Morgunblaðið - 17.12.2018, Qupperneq 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
DRIFSKÖFT
LAGFÆRUM – SMÍÐUM
JAFNVÆGISSTILLUM
OG SELJUM NÝ
Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða
Mynd um Matthías Johannessen frumsýnd
Glöð Ásdís Egilsdóttir, Ásdís Ásmundardóttir og Helgi E. Helgason.
Framleiðendur myndarinnar Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur
Sveinsson á frumsýningu heimildarmyndarinnar um Matthías í Háskólabíói.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hafsteinn Þórólfsson er aldeilis með
mörg járn í eldinum um þessar
mundir. Í sumar útsetti hann „Sofðu
unga ástin mín“ fyrir kammerkórinn
Cantoque Ensemble og hann vinnur
núna að því að útsetja djassplötu
Kasper Staube-djasstríósins fyrir
raddir auk þess að undirbúa upp-
töku á mjög svo óvenjulegu tónverki
í leynihelli í Bláfjöllum. Á sunnudag
lauk síðan tveggja ára verkefni Haf-
steins fyrir Mariehøj-kirkju í Silke-
borg í Danmörku með flutningi tíu
tónverka sem hann samdi fyrir aft-
ansöng á jólum.
Áður en haldið er til Silkeborg er
ágætt að rifja upp feril Hafsteins til
þessa: Í tæp tuttugu ár hefur hann
starfað sem söngvari og árið 2005
lauk hann meistaranámi í söng frá
Guildhall í London. Árið 2011 lauk
Hafsteinn gráðu í tónsmíðum frá
LHÍ og í framhaldinu útskrifaðist
hann með meistaragráðu í tón- og
lagasmíðum frá Árósaháskóla 2013.
Hafsteinn frumflutti íslensku útgáf-
una af „Ég er eins og ég er“ á Hin-
segin dögum 2003 og hefur að jafn-
aði flutt lagið á annarri hverri hátíð
síðan þá. Hann lenti líka í 3. sæti í
forkeppni Eurovision 2007 með lagið
„Þú tryllir mig“ og var einn af bak-
raddasöngvurum Gretu Salóme í
Evróvisjónkeppninni í Svíþjóð 2016.
Þá var Hafsteinn tilnefndur til ís-
lensku tónlistarverðlaunanna á síð-
asta ári fyrir flutning ársins fyrir
einsöng sinn á tónleikum Ægisifjar.
Svo er hann nýfluttur til Eyrar-
bakka með manni sínum: „Það var
annaðhvort að búa á heimaslóðum
hans í stóru einbýlishúsi eða vera í
agnarsmárri kytru í Reykjavík,“
segir Hafsteinn. „Ég játa að ég
kveið því svolítið að taka þetta
stökk, því ég hef aldrei búið í
smærra þorpi en Reykjavík, en þeg-
ar á hólminn var komið reyndist fara
mjög vel um okkur á Eyrarbakka og
góður staður fyrir listamann að búa
– þótt ég nái kannski ekki að sækja
alveg jafn marga tónleika og áður.“
Messa á enska vísu
Verkefnið fyrir Mariehøj-kirkju
bar þannig til að á lokaári námsins í
Árósum samdi Hafsteinn sex laga
flokk fyrir dönsku hljómsveitina
Tirilil sem samanstendur af þremur
sópransöngkonum og orgelleikara.
„Þau fluttu þennan flokk víðsvegar
um Danmörku og þar á meðal í þess-
ari kirkju í Silkeborg. Bæði org-
anista og kórstjóra kirkjunnar þóttu
tónsmíðarnar áhugaverðar og báðu
mig að semja fyrir sig verk í tilefni
af 60 ára afmæli kirkjunnar og 25
ára afmæli Evensong-jólamessu
sem þar er fastur liður,“ útskýrir
Hafsteinn.
Messan sem um ræðir fer fram
með svipuðum hætti og aftansöngur
á jólum hjá ensku biskupakirkjunni
og þykir mörgum ákaflega fallegt
messuform. „Ég játa að ég þekkti
ekki þessa hefð fyrr en þau höfðu
samband við mig þarna í Danmörku,
en messan fer þannig fram að lesnir
eru valdir kaflar úr Biblíunni, allt
frá sköpun mannsins fram til fæð-
ingar Jesú í Betlehem og inn á milli
sungin lög eða sálmar,“ segir Haf-
steinn.
Vill flytja á Íslandi að ári liðnu
Ekki var nóg með að Hafsteinn
þyrfti að semja samtals tíu stutt
verk heldur þurftu bæði lag og texti
að hæfa yfirbragði messunnar og
ekki vera of krefjandi í flutningi.
„Það kom sér vel fyrir mig í þessu
verkefni að búa að mikilli reynslu
sem einsöngvari og kórsöngvari því
hjá kirkjunni er annars vegar
barnakór með frekar ungum börn-
um og síðan fullorðinskór sem
samanstendur aðallega af ungmenn-
Íslensk tónskáld bæði hæfileikarík
Upplifun „Dreymdi mig að ég væri
látin kona og hvíldi í kistu minni en
væri vakin upp af jarðskjálfta svo
ég ákveð að stíga upp úr gröfinni
sem draugur og skoða landslagið,“
segir Hafsteinn um magnaðan
draum sem varð innblásturinn að
næsta stóra tónlistarverkefni hans.
Tíu tónverk eftir Hafstein Þórólfs-
son voru frumflutt á hátíðarmessu
Mariehøj-kirkju í Danmörku