Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Gleðilega hátíð
Bez
t á k
alkúninn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er margt sem freistar í heiminum
og þar er líka margt að varast. Leitaðu eftir
hverju tækifæri til að launa góðmennsku sem
þér hefur verið sýnd.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vilt endilega ná tökum á fjármál-
unum á næstunni og verður pirruð/aður ef
það tekst ekki. Velgengni þín getur virkað
sem ógn fyrir aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þegar þú gerir þér grein fyrir hvað
þú vilt ekki, þá ertu rokin/n. Gættu þess að
hafa fólk í kringum þig sem fyllir þig andagift.
Maður á ekki að umgangast þá sem hafa
slæm á áhrif á mann.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fleygðu frá þér öllum neikvæðum
hugsunum þess efnis að þú ráðir ekki við þau
verkefni, sem þér eru falin. Hugmynd sem
makinn fær er alveg út úr kú.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu viðbúin/n því að tölvur eða annar
búnaður bili í dag. Ráðstefnur, fundir og sam-
ræður við aðra einkennast af hressleika,
bjartsýni og jákvæðni. Þú blómstrar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu ekki að slá ryki í augu annarra
ef mál taka óvænta stefnu. Loksins hefurðu
slitið barnsskónum og tekur einhverja
ábyrgð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinsældir þínar hafa sjaldan verið meiri
og ekki er laust við að þú njótir þess að baða
þig í sviðsljósinu. Taktu í taumana ef það
stefnir í óefni heima við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu metnaðarfulla drauma
þína með þér inn í framtíðina. Vertu stöðugt á
tánum, þannig geturðu brugðist hratt við. Þú
nærð lendingu í erfiðu máli.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú nýtur þess að vera í hópi
góðra vina í dag. Láttu það eftir þér að stinga
af frá öllu saman í einn eða tvo daga ef þú
mögulega getur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gerir upp við þig hverjir eru
raunverulegir vinir og hverjir ekki. Treystu
innsæi þínu í sambandi við nýjan ástvin. Ekki
er allt gull sem glóir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur lengi stefnt að því að það
verk, sem þú hefur unnið að, hljóti góðar
undirtektir. Þú hefur aldrei farið í manngrein-
arálit, það kunna yfirmenn að meta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú færð stöðuhækkun og lætur aðra
njóta þess með þér. Einhver skellir á þig
skuldinni í viðkvæmu máli, en þú veist að þú
ert með hreinan skjöld.
Þegar ég settist niður til aðskrifa Vísnahorn greip ég bók-
ina „Heiman ég fór“. Móðurbróðir
minn Sveinn Benediktsson gaf mér
hana. Bókin er skilgreind sem vasa-
lesbók en efni hennar völdu Gísli
Gestsson, Páll Jónsson og Snorri
Hjartarson. Í formála segir Snorri
m.a. að á ferðalögum sé gott að
hafa við höndina í lítilli bók nokkuð
af því, sem fegurst hefur verið
skrifað og ort á íslensku máli.
Og nú opnast bókin á bls. 31. Þar
er staka efst úr Pontusrímum eftir
Magnús prúða:
Þegar að sólin harmi hratt
hryggð af öllum skepnum datt,
lifandi dýrin léku glatt,
laufið út á blómi spratt.
Og síðan eftir Stefán frá Hvíta-
dal:
Langt til veggja – heiði hátt.
Hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt
mundi ég leggjast út á vorin.
Úr gátum Gestumblinda stendur:
Heiman ég fór,
heiman ég för gerði,
sá ég á veg vega;
vegur var undir
og vegur yfir
og vegur á alla vegu.
Jónas Hallgrímsson orti og er
dýrt kveðið!
Markaði ljótum eg var á,
arkaði blótum meður,
sparkaði grjótum stinnt með stjá,
slarkaði fótum til og frá!
Jón lærði kvað:
Væri eg einn sauðurinn í hlíðum,
skyldi ég renna í Áradal,
forða hríðum,
forða mér við hríðum.
Hér er Guðmundur Friðjónsson á
Sandi líkur sjálfum sér eins og hann
er bestur:
Veit ég vonarskarð
vera í fjöllum –
Braga blá-fjöllum,
beint í austri,
móti morgunsól, –
margra rasta,
ótal einstiga
undraskarð.
