Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 11

Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Ath! Lokað í dag 27. des. Gleðilegt ár Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækj- anna stóðu víða vaktina á aðfangadag, jóladag og í gær, annan í jólum. Hjá Kynnisferðum, líkt og mörgum rútu- fyrirtækjanna, var þjónustan nokkuð hefðbundin þrátt fyrir jól. „Það hefur gengið afskaplega vel þessi jólin og töluvert verið að gera,“ segir Jóhanna Hreiðarsdóttir, rekstr- arstjóri þjónustu og ferða Kynnis- ferða. Hún segir að fyrirtækið hafi boðið upp á Gullna hringinn, Suður- ströndina og aðrar vinsælar leiðir öll jólin, en eitthvað af lengri ferðum hafi staðið til boða á aðfangadag auk síð- ustu ferðar dagsins í Gullna hringinn. „Við reynum að stilla þetta þannig af að fólkið okkar komist heim í mat með fjölskyldum sínum,“ segir Jóhanna. Á jóladag fór fyrirtækið með 500 manns í norðurljósaferð en ekki var farið í gær vegna slæmra veðurskilyrða. Í Bláa lóninu var einnig opið eins og undanfarin ár yfir jól og gátu ferða- menn tekið jólabaðið í lóninu. „Það er búið að vera vel bókað hjá okkur eins og almennt yfir hátíðarnar síðustu ár,“ segir Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Við finn- um fyrir afslöppuðu og góðu and- rúmslofti. Fólk er í auknum mæli að njóta daganna hjá okkur, bæði lónsins og annarrar þjónustu hjá okkur.“ Jólaböð og norð- urljós á jólunum  Ferðamenn sóttu þjónustu um jólin Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðir Ferðamenn skoðuðu ýmist náttúruna eða slöppuðu af um jólin. Um 400 hlaupagarpar tóku þátt í árlegu Kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sem fram fór í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins í gær. Hlaupið hófst við Seltjarnar- neskirkju og þaðan fóru hlauparar fjórtán kílómetra leið fram hjá þrettán kirkjum. „Við fórum að æfa þennan dag og hlaupa til að safna kirkjum, reyna að hlaupa framhjá fleiri og fleiri kirkjum og þetta fór út í slíkar öfg- ar að menn voru farnir að hlaupa alltof langt,“ sagði Ólafur Örn Svansson, formaður Trimmklúbbs- ins, í samtali við mbl.is í gær. „Það er frjáls aðferð og sumir hafa þá hefð að þeir verði að snerta hurðina á hverri einustu kirkju á meðan aðrir láta sér nægja að hlaupa þessa vegalengd og sjá kirkjurnar,“ sagði Ólafur en engin tímataka er í hlaupinu og hlaup- arar stoppuðu við hverja kirkju. Hlupu milli kirkna  Um 400 tóku þátt í árlegu Kirkjuhlaupi Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólahlaup Hlaupið var framhjá Fríkirkjunni við Reykjavíkurtjörn. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þeir hefðu átt að vera búnir að þessu fyrir löngu,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., um ákvörðun Japana um að segja sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu (IWC). Hann telur ekki að ákvörðunin muni hafa áhrif á hvalveiðar hér á landi. Kristján segir sjaldgæft að Japanir segi sig úr al- þjóðasamtökum og að nánast hafi verið talið vonlaust að þeir segðu sig úr hvalveiðiráðinu. En pólitíkin hef- ur tekið yfir. Þeir ætla ekki að láta ráðið berja á sér lengur,“ segir Kristján, en þrjá fjórðu atkvæða þarf til þess að breyta samþykktum ráðsins. Japanir hafa ítrekað reynt að fá samþykkt að þeir fái að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni, án árangurs. „Þessar vísindaveiðar sem þeir hafa stundað í Suður-Íshafi kosta svakalegar upphæðir. Þeir hafa verið að þessu í þrjátíu ár en ætla núna að veiða innan 200 mílnanna eins og Ísland gerir,“ segir Kristján. Japan er eini markaðurinn fyrir íslenskt hvalkjöt, utan innanlandsmarkaðar, en Kristján tel- ur ekki líklegt að ákvörðun Japana hafi áhrif á út- flutning íslensks hvalkjöts. „Það er frjáls verslun með þetta og magnið sem þeir munu veiða tel ég ekki nein ósköp.“ Spurður hvort þetta muni hafa einhver áhrif á starfsemi Hvals hf. segir Kristján svo ekki vera. Hefðu átt að fara fyrir löngu Morgunblaðið/Ómar Hvalveiðar Kristján Loftsson fagnar úrsögn Japans úr Alþjóðahval- veiðiráðinu. Hann telur ólíklegt að hún hafi einhver áhrif hér á landi.  Japan úr Alþjóðahvalveiðiráðinu  Ekki áhrif hér á landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.