Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 44
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Lokað 31. desember og 1. janúar ÚTSALAN ER HAFIN YFIR 3.000 VÖRULIÐIR á lækkuðu verði ALLT AÐ 70% AF VÖLDUM VÖRUM Ari Eldjárn efnir til uppistandssýn- ingar þriðja árið í röð kl. 19.30, ann- að kvöld, 28. desember, í Háskóla- bíói. Í fyrra mættu 8.000 manns til að kveðja árið á Áramótaskopi með uppistandaranum. Árið 2018 verður í forgrunni, en Ari mun ræða allt milli himins og jarðar og leggur áherslu á að kveðja árið með eftir- minnilegum hætti. Ari Eldjárn veldur heilmiklu uppistandi FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég mun njóta þess að spila hérna heima og gera eins vel og ég get og svo er markmiðið alltaf að komast aftur út, þar vil ég spila. Ég set stefnuna út en á meðan ég er enn þá heima mun ég gefa allt í þetta og vonandi hjálpa liðinu að vinna titil,“ segir Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, sem er leikmaður desembermánaðar hjá Morgun- blaðinu. »2-3 Hjálpa liðinu vonandi til að vinna titil ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Blásið verður til gamaldags dansi- balls í Iðnó í kvöld kl. 20. Þá koma fram Teitur Magnússon með hljóm- sveit og hljómsveitin Bagdad Broth- ers og leika fyrir dansi. Teitur mun ásamt hljómsveit flytja lög af plöt- um sínum 27 og Orna í bland við hressandi tökulög og Bagdad Broth- ers munu leika frum- samin lög í léttum dúr. „Búast má við því að uppákoma þessi verði hin besta skemmtun, og ágætasta afsök- un til að sletta aðeins úr klauf- unum,“ seg- ir á Face- book um ballið. Teitur og Bagdad Brothers í Iðnó skólans í Reykjavík. Valgreinar nemenda og tengsl við atvinnulífið veita innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en annars er í bóknámi. „Frá 2008 til 2015 eða frá því ég var sex til þrettán ára að aldri bjó ég í Bandaríkjunum með foreldrum mínum og þar náði ég enskunni. Þá var faðir minn fréttamaður Ríkis- útvarpsins í Washington. Þegar við fluttum heim fór ég í Garðaskóla í Garðabæ og tók ég 9. og 10. bekk grunnskólans og þar gat ég tekið all- marga framhaldsskólaáfanga í tungumálum og stærðfræði. Ég var því kominn vel áleiðis að stúdents- prófinu þegar ég byrjaði í fram- haldsskóla. Þar gat ég líka tekið ýmis skemmtileg valfög, eins og raf- tækni, myndvinnslu, skyndihjálp og þýsku,“ segir Dýrleif Birna. Verkfræði eða fjármál Fimmtu og síðustu námsönnina fyrir stúdentsútskrift tók hún svo í fjarnámi, en hún býr nú með for- eldrum sínum í Brussel í Belgíu. Þar er Sveinn Helgason fulltrúi Íslands hjá NATO en móðir hennar, Kristín Guðbrandsdóttir, er sjálfstætt starf- andi. „Ég kom heim í byrjun desember til þess að fara yfir námsefnið með kennurunum. Skellti mér síðan í lokaverkefnin og kynningar og gekk vel. Jú, árin sjö í Bandaríkjunum voru mjög þroskandi og ekki síður er áhugavert að vera núna í allt öðru menningarumhverfi í Brussel; þar sem hjarta Evrópu slær. Í framtíð- inni hef ég síðan áhuga á að læra verkfræði eða eitthvað tengt fjár- málum,“ segir Dýrleif, sem á náms- tímanum var öflug í félagsstörfum fyrir skólann sinn. Þá var hún einnig í liði skólans sem hreppti annað sæt- ið á heimsmeistaramótinu í vél- mennaforritun í Mexíkó síðastliðið sumar, en 192 lið hófu þar keppni. Við útskrift hlaut hún einnig raun- greinaverðlaun HR, skólaverðlaun Upplýsingatækniskólans, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ís- lensku og stærðfræði auk viður- kenningar fyrir félagsstörf í þágu nemenda. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að ná stúdentsprófinu á fimm önn- um er vissulega krefjandi, en allt snýst þetta um rétt hugarfar og gott skipulag. Ég sagði sjálfri mér að takmarkið væri raunhæft og vann samkvæmt því. Skólinn er líka skemmtilegur og námið var áhuga- vert,“ segir Dýrleif Birna Sveins- dóttir. Hún brautskráðist frá Tækni- skólanum, skóla atvinnulífsins, fáum dögum fyrir jól; fyrst nema af stúd- entsbrautinni K2. Hún er jafnframt yngsti nemandinn í sögu Tækniskól- ans sem útskrifast með stúdents- próf. Náði enskunni í Bandaríkjunum Brautskráðir nemendur frá Tækniskólanum fyrir jól voru alls 262 og komu þeir úr alls 10 skólum og deildum. Þeir sem útskrifast af K2 eru með menntun sem tekur mið af aðgangskröfum í tækni-, verk- fræði- og tölvunarfræðideild Há- Sautján ára stúdent  Raunhæft takmark og rétt hugarfar  Skemmtilegur skóli og krefjandi nám  Var í fjarnámi frá Brussel Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stolt Dýrleif Birna Sveinsdóttir með foreldrum sínum, þeim Kristínu Guðbrandsdóttur og Sveini Helgasyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.