Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Þeir héldu sig að mestu leyti til hlés í aðdraganda Brexit-þjóðarat- kvæðagreiðslunnar en núna eru leiðtogar bresks atvinnulífs loksins búnir að taka afstöðu: þeir hafa lýst yfir stuðningi við Theresu May og það samkomulag sem gert hefur verið um útgöngu úr ESB. Gallinn er sá að stór hluti kjós- enda virðist andsnúinn samkomu- laginu. Mörgum útgöngusinnum er meinilla við samning May því þeim þykir hann tjóðra Bretland við ESB án þess að landið hafi nokkuð að segja um þær reglur sem Evrópu- sambandið setur sér. Ástæðan fyrir óánægju aðildarsinna er sú sama; að mun betra væri að vera fullgilt aðildarríki ESB. En Carolyn Fairbarn, stjórnandi Bresku iðnaðarsamtakanna, CBI, sagði á árlegum aðalfundi félagsins á mánudag að „[þ]að samkomulag sem forsætisráðherrann hefur kom- ið í kring er ekki gallalaust. Um málamiðlun er að ræða. En framför engu að síður, sem berjast þurfti harkalega fyrir.“ Léleg spil á hendi Fleiri forkólfar atvinnulífsins eru ánægðir með að samkomulagið felur í sér að samband Bretlands og ESB helst óbreytt á meðan aðlög- unartímabilið stendur yfir, en það varir að minnsta kosti til ársloka 2020. „Þetta snýst um að gera það sem við getum með þau spil sem við höfum á hendi, frekar en að óska þess að okkur hefðu verið gefin betri spil,“ sagði Roger Carr, stjórnarformaður hergagnafram- leiðandans BAE Systems í viðtali við BBC í síðustu viku. Vandamálið er hins vegar að ólík- legt þykir að þingið muni leggja blessun sína yfir samkomulagið sem þýðir að eftir standa tveir mögu- leikar: að Bretland gangi úr ESB án þess að samningur sé fyrir hendi, eða boðað verði aftur til þjóð- aratkvæðagreiðslu – sem virðist samt ólíkleg lending í augnablikinu. Atvinnulífið hefur leikið mik- ilvægt hlutverk með því að benda á hve mikil röskun fælist í því að ganga úr ESB án samninga, auk þess að hafa minnt á hve mikilvægir bæði ófaglærðir og sérfræðimennt- aðir innflytjendur eru fyrir breska hagkerfið. En fyrirtækin voru treg til að segja þetta í aðdraganda þjóð- aratkvæðagreiðslunnar, þegar skila- boðin hefðu getað skipt sköpun. Það, og að stjórnendur skuli núna lýsa yfir stuðningi við samning sem er andvana fæddur, er til marks um að við getum ekki reitt okkur á að forkólfar atvinnulífsins taki frum- kvæðið í pólitískum málum. Ekki mjög vel að sér Fyrir þessu eru fimm ástæður: Fyrir það fyrsta þá eru stjórn- endur fyrirtækja ekkert sér- staklega vel að sér. Ég hef rætt við leiðtoga atvinnulífsins um stjórnmál í áraraðir. Ég hef ekki hitt þá marga sem hafa betri innsýn inn í málefni líðandi stundar en dæmi- gerð manneskja sem fylgist vel með fréttum. Í öðru lagi eru þeir of varkárir. Flestir þeirra vilja alls ekki styggja viðskiptavini sína. Þegar kemur að málum sem valdið geta sundrungu, eins og Brexit, þá þykir þeim betra að segja ekki bofs þar til, eins og í þessu tilviki, að það er orðið næst- um því of seint. Er nærri öruggt að stjórnendur ofmeta hættuna af því að ganga fram fyrir skjöldu í veiga- miklum málum, og litlar líkur á að þeir beri einhvern skaða af. Yfirleitt fjarar það fljótt út þegar neytendur reyna að refsa fyrirtækjum með því að sniðganga þau, enda allur þorri fólks áhugasamari um