Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.11.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn Ásgeir Einarsson hönnuður Sindrastólsins (1927 – 2001) SINDRASTÓLLINN Sindrastóll 185.000,- Sindraskammel 55.000,- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Markaðurinn tók vel í áform Heima- valla um endurskipulagningu eigna- safns félagsins og hækkaði gengið á bréfum félagsins í gær um 2,78% í 144 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands. Í tilkynningu til Kauphallar voru ný stefnumið og endurskipu- lagning á fast- eignasafni Heima- valla kynnt. Í því felst að gera fjölg- un minni íbúða að forgangsmáli. Einnig er stefnt að umsvifameiri endurskipulagn- ingu eignasafns- ins en fyrri áætl- anir gerðu ráð fyrir en upphaf- lega stóð til að selja eignir sem metn- ar voru á 10 milljarða króna á tíma- bilinu 2018-2020. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að eignasalan muni nema 17 milljörðum króna yfir tíma- bilið. Spurður um þessa breytingu segir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heimavalla, ástæðuna vera tvíþætta. Stórar íbúðir seldar „Þessi viðbót sem við erum að tala núna um er tvíþvætt. Þetta eru ann- ars vegar nýbyggingar sem við ætl- uðum að setja í leigu en höfum ákveð- ið að gera ekki og fara þær þess vegna í sölu á almennum markaði. Hins veg- ar eru þetta viðbætur við eignasafnið sem við vorum áður búin að skil- greina. Fyrst og fremst er að um að ræða óhentugar leigueiningar, stærri eignir og stakar eignir, víðsvegar um landið, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar,“ segir Guðbrandur. En hvað á Guðbrandur við með óhentugum eignum? „T.d. raðhús sem eru með íbúð á efri og neðri hæð og til- tölulega dýrar eignir í rekstri. Eða þá mjög stórar íbúðir, kannski 150 fer- metrar, sem eru þá að skila hlutfalls- lega lélegri framlegð í rekstrinum. Oft og tíðum eru þetta einnig eldri eignir en við leggjum áherslu á að vera með nýrri eignir. Helst viljum við eiga hús sem eru einangruð að utan með lang- tímaklæðningu. Það er stór munur á viðhaldi og við finnum fyrir því í rekstrinum hjá okkur,“ segir Guð- brandur. Engin u-beygja „Þetta er engin u-beygja eða kú- vending hjá okkur. Við erum að setja meiri áherslu á það, og við sjáum það eftir því sem við tökum betur til í rekstrinum, að við þurfum að losa meira um óhentugar eignir. En á móti kemur að við erum að styrkja rekst- urinn til þess að geta boðið upp á hag- kvæma leigu í því sem verður eftir,“ segir Guðbrandur í samtali við Morg- unblaðið. Á sama tíma og stefnt er að því að selja eignir fyrir 17 milljarða frá 2018-2020, um 30%, af fasteigna- safni félagsins, hyggjast Heimavellir þó kaupa nýjar leigueignir fyrir 9 milljarða króna. Um er að ræða nán- ast að öllu leyti nýbyggingar ef frá- taldar eru gamlar setustofur á Ásbrú sem búið er að innrétta sem stúdíó- íbúðir sem nema 3-4% af kaupverð- inu. Svara gagnrýnisröddum „Við erum ekki að kaupa eldri íbúð- ir og setja á markað. Við viljum það alls ekki. Annar þáttur í þessu er að við finnum vel fyrir því að það er mjög sterkur markaður fyrir minni eignir sem eru eðli málsins samkvæmt á lægri leigu,“ segir Guðbrandur. Helstu nýbyggingar sem um ræðir eru Einivellir 1 til 3 á Völlunum í Hafnarfirði en þar eru 47 íbúðir komnar á leigu, 32 stúdíórými á Ásbrú og 164 íbúðir að Hlíðarenda sem fara í leigu á seinni hluta næsta árs. Eins og fyrr segir hækkuðu Heima- vellir um 2,78% í Kauphöllinni í gær og stendur gengi félagsins í 1,11 sem enn er þó 10% undir útboðsgengi fé- lagsins frá því í maí síðastliðnum. „Það eru auðvitað margir sem hafa verið þeirrar skoðunar að það ætti hreinlega að selja félagið. Ég held að við séum að gera hlutina skynsamlega með hagsmuni allra aðila í huga,“ seg- ir Guðbrandur og svarar gagnrýnis- röddum. „Ég held að við séum að koma mjög langt til móts við sjónar- mið þeirra sem hafa talið að það ætti kannski að gera einhverja aðra hluti en það sem við erum að gera dags- daglega.“ Óhentugar íbúðir seldar Morgunblaðið/Eggert Uppbygging 164 íbúðir að Hlíðarenda fara í leigu hjá Heimavöllum árið 2019.  