Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 21
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bátar
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Raðauglýsingar
Til sölu
Fréttamiðill til sölu
Til sölu er fréttamiðill sem að er starfræktur
á netinu og gæti t.d. verið gefinn út í dag-
blaðaformi líka af nýjum eigendum.
Góður og tryggur fjöldi lesenda og vina á
samfélagsmiðlum. Selst í heild eða að hluta.
Áhugasamir kaupendur, vinsamlega sendi
allar upplýsingar á netfangið
Logmannsstofa@mail.com
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-
16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Mánudagur: Bingó kl. 13.. Spjallhópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikskólabörn frá Stakkaborg koma og syngja jólalög kl. 10.30.
Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaumshópur kl.
13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi í dag kl. 13.30 verður Ásdís Skúladóttir
með áhugvert erindi um Fjallkonuna í tilefni af 100 ára fullveldi
Íslands. Erindið verður flutt við stóra skjáinn í setustofu 2. hæðar og
verða sýndar myndir á skjánum. Verið öll hjartanlega velkomin til ok-
kar. Vitatorg er öllum opið óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í
síma 411-9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Skráning á Opna
Vínaræfingu hjá Sínóníuhljómsveit Íslands í Jónshúsi.
Gjábakki Kl. 9. handavinna, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 canasta, kl. 16.30
kóræfing Söngvina, kl. 19. skapandi skrif.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10. Hádegismatur er kl.
11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á
stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu Friðbertsdóttir kl.
9. í Borgum, gönguhopar kl. 10. frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni
í Egilsahöll kl. 10. allir velkomnir í aðventugönguna. Skartgripagerð
með Sesselju kl. 13. í Borgum.
Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur
og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum kl. 11. Handav-
inna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. nk.
miðvikudag 19. desember verður "Söngur og súkkulaði" í salnum á
Skólabraut frá kl. 14. Upplestur, börn úr Tónlistarskólanum koma í
heimsókn og jólasveinninn kíkri við. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 STERK OG LIÐUG – leikfimi fyrir dömur og herra Kl.
11.30 – 12.15. Leiðbeinandi Tanya .
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝ Ásgeir PállSigtryggsson
fæddist á Akur-
eyri 15. febrúar
1946. Hann varð
bráðkvaddur 7.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Sigtryggur
Brynjólfsson, f. 3.
febrúar 1916, d.
13. ágúst 2000, og
Bjarney Sigrún
Pálsdóttir, f. 12. júní 1919, d.
23. desember 2016. Systkini
Ásgeirs eru: Brynjar, f. 18.
ágúst 1949, og Sigurveig Kar-
ólína, f. 21. maí 1951. Árið
1977 giftist Ásgeir Sigrúnu
Benediktsdóttur, f. 14. febrúar
1954. Þau skildu. Börn þeirra
Helga Degi Þórhallssyni.
Helgi átti fyrir Daníel Ísar, f.
14. maí 2000. Börn Berglindar
og Helga eru: Sigrún Jóna, f.
9. nóvember 2008, Agnes
Heiða, f. 15. mars 2013, og
Helga Lind, f. 18. apríl 2016.
Hinn 4. mars 2006 kvæntist
Ásgeir eftirlifandi eiginkonu
sinni, Heiðu Theodórs Krist-
jánsdóttur, f. 4.mars 1956.
Börn þeirra eru: Valgerður
Sif, f. 18. júlí 1995, Bryndís
Lilja, f. 30. september 1997,
og Snædís María, f. 30. sept-
ember 1997.
Ásgeir ólst upp á Húsavík.
Hann flutti suður eftir að hafa
klárað rafvirkjun og fór þar í
Tækniskólann, síðar fór hann
til Danmerkur og kláraði þar
rafmagnstæknifræði. Hann
vann lengst af hjá Lands-
virkjun og síðar Landsneti.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17.
desember 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
eru: Bjarney Sig-
rún, f. 28. desem-
ber 1977, og Berg-
lind Sigríður, f.
11. ágúst 1981.
Bjarney Sigrún er
gift Darra Mika-
elssyni, f. 12. sept-
ember 1970.
Bjarney Sigrún
átti fyrir Ragn-
heiði Evu Svein-
björnsdóttur, f. 7.
október 1999, og Darri átti
fyrir Heiðu, f. 21. maí 1996,
og Gústaf, f. 25. mars 1999.
