Morgunblaðið - 21.11.2018, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í
Skóga- og Seljahverfi
Er Orkupakkinn 3 fyrir
okkur Íslendinga?
Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis efnir
til fundar um Orkupakka 3, fimmtudags-
kvöldið 22. nóvember kl. 20.00 í sal félag-
anna í Álfabakka 14 í Mjódd.
Frummælendur verða Elías Elíasson,
verkfræðingur og Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrverandi utanríkisráðherra.
Skorum á alla til að mæta og kynna sér
hvað felst i Pakkanum.
Sjálfstæðisfélag
Skóga- og Seljahverfis
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Sæunnargata 3, Borgarbyggð, fnr. 211-1735, þingl. eig. Jón Hall
Ómarsson, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og
Borgarbyggð, miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl. 11:00.
Hjallholt 37, Hvalfjarðarsveit, fnr. 233-3905, þingl. eig. Ívar Smári
Guðmundsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves,
miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl. 13:30.
Höfn, Hvalfjarðarsveit, fnr. 210-5525, þingl. eig. Diljá Petra F. Palmer,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl.
11:30.
Indriðastaðir 7, Skorradalshreppur, fnr. 210-6700, þingl. eig.
Guðmundur Heimisson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf.,
miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl. 14:00.
Deildartún 4, Akranes, íbúð 0101, fnr. 210-1244, þingl. eig. Krzysztof
Sylwester Nazaruk, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
28. nóvember nk. kl. 12:30.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
20. nóvember 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldrarmorgnar kl.
9.30-11.30, ALLIR VELKOMNIR. Jóga með Grétu, 60+ kl. 12.30-13.30.
Söngstund kl. 13.45. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Kaffi kl.14.30-15.20.
Árbæjarkirkja Athugið að í dag verður félagsstarf fullorðinna ekki í
kirkjunni heldur í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Þar ætlum við að
skera út laufabrauð frá kl. 13 til 16. Laufabrauð tilbúið til skurðar
verður selt á kostnaðarverði og steikt á staðnum. Boðið upp á kaffi og
með því. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl.
13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Jólahlaðborð Áskirkju verður þann fimmtudaginn 29. nóv-
ember kl. 19, húsið opnað kl. 18.30. Verð 6000 kr., miðinn er happa-
drætti. Hlaðborð frá Laugaás. Söngur og notaleg samverustund. Allir
velkomnir. Skrá sig hjá kirkjuverði fyrir mánudaginn 26. nóvember í
581-4035/588-8870, Safnaðarfélag kirkjunnar.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur
kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Bústaðakirkja Í dag frá kl. 13-16 verður boðið uppá jólaföndur, kaff-
ið góða og við fáum góðan gest, séra Skúli Ólafsson segir okkur frá
doktorsverkefni sínu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut 18-20 Bónustferð kl. 14.40.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13,
postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband
kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30,
dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15. Verið velkomin til okkar á
Vitatorg, Lindargötu 59. Síminn er 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi
kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Leir í
Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opin frá kl. 11, allir velkomnir.
Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30.Útskurður / pappa-
módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin!
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl.
13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensáskirkja Samvera eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Helgi-
stund, fræðsla og kaffi. Verið velkomin.
Guðríðarkirkja Kl. 13.10 helgistund og söngur. Gunnar Þór Bjarna-
son sagnfræðingur kemur í heimsókn og fjallar um árið 1918, full-
veldi, heimsstyrjaldarlok, Kötlugos, spænsku veikina, frostaveturinn
o.s.frv. Kaffiveitingar kr. 500. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði
kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun
með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við byrjum daginn
við hringborðið kl. 8.50, kaffi á boðstólum. Upplestrarhópur Soffíu kl.
9.45-11.45, línudans með Guðrúnu kl. 10-11. Núvitundarstund kl. 10.40,
hádegismatur kl. 11.30. Zumbaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, síðdeg-
iskaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 14.30-17. Allir velkomnir, óháð
aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, keila kl. 10 í
Egilshöll. Jólagleðistund í Borgum kl. 13, allir velkomnir, 20 manna
danshópur ZUMBA GOLD frá FEB í Reykjavík ætlar að dansa fyrir
okkur, jóhann Helgason stjórnar jólalagafjöldasöng og Páll Steinar er
forsöngvari. Súkkulaði Borgardætra og jólakökuplatti á 500 krónur,
jólastemming og gleðilegur aðventuandi, Qigong fellur niður í dag.
Langholtskirkja Samverustund eldri borgara í Langholtskirkju á
miðvikudögum. Samveran hefst í kirkjunni með stuttri notalegri
bænastund kl. 12.10. Sameiginleg máltíð í safnaðarheimilinu, söngur,
spil og spjall. Umsjón er í höndum Helgu Guðmundsdóttur og
Sigríðar Ásgeirsdóttur, hópur sjálfboðaliða reiðir fram ódýra máltíð
og miðdegiskaffi. Öll velkomin.
Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð Félags-
heimilisins við Suðurströnd. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut
kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.
Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Á morgun fimmtudag verður
bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10. ENSKA talað mál kl. 14, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Söng-
félag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Fimmtu-
daginn 22. nóvember er næsti tími í bókmenntaklúbbnum, kl. 14-
15.45, þá verður lesin og rædd bók Bjarna Harðarsonar ,,Í skugga
drottins", söguleg skáldsaga sem segir frá lífi alþýðu á leigujörðum
Skálholtsstóls.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Ragnar Gunnarsson.
