Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
20%
afsláttur
af hreinsun/
þvotti á
gluggatjöldum
út nóvember
Traust og góð þjónusta í 65 ár
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • www.bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veggjöld fjármagni vegagerðina
Samgönguráðherra boðar uppbyggingu umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum
Boðar niðurstöður varðandi borgarlínu, innanlandsflug og breytta gjaldtöku í vegakerfinu á Íslandi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Viðræðuhópur Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
og ríkisins hefur skilað niðurstöðu
varðandi samgöngur á höfuðborgar-
svæðinu. Þar er m.a. fjallað um
áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis
og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu munu nú yfirfara tillögurnar.
Þær verða ekki birtar opinberlega
fyrr en þeirri yfirferð lýkur.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir niðurstöð-
urnar mikilvæg-
an áfanga í að ná
sameiginlegri sýn
á uppbyggingu
samgöngumann-
virkja á höfuð-
borgarsvæðinu.
Núverandi samn-
ingur ríkis og
sveitarfélaga
varðandi eflingu
almenningssamgangna á höfuðborg-
arsvæðinu, á kostnað uppbyggingar
samgöngumannvirkja, renni út árið
2022. Augljóst sé að taka verði upp
þann samning. Samningurinn var
gerður 2012 og gildir til 2022. Á
tímabilinu fær Strætó meira fé.
Fjármögnun langt komin
Haft var eftir Sigurborgu Ósk
Haraldsdóttur, formanni skipulags-
og samgönguráðs Reykjavíkurborg-
ar, í Morgunblaðinu í byrjun mán-
aðarins að viðræður væru langt
komnar milli ríkis og sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um fjármögn-
un borgarlínu. Þá sagði Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri í samtali
m.a. að skýrslu um eflingu innan-
landsflugsins sem er að koma fram.
Hún getur hugsanlega skilað ein-
hverjum tillögum í vinnu umhverfis-
og samgöngunefndar. Starfshópur
um nýja fjármögnun og breytta
gjaldtöku í vegakerfinu gæti líka
verið að skila af sér ákveðnum hug-
myndum sem munu þá nýtast í
vinnunni í umhverfis- og samgöngu-
nefnd,“ segir Sigurður Ingi.
Hann segir aðspurður m.a. horft
til þess að nýta slíka gjaldtöku við
uppbyggingu þjóðvega frá höfuð-
borgarsvæðinu.
við Morgunblaðið sl. föstudag að tíð-
inda væri að vænta af borgarlínu.
Sigurður Ingi segir umhverfis- og
samgöngunefnd leggja mikla vinnu
við að ljúka samgönguáætlun fyrir
jólahlé þingsins.
„Núverandi samgönguáætlun
rennur út um áramótin. Það er mik-
ilvægt að ná að klára hana í þinginu
þannig að við höfum heimildir til að
fara af stað strax á nýju ári. Á sama
tíma erum við að ljúka mörgum
mikilvægum verkefnum sem við
höfum unnið að samhliða vinnu
þingsins að samgönguáætluninni. Þá
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Hagnaður Eimskipafélagsins nam 6,6
milljónum evra, jafnvirði 928 milljóna
króna, á þriðja ársfjórðungi, saman-
borið við 8,8 milljónir evra á sama
fjórðungi í fyrra. Nemur samdráttur-
inn ríflega 28% milli tímabila. Þannig
dregst hann saman þótt félagið hafi
aukið tekjur sínar verulega. Þannig
jukust tekjurnar um 4,8% frá þriðja
fjórðungi 2017 og námu 182,2 milljón-
um evra, jafnvirði 25,6 milljarða
króna.
