Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 2
2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
Útgefandi Árvakur Umsjón Stefán Gunnar Sveinsson Blaðamenn Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Auglýsingar Böðvar Bergsson, Erling A. Ágústsson Prentun Landsprent
Forsíðumyndina tók
Magnús Ólafsson
Guðni Th. Jóhannesson,
forseti lýðveldisins, ræddi
við Morgunblaðið um hin
merku tímamót sem felast
í 100 ára afmæli fullveldis
Íslands. 28-29
Framtíðin
er í okkar
höndum
Þess er minnst í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá gildistöku
sambandslagasamningsins, hinni sönnu sigurstund sjálfstæðis-
baráttunnar. Eftir á að hyggja getur verið auðvelt að líta
framhjá þessari stund og þeim mikla merkisdegi sem 1. desem-
ber 1918 er í sögu þjóðarinnar, eða að taka þeim árangri sem þá
náðist sem gefnum. Það væri þó misráðið. Það var alls ekki
sjálfgefið að sú mikla barátta sem hófst á fjórða áratug 19. ald-
ar myndi á innan við einni öld skila sér í því að Ísland væri á ný
orðið að frjálsu og fullvalda ríki. Það var alls ekki sjálfgefið að á
innan við öld næðist að byggja hér upp innviði og efnahag
landsins, svo að fámennasta þjóð Evrópu gæti staðið á eigin
fótum. Fullveldið er einhver dýrmætasta eign hverrar þjóðar.
Eign sem Íslendingar fengu ekki áreynslulaust. Vonandi ber ís-
lenska þjóðin gæfu til að varðveita fullveldi sitt um ókomna tíð,
eins og hún hefur nú gert í heila öld.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson
Fullvalda þjóð í 100 ár
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræð-
ingur gaf nýverið út bókina Hinir út-
völdu um fullveldisárið. Hann grein-
ir frá helstu viðburðum ársins í
ítarlegu viðtali. 4, 6, 8-9
Hvað gerðist
á árinu 1918?
Formenn og fulltrúar stjórnmála-
flokkanna senda íslensku þjóðinni
kveðjur á fullveldisdaginn og hug-
leiða mikilvægi fullveldisins fyrir ís-
lenska þjóð og framtíðina. 30-37
Þjóðinni
árnað heilla
Hver var aðdragandi þess að Ísland
fékk fullveldi sitt 1. desember 1918?
Hvernig hefur deginum verið fagnað
bæði þá og síðar?
20-22, 24-25, 26-27
Aðdragandi og
eftirmál fullveldis
Leitað var til nokkurra valinkunnra
einstaklinga og þeir beðnir um að
rita hugleiðingar um þýðingu full-
veldisins frá ýmsum sjónarhornum.
14,16, 38-45
Hver er þýðing
fullveldisins?
Íslendingasögurnar hafa lengi lifað
með þjóðinni. Þær hafa nú verið gefn-
ar út í nýrri heildarútgáfu í tilefni af
fullveldisafmælinu og var rætt við að-
standendur útgáfunnar. 12
Ný heildarútgáfa
Íslendingasagnanna
Séra Hjálmar Jónsson orti hátíðar-
sálm og Hildigunnur Rúnarsdóttir
samdi lag við sálminn. Hann verður
frumfluttur í Dómkirkjunni á morg-
un, sunnudag. 46
Hátíðarsálmur
í tilefni dagsins