Allir velkomnir.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
fasteignir
✝ Margrét HelgaPétursdóttir
fæddist í Reykjavík
18. janúar 1939.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
12. nóvember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Mabel
Edith Guðmunds-
son Goodall, f. í
Aberdeen í Skot-
landi 21.4. 1913, d.
22.12. 1967, og Pétur Stefán
Halldórsson, f. í Hamborg á
Fljótsdalshéraði 12.5. 1911, d.
26.4. 1998. Bræður Margrétar
eru tvíburarnir Halldór Pétur, f.
22.8. 1940, d. 15.1. 2009, og Ró-
bert Páll, f. 22.8. 1940.
Margrét giftist Hannesi Grét-
ari Helgasyni, f. 16.9. 1935, hinn
15.11. 1958. Börn þeirra eru: 1)
Ragnar Pétur, f. 1958, maki
Margrét Sigurbjörnsdóttir, f.
1963. Börn þeirra eru: Linda
Björk, Sigurbjörn Grétar og
Ragnar Ágúst. 2) Bryndís
Helga, f. 1959, maki Eggert
Guðjónsson, f. 1958. Fyrir átti
Bryndís soninn Stefán Örn Við-
arsson með Viðari Sýrussyni, f.
1958, en synir Bryndísar og
Eggerts eru: Guðjón Helgi,
Hannes Pétur og Brynjar Freyr.
3) Fríður Sólveig, f. 1961, maki
Ragnar Valur Björgvinsson, f.
1957. Dætur Fríðar úr fyrra
hjónabandi eru: Margrét Harpa,
Sandra Dögg og Íris Björk
Garðarsdætur. Fyrrverandi eig-
inmaður Fríðar er Garðar Jó-
hannsson, f. 1962. Fyrir á Ragn-
ar Valur dótturina Rakel
Björgu. Barnabörnin eru 10 og
afkomendurnir eru samtals 27.
Margrét bjó fyrstu æviárin í
Reykjavík en flutti ung til Skot-
lands þar sem hún bjó um nokk-
urt skeið. Eftir
dvölina í Skotlandi
bjó hún í Reykjavík
og stundaði m.a.
nám við Kvenna-
skólann í Reykja-
vík, en fór síðan
aftur út til Skot-
lands í versl-
unarnám í Aber-
deen. Alla tíð hélt
Margrét mikið upp
á Skotland og hélt
góðu sambandi við ættingjana
þar og heimsótti þá reglulega.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
Margrét og Hannes á Sel-
tjarnarnesi; fyrst á Lindarbraut
og síðar byggðu þau sér raðhús
á Barðaströnd. Síðan flutti fjöl-
skyldan í Grænuhlíð og bjó þar í
nokkur ár en 1978 fluttu þau í
Garðabæ og hafa búið þar alla
tíð síðan. Fyrst á Lindarflöt og
nú síðustu þrjú árin á Garða-
torgi.
Margrét byrjaði ung að vinna
hjá Shell á Íslandi. Hún vann
síðan í nokkur ár hjá Hilmari
Foss, löggiltum skjalaþýðanda
og dómtúlk. En Margrét fór síð-
an aftur að vinna hjá Shell/
Skeljungi og vann þar sem
einkaritari forstjóra í um 40 ár.
Eftir að Margrét hætti að vinna
úti tók hún m.a. virkan þátt í
starfi Félags eldri borgara í
Garðabæ þar sem hún starfaði
um nokkurt skeið í stjórn félags-
ins eða á meðan heilsan leyfði.
Margrét hafði mikinn áhuga
á ferðalögum. Oftar en ekki var
ferðinni heitið til Skotlands en
þangað fengu t.d. öll barnabörn-
in að fara um árabil svo þau
fengju að kynnast Skotlandi.
Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju í Garðabæ í dag,
21. nóvember 2018, klukkan 15.
Í dag kveðjum við elsku
mömmu hinstu kveðju.
Á þessum tímamótum þegar
söknuðurinn er svo sár og sorgin
virðist óyfirstíganleg er gott að
ylja sér við óteljandi ljúfar minn-
ingar um elsku mömmu.
Um fallegu yndislegu mömmu
sem einnig var mín besta vinkona
og gaf mér sína ást skilyrðislaust.
Hún kenndi mér svo ótal margt
og alltaf gat ég leitað til hennar
þegar eitthvað bjátaði á eða vant-
aði svör.
Það er erfitt að geta ekki kíkt í
heimsókn eða tekið upp símann
og heyrt í mömmu. Lífið verður
aldrei eins og áður en ég er svo
þakklát fyrir öll þau ár sem við
áttum saman.
Ég kveð þig, elsku mamma,
með þessu fallega ljóði Sumarliða
Halldórssonar, sem lýsir huga
mínum á þessari kveðjustund og
bið Guð um að geyma þig.
Minning þín verður ljós í lífi
mínu.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Þín dóttir,
Bryndís.
Margrét Helga
Pétursdóttir
Elsku fallega og
ljúfa Valdís!
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Valdís Stefánsdóttir
✝ Valdís Stef-ánsdóttir fædd-
ist 2. október 1955.
Hún lést 31. október
2018.
Útförin fór fram
10. nóvember 2018.
Farðu í friði vinur
minn kær
faðirinn mun þig
geyma.
Um aldur og ævi þú
verður mér nær
aldrei ég skal þér
gleyma.
Svo vöknum við með
sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku kæra
mágkona, takk fyrir samfylgd-
ina.
Elsku Svavar bróðir, Baldvin
og Edda og fjölskyldur ykkar og
Erna, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Hugurinn minn er
hjá ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Lára.