Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsmenn Jöfurs. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vonir standa til þess hjá forsvars- mönnum Flugfélagsins Ernis að taka inn aðra Dornier 328-100- flugvél snemma næsta sumar. Félagið fékk í rekstur sinn vél þessarar gerðar nú í sumar sem á aðventunni fór í fyrstu ferð- irnar; það er áætlunarflug til Húsavíkur, Hafnar og Vestmannaeyja. Byrjar svo í Bíldudalsflugi strax á nýju ári. Flugvélin sem er árgerð 1998 hefur reynst í alla staði vel. Hún kemst fljótt í flughæð, notar stutta braut og er hraðfleyg; aðeins 37 mínútur til Húsavíkur og korter til Eyja. Breyta þarf flotanum Í dag er Ernir með fjórar skrúfuþotur af gerðinni Jet Stream í útgerð sinni, en Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, seg- ir að nú þurfi að stokka spilin. Óhentugt sé til dæmis vegna þjálf- unar áhafna, skoðana, viðhalds og annars tilfallandi að vera með að- eins eina vél af ákveðinni tegund í útgerð. Meira þurfi til. „Tvær vélar af sömu gerð bakka hvor aðra upp, til dæmis þegar önnur þarf í stórskoðun sem tekur kannski 4-6 mánuði. Við höfum verið í sambandi við flugrekanda erlendis sem getur látið okkur í té aðra Dornier-vél. Það er góðar lík- ur á að við tökum hana, enda bjóð- ast góð kjör. Hugsanlega myndum við þá fækka Jet Stream- vélunum,“ segir Hörður. Sinnum ólíkum verkefnum Vélar af gerðinni Dornier 328- 100 taka 32 farþega og Jet Stream er átján manna. Þessar ólíku stærðir segir Hörður henta vel fyrir þau verkefni sem Ernir hefur með höndum, en auk fyrrgreindra áfangastaða flýgur félagið norður á Gjögur á Ströndum einu sinni til tvisvar í viku. Til Bíldudals er flog- ið frá Reykjavík fimm daga í viku og allt að daglega til Húsavíkur og Eyja, stundum tvær ferðir á dag. „Verkefnin sem við sinnum eru ólík og því væri gott að hafa vélar af að minnsta kosti tveimur stærð- um,“ segir Hörður. „Auk áætl- unarflugsins, þar sem við erum að flytja um 50 þúsund farþega á ári, hafa verið talsverð umsvif hjá okk- ur í leiguflugi með ferðafólki og alltaf öðru hvoru förum við í sjúkraflug þar sem fólk þarf með hraði til nágrannalandanna í líf- færaskipti. Allt eru þetta molar sem þó líka eru brauð. Á þessu byggist starfsemi Ernis og því að við erum sveigjanleg. Aðstæður í flugrekstri eru síbreytilegar og þeim verður að mæta strax.“ Miklar álögur Sem kunnugt er skilaði starfs- hópur á vegum samgönguráðherra nýlega tillögum þar sem gert er ráð fyrir niðurgreiðslu á flugfar- gjöldum fólks sem býr í 200-300 km akstursfjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu. Myndi fólk sem á þessum slóðum býr fá 50% niður- greiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó mest fjórar ferðir fram og til baka. Nefndin gerir einnig tillögu um breytingar á til dæmis rekstri flugvalla landsins. Hugmyndir þessar segir Hörður Guðmundsson vera áhugaverðar, þó að nákvæm útfærsla þeirra liggi ekki fyrir. Ef vel takist verði flugið með þessu orðið valkostur fyrir fleiri og farþegum geti fjölg- að. Niðurgreiðsla á öðrum sam- göngukostum hér á landi sé líka alsiða, svo sem strætisvagnaferðir og ferjusiglingar. Rök séu því fyrir að flugið megi styrkja af opinberu fé, enda séu það almennings- samgöngur. „Þetta þarf allt að skoðast í stóru samhengi. Álögur á flugið eru miklar, svo sem yfirflugs- og lendingargjöld, kolefnisgjöld, elds- neytisskattar, farþegagjöld og svo mætti áfram telja. Alls greiðir Ernir á ári hverju í skatta og gjöld til ríkisins, ríkisfyrirtækja og eftir- litsstofnana um 350 milljónir króna á ári,“ segir Hörður. Hann tiltekur að í dag njóti flug Ernis á Bíldu- dal, Gjögurs og til Hafnar stuðn- ings frá ríkinu, sem geri þá þjón- ustu mögulega. Eyjaflug á mörkunum En hvernig nýtir fólk sér annars flugið? Er farþegafjöldinn sá að flugið beri sig? „Sitt hvorum megin við helg- arnar er oft talsvert af farþegum. Svo dettur þetta gjarnan niður í miðri viku, sem breytir samt ekki því að við fljúgum og höldum áætl- un. Jafnvel þótt ferðin sé með tapi. Vegna veðurs, svo sem þoku og misvinda, er líka oft ófært til Eyja og alveg á mörkum að flug þangað sé raunhæft eða borgi sig,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, að síðustu. Flogið til Eyja á 15 mínútum  Ný Dornier-vél Ernis reynist vel  Öflug í innanlandsfluginu  Hraðfleyg og þarf ekki langar flugbrautir  Nýrri vél hugsanlega bætt við fljótlega  Aðstæður í flugrekstri eru síbreytilegar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Áhöfn Frá vinstri talið: Þráinn Hafsteinsson flugstjóri, Unnur Guðný María Gunnarsdóttir flugfreyja og Andreas Zingg, þjálfunarflugstjóri frá Austurríki, sem hefur verið Ernisfólki til halds og trausts að undanförnu. Hörður Guðmundsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjaflug Dornier-vélin TF ORI og svipsterkt Helgafellið í baksýn. „Ég sé ekki fyrir mér að við förum neitt að herja á nýja áfangastaði eða fara í sam- keppni við þá sem fyrir eru. Við höldum okkar striki en reynum frekar að skapa okkur nýverkefni,“ segir Hörður sem hefur lifað og hrærst í fluginu síðan á unglingsárum. Erni stofnaði hann með sínu fólkið árið 1969 og þá var heima- höfnin á Ísafirði. Var farþega- og póstflug í sjávarplássin vestra þá hryggurinn í starf- seminni sem varði til 1995. Þá var hún lögð í dvala en sett aftur á fót 2003, þá með heimahöfn í Reykjavík. „Rætur Ernis eru á Vest- fjörðum og í þjónustu út um land. Um daginn var ég spurð- ur að því hvort gefa ætti Dor- niernum nafn sem verður auð- vitað gert. Og með vísan til upprunans er vel við hæfi að velja vélinni fallegt vestfirsk nafn, til dæmis staðarheiti, og þar er af nægu að taka,“ segir Hörður að síðustu. Sköpum okk- ur ný verk- efni í fluginu RÆTUR Á VESTFJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.