Alltaf er gott að rifja upp þjóð-
vísur:
„Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
Gakktu við sjó og sittu við eld“,
svo kvað völvan forðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gott er að grípa í
„Heiman ég fór“
„HANN ER ALGER NÍSKUPÚKI. ÉG VIL RÁÐA
LEIGUMORÐINGJA TIL AÐ DREPA HANN –
HANN VILL FREKAR GERA ÞAÐ SJÁLFUR.”
„ÁGÆTI KVIÐDÓMUR, VINSAMLEGAST
HUNDSIÐ ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI RÉTT ÁÐAN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera ánægð saman
í eigin hjúpi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BANK! BANK! BANK! BANK! BANK! BANK!
OG Á ÞENNAN
HÁTT HÖLDUM
VIÐ Í HEIÐRI
LANGTÍMA
JÓLAHEFÐ JÓNS
AÐ SKREYTA OG
SKEMMA
ARRG! NAGLINN
ER BEYGLAÐUR!
OHHH! GAT
Á VEGGNUM!
ÁI! FLÍS Í
AUGANU!
KONAN MÍN ER ALLT
OF FUNDVÍS!
HVERNIG Í
ÓSKÖPUNUM MÁ
ÞAÐ VERA?
HÚN FINNUR MEIRA AÐ VIÐ MIG EN ÉG
KÆRI MIG UM!
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
Deila má um ágæti sanngirnisbótasem fólk sem forðum var vistað á
Kópavogshælinu eða sambærilegum
stofnunum hefur fengið greiddar.
Vissulega eru greiðslurnar ákveðin
staðfesting á því að rangt hafi verið
haft við í umönnun allri en höfum
samt í huga að peningar græða ekki
sár eða andlegar þjáningar. Sál-
fræðiaðstoð fólkinu til handa eða
annar andlegur stuðningur, greiddur
af opinberum aðilum, hefði verið
besta hjálpin þessu fólki til handa.
Með fyrrgreindum bótagreiðslum
hefur þó hins vegar verið gefið for-
dæmi og margir geta því vænst þess
að fá greiðslu fyrir illa meðferð.
Grunnskólarnir eiga að vera griða-
staður barna sem komin á fullorðins-
aldur greina sum hver frá einelti sem
þau urðu þar fyrir af hálfu skóla-
systkina og stundum kennara. Hug-
ur Víkverja er hjá því fólki, sem get-
ur sennilega lítils vænst.
x x x
Í pistli á vef AkureyrarblaðsinsVikudags segir Björn Snæbjörns-
son, formaður Einingar-Iðju, að tæp-
lega 40% aðspurðra í könnun félags-
ins hafi frestað því síðasta árið að
fara til tannlæknis vegna kostnaðar.
Margir hafi sömuleiðis frestað lækn-
isferðum og lyfjakaupum af sömu
ástæður. Þetta telur verkalýðs-
leiðtoginn kalla á að opinbera heil-
brigðiskerfið verði styrkt, þó skýr-
ingin geti að mati Víkverja verið
meint okur tannlækna og lyfsala.
Auknar niðurgreiðslur úr opinberum
sjóðum taka ekki á rót vandans.
x x x
Nú um miðjan desember er sígiltað fjölmiðlar birti myndríkar
frásagnir um fallegar jólaskreyt-
ingar sem eru við hús víða í borg og
bæjum. Litadýrð þessi pirrar ein-
staka fólk, sem finnst dýrðin komin
úr hófi. Í Morgunblaðinu sl. fimmtu-
dag sagði síðan frá því að þess væri
dæmi að arkitektar ömuðust við
skreytingum í húsum sem þeir hafa
teiknað, enda spilli þær sköp-
unarverki þeirra. Slík afstaða finnst
Víkverja vera hallærisleg, því nú
þegar heimsskautamyrkrið vokir yfir
Íslandi nánast allan sólarhringinn
veitir okkur ekkert af sem mestri
birtu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Þannig skuluð og þið álíta sjálf ykkur
vera dáin frá syndinni en lifandi Guði
í Kristi Jesú.
(Rómverjabréfið 6.11)