Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Emelía Blöndal, hársnyrtir og leiðsögumaður hjá Íslenskumfjallaleiðsögumönnum, á 50 ára afmæli í dag. Emelía, sem erfædd og uppalin á Seyðisfirði, hafði starfað í meira en 20 ár
sem hársnyrtir þegar hún ákvað að söðla um og gerðist leiðsögumaður.
„Ég klippi samt aðeins á veturna á stofunni Primadonna á Grens-
ásvegi.“
Sem leiðsögumaður fer Emelía mest í fimm til tíu daga gönguferðir
um hálendi Íslands með erlenda ferðamenn. „Yfirleitt fær maður frekar
vant fólk í ferðirnar en ég hef líka lent í að fá illa búið fólk sem er ekki í
nógu góðu líkamlegu formi og þá verður að gera plan B.“
Í tilefni afmælisins er Emelía stödd í Dólómítafjöllunum á Ítalíu, í
skíðaferð ásamt börnum sínum og tengdabörnum. „Við förum annað
hvert ár í skíðaferð yfir jólin, þá í Alpana eða til Noregs.“
Aðalafmælisferð Emelíu var samt gönguferð í október síðastliðnum,
sem hún fór í ásamt eiginmanni sínum og vinahópi með Leifi Erni Svav-
arssyni, leiðsögumanni hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Gengið
var upp í grunnbúðir Everest í Himalafjöllunum. „Grunnbúðirnar eru í
5.300 metra hæð en við fórum upp í 5.700 metra til að sjá betur yfir.
Þetta var algjörlega geggjað ævintýri. Það ættu allir að sjá Himalaja-
fjöllin einu sinni á ævinni.“ Þessi vinahópur fer saman í alls konar
skemmtilegar ferðir, gönguferðir, gönguskíðaferðir og fjallaskíðafeðir.
Eiginmaður Emelíu er Þórður Georg Hjörleifsson, rafvirki og skíða-
þjálfari, og börn þeirra eru Margrét Eva 27 ára eðlisfræðingur, Hjör-
leifur 25 ára viðskiptafræðingur og Georg Fannar 19 ára mennta-
skólanemi.
Hjónin Þórður og Emelía stödd í grunnbúðum Everest.
Allir ættu að sjá
Himalajafjöllin
Emelía Blöndal er fimmtug í dag
H
era Hilmarsdóttir
fæddist í Reykjavík
27.12. 1988 og ólst þar
upp, fyrsta árið í Þing-
holtunum en síðan í
Hlíðunum, að undanskildu einu ári er
móðir hennar var í framhaldsnámi í
London og Hera var þar með henni.
Hera var fyrst í Ísaksskóla: „Þar
kenndi Herdís Egilsdóttir mér. Hún
er frábær kennari, góð manneskja og
mikill frumkvöðull í barnakennslu.
Hún hefur verið mér kær hvatning
allar götur síðan. Þegar ég fékk Edd-
una fyrir Vonarstræti minntist ég á
tvo kennara mína í þakkarræðunni,
þær Herdísi og Önnu Flosadóttur,
leiklistarkennara í Hlíðaskóla. Báðum
þessum konum á ég margt að þakka.“
Hera fór síðan í Hlíðaskóla, var
einn vetur í grunnskóla í London, síð-
an aftur í Hlíðaskóla, stundaði nám
við MH og lauk stúdentsprófi þaðan
2007. Hún stundaði tónlistarnám,
fyrst við Tónmenntaskólann og síðan
Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem
hún lærði á selló. Hún stundaði leik-
listarnám við LAMDA, The London
Academy of Music and Dramatic Art,
og útskrifaðist 2011.
Hera lék fyrst í sjónvarpsmyndinni
Hvíta dauða, er hún var fjögurra ára,
og lék þá á móti móður sinni. Hún
flutti ljóð í leiknum ljóðum er nefnd-
ust Brotabrot og voru sýnd í Ríkis-
sjónvarpinu er hún var níu ára. Hún
tók þátt í leiksýningum í MH, Mar-
tröð á jólanótt og sýningunni Fjöl-
skyldusirkusnum, þar sem Guðný
Halldórsdóttir uppgötvaði leikhæfi-
leika hennar. Þá fékk hún Tréhaus-
Hera Hilmarsdóttir leikkona – 30 ára
Morgunblaðið/Hari
Hera Með leik sínum í myndunum An Ordinary Man og Mortal Engines er Hera orðin þekktasta leikkona Íslands.
Skær stjarna á uppleið
Mæðgur Hera með móður sinni,
Þóreyju Sigþórsdóttur leikkonu.
Feðgin Hera með föður sínum, Hilm-
ar Oddssyni kvikmyndaleikstjóra.
Keflavík Áróra
Svala Panadero
Karvelsdóttir fædd-
ist 28. febrúar 2017.
Hún vó 3.040 g og
var 47 cm löng. For-
eldrar hennar eru
Karvel Aðalsteinn
Jónsson og Rhea
Mee Gilza Pana-
dero.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Laugarnar í Reykjavík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Við þökkum samveruna á árinu 2018
og hlökkum til samverustunda 2019
milljónir gesta
á árinu 2018
2,3
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is