Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 34

Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Er hægt að hugsa sér lífiðán rafmagns, síma, nets,húsa, borga og allra nú-tímaþæginda? Í Silfurlyklinum, framtíðarsögu Sigrúnar Eldjárn, skrifar hún um slíkt líf. Sigrún hefur skrifað og myndskreytt tugi barnabóka. Silfurlykillinn er spennusaga sem fjallar um systkinin Sumarliða og Sóldísi, pabba þeirra og stelp- una Karítas. Sagan gerist í fram- tíðinni þegar mannfólkið er búið að eyðileggja heiminn og öll nútíma- þægindi og tækni eru horfin. Jarð- arbúar eru að fóta sig í nýju um- hverfi, sumir á stöðugum flótta á meðan aðrir reyna að byggja sér skjól úr hlutum sem finnast á víða- vangi. Faðir Sumarliða og Sóldísar seg- ir þeim frá skrýtnum hlut- um úr fortíðinni eins og til dæm- is farsíma sem ekki er nothæf- ur lengur en Sóldís og Sum- arliði trúa því ekki að slíkt hafi verið notað, ekki frekar en að það hafi verið hægt að stinga snúr- um í göt á vegg og þá hafi komið ljós. Systkinin og pabbi þeirra hafa komið sér ágætlega fyrir í gömlum hjólalausum strætó en þeim stafar ógn af nágrönnum sínum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag í leit að Lovísu mömmu systkinanna sem týndist þegar þau voru á flótta. Til þess að finna Lovísu leita þau að dal þar sem mamma þeirra bjó forðum. Áður en að þau leggja af stað í ferðina birtist stelpan Karítas sem er á norðurleið í leit að skjóli hjá góðu fólki og hún slæst í för með fjölskyldunni. Brestir, tilfinningar og kostir mannsins í erfiðum aðstæðum koma vel fram í sögunni þar sem allt þarf að byggja frá grunni. Af brestunum má nefna öfund, einelti, lygi, valdabaráttu græðgi og Barnabók Silfurlykillinn bbbbn Eftir Sigrúnu Eldjárn Mál og menning, 2018. Innb. 220 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Framtíðin í bak- sýnisspeglinum Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Þrjár mismunandi steikur ásamt meðlæti. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Konunglegar kræsingar. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Hátíðlegir smáréttir. Jólasteikur Jólahlaðborð 1&2 Jólasmáréttir Jólahlaðborð Jólin 2018 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var vel til fundið hjá Hönn- unarmiðstöð að veita Basalt arki- tektum Hönnunarverðlaun Íslands 2018. Hlýtur Basalt verðlaunin fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en stofan á heiðurinn af hönnun hót- elsins The Retreat við Bláa Lónið, og sjóbaðanna Geosea á Húsavík. Nefndi dómefndin sérstaklega að Basalt arkitektar hefðu lag á að tvinna saman mannvirki og náttúru, hvert smáatriði væri úthugsað og rými hönnuð af virðingu og látleysi þar sem „arkitektúrinn skapar ramma fyrir einstaka upplifun gesta í stórbrotinni náttúru landsins“. Árangur Basalts er ekki síst merkilegur í ljósi þess hve ung þessi litla og metnaðarfulla arkitektastofa er: „Við vorum þrjú sem stofnuðum stofuna árið 2009 en áður var ég ein af tíu eigendum annarrar stofu þar sem öllum launþegum var sagt upp í hruninu. Sú snögga breyting sem varð á starfsumhverfi arkitekta við hrunið var óvenjuleg, því yfirleitt hefur fólk þó fengið að klára að teikna þau verkefni sem þau voru að vinna að þó að efnahagslifið færi nið- ur í lægð – en í þetta skiptið var penninn hreinlega stoppaður í miðu lofti,“ segir Sigríður Sigþórsdóttir sem í dag á og rekur Basalt með Marcosi Zotes og Hrólfi Karli Cela. Marcos og Hrólfur gerðust meðeig- endur árið 2014 en Hrólfur minnist þess hvernig hann stóð frammi fyrir mjög erfiðum vinnumarkaði fyrir áratug síðan: „Hrunið kom þegar ég átti eitt ár eftir af arkitektanáminu, og sá ég mér þann kost vænstan þeg- ar ég kom aftur heim úr námi að bíða átekta, bæta við mig kennslugráðu og leggja stund á nám í siðfræði. Var ég orðinn æði vel menntaður þegar atvinnuhorfurnar fóru að skána,“ segir hann glettinn. „Það var ekki einu sinni valkostur að reyna að finna vinnu annars staðar, því um allan heim var efnahagsástandið það sama og lítið skárra framboðið af at- vinnutækifærum í Evrópu.“ En smám saman rétti efnahags- lífið úr kútnum og steypuhrærivél- arnar fóru aftur í gang. Marcos segir samt allt annan takt í byggingaverk- efnum eftir hrun og arkitektar fái betri tíma til að vinna að hönnuninni: „Stéttin er á einu máli um það að það hafi verið ákveðinn léttir að losna við þau miklu læti sem höfðu verið í byggingariðnaði og að fá betra ráð- rúm til að sinna hönnun og undir- búningi. Samhliða þessu þétti ís- lenska hönnunarsamfélagið raðirnar, Hönnunarmiðstöð verður til og stjórnvöld leggja aukinn kraft í að hlúa að íslenskri hönnun.“ Virðist þetta vera að skila sér í vel heppnuðum byggingum, og var kannski ekki seinna vænna, eins og Sigríður bendir á: „Á sínum tíma fengum við til okkar góðan gest frá Slóveníu, en þar er mikil virðing bor- in fyrir byggingarlist og mér vitandi eina landið þar sem mynd af arkitekt prýðir peningaseðil. En Slóvenar eru líka kurteisir, og þegar þessi sér- fræðingur staldraði við á Íslandi og virti fyrir sér gæði þeirra bygginga sem þá var verið að reisa, komst hann þannig að orði að það virtist eins og hér ætluðu menn ekki að stoppa lengi.“ Byggingarnar hæfi íslenskum aðstæðum Talið berst yfir í gæði og sér- kenni íslenskrar byggingarlistar. Undanfarin ár hafa ný íslensk mannvirki vakið verðskuldaða at- hygli erlendis og hefur t.d. víða ver- ið fjallað um hve vel tókst til við hönnun nýja hótelsins við Bláa Lón- ið. Sumum finnst hægt að greina ákveðinn stíl – einhvers konar ís- lenskan tón – í sköpunarverkum ís- lenskra arkitekta á meðan aðrir vilja meina að byggingarlist um all- an heim sé að verða einsleitari og þróunin á Íslandi aðeins lítill angi af alþjóðlegri formfræði sem fer eins og eldur um sinu um arkitekta- samfélagið. Sigríður segir íslenska arkitekta- samfélagið óvenjulegt fyrir þær sak- ir hve víða um heim fólkið í stéttinni hefur menntað sig. Erfitt hafi verið Hafa ráðrúm til að sinna hönnuninni  Sigríður, Hrólfur og Marcos hjá Basalti segja það létti að búa ekki lengur við þann asa sem ríkti árin fram að hruni Útsýni Geosea sjóböðin í jaðri Húsavíkur falla inn í umhverfið á skemmtilegan hátt. Orka Eldfjallamiðstöðin hlaut verðlaun Hönnunarmiðstöðvar fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glóandi Marcos, Sigríður og Hrólfur kampakát á verðlaunahátíðinni í byrj- un mánaðarins. Arkitektastofan Basalt var sett á laggirnar árið 2009.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.