Morgunblaðið - 19.11.2018, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á k
alkúninn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur haft nóg að starfa að und-
anförnu en sérð nú fram á að eiga tíma af-
lögu fyrir sjálfan þig. Reyndu að finna þeirri
tilfinningu heppilegan farveg svo að þú getir
notið þín.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að leggja þitt af mörkum til
þess að vináttan dafni. Hættu einhverjum
einum hlut sem er skaðlegur heilsu þinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér kann að finnast þú varnarlaus í
hinum stóra heimi og þarft þá að leita skjóls
hjá einhverjum sem veitt getur þér vörn. Ef
þú sérð tækifæri til þess skaltu grípa það.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að finna þér eitthvert við-
fangsefni sem auðgar frítíma þinn og býr þig
betur undir átök dagsins. Grafðu aðeins
dýpra og þá finnur þú styrkinn sem þú þarft
til þess að skína.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú færð fréttir sem hrista upp í draum-
órum þínum um hvernig hlutirnir ættu að
vera eða munu verða. Sameiginleg fjármál
koma til álita.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er til fyrirmyndar að geta við-
urkennt mistök sín og lært af þeim. Leitaðu
leiða til að auka þroska þinn og víðsýni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú hefur viljað breyta til í lífi þínu er
þetta rétti dagurinn til að fikra sig inn á nýjar
brautir. Fólk er glatt í sinni, hresst og fullt
bjartsýni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Skemmtilegt síðdegi er í vænd-
um með vinum og fjölskyldu. Segðu það sem
þér finnst en kenndu ekki öðrum um líðan
þína. Einbeittu þér að nánd og samskiptum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Maður er manns gaman segir
máltækið og það á alltaf við. Ekki vegna þess
að þú getir ekki rætt málin heldur vegna þess
að þú ert ekki ræðinn í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú verður ekki undan því vikist að
taka forystuna og koma ákveðnu verkefni í
höfn. Dæmdu menn ekki of fljótt, sýndu held-
ur umburðarlyndi og skilning.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það liggur í augum uppi að þú
þarft að sleppa tökunum á ákveðnum hlutum
í lífi þínu. Samskiptahæfni þín er mikil og því
er lítil hætta á að þú troðir öðrum um tær.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Karllegir og kvenlegir eiginleikar hafa
áhrif á framvinduna í dag. Nú verðurðu að
gera upp við þig hver staðan er heima fyrir og
hverju þú vilt bindast.
Ég blaða oftar en ekki í ÁrbókÞingeyinga. Að þessu sinni
dró ég út úr skápnum árbókina
1990, þar sem Guðrún N. Jakobs-
dóttir á Víkingavatni skrifar um
einn þessara kynlegu kvista,
„Kunningja í Holti“. Þar segir að
hann hafi átt marga ánægjustund
heima hjá Guðbrandi í áfenginu
þegar hann var í Reykjavík. Sungu
þeir þá gjarna þessa vísu, sem
Kunningi lærði í æsku:
Ástin gerir ennþá mig
ákaflega pína.
Fæ ég ekki að faðma þig
fallegasta Stína?
Þar segir frá útför Hjartar Sig-
urðssonar á Skinnastað, fátæks og
umkomulítils vinnumanns. Þegar
setja átti líkkistuna í gröfina reynd-
ist hún of þröng, svo að kistan
komst ekki niður og varð að víkka
gröfina. Þá orti kaupakona á
Skinnastað, sem Þórunn hét, syst-
urdóttir Ólafar á Hlöðum:
Sólarlöndin brosa björt
bak við dauðahöfin.
Þar mun ekki þröngt um Hjört
þó að mjó sé gröfin.
Bóndinn á Tindum gerði samning
við Kölska um að hann fengi umráð
yfir sál bóndans ef hann gæti slegið
túnið á einni nóttu. Kölski varaðist
ekki að Gnípatóftin var þaulvígð
svo að hann náði ekki af henni gras-
inu og kvað stöku þessa:
Grýtt er hér á Gníputótt,
glymur ljár í steinum.
Þó túnið sé á Tindum mjótt
þá tefur það fyrir einum.
