Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 24

Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Jean Valgard Van Deurs Claessen var fæddur í Kaupmanna- höfn 9. október 1850. Foreldrar hans voru hjónin Jean Jacob Claessen og Freder- ikke Caroline Louise fædd Hanson. Jean Jacob átti ætt- ir að rekja til Hollands en forfeður hans höfðu sest að í Helsingör. Á ýmsu gekk í lífi fjölskyldunnar. Á tímabili efn- aðist hún vel. Meðan Eyrarsund- stollurinn lagði skyldu á öll skip sem sigldu inn Eyrarsund að hafa viðkomu annaðhvort í Helsingborg eða Helsingör dafnaði verslun og iðnaður í þessum borgum. Í Hels- ingör var Jean Jacob Claessen, langafi Jean Valgarðs, á tímabili langauðugasti og langstærsti at- vinnurekandinn með kaupsýslu, skipaútgerð og hampiðju. Hampinn keypti hann frá Kúbu og lét gera úr kaðla sem seglskip þess tíma þurftu svo mjög á að halda. Þá lét hann byggja annað af tveim stærstu hús- um í borginni sem kallað var „Det Claessenske Palæ“, bjó þar og hafði þar skrifstofur sínar. Jean Jacob dó árið 1908 og það fjaraði ört undan veldi hans vegna þeirra hremminga sem danskt efnahags- og þjóðlíf varð fyrir í Napóleonsstyrjöldunum. Úr sjóhernum til Hofsóss Jean Jacob faðir Jean Valgards hafði reynt fyrir sér með rekstur klæðaverksmiðju í Árósum en sá rekstur gekk illa og endaði með því að klæðaverksmiðjan varð gjald- þrota árið 1848. Eftir það var Jean Jacob bókhaldari hjá sjóhernum til loka starfsævi sinnar. Jean Valgard hafði verið settur til náms í latínu- skóla en vegna þeirra umskipta sem urðu í fjárhag fjölskyldunnar varð hann að hætta námi og leita sér að vinnu. Hana fékk hann hjá kaup- manni að nafni Christian Thaae. Sá hafði meðal annars verslun á Hofs- ósi. Þegar Thaae haustið 1867 spurði starfsmenn sína hvort þeir vildu fara til Íslands og gerast verslunarþjónar á Hofsósi, svöruðu allir neitandi nema Jean Valgard. Ekki þekkti Jean Valgard þá aðra á Íslandi en faktorinn við verslunina L.L. Jacobsen. Vorið eftir hinn 27. apríl 1868 kom Jean Valgard til Hofsóss. Þar hafði verslun verið starfrækt allt frá 16. öld meðal annars vegna þess að þar var góð aðstaða fyrir skip til að liggja. Staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður og þaðan var aðallega flutt út ull, smjör, skinn og kjöt. En fyrstu hús voru þar ekki reist fyrr en snemma á 19. öldinni. Á manntali sem tekið var á Hofsósi árið 1870, tveim árum eftir að Jean Valgard kom þangað, voru íbú- ar þar 20 í tveimur húsum. Mikil harðindi höfðu þá gengið yfir landið, frosthörkur, ísalög og fárviðri. Sér- staklega hafði veturinn 1866 til 1867 verið svo langur og harður að skip var sent til lands- ins með 500 tunnur af gjafakorni til að forða hungursneyð hjá fólki og fénaði. Var það meðal annars tilefni til þess, að fjölskylda Valgards hvatti hann til að halda heim. Valgard undi hinsvegar hag sínum vel. Hann var fljótur að kynnast fólki, fór að tala íslensku og sótti útreiðar og heim- sóknir til viðskiptavinanna. Eftir tveggja ára dvöl á Hofsósi var hann fastráðinn verslunarþjónn með 200 ríkisdali að launum á ári og fyrir- heitum um hækkun síðar. Versl- unarstjóri varð hann svo 21 árs gamall þegar Jacobsen hætti og fór heim til Danmerkur. Sama ár 1872 kom Frederikke systir hans, jafnan kölluð Rikka, í heimsókn til hans sem reyndist afdrifaríkt fyrir þau bæði. Hún var þá 24 ára og ólofuð. Árið 1875 dó Christian Taae eigandi verslunarinnar og ekkjan ákvað að selja verslunina og hætta öllum rekstri. Þar með var Valgard at- vinnulaus. Og enn lagði fjölskyldan að honum að koma heim. Settist að á Íslandi Bændur í Skagafirði höfðu mynd- að með sér samtök um verslun og útflutning afurða. Einn af forystu- mönnum þess félags var Gunn- laugur