Morgunblaðið - 21.11.2018, Side 18

Morgunblaðið - 21.11.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópskirbankar erumeðal veikleika Evrópu- sambandsins og al- varleg vandamál í bankakerfinu gætu reynt verulega á innri styrk þess. Einn þeirra sem hefur komið auga á þessa stað- reynd og hefur miklar áhyggj- ur af bankakerfi Evrópusam- bandsins er Andrea Enria, Ítalinn sem í gær var útnefnd- ur til að stýra bankaeftirliti Evrópusambandsins næstu fimm árin frá næstu áramót- um. Formleg staðfesting er að vísu eftir, en Enria hefur þeg- ar hlotið stuðning nefndar um efnahags- og peningamál, sem er talið það sem máli skiptir í þessu sambandi. Enria segir að forgangs- verkefni sitt verði að láta bankana hreinsa til á efna- hagsreikningum sínum, en eft- ir lánsfjárkreppuna fyrir ára- tug er enn að finna stór vandamál í lánasöfnum helstu banka Evrópusambandsins. Bankaeftirlitsforstjórinn verð- andi sagðist í gær „sannfærður um að bankasambandið mundi ekki lifa af ef næsta kreppa ríður yfir á meðan við erum enn að glíma við eftirmálin vegna lélegra eigna frá síðustu kreppu, eða við markaði sem skiptast eftir landamærum ríkja“. Talið er að þessi áhersla gleðji ekki bankamenn í heimalandi hans, Ítalíu, þar sem efnahagsreikningar bank- anna standast misjafnlega illa skoðun. Og þar, og raunar víð- ar, gleðjast ekki heldur allir yfir þeirri áherslu hans að færa skuldabréf ríkjanna á markaðsvirði í bækur bank- anna. Staðreyndin er nefnilega sú að ríkisskuldabréf ríkja Evrópusambandsins eru ekki öll hátt skrifuð sem fjárfest- ingarkostur og ávöxtunar- krafan eftir því. En eftirlitsmaðurinn verð- andi ætlar ekki að láta staðar numið þar. Hann vill herða eft- irlit með peningaþvætti, sem hefur gert vart við sig svo um munar víða í bankakerfi Evr- ópusambandsins. Og rétt um það bil sem Enrio var að færa bönkum sambandsins þessi tíðindi fréttist það úr danska þinginu, þar sem breskur fyrr- verandi starfsmaður Danske Bank í Eistlandi var að greina frá reynslu sinni af pen- ingaþvætti þess banka, að einn stærsti banki Evrópusam- bandsins hefði verið mótaðil- inn í þeim glæpsamlegu við- skiptum. Bretinn upplýsti reyndar ekki hver þessi mótaðili væri, en fljótlega varð ljóst að þar var um að ræða Deutsche Bank, sem er ekki aðeins ein helsta bankastofnun Evr- ópusambandsins heldur heimsins alls. Risavax- inn banki, burðarbanki í Þýskalandi og Evrópusam- bandinu, en að vísu lengi verið talinn risi á brauðfótum. Deutsche Bank þurfti mikla innspýtingu nýs hlutafjár fyrir tveimur árum, þegar hann stóð afar veikt, en þrátt fyrir það hefur allt þetta ár sigið á ógæfuhliðina hjá bankanum á hlutabréfamarkaðnum og bréfin lækkað um nær helming í verði. Við fregnirnar í gær af peningaþvættinu bættust tæp sex prósent við fallið. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Peningaþvættið stóð yfir um árabil, þar til fyrir þremur árum, og svo virðist sem bankinn hafi hjálpað til við að þvo um 150 milljarða evra af vafasömu fé frá Rúss- landi og öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn „lendir í“ slíku, hann hefur ítrekað fengið á sig gagnrýni fyrir að standa sig illa í að fylgjast með glæpsamlegri háttsemi af þessu tagi. Þetta áfall er aðeins það nýj- asta sem Deutsche Bank lendir í og óvíst hvort eða hversu vel honum gengur að komast út úr því. Ef hlutabréfamarkaðurinn er viðmiðun þá fer trú manna þverrandi á að bankinn komist hjálparlaust í gegnum erf- iðleikana. Þá eykur það ekki á traustið, og