Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Rithöfundar, álitsgjafar og fræði-
menn eru mjög uppteknir af því,
þessi misserin, að reyna að svara
þeirri spurningu hvort fjármálageir-
inn geri meira ógagn
en gagn. Afleiðingar
alþjóðlegu fjár-
málakreppunnar eru
öllum enn í fersku
minni og margir óttast
að alls kyns brestir
leynist undir yfirborð-
inu: fjármálakerfið sé
meingallað og annað
hrun geti dunið á
heimsbyggðinni þegar
síst varir.
Er nema von að
sumir séu á nálum
einmitt þegar allt virðist leika í
lyndi á Wall Street. Uppsveiflu hlýt-
ur jú að fylgja sársaukafull nið-
ursveifla.
Gott ef kvíðinn magnast ekki upp
í kringum október, en það hefur
gerst alloft í sögunni að tíundi mán-
uður ársins hefur verið mánuður
stóráfalla í fjármálageiranum.
Nicholas Shaxon hefur skrifað
nýja bók um kosti, en þó aðallega
galla, fjármálamarkaða. Bókin heitir
The Financial Curse: How Global
Finance Is Making us All Poorer.
Shaxon beinir sjónum sínum eink-
um að vexti fjármálakerfisins á und-
anförnum þremur áratugum. Hann
vekur athygli á hvern-
ig fjármálaheimurinn
hefur orðið æ flóknari
og torskildari, og
hvernig það hafa ver-
ið bankarnir og fjár-
málaspekingarnir sem
hafa notið góðs af
mun frekar en al-
menningur.
Höfundurinn af-
skrifar ekki fjár-
málageirann eins og
hann leggur sig en vill
meina að hann þjóni
ekki lengur upphaflegu hlutverki
sínu, og geri meira af því að sjúga til
sín verðmæti úr samfélaginu en að
skapa þau.
Líkir Shaxon vexti fjármálageir-
ans við þann vanda sem oft kemur í
ljós í löndum sem reiða sig um of á
eina verðmæta auðlind, s.s. olíu: til
verður ein risastór atvinnugrein
sem malar gull en kæfir í leiðinni
aðra kima atvinnulífsins. ai@mbl.is
Gerir fjármálageir-
inn okkur fátæk?
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Svört
afsláttarvika
19 - 24.
nóvember
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
40-70% afsláttur af
völdum HILTI, Snickers
og Honeywell vörum
Það er algengt í alþjóðlegum viðskiptasamningum aðmálsaðilar semji með þeim hætti að úr ágreinings-málum sem upp kunna að koma skuli leyst fyrir
gerðardómi. Forsenda þess að mál sé lagt fyrir gerðardóm
er samningur aðila þess efnis. Algengasta birtingarform
slíks gerðarsamnings er að hann er hluti af viðskiptasamn-
ingi þar sem mælt er fyrir um úrlausn ágreiningsefna. Það
er þó ekki útilokað að aðilar semji
sérstaklega um málsmeðferð fyrir
gerðardómi eftir að ágreiningur
kemur upp en slíkt er þó mun sjald-
gæfara enda að öllu jöfnu mun erf-
iðara að ná slíku samkomulagi þegar
ágreiningur er kominn upp.
Þegar samningsaðilar hafa náð
samkomulagi um það að ágreiningsmál skuli lögð í gerð
standa þeir frammi fyrir því að taka ýmsar ákvarðanir sem
munu koma til með að hafa áhrif á málsmeðferðina ef til
hennar kemur. Þannig hafa samningsaðilarnir tök á að nýta
samningsfrelsi sitt til þess að tryggja eftir fremsta megni að
úrlausnarformið henti því samningssambandi og sakarefni
sem um ræðir hverju sinni. Málsmeðferð fyrir gerðardómi
hefur ákveðna kosti og geta aðilarnir aukið skilvirkni og
kostnaðarhagræði málsmeðferðarinnar með því að huga sér-
staklega að tilteknum atriðum og nýta samningsfrelsi sitt til
fulls þegar samið er um gerðarmeðferð.
