Morgunblaðið - 21.11.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir
hönd forsætisráðuneytisins, hefur
óskað eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við fornleifagröft á lóð
Stjórnarráðshússins við Lækj-
artorg.
Framkvæmdir, sem gert er ráð
fyrir í útboðinu, felast í forn-
leifagreftri, rannsóknum og grein-
ingu á fornminjum. Annars vegar
er um að ræða rannsókn á rót-
uðum mannvistarlögum undir nú-
verandi yfirborðslögnum og hins
vegar á rannsókn á eldri mannvist-
arleifum, sem kunna að leynast
undir rótuðu mannvistarlögunum,
eins og það er orðað. Tilboð í verk-
ið verða opnuð 18. desember nk.
en verkinu skal að fullu lokið 31.
október 2019.
Stjórnarráðshúsið er eitt elsta
hús Reykjavíkur, byggt árið 1765.
Ekki er talið útilokað að mannvist-
arleifar frá fyrstu öldum Íslands-
byggðar séu á staðnum. Vitað er
að undir Stjórnarráðshúsinu sjálfu
eru leifar byggingar frá 13. öld.
Til stendur á næstu árum að við-
bygging, 1.200 fermetrar, rísi á
baklóð Stjórnarráðshússins, þar
sem nú eru bílastæði.
Haldin var samkeppni um bygg-
inguna og bárust 30 tillögur. Dóm-
nefnd er að störfum og verða úr-
slit tilkynnt í næsta mánuði.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðshúsið Fornleifa verður leitað undir bílastæðinu á næsta ári.
Fornleifa leitað við
Stjórnarráðshúsið
Nærri því þriðji hver Íslendingur
leitar til Landspítalans á ári og ann-
ar hver íbúi höfuðborgarsvæðisins.
Á síðasta ári leituðu tæplega 110
þúsund einstaklingar til spítalans.
Til samanburðar má geta þess að
íbúafjöldi landsins var í byrjun þessa
árs liðlega 348 þúsund manns og
rúmlega 220 þúsund á höfuðborgar-
svæðinu.
Komur á Landspítalann eru mun
fleiri, eða nærri 428 þúsund, eins og
sést á meðfylgjandi yfirliti. Margir
fara aldrei á spítalann en aðrir oft.
Meðaltalið slagar upp í það að hver
sjúklingur sem leitar til Landspítal-
ans komi þangað fjórum sinnum.
Starfsemi spítalans hefur aukist á
síðustu níu árum. Þannig leita nú um
5.000 fleiri einstaklingar til spítalans
en á árinu 2009 og komur eru 26 þús-
und fleiri. Rannsóknum hefur fjölg-
að á 9 árum um 348 þúsund.
helgi@mbl.is
Þriðji hver landsmaður á spítala
Starfsemi Landspítala (LSH) 2009 til 2017
Fjöldi innlagna (þús.) Fjöldi einstaklinga sem
leituðu til LSH
(þús.)
110.000 leituðu til spítalans árið 2017 sem er nærri þriðjungur af íbúafjölda
landsins sem var um 348.000 í ársbyrjun 2018
2.434.000 rannsóknir voru framkvæmdar
á Landspítalanum árið 2017 sem eru
30
28
26
24
22
20
112
110
108
106
104
102
Á dagdeildir
Á slysa- og
bráðadeild
Á göngudeildir
Heimild: Landspitali.is
Allar tölur eru í þúsundum 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Breyting
2009-2018
Einstaklingar sem leituðu til LSH 105 103 107 107 107 108 107 110 110 5%
Komur á slysa- og bráðadeild 95 91 96 99 98 98 101 104 106 11%
Komur á göngudeildir 239 236 238 235 237 227 226 241 244 2%
Komur á dagdeildir 76 81 80 78 78 84 75 84 89 16%
Fjöldi innlagna 29 28 28 27 27 26 25 26 27 -6%
Fjöldi legudaga 212 204 209 214 215 219 224 229 225 6%
Rannsóknir 2.086 1.738 1.822 1.832 1.921 1.968 1.906 2.267 2.434 17%
Skurðaðgerðir 14 14 14 14 14 13 13 16 16 18%
17% fleiri enárið 2009
Fjöldi koma
árið 2017
(þúsundir)
89
106244
’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
2726
25
2627
272828
29
Karlmaður sem lést í hörðum
árekstri tveggja bifreiða á Reykja-
nesbraut í október fyrir um tveimur
árum síðar var ekki í öryggisbelti
og var undir áhrifum fíkniefna þeg-
ar slysið varð. Þetta kemur fram í
skýrslu rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa sem var birt í gær.
Maðurinn var einn í Toyota Co-
rolla fólksbifreið sinni þegar henni
var sveigt yfir á rangan vegarhelm-
ing við Rósaselstorg, beint framan
á VW sendibifreið, sem kom úr
gagnstæðri átt, án þess að ökumað-
ur sendibifreiðarinnar gæti brugð-
ist við. Einn farþegi var í þeirri bif-
reið.
VW bifreiðin kastaðist út fyrir
veginn sunnan megin og Toyota-
bifreiðin norðan megin og lenti á
ljósastaur. Ökumaður Toyota-
bifreiðarinnar kastaðist fram á
stýrið og lést af völdum fjöláverka.
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar
var spenntur í öryggisbelti en hlaut
alvarlegan brjóstholsáverka. Far-
þeginn í bifreiðinni var einnig í ör-
yggisbelti. Hann missti meðvitund í
nokkrar mínútur og hlaut belt-
isáverka. Hámarkshraði var 90 km/
klst þegar slysið átti sér stað en
hefur nú verið lækkaður í 70 km/
klst. Bíltækniskoðun á Toyota-
bifreiðinni leiddi í ljós að hemlabún-
aður að framan var ekki í lagi fyrir
slysið. Þrjár mismunandi tegundir
hjólbarða voru undir bifreiðinni og
voru hjólbarðarnir allir gamlir og
slitnir. Í ljósi ástands hemla var bif-
reiðin ekki í notkunarhæfu ástandi
fyrir slysið, að því er kemur fram í
skýrslunni.
Hafði neytt fíkniefna fyrir slysið
Skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa birt
Bráðabirgðaviðgerðir á flutn-
ingaskipinu Fjordvik hófust í fyrra-
dag og ganga vel. Ljóst er að um-
fang skemmda á skipinu er
gríðarlegt og að mikið verk verður
að gera skipið hæft til siglinga.
Þetta staðfestir Ásbjörn Helgi
Árnason, verkefnastjóri hjá Vél-
smiðju Orms og Víglundar sem sér
um viðgerðirnar í Hafnarfirði.
Fulltrúar eigenda og trygginga-
félaga eru á staðnum og fylgjast
með viðgerðunum. Enn hefur engin
ákvörðun verið tekin um það hvort
ráðist verður í frekari viðgerðir á
skipinu, en óvíst þykir hvort það
borgar sig að gera við það. Hlut-
verk Vélsmiðjunnar er einungis að
gera bráðabirgðaviðgerð á skipinu
til að hægt sé að koma því frá Ís-
landi, hvort sem því verður síðan
fargað eða við það gert. Flutn-
ingaskipið Fjordvik strandaði í
Helguvík á Reykjanesi fyrir rúmum
tveimur vikum. Nokkra daga tók að
koma skipinu frá strandstað, en það
var flutt til Hafnarfjarðar í síðustu
viku, þar sem það var sett í flotkví.
Viðgerðir á Fjordvik ganga vel