Heimavellir hyggjast selja 30% af eignasafni sínu frá 2018-2020  Um er að ræða óhentugar eignir sem bókfærðar eru á 17 milljarða og skila minni framlegð Heimavellir » Gengi félagsins hækkaði um tæp 3% í Kauphöllinni í gær. » Heimavellir ráðgera nú að selja óhentugar eignir fyrir um 17 milljarða í stað 10 eins og upphaflega stóð til. » Ýmist er um er að ræða stakar íbúðir, stærri og eldri. Guðbrandur Sigurðsson ingu á sama viðskiptagengi og ákvarðað var í fyrrnefndum samn- ingi. Gengið á bréfum félagsins mun vera trúnaðarmál. Ástæða við- skiptanna tengist því að líftími Horns II var markaður með þeim hætti að sjóðnum yrði lokað á kom- andi ári. Því eru breytingar á eign- arhaldi Hvatningar hf. í raun óhjá- kvæmilegar. Nýti núverandi hluthafar Horns II hins vegar for- kaupsrétt sinn til fulls gæti það leitt til þess að Kólfur auki í raun ekki við hlut sinn í Hvatningu heldur haldist eignarhaldið óbreytt. Horn II heldur á 49,45% hlut í Hvatningu og því er óbeinn eign- arhlutur framtakssjóðsins í Bláa lóninu rétt undir 20%. Í ársreikningi Horns II fyrir síð- asta ár er hlutur sjóðsins í Hvatn- ingu metinn á ríflega 8 milljarða króna. Hafði hluturinn þá vaxið að virði í bókum sjóðsins um 2,6 millj- arða milli ára. Hagnaður Bláa lóns- ins í fyrra nam 31 milljón evra, jafnvirði 4,4 milljarða króna á nú- verandi gengi. Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf., sem að stærstum hluta er í eigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, hefur náð samkomulagi við framtakssjóðinn Horn II, sem er í rekstri hjá Landsbréfum, um kaup á hlut sjóðsins í Hvatningu hf. Hvatning heldur á 39,1% hlut í Bláa lóninu. Í tilkynningu sem send var út í tengslum við viðskiptin kemur einnig fram að samhliða þeim gefist hluthöfum í Horni II tækifæri til að nýta kauprétt að hlutnum í Hvatn- Vill kaupa 20% hlut í Bláa lóninu  Hluthafar Horns II geta gengið inn í kaupin á sama verði HS Orka 30,03% Bláa lónið hf. Aðrir hlut- hafar 30,87% Hvatn- ing hf. 39,1% Kólfur ehf. 50,55% Horn II slhf. 49,45% ● Gengi upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hækkaði mest allra félaga í Kaup- höllinni í gær, eða um 4% í 158 milljóna króna viðskiptum. Félagið tilkynnti í fyrradag um sölu á 55% hlut í Tempo til Diversis. Næstmesta hækkunin varð á bréfum íbúðaleigufélagsins Heima- valla, en félagið tilkynnti í gær að það hygðist selja eignir fyrir alls 17 milljarða króna á árunum 2018-2020 líkt og fjallað er nánar um í frétt hér til hliðar. Hin fastaeignafélögin í Kauphöll hækkuðu einnig. Eik hækkaði um 2,57% í 232 milljóna króna viðskiptum, Reginn hækkaði um 1,99% í 217 millj- óna viðskiptum og Reitir um 1,1% í 231 milljónar króna viðskiptum. Mest lækk- uðu bréf Marels í Kauphöllinni, eða um 1,59% í 235 milljóna króna viðskiptum. Næstmest lækkun varð síðan á gengi sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda, eða um 0,62% í 16 milljóna króna við- skiptum. Origo hækkaði um 4% eftir söluna á Tempo 21. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.85 123.43 123.14 Sterlingspund 157.98 158.74 158.36 Kanadadalur 93.25 93.79 93.52 Dönsk króna 18.786 18.896 18.841 Norsk króna 14.534 14.62 14.577 Sænsk króna 13.638 13.718 13.678 Svissn. franki 123.19 123.87 123.53 Japanskt jen 1.0894 1.0958 1.0926 SDR 170.25 171.27 170.76 Evra 140.21 140.99 140.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.1643 Hrávöruverð Gull 1223.55 ($/únsa) Ál 1913.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.99 ($/fatið) Brent ● Vísitala bygging- arkostnaðar reikn- uð um miðjan nóv- ember 2018 hækkar um 0,5% frá fyrri mánuði og er 141,6 stig. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Vísi- tala byggingar- kostnaðar hefur hækkað um 4% á síðustu tólf mánuðum. Innflutt efni hækkaði um 1,6% í nóvember en af því nema áhrif á vísitölu 0,3%. Innlent efni hækkaði um 0,5% en af því nema áhrif á vísitölu 0,2%. Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar Vísitala Upp um 0,5% milli mánaða. STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.