Kristbjörn Benjamínsson Kópa-
skeri, f. 1905, segir frá því að í sínu
ungdæmi hafi fjallagrös verið not-
uð í fleira en mjólk, – þau voru
stundum sett í blóðið til að spara
rúgmjölið í blóðmörinn og amma
hans setti þau saman við mjölið sem
hún hafði í pottbrauðið. Fjallagrös-
in voru holl og góð en menn gátu
fengið leið á þeim:
Æ, þú eilífi grasagrautur
á Grenjaðarstað sem aldrei þrýtur.
Leiðist mér að lepja þig,
loks held ég þú drepir mig.
Í Árbókinni 1963 segir Karl
Kristjánsson frá skáldbóndanum í
Kílakoti, Þórarni Sveinssyni. Á
manndómsárum sínum stóð hann í
strangri lífsbaráttu:
Örðugan ég átti gang
yfir hraun og klungur.
Einatt lá mér fjall í fang
frá því ég var ungur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stökur úr Árbók
Þingeyinga
„VILTU FÁ FRAMMISTÖÐUMATIÐ NÚNA
EÐA EFTIR RÉTTARHÖLDIN?“
„VIÐ SKULUM VONA AÐ VIÐ ÞURFUM
ALDREI AÐ NOTA ÞETTA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja vera
flugkappinn hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ.... BÚBOPPADÍBABÚPPADÚÚÚ KATTA-
DJASS
ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞETTA VÆRI ERFIÐUR VÖLLUR!
Hreyfing! Víkverji hefur að und-anförnu mætt reglulega á lík-
amsræktarstöð, sem til skamms
tíma hefði verið honum afar fjar-
lægt. En nú eru breyttir tímar og
áminning frá lækni kallaði á róttæk-
ar aðgerðir. Skemmst er frá því að
segja að sportið er ánetjandi og
ljómandi skemmtilegt. Það er nota-
leg tilfinning að þreytast, hitna og
svitna og finna að hjartað örar slær.
Að ganga kílómetra á brettinu á ögn
skemmri tíma í dag en í gær er líka
ágæt áskorun. Þetta er fínt vetrar-
sport; með vorinu taka við fjall-
göngur og ferðalög.
x x x
Fróðleikur! Um helgina gluggaðiVíkverji í Bændablaðið sem
fylgdi Mogga á dögunum. Aðsendu
greinarnar í blaðinu í vekja eftirtekt
og eru góð tilbreyting frá öðru les-
efni. Þarna leggja bændur og búalið
orð í belg um til dæmis kolefnis-
jöfnun, skólamál í dreifbýli, lífsham-
ingjuna, orkupakkann og mjólkur-
iðnað svo eitthvað sé nefnt: málefni
sem eru ekki mikið rædd í öðrum
blöðum. Allt eru þetta ágætlega rök-
studdar greinar skrifaðar af lítt
þekktu fólki sem er blessunarlega
laust við þann félagslega réttlætis-
boðskap sem er áberandi hjá svo-
kölluðum álitsgjöfum sem áberandi
eru í hefðbundnum fjölmiðlum.
x x x
Orðaleikir! Það er merkilegthvernig fínir titlar eru í dag not-
aðir til að tjakka upp virðingu fyrir
störfum og skapa möguleika á betra
kaupi. Fínn titill getur fært fólk upp
um launaflokka og þar með er til-
ganginum náð. Einu sinni vann Vík-
verji í fyrirtæki þar sem í starfslið-
inu voru meðal annars símadama,
húsvörður og ráðskona í mötuneyti.
Teygðist úr vinudeginum fram á
kvöld hitti maður stundum líka á
skúringakonuna, sem í dag er víst
kölluð ræstitæknir. En þá voru þau
líka farin heim eftir langan vinnu-
dag: konan á skiptiborðinu sem nú
er fulltrúi í þjónustudeild, húsvörð-
urinn eða með öðrum orðum um-
sjónarmaður fasteigna og matar-
tæknirinn sem einfaldast er að kalla
eldhúskonu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið
veg Drottins, gerið beinar brautir
hans.
(Markúsarguðspjall 1.3)