Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður gáskafullur í dag og fullur lífskrafts, nýtur þess að spjalla við fólk. Þú ert áköf/ákafur og ástríðufull/ur og hrífur aðra með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda nú þegar þér er falið óvenjuerfitt verkefni. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót og sýndu öðrum þolinmæði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylli- boðum um skjótfenginn gróða. Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að íhuga hvort eirðarleysið sem hrjáir þig sé merki um óuppfylltar þarfir þínar. Oft fylgir heppni fyrirhyggju svo þú skalt gefa þér góðan tíma til þess að ráða fram úr hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er ekki rétti tíminn til þess að taka ákvarðanir um skiptingu eigna. Hlustaðu vand- lega á þá ráðgjöf sem þú færð og berðu hana saman við það sem þér finnst sjálfri/sjálfum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað veldur þér kvíða og hann þarftu að losna við. Reyndu að leiða hjá þér efasemdir um sjálfa/n þig sem láta á sér kræla. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsanlegt er að þú lendir í útistöðum í dag enda finnst þér sumir bæði hrokafullir og einstrengingslegir í viðmóti. Vertu skilnings- rík/ur og hlustaðu vel á sjónarmið annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í dag er notalegt að rækta vin- skap og blanda geði við aðra. Eyddu tíma með þeim vinum sem kunna að meta litlu skrítnu uppátækin þín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn er þess eðlis að þú verð- ur að leggja mikla vinnu á þig til þess að ná ár- angri. Það er aldrei hægt að gera svo að öllum líki né segja það sem allir samþykkja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu varlega í vinnunni í dag, ein- hver reynir hugsanlega að beita þig blekk- ingum. Dyttaðu að heima og lagfærðu það sem bilað er. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú standir klár á þínu er ekki víst að það sama gildi um aðra. Losaðu þig við það sem miður er og temdu þér betri venjur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að falla ekki í þá gryfju að líta á þá sem standa þér næst sem sjálfsagða. Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Á sunnudaginn skrifaði PéturStefánsson í Leirinn: Úti er veðrið afar skítt, ýmsir fyllast stressi. Það er annars ekkert nýtt að það rigni og hvessi. Helgi Zimsen bætti við: Vetur, sumar, vor og haust verður regn að vana. Alltaf streymir endalaust eins og vatn úr krana. Og Filli eða Friðrik Stein- grímsson: Alveg nóg ég af því fæ, ekkert lengur gleður. Svona er það sí og æ, sýnishornaveður. Á Boðnarmiði kvað við svip- aðan tón. Hallmundur Kristinsson orti: Seig er þessi sunnanátt, sýnist vaxa rokið, enda verður ugglaust brátt öll í skjólin fokið. Og nafni hans Guðmundsson: Utandyra rífur rokið í ræfilstusku mína. Af höfði mínu hefur fokið; húfulokið fína. Steinn G. Lundholm sló á létta strengi, sagði að í þessu vatns- veðri rifjaðist það upp sem ort var til veðurfræðinga: Þið spáðuð sól og sunnan blæ en sólin var í leyni og það rigndi um allan bæ eldi og brennisteini. En Siggi á við öllu svar, er í slíku laginn. Við spáðum rétt en veðrið var vitlaust þennan daginn. Þessi vísa Ingólfs Ómars Ár- mannssonar skýrir sig sjálf: Ergja lyndi illar spár, úti vindar gjalla. Úr himinlindum hrynja tár, hvín í tindum fjalla. „Veðurgnýr“ sagði Kristjana Sigríður Vagnsdóttir: Úti rymja ólgu spár, í öllum sundum glymur. Kári oft af kólgu þrár kátur í lofti rymur. Halldór Halldórsson orti: Stríður úti stormur hvín, strekkingsvindar sveima. Glaður inn ég geng til mín. Gott að vera heima! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hann rignir og hann rignir „GUÐ HJÁLPI ÞÉR.“ „VERTU KYRR, ÉG TÓK VITLAUSA TÖNN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna þig, að finna mig. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÁI! SKAR MIG Á BLAÐI! SKIL- URÐU? EKKI HÆTTA Í DAGVINNUNNI ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN VIÐ DÖNSUÐUM SAMAN SÍÐAST! ERTU MEÐ TÁR Í AUGUNUM ÞESS VEGNA? NEI, VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ STÍGUR Á FÆTURNA Á MÉR! Víkverji las á forsíðu Morgun-blaðsins eftir að Ísland beið 2:0 ósigur gegn Belgum á fimmtudag að þar hefðu strákarnir okkar tapað fyrir „besta landsliðinu“ og hugsaði með sér að það hlyti bara að vera nokkuð góð frammistaða ef ekki frá- bær. Sama dag var hann reyndar spurður hvort rétt væri að hamra á því að Belgar væru með besta lands- liðið hvað sem liði öllum heims- listum. Ekki væri lengra síðan en í sumar að Frakkar báru sigur úr být- um á HM og myndu geta hampað heimsmeistaratitlinum næstu fjögur árin. Á sama móti urðu Belgar að sætta sig við brons. x x x Víkverji varð enn ráðvilltari þegarhann sá á sunnudag að landslið Belga hafði steinlegið fyrir landsliði höfunda gauksklukkunnar. Ekki er langt síðan Ísland og Sviss áttust við á Laugardalsvelli. Þá unnu gestirnir með naumindum 1:2 og var sótt svo að þeim á lokamínútunum að þeir máttu teljast heppnir að sleppa með stigin þrjú. Nú valta þeir yfir Belga. Hversu góðir eru Svisslendingar ef þeir vinna besta liðið 5:2? Fyrir vikið er Sviss í efsta sæti riðilsins á markatölu, Belgía í öðru og Ísland rekur lestina. x x x Víkverji hefði verið kampakátur efekki himinlifandi hefði honum verið sagt að 2018 yrði árið, sem landslið Íslands myndi ná sama ár- angri og þýska landsliðið í knatt- spyrnu. Sú virðist ætla að verða raunin. Líkt og Íslendingar máttu Þjóðverjar sætta sig við að komast ekki upp úr sínum riðli á heims- meistaramótinu í Rússlandi í sumar. Ekki er afraksturinn betri hjá Þjóð- verjum í þjóðadeild UEFA. Líkt og Ísland er Þýskaland fallið í B- deildina. Nú hefði Víkverji frekar viljað ná sama árangri og Þýskaland árið 2014, en ekki verður á allt kosið. x x x Því má bæta við að þessar vanga-veltur bera því helst vitni hvað lukkudísirnar geta verið hvikular í fótbolta og það er það sem gerir íþróttina þá vinsælustu í heimi. vikverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálmarnir 143.10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.