Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 22

Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn Kæru landsmenn, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Vörumst að misnota eða misþyrma hinu fal- lega og auðuga máli okkar, íslenskunni. Við erum svo rík að eiga einstakt tungumál, sem inniheldur ótal skemmtileg og mynd- ræn hugtök. Og við þurfum – eins og komið er – að vanda okkur meira en áður, því að í það stefnir að fjölmörg erlend orð og orðasambönd festist í íslenskunni. Sum ef til vill notuð í hugsunarleysi, en önnur eins og til að krydda eða bara að gamni! Alla vega í byrjun. En þetta er allt varasamt og verður með tímanum tungu tamt, því miður. Ég var heppinn nemandi á ung- lingsárunum, var í Kvennaskólanum í Reykjavík (á meðan hann var kvennaskóli). Þar var íslenskukenn- ari, frú Guðrún P. Helgadóttir, sem svo varð skólastjóri nokkru síðar. Blessuð sé minning hennar. Henni tókst að kenna á þann hátt að við nemendurnir tókum vel eftir því sem um var fjallað og hún kynti undir áhuga okkar á faginu. Ég man enn svipbrigðin hjá henni þegar hún sagði okkur unglingunum með mik- illi áherslu að við skyld- um aldrei nota hið ljóta orðasamband æ ofan í æ. Við ættum í stað þess að segja sí og æ. Einnig festist vel í mér að aldrei skyldi í ritmáli hefja setningu á orðinu það. Orðið væri gott og gilt en ekki nógu gott til að hafa það fremst í málsgrein. Í stað þess að segja : „Það segir í spánni að veð- ur verði gott“, skyldi segja: Í spánni segir að veður verði gott. Og – í stað orðalagsins: „Það er erfitt að vinda þvott“, ætti að segja: Erfitt er að vinda þvott. Þetta hefur fest svo kirfilega í mér að yfirleitt held ég að mér takist að fara eftir þessari reglu. Góður kennari getur skilið eftir sig fjársjóð sem auðgar og bætir. Fyrir skömmu heyrðist af konu sem hafði upplifað allskonar. Setn- ingunni svo lokið. Þetta er lélegt mál – allskonar hvað? Mjög óskýrt og getur þýtt ýmislegt, jafnvel eitthvað misjafnt. Óþarfi að vekja þarna rangar hugsanir lesandans eða hlustandans. Við segjum helst á ís- lensku að við lifum/reynum – fáum reynslu. Konan hefur væntanlega fengið margvíslega eða margþætta reynslu, lifað fjölbreytilegu lífi, reynt margt erfitt – og vonandi líka eitt- hvað gleðilegt. Fyrir nokkrum árum heyrðist tal- að um mann, sem við ákveðið tilefni hefði verið óínáanlegur og þetta undarlega orðskrípi heyrist stundum enn. En þetta er auðvitað eitthvað sem aldrei ætti að heyrast. Ef ekki næst í einhvern (í síma líklega helst) er maðurinn einfaldlega ekki við eða næst ekki til hans. Talað er um að útlendingar dvelj- ist styttra á landinu, þeir stoppi styttra. Lýsingarorðið stuttur hent- ar ekki í þessu orðalagi. Gestir okkar dveljast hér skemur, standa skemur við, eru hér í skemmri tíma. Hins vegar geta þeir farið í styttri ferðir, stytt dvöl sína og keypt styttri flíkur. Vöndum okkur. Hitatölur stíga er orðalag sem ekki er til í íslenskunni. Hvert ættu þær að stíga – vonandi misstíga þær sig ekki eða stíga dansspor? Hita- tölur hækka – nú eða lækka. Það er að minnsta kosti þekkt orðalag sem hefur virkað hingað til. Ung kona úr fjölskyldu minni benti mér á að mjög algengt væri á fésbókinni þegar konur spyrðust fyr- ir eða ræddu um ýmsan varning að þar kæmi í framhaldinu spurning um hvort fyrir vöruna þyrfti að láta hálf- an handlegg, eða fót, eða jafnvel tal- að um eitthvað sem kostaði annað nýrað!! Þurfum við að apa eftir ensk- unni svona líka ósmekklegt orðalag sem líka er alveg óviðeigandi? Gleði- legt er að sjúklingur getur fengið líf- færi eða útlim ígrætt eða ágrætt, en við tölum ekki um það sem gjald- miðil, er það? Annað orðalag sem einnig er tekið úr ensku er þegar talað er um að sýningar poppi upp, viðburðir poppi upp ! Þó að við séum vel dús við hið ágæta poppkorn þá er nú ekki neitt annað en það sem poppast! Sýningar eru fjölmargar, þær eru settar upp, eru algengar, eru margar, eru opn- aðar, en þær poppa ekki upp. Ekki ef einhver vinna er lögð í þær. Sýningar birtast. Allmargir bæta nú orðið við þegar þeir heilsa: „Gott að sjá þig!