Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin,
EFA, voru afhent í Sevilla á Spáni í
31. sinn í fyrrakvöld, 15. desember og
voru tveir Íslendingar á meðal til-
nefndra að þessu sinni, Sverrir
Guðnason sem hlaut tilnefningu sem
besti leikari fyrir túlkun sína á tenn-
isstjörnunni Björn Borg í Borg/
McEnroe og Halldóra Geirharðs-
dóttir sem var tilnefnd sem besta
leikkona fyrir túlkun sína á bar-
áttukonunni Höllu í kvikmynd Bene-
dikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
Hvorugt hlaut verðlaun en tilnefn-
ingin engu að síður mikill heiður.
Mesta spennan ríkti að vanda um
hvaða leikna kvikmynd hlyti verð-
launin sem sú besta og voru fimm
kvikmyndir tilnefndar: sænska
myndin Gräns eða Mæri á íslensku;
hollenska myndin Girl, Stúlka; ítalska
myndin Dogman, Hundamaðurinn;
pólska myndin Zimna wojna eða Kalt
stríð og ítalska myndin Lazzaro fe-
lice, Lasarus hinn glaði. Sú síðast-
nefnda hlaut kvikmyndaverðlaun evr-
ópskra háskóla, EUFA. Allar
kvikmyndirnar þóttu sigurstrangleg-
ar en þó sérstaklega Kalt stríð, eftir
því sem blaðamaður komst næst þeg-
ar rætt var við evrópska kollega sem
fylgdust með og fjölluðu um verð-
launin.
Vegna mikils fjölda verðlauna hafði
þegar verið tilkynnt um nokkur
þeirra fyrir hátíðina auk þess sem
tveir leikarar og einn leikstjóri
skyldu heiðraðir sérstaklega: Eng-
lendingurinn Ralph Fiennes fyrir
framlag sitt til evrópskrar kvik-
myndalistar, gríski leikstjórinn
Costa-Gavras sem hlaut sérstök heið-
ursverðlaun Evrópsku kvikmynda-
akademíunnar og leikkonan Carmen
Maura sem var heiðruð fyrir ævi-
starfið en hún er ein þekktasta og
virtasta leikkona Spánar.
Palma í stuði
Eins og við mátti búast hófst verð-
launahátíðin með flamenkódansi og
-tónlistarflutningi, annað hefði líklega
þótt undarlegt í hinni erkispænsku og
undurfögru Sevilla þar sem tapasbar-
ir eru á hverju horni og fólk brestur í
söng og dans af minnsta tilefni.
Spænska kvikmyndastjarnan Rossy
de Palma stal senunni af þokkafullum
karldansara strax í upphafi athafn-
arinnar, steig flamenkódans af mikilli
ástríðu og minnti meira á sirk-
usstjóra en kynni á sviðinu, slíkur var
ákafinn. Af viðbrögðum gesta að
dæma lagðist spaug Palma misjafn-
lega í fólk, sumir voru sem stein-
runnir en aðrir hlógu innilega. Og það
átti við um kvöldið í heild, margir
brandarar fóru fyrir ofan garð og
neðan en sem betur fer var oftar en
ekki hlegið.
Í flokkum bestu leikara og leik-
kvenna var samkeppnin hörð og erfitt
að spá fyrir um úrslitin. Þótti Victor
Polster þó einna sigurstranglegastur
fyrir túlkun sína á stúlku í líkama
drengs í Girl . Það var hins vegar
Marcello Fonte sem hreppti verð-
launin fyrir leik sinn í Dogman og
hélt hann þakkarræðu á ítölsku sem
enginn skildi nema þeir sem tala
ítölsku. Þeir sem skildu ræðuna hlógu
mikið en ekki fer neinum sögum af
því hvað Fonte var að segja.
Sérstök verðlaun samtaka kvik-
myndagagnrýnenda, FIPRESCI,
European Discovery eða evrópsk
uppgötvun, hlaut kvikmyndin Girl og
klöppuðu þá fjölmiðlamenn, aug-
ljóslega sáttir við valið og 16 ára aðal-
leikari myndarinnar, Victor Polster,
brosti breitt. Og talandi um káta fjöl-
miðlamenn þá urðu þeir býsna hissa
og enn kátari þegar Marcello Fonte
birtist allt í einu með verðlaunastytt-
una sína í fjölmiðlasalnum, settist nið-
ur og fór að rabba við viðstadda. Sló
þetta fólk út af laginu, margir ruku til
og tóku myndir og gleymdu um stund
að fylgjast með verðlaunaafhending-
unni. Fonte lét sig fljótlega hverfa og
gátu fjölmiðlamenn og -konur þá aft-
ur einbeitt sér að hátíðinni.
