Morgunblaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 8
Tíminn er að
hlaupa frá okkur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Tíminn er að
hlaupa frá okkur.
Margir bændur
bíða með ákvörð-
un um það hvort
þeir treysta sér til
að halda áfram
eftir því hvort og
þá hver aðkoma
ríkisins verður,“
segir Einar Eð-
vald Einarsson,
minkabóndi á Syðra-Skörðugili í
Skagafirði og formaður Sambands
íslenskra loðdýrabænda, spurður um
stöðuna í viðræðum við ríkið um
hugsanlegar aðgerðir til bjargar því
sem eftir er af loðdýraræktinni í
landinu.
Greinin er í alvarlegri stöðu vegna
verðfalls skinna á heimsmarkaði.
Nokkrir minkabændur hættu í fyrra
og fleiri munu þurfa að hætta í haust,
að óbreyttu, eða fara í þrot.
Samband íslenskra loðdýrarækt-
enda hefur verið í viðræðum við
stjórnvöld frá því ágúst. Forsvars-
menn þess hafa óskað eftir þriggja
ára samningi um aðkomu ríkisins, í
samræmi við tillögur Byggðastofn-
unar. Í þeim felst meðal annars fyr-
irgreiðsla um lán til loðdýrabænda í
ár til að fleyta þeim áfram og síðan
stuðningur við fóðurstöðvar næstu
tvö árin.
Jákvæðar viðræður
Nú eru loðdýrabændur að velja
dýr til ásetnings fyrir næsta ár og
pelsa önnur dýr. Mikilvæg forsenda
við þessa vinnu er ákvörðun um
hvort hægt verður að reka búið
áfram eða ekki.
Átján minkabændur eru eftir og
segir Einar að ef þeim fækki frekar
fari að þrengja að fóðurstöðvunum
og rekstri þeirra. Það geri rekstur-
inn enn erfiðari fyrir þá sem eftir
verða. Fóðurstöðvarnar eru ein
helsta röksemdin fyrir því að stunda
eigi minkarækt áfram. Þær nota af-
skurð frá sláturhúsum og fisk-
vinnslum, úrgang sem annars þyrfti
að urða. Einar bendir á að loðdýra-
ræktin skapi einnig atvinnu á lands-
byggðinni og gjaldeyri fyrir þjóð-
arbúið.
„Viðræðurnar við stjórnvöld hafa
verið jákvæðar, okkur hefur verið
vel tekið, en niðurstaða hefur ekki
fengist,“ segir Einar.
Ekki ljóst með aðstoð við minkarækt
Einar Eðvald
Einarsson
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018
KORRIDOR
Steypudýr fleiri tegundir
Verð frá 6.990,-
IITTALA KAASA
Kertastjaki 115mm
Verð frá 12.700,-
KÄHLER NOBILI
Kramarhús f/sprittkerti
Verð frá 4.190,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Glæsileg gjafavara
KAY BOJESEN
Jólasveinn og sveinka
Verð 11.990,- stk.
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
KAY BOJESEN
Söngfugl RAVN
Verð frá 10.990,-
KARTELL TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 12.900,-
IITTALA Toikka PUFF-
BALL CRANBERRY 7x5 cm
Verð 21.900,-
JUST RIGHT STOFF
Kertastjaki
Verð frá 5.100,- stk.
MR.WATTSON
LED lampi
Verð 16.990,-
KARTELL BOURGIE
Lampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
Það er von aðStyrmir Gunn-
arsson verði undr-
andi og spyrji bæði
sjálfa sig og aðra:
Það er for-vitnilegt að
fylgjast með þeirri
þögn, sem ríkt hefur að verulegu
leyti um samþykkt miðstjórn-
arfundar Framsóknarflokksins um
helgina um að hafna beri innleiðingu
orkupakka 3 frá ESB.
Í gær, mánudag, var lítið sem ekk-ert að finna í fjölmiðlum um þá
samþykkt.
Í gærkvöldi og í hádegisfréttumRÚV var bersýnilega engin
ástæða talin til að ræða við forsvars-
menn hinna stjórnarflokkanna
tveggja, VG og Sjálfstæðisflokks,
um þessa samþykkt, sem þó hlýtur
að valda nokkrum usla í stjórn-
arherbúðum.
Þegar þetta er skrifað upp úr há-degi á þriðjudegi hefur þess
ekki orðið vart að stjórnarandstaðan
hafi spurt spurninga.
Hvað ætli valdi?
Gera fjölmiðlar sé ekki grein fyrirmikilvægi þessarar sam-
þykktar?
Á það sama við um þingmennstjórnarandstöðunnar?“
Haft er á orði að þögnin geti ver-ið sterkt vopn og til eru atvik
sem staðfesta það. En ekki er þó úti-
lokað að menn geti fengið þögn sína
í höfuðið og það orðið furðu mikið
högg af svo loftkenndu fyrirbæri.
Styrmir
Gunnarsson
Bjúgverpill þagnar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Lands-
bankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember
verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykja-
víkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá
Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans.
Hann segir að bankinn sé nú þegar þátttak-
andi í sameiginlegum framkvæmdum á lóð, þ.e.
gerð Reykjastrætis. Miðað er við að fyrstu verk-
þættir hússins verði boðnir út á fyrri hluta
næsta árs og framkvæmdir hefjist fljótlega í
kjölfarið.
Nýjar höfuðstöðvar bankans munu rísa við
Austurbakka 2 í Austurhöfn, í nágrenni Hörpu.
Hið nýja hús verður 16.500 fermetrar. Bank-
inn hyggst nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um
60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá
sér um 6.500 m2 sem nýtist fyrir verslun og aðra
þjónustu. Byggingarkostnaður er áætlaður tæpir
9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu.
Sjö arkitektateymi voru valin til að skila frum-
tillögum að hönnun hússins og í janúar sl. bárust
bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri
nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var
bankastjóra og bankaráði til fulltingis við
ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með tillögu
Arkþings ehf. og C.F. Møller. Kletturinn var
nafnið sem höfundarnir völdu á tillöguna.
sisi@mbl.is
Hönnun Landsbankans að ljúka
Tölvumynd/Arkþing ehf. & C.F. Møller
Landsbankinn Nýjar höfuðstöðvar munu rísa á
næsta ári við Kalkofnsveg, skammt frá Hörpu.