Morgunblaðið - 19.11.2018, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
ICQC 2018-20
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Trúlega er bókin Að búa til ofurlítinn
skemmtigarð eftir Einar E. Sæ-
mundsen landslagsarkitekt fyrsta og
eina yfirlitsverkið um sögu og þróun
íslenskrar garðhönnunar eða lands-
lagsarkitektúrs. Og þótt skemmti-
garðar séu ekki ýkja margir á Ís-
landi miðað við annars staðar í
Evrópu er bókin heilmikill doð-
rantur, hátt í 400 ríkulega mynd-
skreyttar blaðsíður með ítarlegri
heimildaskrá. Undirtitill bókarinnar
er Íslensk garðsaga – landslags-
arkitektúr til gagns og prýði og er
hún gefin út af Hinu íslenska bóka-
menntafélagi.
Einar var í hlutastarfi sem dósent
við Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri í um áratug upp úr alda-
mótum. Hann
var bæði einn
stofnenda Fé-
lags íslenskra
landslags-
arkitekta,
FÍLA, árið 1978
og teiknistof-
unnar Landmót-
unar þar sem
hann starfaði í aldarfjórðung og um
skeið garðyrkjustjóri hjá Kópa-
vogsbæ. „Hugmyndin að bókinni
kviknaði í lok níunda áratugar lið-
innar aldar þegar landslags-
arkitektar í nágrannalöndunum voru
að gefa út bækur um sögu garða og
þvíumlíkt. Mig langaði að gefa út
svipaða bók, en um nærumhverfið,“
segir Einar.
Frá landnámi til 1980
Svo leið tíminn. Í LBH hafði verið
notast við kennsluefni sem hann og
kollegar hans höfðu safnað saman
héðan og þaðan í áranna rás og búið
til hefti, sem þeir notuðu í kennsl-
unni. „Kennsluheftið var í stöðugri
þróun og margsinnis endurútgefið.
Árið 2014 sótti ég um og fékk styrk
til að vinna handrit að bók sem
byggðist á þessu hefti, gerði síðan
útgáfusamning og hófst handa við að
semja verk um sögu og þróun ís-
lenskrar garðhönnunar eða lands-
lagshönnunar frá landnámi til ársins
1980. Bókin byggist því að hluta á
gömlum grunni og ýmsu efni sem lá
fyrir.“
Einar leiðir lesendur í gegnum
fjölda þekktra og lítt þekktra
skemmtigarða, segir sögu þeirra
hvers fyrir sig, setur umhverfis-
mótun í samhengi við rætur íslenskr-
ar menningar og þróun lýðfræði á Ís-
landi og lýsir um leið áhrifum
alþjóðlegra strauma og stefna.
„Þótt bókin sé á fræðilegum nót-
um með vísan í bæði ósýnilega og
sýnilega garða sagna og annála er
hún ætluð almenningi, en ekki bara
einhverjum „sértrúarsöfnuði“. Ég
nálgast viðfangsefnið sem landslags-
arkitekt með áherslu á skipulag og
samfélagsgildi garðanna, sem eru
hvort tveggja í senn afþreyingar- og
skemmtigarðar, eða lystigarðar eins
og þeir eru líka kallaðir. Athvarf fyr-
ir almenning frá lífsins önn og
amstri. Kennarareynslan kom mér
til góða því ég hef tamið mér að segja
hlutina á skýran hátt. Efnistökin eru
öðruvísi en í hefðbundnum garða-
bókum þar sem tré og blóm eru mest
til umfjöllunar. “
Ýmsir kimar þjóðlífsins
Einar bendir á að í seinni tíð hafi
sagnfræðingar í auknum mæli fjallað
um ákveðna og afmarkaða menning-
arþætti eins og leiklistarsögu eða
sögu íslensks landbúnaðar svo dæmi
séu tekin. „Áður fyrr beindu þeir
sjónum aðallega að stjórnmálum og
stjórnsýslu, en með aukinni umfjöll-
un um ýmsa kima þjóðfélagsins, sem
– rétt eins og skemmtigarðarnir –
skapa menningarumhverfi okkar,
hefur Íslandssagan smám saman
orðið fyllri.“
Spurður hvort Íslendingar hafi
verið eftirbátar nágranna sinna á
Norðurlöndum hvað skemmtigarða
áhrærir segir hann garðsöguna
vissulega stutta. „Við byrjuðum eig-
inlega ekki að gróðursetja tré fyrr en
undir aldamótin 1900. Upp úr 1800
voru þó dæmi um nytjagarða þar
sem ræktaðar voru kartöflur og kál.
Í bókinni segi ég frá bóndanum á
Skriðu í Hörgárdal, sem gerði sér til
dundurs að gróðursetja reyni-
plöntur, sem hann ræktaði upp og
var mjög hreykinn af. Jónasi Hall-
grímssyni, sveitunga hans, þótti
mikið til koma og gat um þessi undur
og stórmerki í dagbók sinni.“
Tveir frumkvöðlar og viðauki
Í bókinni fjallar Einar sérstaklega
um feril tveggja frumkvöðla í stétt
landslagsarkitekta, þeirra Jóns H.
