Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 33

Morgunblaðið - 27.12.2018, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. ENZYMEDICA býður gleðilegt ár! DIGEST öflugustu meltingarensmín á markaðnum, henta öllum aldurshópum ACID SOOTHE náttúruleg lausn gegn brjóstsviða og nábít sem virkar nánast samstundis Fæst nú á 25% afsl ætti á flestum sölustöðu m GLEÐILEGT ÁR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er í lagi að treysta sínum nán- ustu fyrir sínum framtíðardraumum. Of mikið umtal kallar bara á öfundarmenn sem gera þér lífið leitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er engin ástæða fyrir þig til þess að vera að væla yfir hlutunum. Gefðu þér tíma til að skoða þær breytingar sem eru að verða í lífi þínu. Ekki láta neikvæðnina ná tangarhaldi á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að ljúka við það stóra verkefni sem þú hefur tekið að þér. Í stað þess að eiga þér stóra drauma – eins og vanalega – hafðu þá klikk- aða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú hafir ýmislegt fyrir stafni er eins og þér finnist eitthvert tómahljóð í tilver- unni. Einbeittu þér að eigin þörfum og sýndu fólki hvernig þú vilt að sé komið fram við þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Notaðu gaman til þess að rjúfa veggina milli fólks. Að hitta fólk af tilviljun hefur mikla þýðingu. Þú þarft jafnvægi í umhverfi þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Láttu aðra vita af því sem þú ert að gera. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki þrýsta um of á að breytingar og bætur verði gerðar á vinnustað þínum. Reyndu ekki að benda á aðra heldur líttu í eigin barm og breyttu til. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Flest okkar eiga það til að falla í þá gryfju að taka okkar nánustu sem sjálf- gefna. Mundu að meta þá daglega því þeir eru ekki sjálfgefnir frekar en annað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Velgengni þín í starfi hefur stigið þér svolítið til höfuðs. Reyndu að vinna þér skilning annarra. Reynsla annarra getur veitt okkur nýja innsýn í hlutina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Mundu að þú ert alveg maður fyrir þinn hatt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í dag er rétt að huga að mark- miðum og væntingum. Reyndu að skapa þér tóm til útivistar á degi hverjum, því annars áttu á hættu að innisetur spilli heilsu þinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ágætt að leyfa tilfinningunum að njóta sín en um leið skaltu varast að láta þær hlaupa með þig í gönur. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. Ingjaldur Ásmundsson í Ferj-unesi í Flóa hafði samband við mig vegna vísu sem hér birtist í Vísnahorni föstudaginn 14. desem- ber og segir að þar sé farið rangt með höfundinn og texta. Vísan sé eftir afa sinn Eirík Guðmundsson, sem fæddur var á Reykjum á Skeiðum 1861 en ólst upp á Álfs- stöðum á Skeiðum en gerðist síðan bóndi í Ferjunesi í Villingaholts- hreppi og bjó þar til dauðadags. Tildrög vísunnar eru þau að snemma á síðustu öld bjó í Garð- inum maður að nafni Þorkell og hlaut viðurnefnið Niss. Hann sást kasta af sér vatni upp við vinnu- skúr í alfaraleið og hentu menn gaman að því. Vísan er svona eins og Ingjaldur lærði hana, en afi hans fór oft með hana: Enn þótt flissi aldan byrst aldrei hissa verðum; þú mátt pissa af þinni list Þorkell Niss frá Gerðum. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði „Dróttkveðin vetrar- sólhvörf“: Vetrarsólhvörf veita vonir landsins sonum, dátt þá foldar dætur daga gera fagra. Glitrar yfir gleði glóð í björtum ljóðum, framtíð kýs þá fremur friðmál allra siða. Það var bjart yfir Guðmundi Arnfinnssyni á föstudaginn: Þó desember sé dimmur næsta, daginn fer að lengja senn, skötuilminn kennum kæsta, konur fagna því og menn. Lífið er sem ljúfur draumur, losti vex og dafnar trú, í fjárhúsunum gleði og glaumur, gott að vera hrútur nú. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason sá borgarstjóra í kastljósi um bragg- ann: Dagur hann sagð’etta déskoti leitt þó duglegur sé bæði’og klár hann var ekki’á staðnum og vissi’ekki neitt hví virkuðu’ei kostnaðarspár! Og Halldór Þorsteinsson orti: Dagsins birta í desember dvínar skarpt nú borgarstjórn í basli er braggast vart. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um gamla vísu, vetrar- sólhvörf og bragga FYRIR BÆNIR. „Ekki margar vísbendingar Stjóri! viÐ fundum eitt fótspor.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú gerir allar stundir sérstakar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÁSTU RISASTÓRA UPPBLÁSNA JÓLASVEININN MINN? LIFUM FYRIR DAGINN Í DAG! MORGUNDAGURINN RENNUR KANNSKI EKKI UPP! ÉG VONA AÐ HANN GERI ÞAÐ! ÉG HATA MÁNUDAGA! FLOTT ÍBÚÐ, FÍNT HVERFI? Víkverji vonar að jólin hafi veriðgleðileg hjá lesendum hans. Þeg- ar þetta er ritað er fullsnemmt að segja til um það hvernig þau voru hjá Víkverja. Hitt er þó víst að hann hlakkar til að árinu 2018 ljúki og von- ar að árið 2019 verði betra á allan hátt. x x x Hin árlega umræða um flugeldasöl-una er hafin. Fyrir nokkrum ár- um fór að verða vart við það á netinu að fólk var nánast skammað og hund- elt, ef það keypti ekki flugeldana sína hjá björgunarsveitunum. Nú hefur Víkverji tekið eftir svipaðri þróun, en í þá átt að fólk eigi bara alls ekki að kaupa flugelda yfirhöfuð. Það er allt í ökkla eða eyra. x x x Víkverji hefur sjaldnast sjálfurkeypt sér flugelda, hvorki af björgunarsveitunum né af öðrum. Honum dettur þó ekki í hug að vilja reyna að hafa vit fyrir öðrum í þessum efnum. Sprengi þeir sem vilja. x x x Víkverji veit ekki hvers hann óskarsér helst af árinu 2019. Hann bið- ur þó ekki um mikið. Einn eða tveir lottóvinningar væri alveg ágætt. Vík- verji er raunar búinn að bíða heillengi eftir því að fá þann stóra í lottóinu, og er honum farið að leiðast biðin. Ætli áramótaheitið hans verði þá ekki að kaupa sér lottómiða svona einu sinni eða tvisvar á árinu? x x x Þá kvíðir Víkverji fyrir janúar.Hann fer reglulega í líkamsrækt, sem er að jafnaði ekki fjölmenn á þeim tímum sem Víkverji kíkir í ræktina. Nema í janúar. Þá fyllist hún af alls kyns fólki, sem ætlar nú aldeilis að snúa við blaðinu. Nokkrum tímum og árskortum síðar er blaðið enn á sömu hliðinni og Víkverji kemst aftur í lóðin sín. x x x Það væri kannski ágætt ef áramóta-heitið í ár væri einfaldlega að reyna að vera kannski ögn betri við hvort annað. Það virðist ansi oft gleymast yfir veturinn. Gleðilegt ár og megi gæfa og gifta fylgja ykkur á nýju ári. vikverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan daginn. (Sálm: 71.8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.