sonur Eggerts sýslumanns Briem á Reynistað. Voru þeir Gunn- laugur og Valgard orðnir vel kunn- ugir sem leiddi til þess að Valgarð var ráðinn faktor fyrir þessari bændaverslun. Efldust við það kynni hans við sýslumannsfjölskyld- una á Reynistað. Gunnlaugur var næst elstur 19 barna sýslumanns- hjónanna. Af bræðrunum urðu fjór- ir alþingismenn og Gunnlaugur einn af þeim en dæturnar létu til sín taka í húsmæðrafræðslu og tónmennt í héraðinu um áratuga skeið. Oftast voru þar um og yfir 25 manns í heimili eða jafn margir og bjuggu á Sauðárkróki öllum. Meðal dætra sýslumannshjón- anna og þeirra fríðust og myndar- legust var Kristín fædd 14. október 1849. Hún hafði hlotið menntun í tungumálum og vefnaði. Þau Kristín og Valgard fella hugi saman, opin- bera trúlofun sína í ágúst 1876 og gifta sig árið eftir. Brúðkaupið á Reynistað var veglegt, 40 boðsgestir og þar af sjö konur í skautbúningum auk brúðarinnar. Þau sigldu til Dan- merkur að hitta Claessenana og komu heim haustið 1877 en þá giftu sig Gunnlaugur Briem og Rikka Claessen. Reksturinn hjá Grafarósfélagi bænda gekk hinsvegar ekki vel. Hinn danski lánardrottinn félagsins varð gjaldþrota og leiguskip með af- urðir félagsins strandaði og vörurn- ar glötuðust sem leiddi til þess að félagið varð gjaldþrota. Aftur varð Valgard atvinnulaus. Ludvig Popp danskur kaupsýslumaður átti versl- un á Hofsósi. Hann vantaði versl- unarstjóra. Fyrir tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar frænda Kristínar Briem var Valgard ráðinn í starfið, fyrst yfir versluninni á Hofsósi og síðan yfir nýrri verslun sem Popp stofnaði á Sauðárkróki og þar bjó Valgarð næstu 25 árin. Fyrstu árin var góðæri en það breyttist árin 1881 og 1882. Þá voru frosthörkur miklar fyrir norðan. Mislingafar- aldur gekk yfir landið og vegna fóð- urskorts fækkaði öllu búfé. Fjöldi manns úr Skagafirði flúði til Am- eríku, margir bændur frá ógreidd- um skuldum við verslunina. Allt þetta voru þó smámunir í lífi Val- gards. Hinn 3. desember 1881 and- aðist Kristín eftir að hafa alið fjórða barn þeirra hjóna, Gunnlaug, síðar brautryðjanda röntgengreininga og -lækninga á Íslandi. Áður voru fædd Eggert, Ingibjörg og María. Það varð Valgard til happs að Rikka systir hans hafði kynnst ungri konu, Önnu Margréti Þuríði Kristjáns- dóttur Möller. Hún hafði misst mann sinn, Jósep Blöndal, frá þrem- ur börnum. Samdist svo um að Anna skyldi flytja til Valgards með tvo syni sína og taka við búsfor- ráðum. Því fylgdi mikil hamingja fyrir Valgard því að fjórum árum síðar gengu þau í hjónaband. Athafnamaður á Sauðárkróki Það var hinsvegar mikið áfall fyr- ir Valgard þegar Popp, eigandi verslunarinnar, ákvað árið 1886 að flytja sjálfur til Sauðárkróks og taka við stjórn verslunar sinnar. Enn einu sinni var Valgard atvinnu- laus. Honum bauðst starf í Reykja- vík. Þangað höfðu Rikka og Gunn- Jean Valgard – danski drengurinn sem varð fyrsti íslenski landsféhirðirinn Eftir Valgarð Briem » Valgard undi hag sínum vel. Hann var fljótur að kynnast fólki, fór að tala íslensku og sótti út- reiðar og heimsóknir til viðskiptavinanna. Valgarð Briem Fjölskyldan Hjónin Valgarð van Deurs Claessen og Anna Margrjet Þuríður Claessen f. Möller, síðari eiginkona hans, ásamt börnum sínum: Aftari röð f.v. Anna Valgerða Briem, Óli Blöndal, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Cl. Þorláksson, Arent Claessen, María Cl. Thoroddsen; fremri röð f.v. Kristján Blöndal, þau hjónin og Eggert Claessen. Landsféhirðir Valgard Claessen var fyrsti landsféhirðir landsins. Ungur Valgarð Claessen á yngri árum (þessi mynd var í eigu Ingi- bjargar dóttur hans, sbr. áletrunina „Pabbi“aftan á).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.