Björnssonar, jafnan kenndur við
Alaska, og Reynis Vilhjálmssonar.
„Efalítið mun mörgum þykja fengur
í viðauka bókarinnar, greininni
Laukagarður, sem Guðrún P. Helga-
dóttir, fyrrverandi skólastjóri
Kvennaskólans í Reykjavík, skrifaði
1981 um ræktun nytjajurta og nýt-
ingu grasa í lækningaskyni fyrr á
öldum. Guðrún var bókmenntafræð-
ingur að mennt og safnaði heim-
ildum úr miðaldabókmenntum.“
Einar upplýsir að bókartitillinn
vísi til umræðu á Alþingi árið 1893
þegar rætt var nefndarálit um ráð-
stöfun fjár frá alþingishússsjóði til
að prýða svæðið kringum þinghúsið.
Niðurstaða nefndarinnar hafi verið
„að búa til ofurlítinn skemmtigarð“
sunnan við þinghúsið þar sem þing-
menn gætu setið og gengið sér til
skemmtunar. „Alþingi Íslendinga
breyttist þennan eina dag í alls-
herjar fræðslufund um garðyrkju og
gerð garða,“ skrifar höfundurinn í
formála.
Fyrsta útilistaverkið sett upp
„Alþingisgarðurinn er fyrsti garð-
urinn sem var hannaður áður en
framkvæmdir við hann hófust. Hins
vegar er Austurvöllur fyrsti almenn-
ingsgarðurinn í Reykjavík. Hann á
rætur að rekja til þess að árið 1874
fékk Reykjavík styttu af mynd-
höggvaranum Bertel Thorvaldsen að
gjöf frá Kaupmannahafnarborg í til-
efni 1000 ára afmælis Íslands-
byggðar. Þá var það tekið til bragðs
að dubba upp sneið af Austurvelli til
að skapa sómasamlega umgjörð fyrir
listaverkið, sem sett var upp ári síð-
ar. Garðurinn var svo girtur af og
framan af bara opinn á sunnudögum.
Löngu síðar var þetta fyrsta úti-
listaverk borgarinnar flutt í Hljóm-
skálagarðinn þar sem það stendur
enn,“ segir Einar.
Þótt hann hafi árum saman sank-
að að sér miklu efni um allt mögulegt
sem lýtur að görðum segir hann hóp-
vinnuna með ýmsum sérfræðingum
við að koma öllu heim og saman í lok-
in hafa verið drýgri en hann reiknaði
með. „Hún er enda býsna digur
heimildaskráin,“ segir hann og bætir
við að bókin komi út af tilviljun en
ekki af tilefni 40 ára afmælis Félags
íslenskra landslagsarkitekta.
„Skemmtileg tilviljun,“ segir hann
og kveðst vonast til að framtíð-
arfélagar muni í fyllingu tímans
skrifa garðsöguna frá 1980.
Morgunblaðið/Hari
Landslagsarkitekt Einar í Alþingisgarðinum, fyrsta garðinum á Íslandi, sem hannaður var áður en framkvæmdir
hófust. Hugmyndin var að búa til „ofurlítinn skemmtigarð“ þar sem hægt væri að sitja eða ganga sér til skemmtunar.
Athvarf frá dagsins önn og amstri
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt sendi nýverið frá sér bókina Að búa til ofurlítinn
skemmtigarð Yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs
Bandaríska leikkonan og fyrir-
sætan Paz de la Huerta hefur höfð-
að mál gegn framleiðandanum
fyrrverandi, Harvey Weinstein, og
sakað hann um að hafa nauðgað
henni tvisvar í New York árið 2010
og þess á milli áreitt hana kynferð-
islega. Málið höfðaði Huerta í Los
Angeles í síðustu viku. Fyrir ári
sagðist lögreglan í New York vera
að rannsaka ásakanir Huerta á
hendur Weinstein og hefur ekki
enn ákært Weinstein fyrir þessar
sakir. Hins vegar hefur hann verið
ákærður fyrir að nauðga annarri
konu.
Um ári eftir að nauðganirnar
eiga að hafa átt sér stað var Huerta
sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöð-
inni HBO þar sem hún fór með hlut-
verk í þáttunum Boardwalk Emp-
ire. Í málshöfðuninni segir að
líklega hafi Weinstein komið að
uppsögninni og vísað í ljósmynd
sem tekin var af honum og leik-
stjóranum Martin Scorsese, einum
framleiðenda þáttanna, fáeinum
vikum áður en Huerta var sagt upp.
Lögsækir Huerta í einum þátta Board-
walk Empire. Henni var óvænt sagt upp
störfum af framleiðandanum HBO og telur
að Weinstein beri ábyrgð á því.
Sakar Weinstein
um tvær nauðganir