Fyrsta ákvörðunin sem aðilarnir standa að öllu jöfnu
frammi fyrir er hvort þeir kjósi einstaklega ákveðna gerð-
armeðferð (ad hoc) eða gerðarmeðferð í umsjón sérstakrar
gerðardómsstofnunar. Þegar um er að ræða aðkomu sér-
stakrar gerðardómsstofnunar þá eru það reglur stofnunar-
innar sem liggja til grundvallar málsmeðferðinni og stofn-
unin hefur ákveðnu umsýsluhlutverki að gegna, t.a.m. þegar
kemur að því að meta hæði og sjálfstæði gerðarmanna,
ákvörðun tímafresta, greiðslu kostnaðar o.þ.h. Á Íslandi er
starfandi ein slík stofnun en það er Gerðardómur Við-
skiptaráðs Íslands. Aftur á móti þegar um er að ræða ein-
staklega ákveðna gerðarmeðferð er gerðardómur skipaður
fyrir þann ágreining sem uppi er og tekur gerðardómurinn
að öllu jöfnu ákvarðanir um og hefur umsjón með máls-
meðferðinni. Í slíkum tilvikum er því ekki um að ræða sér-
stakar reglur sem gilda um málsmeðferðina en aðilarnir geta
þó samið um að tilteknar reglur skuli gilda eða jafnvel samið
sínar eigin reglur. Algengt er að aðilar nýti gerðardóms-
reglur UNCITRAL í þessum tilgangi en mun sjaldgæfara er
að aðilar semji sínar eigin reglur. Það má því segja að ein-
staklega ákveðin gerðarmeðferð feli í sér mun meiri óvissu
um það hvernig gerðarmál verður rekið samanborið við það
þegar slíkt mál er rekið eftir reglum gerðardómsstofnunar.
Önnur ákvörðun sem aðilarnir
standa frammi fyrir er hversu fjöl-
mennur gerðardómurinn á að vera.
Í þessu sambandi er langalgengast
að mælt sé fyrir um að gerð-
ardómur skuli skipaður ann-
aðhvort einum eða þremur gerð-
armönnum. Þau sjónarmið sem
koma helst til skoðunar í þessu sambandi eru annars vegar
kostnaðarhagræði og hins vegar réttaröryggi. Þegar ágrein-
ingsmál eru leyst fyrir gerðardómi eru það aðilarnir sjálfir
sem greiða þóknun gerðarmannanna. Það að takmarka
fjölda gerðarmanna hefur því í för með sér ákveðið kostn-
aðarhagræði sem og að málsmeðferðin kann að vera skilvirk-
ari. Á móti hefur verið bent á að þar sem úrlausn gerð-
ardóms felur í sér endanlega niðurstöðu þess ágreinings sem
um ræðir og sætir ekki efnislegri endurskoðun kunni að fel-
ast í því meira réttaröryggi að fela þremur aðilum að leysa úr
málinu í stað eins. Þegar kemur að því að meta hversu marg-
ir gerðarmenn skuli skipa gerðardóminn þurfa aðilarnir því
að vega og meta þessi sjónarmið og þá hagsmuni sem þeim
tengjast. Ef gerðarsamningurinn mælir ekki fyrir um fjölda
gerðarmanna skulu þeir vera þrír samkvæmt lögum um
samningsbundna gerðardóma.
Það að leysa úr ágreiningi fyrir gerðardómi hefur ýmsa
kosti í för með sér. Það hversu vel aðilum tekst að nýta sér
kosti gerðarmeðferðar veltur meðal annars á því með hvaða
hætti aðilarnir semja og hvaða reglur skuli gilda um máls-
meðferðina. Því er mikilvægt þegar samið er um gerð-
armeðferð að vandað sé til verka og hugað sé að þeim þátt-
um sem líklegir eru til þess að hafa áhrif á rekstur
gerðarmáls fari svo að ágreiningur komi upp. Að öðrum
kosti getur sú afleidda staða komið upp að sjálfstæður
ágreiningur sé uppi um það með hvaða hætti skuli leyst úr
ágreiningi aðila.
Mismunandi tegundir
gerðarmeðferðar
LÖGFRÆÐI
Garðar Víðir Gunnarsson,
lögmaður á LEX lögmannsstofu
”
Á Íslandi er starfandi
ein slík stofnun en það
er Gerðardómur Við-
skiptaráðs Íslands.