Bjarney Sigrún og Darri eiga
saman Kristínu Emmu, f. 15.
október 2012, og Ásgeir
Smára, f. 21. nóvember 2013.
Berglind Sigríður er gift
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Heiða.
Þegar okkur var tilkynnt
andlát pabba var eitthvað sem
slokknaði að innan. Tómarúm
sem aðeins minning hans getur
fyllt að hluta. Óvænt og skyndi-
lega er allt óraunverulegt.
Hann var kletturinn okkar.
Pabbi gaf okkur ekki aðeins líf-
ið sjálft, hann gaf okkur kær-
leika, gleði, traust, styrk og
mikið meira. Endalaust af
minningum sem lifa að eilífu í
hjörtum okkar. Glaðlyndi
pabba og húmor gerði alla daga
betri. Pabbi gaf okkur svo
óendanlega mikið og krafðist
aldrei neins til baka.
Elsku pabbi er okkur fyr-
irmynd. Dugnaður hans og
metnaður hefur haft mikil áhrif
á okkur og við erum stoltar af
að vera dætur hans. Okkur
hlýnar við tilhugsunina um alla
hamingjuna sem pabbi veitti
Heiðu mömmu, stóru ástinni í
lífinu sínu. Hann var hennar
dýrmætasti og besti vinur.
Góðmennska þín og styrkur
mun leiða okkur í gegnum lífið.
Takk fyrir allt, takk elsku
pabbi.
Þínar elskandi dætur,
Bjarney Sigrún
Berglind Sigríður
Valgerður Sif
Bryndís Lilja og
Snædís María.
Mitt í jólaundirbúningi þegar
skarkali hversdagsleikans nær
hámarki kemur símtal og lífið
tekur allt aðra stefnu. Enginn
er undirbúinn og fréttin er ein-
hvern veginn svo óraunveruleg:
Ásgeir bróðir og mágur dáinn.
Hvernig má það vera að hann,
sem hringdi fyrr um daginn og
ætlaði að koma í kaffi til okkar,
sem hann gerði reglulega, væri
allur? Ásgeir, sem var hreystin
uppmáluð og geislaði af lífs-
krafti, hvernig mátti það gerast
að hann hefði orðið bráðkvadd-
ur? Lífið er hverfult og færir
okkur sönnun þess að enginn
veit sína ævi fyrr en öll er.
Ásgeir var elstur okkar
systkina og mikil fyrirmynd.
Hann fór ungur að heiman eins
og algengt var í þá daga á
landsbyggðinni. Hann fór fyrst
á vertíð til Hafnarfjarðar með
vinum sínum. Hann hóf síðan
nám í rafvirkjun á Húsavík og
fór í framhaldi af því í tækni-
nám til Danmerkur. Að námi
loknu hóf hann störf hjá Lands-
virkjun og síðar Landsneti og
lauk þar starfsferli sínum.
Í einkalífinu var Ásgeir mik-
ill gæfumaður. Hann eignaðist
fimm yndislegar dætur sem
voru augasteinarnir hans.
Heiða var ástin hans og barna-
börnin, sem hann umvafði,
elskaði hann skilyrðislaust. Ás-
geiri var umhugað um okkur
systkinin og okkar fjölskyldur
og lét sig varða okkar velferð.
Móðir okkar, sem lést fyrir
tæpum tveimur árum, naut um-
hyggju hans þar sem hann var
vakinn og sofinn yfir velferð
hennar og sýndi þar hvern
mann hann hafði að geyma. Ás-
geir var sá sem forgangsraðaði
hlutunum þannig að fjölskyldan
var alltaf í fyrsta sæti.
Ásgeir og Heiða byggðu sér
stórt sumarhús á Suðurlandi
þar sem öll fjölskyldan gat ver-
ið saman. Með mikilli eljusemi
voru þau búin að planta þús-
undum trjáplantna og lögðu
þannig sitt af mörkum til að
rækta landið okkar. Þau hjónin
voru miklir hestamenn og í
sveitinni fengu hestarnir góða
aðstöðu og þau gátu sinnt sín-
um áhugamálum.
Bróðir minn og mágur var
mikill og stór persónuleiki og
hvar sem hann kom var tekið
eftir honum. Hann hafði sterk-
ar skoðanir og hafði yndi af
rökræðum. Hann skemmti sér
manna mest með því að koma
með rök sem enginn annar
hafði séð á hlutunum. Hann var
góður vinur, hjartahlýr, sann-
gjarn og umburðarlyndur sem
við kveðjum nú með miklum
söknuði í hjarta en þökkum fyr-
ir allar stundirnar, allar um-
ræðurnar og alla vinsemdina.
