Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fengu Ís- lendingar eftir langa baráttu loksins fram- kvæmdavald til landsins. En þrátt fyrir það var enn langur vegur til stefnu í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Landið var enn skilgreint sam- kvæmt Stöðulögunum frá 1871 sem órjúfan- legur hluti Danaveldis, þar sem konungur og ríkisstjórn Danmerkur höfðu úrslitavald um flesta þætti auk þess sem utanríkismál lands- ins voru á hendi Dana. Friðrik 8. Danakonungur þótti velviljaður Íslendingum og í Íslandsheimsókn sinni árið 1907 skipaði hann Jens Christian Christensen, þáverandi forsætisráðherra Dana og Hannes Hafstein, ráðherra Íslands, ásamt öðrum fulltrúum hinna ýmsu þingflokka í báðum ríkj- um í hina svonefndu millilandanefnd, sem fundaði vorið 1908 í Kaupmannahöfn. Millilandanefndin skilaði af sér tillögum með heitinu „uppkast að lögum um ríkisréttar- samband Danmerkur og Íslands.“ En „uppkastið“, eins og það varð fljótlega kallað, veitti enga varanlega lausn á sam- bandsmálinu. Íslensku fulltrúarnir í millilanda- nefndinni klofnuðu í afstöðu sinni til þess, þar sem Skúli Thoroddsen, þingmaður Norður-Ísfirðinga og fyrrverandi bæjarfógeti á Ísafirði, lagðist eindregið gegn því og úr varð hápólitískt deilumál. Þótti andstæðingum upp- kastsins sem hinir íslensku fulltrúar í milli- landanefndinni hefðu látið of mikið undan kröf- um Dana. Þar kom meðal annars til að þó að Ísland væri sagt frjálst og sjálfstætt ríki var einnig tekið fram að það yrði eigi látið af hendi Danmerkur. Þá var sú staðreynd að samning- urinn var óuppsegjanlegur mönnum þyrnir í augum. Gengið var til alþingiskosninga árið 1908 sem snerust að miklu leyti um uppkastið og lauk þeim svo að andstæðingar þess fengu mikinn meirihluta á þingi. Vék Hannes Haf- stein, fyrsti íslenski ráðherrann, í kjölfarið úr embætti í samræmi við þingræðisregluna. Fánamálið ýtir við Dönum Frekari tilraunir á næstu árum til þess að leysa sambandsmálið fóru allar út um þúfur enda var hægara sagt en gert að sætta öll sjónarmið. Sjálfstæðisflokkurinn eldri, sem skipaður var andstæðingum Hannesar Hafsteins og Heima- stjórnarflokksins, gat ekki komið sér saman um betri útfærslu á „uppkastinu“ og sjálfur klauf Hannes Heimastjórnarflokkinn árið 1911 og myndaði Sambandsflokkinn í þeirri von um að geta leyst málið. Þær tilraunir fóru hins veg- ar allar út um þúfur. En meðan sambandsmál ríkjanna tveggja voru strand urðu tvö önnur mál að miklum hitamálum. Annars vegar var það spurningin um það hvort ráðherra Íslands ætti að bera upp sín mál við konung á fundum ríkisráðs Danmerkur, og hins vegar var það fánamálið. Síðarnefnda málið komst í hámæli 15. júní 1913, þegar skipstjóri varðskipsins Islands Falk gerði upptækan hvítbláan fána sem Einar Pétursson hafði sett upp á kappróðrabáti sín- um og róið með í Reykjavíkurhöfn. Vakti málið mikla reiði á Íslandi og varð úr að Íslendingar fengu sérstakan fána með breytingum á stjórn- arskránni árið 1915, en tekið var fram að hann væri eingöngu heimafáni, það er, að íslensk skip máttu ekki nota hann til siglinga utan ís- lenskrar landhelgi. Í kjölfar alþingiskosninganna 1916 náði eng- inn flokkur meirihluta á Alþingi, og varð úr að myndað var árið 1917 fyrsta ráðuneyti Íslands, undir forsæti Jóns Magnússonar úr Heima- stjórnarflokknum, sem þá var stærstur á þingi. Helsta hlutverk þeirrar ríkisstjórnar var að greiða úr þeim margvíslegu vandamálum sem fyrri heimsstyrjöldin hafði valdið hér á Íslandi, en styrjaldarárin urðu Íslendingum mjög þungbær, þó að þeir ættu engan hlut að henni. Styrjöldin ýtti enn frekar undir kröfu Ís- lendinga um að eignast sinn eigin fána, sem nota mætti til siglinga milli ríkja, en í styrjöld- inni voru brögð að því að íslensk skip, sem sigldu undir dönsku flaggi væru stöðvuð af breskum herskipum á leiðinni milli Íslands og Danmerkur. Jón Magnússon forsætisráðherra hreyfði því við fánamálinu á fundum sínum með dönskum stjórnvöldum um vor og aftur haustið 1917, en var tekið fálega af bæði Kristjáni X. Danakonungi og Carl Theodor Zahle, forsætis- ráðherra Dana. Vildi konungur hins vegar að skipuð yrði nefnd, sem myndi ræða sam- bandsmálið þegar sumarið 1918, en bæði Jón Ljósmyndasafn Íslands/Sigríður Zoëga Sambandsnefndin í garði Alþingishússins um sumarið 1918. Frá vinstri: Magnús Jónsson ritari, Bjarni Jónsson frá Vogi, Christopher Hage, Frederik Jeppesen Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson, J.C. Christensen, Einar Arnórsson, Erik Arup, Gísli Ísleifsson ritari, Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson ritari og Svend Aage Funder ritari. Grunnur hins sjálfstæða Íslands Aðdragandi fullveldisstofnunarinnar var knappur og bar óvænt að þegar Íslendingar leituðu eftir leyfi til þess að gera fánann sinn að almennum siglingafána vegna fyrri heimsstyrjaldar. Í staðinn samþykktu Danir að skipa samninganefnd sumarið 1918 um sambandsmálið í heild sinni en það gekk á ýmsu áður en fullveldið var í höfn. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.