Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
SJOVA
-1,89%
14,55
HEIMA
+7,34%
1,17
S&P 500 NASDAQ
-3,12%
7.021,727
-2,48%
2.668,43
+0,60%
7.056,18
FTSE 100 NIKKEI 225
22.5.‘18 22.5.‘1821.11.‘18
1.800
85
2.270,15
1.953,30
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
64,19
-0,80%
21.507,54
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
79,57
65
2.400
21.11.‘18
Allt bendir til þess að til harðra átaka
muni koma á hluthafafundi sem boð-
að var til síðastliðinn mánudag í
tryggingafélaginu VÍS. Fundurinn
verður haldinn föstudaginn 14. des-
ember og efni fundarins er í raun að-
eins eitt. Að kjósa nýja stjórn. Fund-
urinn er haldinn að kröfu tveggja af
fjórum stærstu hluthöfum félagsins,
Lífeyrissjóðs verslunarmanna
(8,64%) og Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (6,25%).
Beiðnin um fund og stjórnarkjör
var lögð fram í kjölfar þess að tveir
stjórnarmenn, lögmennirnir Helga
Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðs-
son, sögðu sig fyrirvaralaust úr
stjórninni og báru við trúnaðarbresti.
Úrsögnina mátti m.a. rekja til þess að
nýr meirihluti var myndaður í stjórn-
inni um að Valdimar Svavarsson yrði
stjórnarformaður og Gestur B.
Gestsson varaformaður. Helga Hlín
Hákonardóttir var starfandi stjórn-
arformaður frá því í byrjun júní síð-
astliðins eftir að Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir sté úr stóli formanns í
kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf
umfangsmikla rannsókn á málefnum
tengdum Skeljungi en hún var um
nokkurra ára skeið eigandi félagsins
ásamt eiginmanni hennar, Guð-
mundir Erni Þórðarsyni.
Vilji til að stilla til friðar
Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að lífeyrissjóðirnir tveir freisti
þess, með fulltingi annarra stórra
hluthafa, að ná tveimur til þremur
nýjum stjórnarmönnum inn á hlut-
hafafundinum í desember. Með því
standa vonir til þess að hægt verði að
stilla til friðar í félaginu en mikill styr
hefur staðið um það síðustu fjögur ár-
in. Þannig hafa þrír forstjórar verið
hjá félaginu síðustu þrjú árin, fimm
stjórnarmenn síðustu fjögur árin og
þrír stjórnarmenn, sem allir tengjast
lífeyrissjóðunum ákveðnum böndum
sagt sig frá störfum fyrir félagið eftir
að hafa lent í rimmu við Svanhildi
Nönnu á vettvangi stjórnarinnar.
Vilja öll sitja áfram
Í tilkynningu sem VÍS sendi frá sér
þegar boðað var til fyrrnefnds hlut-
hafafundar kom fram í máli Valdi-
mars Svavarssonar að allir núverandi
stjórnarmenn félagsins óski áfram-
haldandi umboðs til stjórnarsetu.
Samhliða því greindi hann frá því að
tilnefningarnefnd VÍS, sem kosin var
á síðasta aðalfundi muni nú „taka til
starfa og fara yfir framboð til stjórn-
ar með tilliti til bestu samsetningar
hæfni, reynslu og þekkingar, þannig
að hún geti lagt fyrir hluthafafundinn
tillögu sem líkleg er til að fá breiðan
stuðning hluthafa.
Viðmælendur ViðskiptaMoggans,
sem ekki vilja láta nafns síns getið,
segjast undrast þá ákvörðun stjórn-
arformanns félagsins að nýta fund-
arboðunina til að lýsa yfir framboði
sínu og hinna tveggja stjórnarmann-
anna.
Ekki traust til nefndarinnar
Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að nú meti lífeyrissjóðirnir
stöðu mögulegra frambjóðenda út frá
því hvernig tilnefningarnefnd félags-
ins er skipuð. Ljóst sé að hluthafarnir
sem styðja við stjórnarmennina þrjá
sem enn sitja, hafi tögl og hagldir á
nefndinni.
