Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Blámahjúpaður Keilir Þegar dagarnir eru sem stystir í norðri getur birta sólar skapað magnaðar andstæður. Hér sést landslag Reykjaness blátt gagnvart roðagullnum himni í suðri.
Hari
Skógarbændurnir
okkar settu fram það
markmið á dögunum
að innan tíu ára gætu
þeir höggvið úr ís-
lenskum skógi fimm-
tíu þúsund jólatré og
þar með annað allri
innlendri þörf fyrir
jólin. Íslenskir skóg-
arbændur hafa á síð-
ustu áratugum
gróðursett þessa mikilvægu auð-
lind, skóginn, sem gerir landið
allt byggilegra. Segja má að Vig-
dís Finnbogadóttir forseti hafi í
upphafi ferils síns
gerst verndari og
talsmaður trésins:
,,þar sem þrjú tré
koma saman, þar er
skógur“, var hennar
hvatning. Og bænd-
urnir hlýddu nýju
kalli og hafa plantað
skóginum ásamt
Skógræktinni og hug-
sjónafólki skóg-
ræktarfélaganna.
Þessu kalli skóg-
arbændanna er vel
tekið og þá vaknar sú spurning
hvort bændurnir eigi ekki líka að
setja fram þá hugsjón að þeir vilji
í samstarfi við neytendur fram-
leiða allt kjöt og allar mjólkur-
vörur sem neytt er í landinu og
geri sáttmála við ríkisvaldið um
markmiðin. Við eigum einhver
heilnæmustu og hollustu matvæli
hér á jörð og byggjum landið allt
með framleiðslu á þeim afurðum.
Er einhver á móti því að íslenskir
bændur framleiði allt kjöt og all-
ar mjólkurvörur og skili þeim
með gæðunum og á ásættanlegu
verði til neytenda? Ekki einu
sinni Kaupmannasamtökin eða
heildsalarnir gætu lagst gegn
þessu því fólkið sem verslar við
þá er að stærstum hluta á þessari
skoðun, og inn við beinið eru þeir
stoltastir af matnum sem þeir
selja fyrir íslenska bændur.
Hér ríkir opinbert kæruleysi,
því miður, í þessum málum og of
lítill skilningur stjórnmálamanna
eða ákvarðanir þeirra segja
manni það. Þeir ætla með ferskt
kjöt inn í landið, þeir leyfa ferða-
mönnum að bera með sér kílói af
kjöti. Í Nýja-Sjálandi og Banda-
ríkjunum væri fólki vísað til
föðurhúsanna fyrir slíkt fram-
ferði. Eitt sinn munaði litlu hjá
mér á ferð um Bandaríkin, þeir
fundu tvo banana í farangri
mínum, það munaði hársbreidd að
mér yrði vísað úr landi.
Ég bið bæði bændur og ráða-
menn landsins að hugleiða ræðu
mína. Það verður ekki bætt ef við
höldum áfram á þeirri braut að
ganga sífellt meira og meira á
hagsmuni íslenskrar landbún-
aðarframleiðslu, við eigum góða
bændur og fjölskyldubúskap sem
er umgjörð um einstakt matvæla-
land Íslands. Gjöfin í tilefni
hundrað ára fullveldis Íslands
væri best sú að styrkja stöðu ís-
lenskrar matvælaframleiðslu og
landbúnaðarins.
Eftir Guðna
Ágústsson » „… þar sem þrjú tré
koma saman, þar er
skógur“.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Jólatréð, kjötið og mjólkur-
vörurnar frá íslenskum bændum
Fjölmörg tækifæri
geta falist í að sam-
þætta landbúnað og
náttúruvernd. Í byrj-
un jólamánaðarins
skrifuðum ég og
Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bænda-
samtaka Íslands, und-
ir samstarfsyfirlýs-
ingu umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins
og Bændasamtak-
anna. Yfirlýsingin lýsir vilja til að
vinna saman að málefnum
náttúruverndar og landbúnaðar og
var undirrituð í Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri.
Það var vel við hæfi að skrifa
undir á þeim góða stað því árið
2002 var svæðið friðlýst og árið
2011 var friðlýsta
svæðið stækkað og
fékk þá nafnið Anda-
kíll. Markmið friðlýs-
inganna er að stuðla
að varðveislu og við-
haldi votlendis og bú-
svæða fjölmargra
fuglategunda, tryggja
aðgengi almennings
að svæðinu til nátt-
úruskoðunar og
tryggja möguleika á
rannsóknum á svæð-
inu. Ljóst er að frið-
lýsingarnar 2002 og
2011 og sú landbúnaðarstarfsemi
sem fer fram á Hvanneyri fara
einkar vel saman því þar hefur
tekist að samþætta blómlegan
landbúnað við mikilvægar aðgerðir
til verndar náttúrunni.
Markmið samstarfsyfirlýsingar-
innar er einmitt að kanna hvernig
þessi tvö mikilvægu viðfangsefni,
náttúruvernd og íslenskur land-
búnaður, geta samtvinnast frekar.
Umhverfisyfirvöld hafa það í sín-
um reynslubanka að vinna með
bændum í ýmiss konar skógrækt-
ar- og landgræðsluverkefnum, til
að mynda Bændur græða landið.
Sum þeirra verkefna fela í sér
endurheimt vistkerfa og stuðla
þannig að náttúruvernd. Nú er
hugsunin sú að taka skrefið lengra
og vinna að frekari nýsköpun í
náttúruvernd í samstarfi við
bændur. Þeir eru vörslumenn
lands og stór hluti landsins er í
þeirra umsjón.
Staðbundin þekking heima-
fólks mikilvæg
Fjölmörg tækifæri geta falist í
því að samrýma landbúnað og
náttúruvernd. Þar er hægt að
nefna aukin umhverfisgæði lands
sem nýtur formlegrar verndar
sem getur aftur skilað sér í meiri
gæðum vara sem þar eru fram-
leiddar. Svæði sem eru friðlýst
komast á ákveðinn stall og njóta
af þeim sökum aukinna vinsælda
hjá íslenskum og erlendum ferða-
mönnum. Ferðamenn þarf að
þjónusta með ýmsum hætti og má
sjá fyrir sér sölu á vörum beint
frá býli og leiðsögn staðkunnugs
heimafólks um vernduð eða frið-
lýst svæði. Leiðsögn heimamanna
getur veitt ferðamanninum meiri
innsýn í samlegðaráhrif nátt-
úruverndarinnar og þess landbún-
aðar sem þar er stundaður.
Við greiningu tækifæra eins og
þeirra sem hér eru tekin dæmi af
er mikilvægt að vanmeta ekki þau
verðmæti sem felast í hinni stað-
bundnu þekkingu bænda og
heimafólks. Um það mun sam-
starfið snúast; að greina í sam-
vinnu við bændur hvernig nýting
lands til landbúnaðar og nátt-
úruverndin geta spilað saman og
stutt hvort annað.
Ég er spenntur að hefja þetta
samstarf við Bændasamtök Ís-
lands og bjartsýnn á að uppskeran
verði góð.
Eftir Guðmund
Inga Guðbrandsson »Hugsunin er sú að
vinna að frekari ný-
sköpun í náttúruvernd í
samstarfi við bændur.
Þeir eru vörslumenn
lands og stór hluti
landsins í þeirra um-
sjón.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Höfundur er umhverfis-
og auðlindaráðherra.
Tækifæri í samþættingu
landbúnar og náttúruverndar