Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu barst tilkynning um sexleytið í
gærmorgun um eld í sumarhúsi í
Sléttuhlíð við Kaldárselsveg í
Hafnarfirði. Húsið var alelda og
að hruni komið er slökkvilið kom
á vettvang.
Að sögn vaktstjóra hjá slökkvi-
liðinu er ekki vitað til þess að
neinn hafi verið í húsinu, en það
var fólk í nærliggjandi sumarhúsi
sem tilkynnti um eldinn.
Fyrsta tilkynning um eldinn var
að það logaði í skúr á staðnum, en
er á vettvang var komið reyndist
eldurinn hins vegar í um 50 fer-
metra sumarhúsi, sem nú er
hrunið.
Einn dælubíll vann að því í gær
að slökkva í glæðunum og sagði
vaktstjóri bárujárn liggja yfir
brunarústunum sem hefði gert
slökkviliðsmönnum erfiðara um
vik að slökkva eldinn að fullu.
Sumarbústaður brann við Kaldárselsveg
Margrét Þóra Þórsdóttir
Alexander Gunnar Kristjánsson
Gott skíðafæri er í Hlíðarfjalli og
margir nýttu tækifærið í gær, á öðr-
um degi jóla, til að koma blóðinu á
hreyfingu. Skíðasvæðið hefur verið
opið frá því á fimmtudag og aðsókn
með ágætum.
„Það hefur verið alveg þokkaleg
umferð hingað til og greinilegt að
fólki þykir gott að hafa þennan val-
kost þegar kemur að útiveru,“ sagði-
Ásdís Sigurðardóttir, rekstrarstjóri
hjá Hlíðarfjalli við Akureyri. Ásdís
sagði færið hafa verið gott og að mikil
og almenn gleði hefði verið ríkjandi í
fjallinu.
„Það eru allir ánægðir með að
komast á skíði, fá tækifæri til að kom-
ast út í hreina loftið og hreyfa sig á
milli þess sem menn gera jólasteik-
inni skil. Fólk er ánægt með að hér sé
opið yfir jólin,“ sagði Ásdís. Stefnt er
að því að lyftur í Hlíðarfjalli verði
opnar alla daga sem eftir lifir árs,
sem og á nýársdag, „og bara almennt
fram á vor nema veður hamli,“ segir
Ásdís. Síðustu daga hefur aðeins
gengið á snjóinn en þó er enn tölu-
vert í fjallinu.
Enn bíða höfuðborgarbúar þess að
skíðasvæði borgarinnar í Bláfjöllum
og Skálafelli verði opnuð í fyrsta sinn
í vetur.
Magnús Árnason, framkvæmda-
stjóri skíðasvæðanna, segir ljóst að
ekki takist að opna milli jóla og nýárs
en heldur í vonina um að það verði
hægt snemma á nýju ári. „Það gæti
snjóað í fjöll um næstu helgi. Svo þarf
ekki nema þrjá góða daga til þess að
það verði fært.“
Magnús segir vetrinum nú svipa til
næstsíðasta vetrar þegar ekki tókst
að opna fyrr en eftir áramót. Þegar
loks tókst að opna hafi færið hins
vegar verið gott og svæðin opin lengi.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Árennilegir Vinirnir Óli og Sölvi skemmtu sér konunglega í brekkunum í Hlíðarfjalli í gær.
Jólastemning í Hlíðarfjalli
Opið milli jóla og nýárs Bláfjöll enn í sumardvala
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Aukið álag er á Hjálparsíma Rauða
krossins yfir hátíðarnar og er helsta
ástæða þess einmanaleiki, meðal
þeirra sem eru ekki með fjölskyldu
og nákomnum á jólunum. Hanna
Ruth Ólafsdóttir, verkefnafulltrúi
hjá Hjálparsíma Rauða krossins,
segist finna vel fyrir því að fleiri
hringi í 1717 yfir hátíðarnar.
„Það er alltaf aðeins meira að gera
í kringum þennan árstíma. Þá hring-
ir helst fólk sem kvíðir fyrir því að
vera eitt um jólin en einnig hafa fjár-
hagsáhyggjur og annað áhrif á fólk í
kringum hátíðarnar,“ segir Hanna.
Svipaður fjöldi og undanfarin ár
hringdi í Hjálparsímann að sögn
Hönnu en tveir sjálfboðaliðar voru á
vakt á aðfangadagskvöld. Síminn er
opinn öllum stundum og ungir sem
aldnir nýta sér þjónustuna. Sjálf-
boðaliðar Rauða krossins hvetja inn-
hringjendur að nýta sér úrræði sem
eru til staðar.
„Við bendum fólki á að leita til
samtaka eins og Hjálpræðishersins
og borða með öðrum svo dæmi sé
nefnt. Stundum þarf fólk hvatningu
til að koma sér af stað og heyra að
fleiri eru í þeirra sporum,“ segir
Hanna.
„Við erum svo heppin að vera með
alveg ótrúlega sjálfboðaliða sem eru
tilbúnir að taka vaktir á þessum tím-
um og spjalla við fólk, veita því sál-
rænan stuðning og hvatningu.“
Aukið álag á vinalínu á jólum
Helsta ástæða
hringinga í 1717
er einmanaleiki
Morgunblaðið/Golli
Einmanaleiki Margir finna fyrir
einmanaleika á jólunum.