bjarki Gunnarsson.
Aðalheiður Hrefna
Björnsdóttir