Við sendum Heiðu, dætrunum,
tengdasonum og barnabörnun-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi algóður Guð
vernda þau.
Hvíldu í friði elsku bróðir og
mágur,
Brynjar og Anna Margrét.
Góður vinur, mágur og svili
er látinn. Skyndilegt fráfall
okkar kæra Ásgeirs fær okkur
vissulega til að velta fyrir okk-
ur tilverunni. Hraustur, glaður
og frábær maður er skyndilega
allur. Það er sennilega víst að
það eina sem er öruggt er bara
andartakið núna.
Ásgeir var sterkur persónu-
leiki, ákveðinn maður og
skemmtilegur en umfram allt
ástkær og styðjandi eiginmaður
og faðir.
Hann var sannur Þingeying-
ur, hafði sterkar skoðanir og
kunni vel við að taka umræðu-
slaginn um menn og málefni.
Honum lá hátt rómur, var góð-
ur sögumaður og hafði gaman
af góðum félagsskap. Hvert
sem Ásgeir fór á mannamót
fylgdi honum gustur hins glað-
væra manns. Hann var einstak-
lega hjálpsamur og greiðvikinn
við vini og vandamenn. Hann
vildi öllum vel.
Ásgeir eignaðist fimm dætur.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með hve styðjandi hann var
við dætur sínar og fékk í stað-
inn þakklæti frá yndislegum
pabbastelpum. Samband þeirra
var einstaklega fallegt og
grundvallaðist á kærleika og
virðingu. Missir dætranna er
mikill en ég veit að þær eiga
eftir að hugga og styðja hver
aðra og Heiðu um ókomin ár.
Ásgeir og Heiða voru afar
samrýnd hjón og góðir vinir.
Þau studdu og hvöttu hvort
annað í því sem þau tóku sér
fyrir hendur. Ásgeir var alltaf
boðinn og búinn að snúast í
kringum hestamennsku Heiðu
og hvatti hana og hrósaði henni
fyrir góð afrek. Heiða hefur
ekki einungis misst elskulegan
eiginmann heldur jafnframt
sinn besta vin. Hún þarf á
stuðningi okkar allra að halda.
Athvarfið hans var sumar-
húsið og landareignin á Ásvöll-
um, á Stóru-Ásvöllum eins og
hann sagði þegar hann var í
stuði. Þar tók hann til hendinni
og var kominn á fullt í skóg-
rækt og aðra uppgræðslu
landsins. Hans bestu stundir
voru að rölta um landið sitt í
gömlu úlpunni og stígvélunum,
með naglbít í annarri, spark-
andi í hrossaskítshrauka til að
dreifa áburðinum sem víðast.
Þarna var hann kóngurinn í
ríki sínu innan um stóðið sitt,
trén sín og hraunhólana sem
gáfu honum svo mikla gleði.
Það var alltaf jafn gaman að
heimsækja Ásgeir og Heiðu að
Ásvöllum, hvort sem var að
skreppa í reiðtúr eða ræða
landsins gagn og nauðsynjar
yfir góðum mat og eðaldrykkj-
um.
Við ferðuðumst töluvert sam-
an innan lands sem utan. Glað-
værð og hressandi framkoma
Ásgeirs gerði allar þessar ferð-
ir sérstaklega skemmtilegar og
eftirminnilegar, fyrir það ber
að þakka.
Það var sérlega ánægjulegt
og gefandi að fá að kynnast Ás-
geiri, jákvæðni hans og glað-
legt lundarfar lýsti upp til-
veruna. Hafðu þökk fyrir allar
góðu stundirnar, kæri vinur.
Missir Heiðu, dætranna og
allra í fjölskyldunni er mikill.
Harmurinn er þungur nú í
dimmasta skammdeginu. En
huggun harmi gegn eigum við
góðar og ljúfar minningar um
Ásgeir sem við öll okkar, hvert
á sinn hátt varðveitum í hug-
skoti okkar.
Um leið og við sendum
Heiðu, dætrunum og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur, þá
biðjum við góðan Guð að blessa
minningu Ásgeirs vinar okkar.
Þóra og Ragnar.
Ásgeir Páll
Sigtryggsson
Fleiri minningargreinar
um Ásgeir Pál Sigtryggs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.