“ Fram undir þetta hefur alltaf hentað að segja á íslensku: „Gaman að sjá þig.“ Hvað er betra við útlenskuna? Þó að fólk eigi við eitthvað svipað með báð- um hugtökunum vil ég halda mig við gömlu, góðu útgáfuna. Nota frekar orðið gott um eitthvað sem smakkast vel, er gott á bragðið. Þegar ég sé vini mína og kunningja finn ég ekki gott bragð, heldur gleðst ég. Og svo þetta: Að hafa gaman (have fun). Ekki er það íslenska. Við höfum ekki gaman, við skemmtum okkur, gerum okkur eitthvað til skemmt- unar, stundum skemmtun, gerum eitthvað skemmtilegt eða eitthvað sem eykur gleði. Og hvers vegna eru margir farnir að segja „perse“ til áherslu í setn- ingum. Með mikilli áherslu á nið- urlagið se. Mér sýnist þetta orð koma í stað: Einkum, sér í lagi, til dæmis, sérstaklega. Er ekki bara nógu gott að nýta þau orð? Það er ekki flott að kunna mörg útlensk orð ef þau eru misnotuð. Að lokum: Mátum ekki inn ensk/ erlend orð eða æfum okkur á út- lenskum orðum þegar við tölum ís- lensku. Þau eiga ekki heima í okkar ylhýra máli. Verum vökul Eftir Rúnu Gísladóttur » Vörumst að mis- þyrma hinu fallega og auðuga máli okkar. Rúna Gísladóttir Höfundur er myndlistamaður og fyrrverandi kennari. Bráðum koma bless- uð jólin, hátíð barnanna sem betur fer á flestum heimilum, en því miður ekki öll- um. Við sem erum svo heppin að eiga ynd- islegar minningar frá jólunum viljum fyrir alla muni að börnin okkar, þ.e. börn allra Íslendinga, fái notið þeirra af óspilltri gleði. Sjálfsagt er oftast best fyrir börnin að búa hjá báðum foreldrum sínum en þess er ekki alltaf kostur af ýmsum ástæð- um. Sjálfur er ég einstæður faðir og nýt þess að úrskurðað hefur verið um umgengni þannig að sonur minn fær að njóta jólanna umvafinn hlýju beggja fjölskyldna, sem honum er örugglega fyrir bestu. Stundum hafa foreldrar mismunandi sýn á hvað barni er fyrir bestu en of oft eru hagsmunir barnsins látnir víkja fyrir eignarréttartilfinningu annars for- eldris eða jafnvel illum hvötum. Slík sjónarmið bera vott um skammsýni og óeðlilega forræðishyggju því ekki má líta á barn sem séreign einhvers sem getur ráðstafað því að vild. Að hverju barni standa foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, vinir og samfélagið allt. Barnið er sjálfstæður einstaklingur sem við berum öll ábyrgð á. Þannig er það og þannig á það að vera. Áður en Bubbi Morthens komst á listamannalaun spurði hann: „Hafa lögfræðingar sál?“ Ég ætla mér ekki að svara fyrir kollega mína en hvað mig varð- ar þá finn ég aldrei meira til með mínum skjólstæðingum en þeim foreldrum af báðum kynjum, sem örvænta um hagsmuni barna sinna. Nýlega átti ég fund með hópi manna sem kjósa að kalla sig „Feður fyrir börn“. Sumir höfðu verið rang- lega ásakaðir um of- beldi. Aðrir höfðu lent í því að úrskurðir, þ.m.t. dóms- úrskurðir, voru einfaldlega hunsaðir og sjá þeir ekki fram á að eiga nokkra stund með börnunum sínum um jólin. Ekki er alltaf augljóst hvor hefur réttara fyrir sér þegar tveir deila. En í mörgum tilfellum liggur það fyrir og þá er afleitt að úrræði sem veita börnum og foreldrum samvistir á ný skuli ekki vera fyrir hendi. Ákveðnir hópar á Alþingi standa þversum gegn því að sanngjarnar úrbætur náist fram í þágu barna sem svona stendur á um. Þeirra ábyrgð er mikil. Feðurnir báðu mig að skila inni- legri jólakveðju til sinna eigin barna og til allra barna á Íslandi. Hátíð barnanna Eftir Hilmar Garð- ars Þorsteinsson Hilmar Garðars Þorsteinsson »Ekki má líta á barn sem séreign ein- hvers sem getur ráð- stafað því að vild. Höfundur er lögmaður og eigandi Málsvara. hilmar@malsvari.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.