Nefndin er skipuð fimm einstak-
lingum. Þar situr reyndar enn Helga
Hlín Hákonardóttir. Ásamt henni
sitja þar Svanhildur Nanna, sem sjálf
sækist eftir áframhaldandi umboði til
stjórnarsetunnar og þau Engilbert
Hafsteinsson, Gunnar Egill Egilsson
og Sandra Hlíf Ocares. Þau þrjú eru
öll nátengd félaginu Óskabeini sem er
í eigu Gests Breiðfjörð, sem sækist
eftir endurkjöri í stjórn, Engilberts,
sem situr í tilnefningarnefndinni,
Fannars Ólafssonar og Sigurðar
Gísla Björnssonar, sem oftast er
kenndur við fyrirtækið Sæmark.
Gunnar Egill Egilsson er eigandi að
lögmannsstofunni Nordik lög-
fræðiþjónustu ásamt Andra Gunn-
arssyni, eiganda Óskabeins. Sandra
Hlíf Ocares er einnig náin vinkona
Andra. Ekki er talið ósennilegt, í ljósi
hinna nánu tengsla þeirra sem sitja í
tilnefningarnefndinni að þeir fulltrú-
ar sem lífeyrissjóðirnir hyggjast
styðja til stjórnarsetunnar, muni
bjóða sig fram og halda framboði sínu
til streitu, óháð niðurstöðu nefnd-
arinnar.
Stefnir í vopnabrak á vettvangi VÍS
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Afar ósennilegt er talið að
stórir hluthafar í VÍS muni
taka mið af niðurstöðum
nýlega kosinnar tilnefning-
arnefndar VÍS.
Morgunblaðið/Eggert
Mikil átök hafa geisað á vettvangi stjórnar VÍS á síðustu árum. Nú stefnir í mikinn slag við stjórnarkjör.
ORKUGEIRINN
Rekstrarhagnaður Landsvirkjunar
(EBIT) nam 62,6 milljónum banda-
ríkjadala á þriðja ársfjórðungi, eða
um 7,7 milljörðum króna á gengi
dagsins í dag, og hækkar um tæp
18% miðað við sama tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur fyrirtækisins á
fjórðungnum námu 129 milljónum
dala, eða um 16 milljörðum króna, og
hækka um rúm 12% miðað við sama
tímabil í fyrra. Hagnaður þriðja árs-
fjórðungs eftir skatta nam 34,7 millj-
ónum bandaríkjadala, eða um 4,3
milljörðum íslenskra króna.
Heildareignir Landsvirkjunar í
lok september námu 4,4 milljörðum
bandaríkjadala, eða um 548 millj-
örðum íslenskra króna. Nettó skuld-
ir námu 1.940 milljónum bandaríkja-
dala, um 215,3 milljörðum króna, og
lækkuðu um 102,6 milljónir dala frá
áramótum. Eigið fé nam 2,1 milljarði
bandaríkjadala, eða um 263 millj-
örðum króna. Eiginfjárhlutfall í lok
september var 48%.
Sé litið til fyrstu níu mánaða árs-
ins nam rekstrarhagnaður án af-
skrifta, EBITDA, 291,7 milljónum
bandaríkjadala, um 32,4 milljörðum
króna, á þriðja ársfjórðungi. Rekstr-
artekjur fyrirtækisins námu 398,8
milljónum bandaríkjadala, eða um
44,3 milljörðum króna, og hækkuðu
um 51,5 milljónir dala, 14,8%, frá
sama tímabili í fyrra. Hagnaður á
fyrstu níu mánuðum ársins nam 89,3
milljónum dala en var á sama tíma-
bili í fyrra 78,5 milljónir dala.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir reksturinn
ganga vel. „Fjölbreytt eftirspurn
var frá bæði núverandi og nýjum
viðskiptavinum og jókst orkusala
Landsvirkjunar um 345 GWst á
tímabilinu.“ peturhreins@mbl.is
4,3 milljarða hagnaður
á þriðja ársfjórðungi
Ljósmynd/Landsvirkjun
Eignir Landsvirkjunar nema 4,4
milljörðum bandaríkjadala.