má ætla að sé á meðal þess sem Andrea Enria hefur haft í huga í gær, að Deutsche Bank hefur á síðustu árum iðulega verið borinn saman við Lehm- an Brothers, bankann sem hleypti hrunadansinum af stað fyrir áratug. Sumir hafa sagt að Deutsche Bank sé að vísu líkari Freddie Mac og Fannie Mae og yrði án efa bjargað ef allt færi á versta veg, enda sé hann of stór til að falla. Aðrir benda á að hann sé þvert á móti of stór til að bjarga, eða í það minnsta að björgunar- aðgerðirnar hefðu slík eftirmál að við slíkt yrði varla ráðið. Og sú skoðun virðist að minnsta kosti ekki fjarri þeirri hugsun nýja bankaeftirlitsforstjórans, að bankasambandið þoli ekki nýtt áfall á meðan ekki hefur verið tekið til í bönkum sam- bandsins. Óneitanlega væri mönnum mun rórra nú, ef Evrópusam- bandið hefði gert eitthvað ann- að síðustu árin en að sópa vandanum undir teppið. Nýi eftirlitsforstjóri ESB telur banka sambandsins ekki á vetur setjandi} Peningaþvætti í riðandi risabanka Í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á íslensku efnahagslífi er vísað til þess að efnahagsstefna landsins þurfi að miða að því að efla viðnámsþrótt hagkerfisins. Þar kemur fram að efnahagur heimila, fyrirtækja og efnahagsreikningur hins op- inbera hafi styrkst mikið á undanförnum árum en þar sem hagkerfið sé lítið og því næmt fyrir áföllum sé nauðsynlegt að verja það fyrir hagsveiflum. Því sé mik- ilvægt að ríkið móti stefnu sem eykur vaxtarmöguleika íslensks hagkerfis og styðji við samkeppnishæfni landsins. Stefna stjórnvalda í menntamálum stuðlar að þessu og það styður Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn í úttekt sinni. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að öflugt menntakerfi sé meginforsenda fram- fara og kjarninn í nýsköpun þjóðarinnar til fram- tíðar. Örar tækniframfarir í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breyt- ingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við slíkar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Samkvæmt tölum frá Efna- hags- og framfarastofnuninni (e. OECD) hefur alþjóðleg samanburðarhæfni ís- lenska menntakerfisins minnkað frá því mælingar á henni hófust árið 2000 en á undanförnum árum hefur ýmissa leiða verið leitað til þess að snúa þeirri þróun við. Það má meðal annars sjá í auknum framlögum og fjárfestingu á sviði menntamála. Við boðuðum stórsókn í menntamálum og samþykkt fjármálaáætlun næstu ára ber þess skýr merki. Þegar eru uppi vís- bendingar um að aðgerðir okkar á sviði menntamála, m.a. til að fjölga nemendum í iðn- og kennaranámi, séu að skila ár- angri. Við viljum stefna að hugverka- drifnum hagvexti og minnka vægi þess útflutnings sem er háður auðlindum. Með því fæst meira jafn- vægi í þjóðarbúskapinn og minni líkur eru á sveifl- um í efnahagslífinu. Til þess að stuðla að slíku jafn- vægi og umhverfi þar sem nýsköpun dafnar og verkvit þróast er mikilvægt að við fjárfestum í menntakerfinu og stuðlum að virku samstarfi þess við atvinnulífið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Menntamál eru atvinnumál Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Bílaumferðin á Keflavíkur-flugvelli hefur aukiststórlega á umliðnum ár-um. Isavia sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af bílum þegar reglur eru brotnar um lagningu eða stöðvun á flugstöðvarsvæðinu, þar með talið þegar lagt er í sérmerkt bílastæði til dæmis fyrir fatlaða. Þetta má lesa út úr umsögn Isavia við stjórnarfrumvarp til nýrra umferðarlaga