Kulig sú besta
Og þá voru það verðlaunin fyrir
bestu leikkonu. Halldóra virkaði
pollróleg þegar myndavélin beindist
að henni og sagt var frá hlutverki
hennar í Kona fer í stríð. Var sam-
keppnin mjög hörð í þessum verð-
launaflokki, jafnvel harðari en í flokki
leikara. Þegar búið var að greina frá
öllum tilnefningum stökk flamenkó-
dansarinn þokkafulli upp á borð á
sviðinu og steig villtan dans í dágóða
stund. Gestir og sjónvarpsáhorfendur
áttu greinilega ekki að gleyma því
hvar hátíðin væri haldin. Verðlaunin
hlaut Joanna Kulig fyrir leik sinn í
Köldu stríði en hún gat ekki tekið við
þeim þar sem hún var við störf í öðru
landi.
Besta gamanmynd Evrópu að
þessu sinni var Death of Stalin, Dauði
Stalíns, og kom það fáum á óvart því
myndin hefur hvarvetna hlotið mikið
lof.
Carmen Maura felldi tár þegar far-
ið var fögrum orðum um leiklistar-
hæfileika hennar og mikilvægi fyrir
spænska kvikmyndagerð. Wenders
hélt ræðu á spænsku og sagðist vera
maður á barmi taugaáfalls, vísaði
með því í eina þekktustu kvikmynd
Pedro Almodóvar, Konur á barmi
taugaáfalls, sem Maura lék í á sínum
tíma og fór á kostum. „Ég tala ensku
mjög illa,“ sagði Maura eftir að hafa
óvart skipt yfir í móðurmálið. „Enska
er ekki í líkama mínum,“ bætti hún
við og var þá skellihlegið í salnum. Í
geðshræringu sinni skipti Maura í sí-
fellu úr ensku yfir í spænsku og meira
að segja frönsku og steig svo undir
lokin dans við þokkafulla flamenkód-
ansarann, Andrés Marín.
Hin eftirsóttu verðlaun besti leik-
stjóri Evrópu hlaut Pawel Pawli-
kowski fyrir Kalt stríð og var þá orðið
ljóst að kvikmyndin væri sú sigursæl-
asta á hátíðnni. Verðlaun fyrir bestu
heimildarmynd hlaut sænska kvik-
myndagerðarkonan Jane Magnusson
fyrir Bergman – ett år, ett liv sem
fjallar um Ingmar Bergman og þriðji
og síðasti heiðursverðlaunahafi
kvöldsins, Ralph Fiennes, sjálfur
Voldemort, hélt svo innblásna ræðu
þar sem sundrung í Evrópu kom m.a.
við sögu.
Og besta kvikmyndin er …
Rúsínan í pylsuendanum var besta
kvikmynd Evrópu og hlaut enski leik-
arinn Chiwetel Ejiofor þann heiður
að kynna verðlaunin. Sagði hann evr-
ópskar kvikmyndir ekki þekktar fyrir
hamingjuríkan endi og var dátt hleg-
ið að þeim ummælum. Kalt stríð var
það að lokum, besta evrópska kvik-
myndin 2018 og kom það fáum á
óvart. Fimm verðlaun komin í hús og
pólskur sigur að þessu sinni.
Flamenkódans og Kalt stríð
Pólska kvikmyndin Zimna wojna, Kalt stríð, hlaut flest verðlaun á Evrópsku kvikmyndaverðlaun-
unum, fimm alls Sverrir og Halldóra tilnefnd Fiennes, Gavras og Maura heiðruð fyrir störf sín
AFP
Gleði Pólski leikstjórinn Pawel Pawlikowski hafði ástæðu til að gleðjast í Sevilla í fyrrakvöld. Hér sést hann með
framleiðanda Kalds stríðs, Ewu Puszczynska, eftir að tilkynnt var að myndin hefði hlotið verðlaun sem sú besta.
Tárvot Carmen Maura grét og skipti milli tungumála þegar hún var heiðruð
fyrir ævistarfið. Wim Wenders kynnti hana á svið og bar glæsilegan hatt.
Heiðraður Ralph Fiennes hlaut heiðursverðlaun fyrir störf sín.
ICQC 2018-20
Meira til skiptanna