Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Sandra Mjöll Jónsdóttir, sem fagnar 30 ára afmæli sínu í dag,hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og rann-sóknir. Heimssamtök kvenna í nýsköpun (GWIIN) völdu hana
sem frumkvöðul ársins 2017 og hún fékk hvatningarviðurkenningu
Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Hún er lífeindafræðingur að
mennt og lauk doktorsprófi í
fyrra. Hún stofnaði Platome
Líftækni ásamt Ólafi E. Sig-
urjónssyni en er hætt störfum
þar og er nýtekin við sem vöru-
stjóri hjá íslenska lyfjafyrirtæk-
inu Florealis.
„Ég er ábyrg fyrir vöru-
stefnu fyrirtækisins og því að
koma nýjum vörum, lyfjum og
lækningavörum á markað.
Þetta er mjög fjölbreytt starf
þar sem maður þarf að sinna
skapandi hugmyndavinnu, vís-
indum og markaðsmálum, öllu
á sama degi. Florealis er ný-
sköpunarfyrirtæki, með níu
starfsmenn. Sjö starfa hér á
landi og tveir í Svíþjóð en við
höfum tvöfaldast á einu ári.
Þetta er eina íslenska lyfjafyr-
irtækið sem býður upp á við-
urkennd jurtalyf sem eru skráð
í sérlyfjaskrá eins og önnur
lyf.“
Florealis setti á markað í ágúst lyfið Sefitude sem er eina lausa-
sölulyfið gegn vægum svefnvandamálum og kvíða. „Það fékk gíf-
urlegar miklar viðtökur og varð uppselt fyrstu vikuna. Við urðum að
vera að fljót að fylla á hillurnar. Við hittum greinilega á gat á mark-
aðnum þar sem fáar aðrar lausnir eru í boði. Það var kominn tími á
vægt svefn- og kvíðalyf sem væri ekki ávanabindandi og ylli ekki
sljóleika.“
Sandra hefur mikinn áhuga á nýsköpun og hefur flutt fyrirlestra
um þau mál. Hún verður með fyrirlestur næstkomandi fimmtudag,
22. nóvember, í hátíðarsal Háskóla Íslands kl 12. „Svo reyni ég að
slaka á þess á milli og finnst gaman að vera með fjölskyldunni, les
bækur og spila á píanó.“
Eiginmaður Söndru er Þór Friðriksson, læknir og verkfræðingur
og vinnur hjá Össuri, og dóttir þeirra er Birta 4 ára. Þau hjónin tóku
sér foreldrafrí um helgina í tilefni afmælisins og eyddu kærkomnum
tíma saman. Í dag heldur hún hins vegar upp á afmælið með fyr-
irlestri um nýsköpun á vegum viðskiptahraðals sem heitir Snjallræði.
Frumkvöðull Sandra verður með
fyrirlestur bæði í dag og á
fimmtudaginn um nýsköpun.
Með brennandi
áhuga á nýsköpun
Sandra Mjöll Jónsdóttir er þrítug í dag
H
eiðar Bjarndal Jóns-
son fæddist í Reykja-
vík 19.11. 1948 en ólst
upp í Neðri-Dal í
Biskupstungum.
Hann stundaði barnaskólanám í
Biskupstungum og Héraðsskólann á
Laugarvatni, lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1968,
stundaði síðan nám við landbúnaðar-
háskóla í Noregi 1968, lauk fyrri önn
Lögregluskóla ríkisins 1975 og
seinni önninni 1977 og hefur auk
þess lokið ýmsum námskeiðum er
lúta að löggæslustörfum.
Heiðar stundaði landbúnaðarstörf
á unglingsárum og með skóla, vann
við brúarsmíði, stundaði almenna
verkamannavinnu, stjórnaði síðan
þungavinnuvélum hjá Þórisósi hf. og
var við vörubifreiðaakstur hjá
Vörðufelli hf um skeið.
Heiðar hóf störf í lögreglunni í Ár-
nessýslu vorið 1975. Hann var skip-
aður lögregluvarðstjóri haustið 1990
og sinnti því starfi til 2013 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Heiðar var formaður Lögreglu-
félags Suðurlands 1987-97, sat í
varastjórn Landssambands lög-
reglumanna 1992-96 og sat í aðal-
stjórn frá sambandsins 1996-98 og í
orlofsnefnd sambandsins í rúm 30
ár. Hann var sæmdur gullmerki
Landssambandsins fyrir félagsstörf.
Heiðar er spurður um áhugamál
eftir að hann hætti störfum:
„Við hjónin höfum alltaf verið
dugleg að ferðast og ekki síst eftir
að ég hætti að vinna. Við komum
Heiðar Bjarndal Jónsson, fv. lögregluvarðstjóri – 70 ára
Fjölskyldan Heiðar og Kolbrún með börnum, tengdabörnum og barnabörnum á suðrænum slóðum.
Í húsbíl um Evrópu –
frjáls eins og fuglinn
Hjónin Heiðar og Kolbrún Þau eiga
fjögur börn og hafa verið gift í 36 ár.
Vopnafjörður Salka
María Ingólfsdóttir
fæddist 24. janúar
2018 á Landspítal-
anum í Reykjavík.
Hún vó 4.075 g og
var 52 cm að lengd.
Foreldrar Sölku
Maríu eru Eyrún
Guðbergsdóttir og
Ingólfur Daði
Jónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is