Segir í tilkynningu frá félaginu að
slakari afkomu megi rekja til sam-
dráttar í starfsemi félagsins í Noregi
sem nemur 1,7 milljónum evra, jafn-
virði 239 milljóna króna, rekstraráfalla
þegar frystiskip biluðu og þá hafi af-
koma af flutningsmiðlun dregist sam-
an um 1,4 milljónir evra, jafnvirði 197
milljóna króna, miðað við fyrra ár. Á
fyrstu 9 mánuðum ársins hagnaðist
Eimskip um 9,2 milljónir evra, jafn-
virði tæplega 1,3 milljarða króna, sam-
anborið við 13,9 milljónir evra, jafn-
virði tæplega 2 milljarða króna, á
fyrstu níu mánuðum síðasta árs.
Tekjur félagsins á fyrstu níu mán-
uðum ársins jukust um 4,6% eða 22,2
milljónir evra, jafnvirði 3,1 milljarðs
króna. Rekstrargjöldin jukust hins
vegar um 6,3% eða 27,7 milljónir evra.
EBITDA félagsins á fyrstu níu
mánuðum ársins nemur 39,8 milljón-
um evra, jafnvirði 5,6 milljarða króna
og lækkar um 12,1% frá fyrra ári. Af-
komuviðvörun sem gefin var út í sept-
ember og kveður á um að EBITDA
fyrir árið í heild verði 49-53 milljónir
evra helst óbreytt. ses@mbl.is
Hagnaður Eimskips dregst
saman um ríflega 28%
Afkomuspá félagsins helst óbreytt frá því í september
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningar Hagnaður Eimskipa-
félagsins er undir væntingum.
Eyþór Arnalds,
oddviti borgar-
stjórnarflokks
Sjálfstæðis-
flokksins, segir
að vandi leikskól-
anna í borginni sé
ekki skortur á
húsnæði heldur
mannekla. Hann
telur að bæta
megi úr mannekl-
unni með því að ráða fólk með bak-
grunn í tónlist eða öðrum listum og
íþróttum til að örva sköpun og
hreyfingu í leikskólum, fáist ekki
menntaðir leikskólakennarar.
Eyþór segir að vandi leikskólanna
í Reykjavík sé í aðalatriðum þrí-
þættur. „Í fyrsta lagi hafa biðlistar
verið langir, þrátt fyrir að því hafi
verið lofað fyrir 16 árum að þeir
yrðu engir fyrir 18 mánaða börn,“
segir Eyþór. „Í öðru lagi var börnum
vísað heim úr leikskólum síðasta vet-
ur vegna skorts á starfsfólki. Í þriðja
lagi hafa leikskólakennarar bent á
að hlutfall menntaðs starfsfólks sé
með því lægsta í Reykjavík. Ein-
ungis um fjórðungur starfsfólksins
er leikskólakennaramenntaður en á
að vera 66% samkvæmt lögum.“ Ey-
þór segir að Reykjavík standi verr
en nágrannasveitarfélögin og Ak-
ureyri varðandi hlutfall menntaðs
starfsfólks á leikskólum.
Aðalvand-
inn er
mannekla
Eyþór
Arnalds
Vill örva listsköp-
un í leikskólum
„Það er sjaldgæft að við séum að mála utanhúss
þetta seint í nóvember, en ekki einsdæmi. Við
höfum oft verið að úti við fram á haustin. Það
vantar bara meiri birtu á daginn,“ sagði Þórður
Þórðarson, málarameistari hjá Múr- og málning-
arþjónustunni Höfn ehf. Starfsmaður hans sést
hér að störfum í Fossvogi í gær. 20. nóvember.
Þórður sagði að nóvember væri búinn að vera
betri en sumarið var. Þeir voru 1-2 mánuðum á
eftir áætlun í haust með verkefni vegna rigning-
anna. „Við erum búnir með þrjú verkefni nú í
nóvember sem við höfum málað að utan.“ Þórð-
ur sagði að á þessum árstíma máli þeir utanhúss
með olíumálningu sem er hægt að nota þótt orð-
ið sé kalt og þolir hún næturfrost nýmáluð.
Nóvember hefur nýst til málningarvinnu úti
Morgunblaðið/Hari
Mála hús í nóvember sem ekki var hægt að mála í sumar vegna rigninganna