gæði vör- unnar sem það kaupir, aðgengi og ekki síst verð. Í þriðja lagi hafa mörg fyrirtæki of stuttan sjóndeildarhring. Margir stjórnendur breskra fyrirtækja eru afskaplega fegnir að fá tveggja ára gálgafrest á meðan aðlögunartíminn stendur yfir, og vona að fresturinn verði framlengdur enn frekar. Fáir virðast horfa lengra fram á veginn og leiða hugann að því hvernig sam- band Bretlands og ESB á eftir að verða til langframa. Þeim virðist þykja það hið besta mál að láta þær áhyggjur bíða þangað til seinna. Það er óvenjulegt að fyrirtæki bendi á langtímatækifærin þegar stjórnmálamenn gera það ekki. Sjaldséð frávik frá þessari reglu var þegar stjórnendur suður-afrískra fyrirtækja, á tímum aðskiln- aðarstefnunnar, komu á sambandi við stjórnmálahreyfingu svartra, African National Congress, og lögð- ust með þeim á eitt við að sannfæra þá flokka sem þá voru við völd um að hreyfingin væri reiðubúin að setjast að samningaborðinu. Er erf- itt að finna fleiri dæmi um að at- vinnulífið hafi tekið forystu með sambærilegum hætti. Tekjur ofar hugsjónum Í fjórða lagi þá verður fyrirtækja- rekstur stundum til þess að stjórn- endur gleyma að hlusta á það sem samviskan segir þeim. Má nefna sem dæmi hve hægt Facbook brást við þegar rússneskir aðilar urðu uppvísir að því að dreifa misvísandi fréttum á samfélagsmiðlinum. Þá hafa sum fyrirtæki, verandi ólm að bæta hjá sér sölutölurnar, reynst afskaplega fús til að binda trúss sitt við þjóðarleiðtoga sem hafa ým- islegt slæmt á samviskunni. BAE hefur lengi átt í nánu sambandi við Sádi-Arabíu. KPMG og McKinsey hafa flækst inn í spilltan vef rík- isstjórnar Jacobs Zuma í Suður- Afríku. Það mætti færa ágætis rök fyrir því að stjórnmálamenn nú til dags hafi líka alla þessa bresti, en í lýð- ræðisríkjum liggur ábyrgðin hjá okkur kjósendunum. Ýmist höfum við ekki látið stjórnmálamennina svara fyrir gjörðir sínar eða, ef okk- ur hugnast ekki þeir stjórn- málamenn sem fara með völdin í dag, að við höfum ekki veitt nýju fólki stuðning til að velta þeim úr sessi eða jafnvel gefið kost á okkur sjálfum. Þetta er fimmta ástæðan fyrir því hvers vegna við ættum ekki að bíða eftir að atvinnulífið taki sér pólitískt leiðtogahlutverk. Fyrirtæki sæta ekki lýðræðislegri ábyrgð. Við get- um beitt fyritæki þrýstingi svo að þau hegði sér með ábyrgari hætti eða hugsi betur um umhverfið, en þegar upp er staðið þá er það eina sem tryggir að félög hegði sér betur ef að stjórnvöld setja um það regl- ur, hulunni sé svipt af því sem er í ólagi, og að lagaramminn kveði á um betri stjórnunarhætti. Víða um heim kann stjórn- málastéttin að hafa brugðist okkur. En við lögum það vandamál með betri stjórnmálamönnum. Leiðtogar atvinnulífsins geta ekki fyllt í skarðið. Forstjórar eiga ekki erindi í pólitík Eftir Michael Skapinker Leiðtogar bresks atvinnu- lífs virðast hafa komið of seint inn í umræðuna um Brexit. Dæmin sýna van- hæfni þeirra við að taka frumkvæði í pólitískum málum. AFP Eftir að hafa haldið sig að mestu leyti til hlés í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa leiðtogar bresks atvinnulífs lýst yfir stuðningi við Theresu May um það samkomulag sem gert hefur verið um útgöngu úr ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.