sem er til um- fjöllunar í umhverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis. Isavia fer með skipulagsvald á Keflavíkurflugvelli, félagið rekur flugvöllinn fyrir eigin reikning, þar á meðal bílastæði, og innheimtir gjald á afmörkuðum bílastæðasvæðum. Lögregla ekki getað sinnt þessu hlutverki sem skyldi Í umsögn félagsins til þingsins kemur fram að ákveðinn umferðar- vandi hefur orðið til á Keflavíkur- flugvelli „þar sem ökumenn virtu lengst af ekki umferðarmerkingar þ.m.t. vegna banns við stöðvun eða lagningu ökutækja. Félagið hefur ekki haft úrræði til að taka á því þegar fólk brýtur reglur um lagn- ingu eða stöðvun þar sem eingöngu lögregla eða sveitarfélag hafa heim- ild til þess að sekta ökumenn eða leggja á viðbótargjald. Lögregla hefur ekki getað sinnt þessu hlut- verki sem skyldi á Keflavíkur- flugvelli,“ segir í umsögninni. Farin var sú leið til að ráða bót á þessu að semja við bæjarráð Sandgerðisbæjar til að bregðast við vandanum þar sem hægt var að nýta heimild sveitarfélagsins til að leggja á aukastöðugjald skv. heim- ild í gildandi lögum. ,,Það fyrir- komulag sem er að finna í samningi Isavia og Sandgerðisbæjar um eftirlit og innheimtu á gjaldi vegna stöðubrota í samvinnu við FLE [Flugstöð Leifs Eiríkssonar] er flókið. Sveitarfélagið fer með allar heimildirnar lögum samkvæmt en félagið sér um alla framkvæmd verkefnisins. Þessi leið er óheppi- leg, ógagnsæ og kostnaðarsöm en var nauðsynleg til að tryggja eðli- legt flæði umferðar um flugstöðvar- svæðið þar sem ökumenn virtu ekki bannreglur um stöðvun eða lagn- ingu ökutækja,“ segir í umsögninni. Að mati Isavia sé því eðlilegra að fyrir liggi sjálfstæð heimild rekstraraðila flugvallarins til að leggja á viðbótargjald þegar reglur eru brotnar eins og fyrr segir. Rekinn fyrir eigin reikning og á samkeppnisforsendum Bent er á að gera verði greinarmun á Keflavíkurflugvelli þar sem félagið fer með skipulags- vald og rekur flugvöllinn fyrir eigin reikning, á samkeppnisforsendum og öðrum flugvöllum þar sem félag- ið rekur flugvelli skv. þjónustu- samningi. Leggur Isavia til að sett verði inn ný heimild í 86. gr. umferðar- laga vegna gjaldtöku rekstraraðila flugvallar. „Lagt er til að auk þess að kveðið verði á um heimild sveitar- stjórnar til að setja reglur um notk- un stöðureita og leggja á gjald, verði jafnframt kveðið á um slíka heimild til rekstraraðila flugvallar. Þá verði felld út skylda til að afla samþykkis lögreglustjóra þar sem engin rök kalli á afskipti lögreglu- stjóra af ákvörðun sem byggir fyrst og fremst á rekstrar- eða skipu- lagslegum forsendum,“ segir m.a. í umsögn Isavia við stjórnarfrum- varpið. Vilja heimild til að sekta við Leifsstöð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Keflavíkurflugvöllur Isavia annast rekstur bílastæða við Leifsstöð og inn- heimtir gjald þar sem aðgangi er stýrt með slá við komu og brottför. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu telur mikilvægt að hún fái heimild til að leggja gjald á ökutæki vegna stöðvunarbrota þegar vörubílum, rútum og vinnuvélum er lagt í almenn bifreiðastæði þar sem það er bannað. Í umsögn lögreglunnar við frumvarp til nýrra umferðar- laga er sagt vera ,,mjög erfitt að framfylgja þessu banni þar sem fyrirtæki eru í mörgum til- fellum skráð fyrir þessum tækjum og ómögulegt að sanna hver lagði ökutækinu ólöglega þegar komið er að mannlausu ökutæki“. Erfitt að fram- fylgja banni LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.