Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 25
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 25
Fullveldi Íslands
hinni íslenzku og dönsku þjóð á herðar“.
Lorck sagði jafnframt að venjulega væri
ekki auðvelt að skilja tilfinningar annarra, en
að þó teldi hann að hinir íslensku bræður sín-
ir myndu skilja að það væri ekki „í alla staði
auðvelt hinni dönsku þjóð, sem hingað til hef-
ir fundið til þess að hún var smáþjóð, að taka
þátt í því sem skeður í dag“. Hins vegar
myndi Guð, sem elskaði rétt en hataði órétt,
launa hinni dönsku þjóð fyrir það að hafa látið
sér „umhugað um, að gera eigi bræðraþjóð
sinni rangt til í þessu máli“. Bað Lorck í
framhaldinu Guð um að blessa bæði framtíð
Íslands og Danmerkur og að lokum að hann
myndi varðveita konunginn.
Lúðraflokkur Reynis Gíslasonar lék þá lag-
ið „Kong Christian stod ved højen mast“, há-
tíðarsöng þjóðhöfðingja Danmerkur. Að því
loknu hrópaði Ágúst H. Bjarnason prófessor
„Lengi lifi konungur vor, hans hátign Krist-
ján 10.“ og fagnaði mannfjöldinn því með ní-
földu húrrahrópi fyrir konungi ríkjanna
tveggja.
Vaxandi bróðurþel og samvinna
Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti, forseti
sameinaðs þings og formaður íslensku samn-
inganefndarinnar í sambandsmálinu flutti þar
næst minni Danmerkur, og þakkaði dönskum
stjórnvöldum fyrir að viðurkenna fullveldi
landsins. „Oss er þetta því ljúfara og skyldara
sem Danmörk er fyrsta ríkið, sem viðurkennt
hefir fullveldi Íslands og hefir nú síðast sýnt
oss þann mikla sóma og hið hlýja bróðurþel,
að láta herskip bíða hér, eingöngu til þess að
heiðra fána vorn við þetta tækifæri og láta í
ljósi samúð sína við oss og samfagna oss á
þessari stundu,“ sagði Jóhannes.
Sagðist Jóhannes þess fullviss að hann tal-
aði fyrir munn hvers einasta Íslendings þegar
hann léti í ljós þá innilegu ósk og von, að Dan-
merkurríki mætti „eflast og blómgast, að ósk-
ir og vonir, sem því hafa verið hjartfólgnar
um mörg ár,megi rætast og að ætíð megi fara
vaxandi bróðurþel og samvinna milli dönsku
og íslenzku þjóðanna, báðum til gagns og
sóma“.
Í kjölfarið var leikinn þjóðsöngur Dan-
merkur, „Der er et yndigt land“ og var hróp-
að húrra fyrir Danmörku. Athöfninni við
Stjórnarráðið lauk svo á því að Sigurður
Jónsson hrópaði „Lengi lifi hið íslenska ríki“,
og segir í Ísafold að „varð þá húrrahróps-
þörfin svo mikil að aldrei ætlaði enda að
taka.“ Lúðraflokkurinn flutti að lokum „Ó,
Guð vors lands“, og var þá hinni lágstemmdu
athöfn við Stjórnarráðið lokið. Kom blöðunum
saman um að hún hefði farið vel og virðulega
fram. Mun hafa verið nokkur mannfjöldi í
bænum fram eftir kvöldi. Þá var fullveld-
isskemmtun haldin í Iðnó, sem haldin var að
tilstuðlan einstaklinga. Var ágóðanum af
skemmtuninni varið til hjálparstarfsemi
vegna spænsku veikinnar.
Enginn „tiltakanlegur fagnaðarblær“
Í Morgunblaðinu var hins vegar kvartað yfir
því að Íslendingar hefðu lítið látið bera á til-
finningum sínum þennan dag. „Íslendingar
eru þannig skapi farnir, að þeir láta ógjarna
bera á tilfinningum sínum. Þeir hrífast ekki
eins og aðrar þjóðir af því sem fram fer, eða
láta að minnsta kosti ekki á því bera. Þetta
kemur einna bezt í ljós á hátíðlegu stund-
unum, og svo var einnig í gær. Það virtist
ekki vera neinn tiltakanlegur fagnaðarblær
yfir þeim mikla mannfjölda, sem safnast hafði
saman til að fagna fullveldinu, hvort sem það
hefir stafað af skilningsleysi á þýðingu við-
burðarins, eða meðfæddu dullyndi þjóð-
arinnar.“
Þrátt fyrir það sagði í Morgunblaðinu að
„hátíðlegur blær“ hefði verið „að ýmsu leyti“
yfir athöfninni. „Það mátti sjá á mörgum, að
þeir fundu að stundin, sem leið um hádegið í
gær, var alvöruþrungin stund, og lengi munu
menn minnast augnabliksins, þegar klofinn,
íslenskur fáni sveif að hún í fyrsta sinn.“ Að
lokum nefndi Morgunblaðið að tvær fánas-
tengur hefðu staðið auðar fyrir aftan stjórn-
arráðshúsið, en þar hafði venjulega verið
flaggað danska fánanum, Dannebrog, við hlið
íslenska fánans. Var það mjög táknrænt að
sögn blaðsins. „Þær minntu á síðasta þáttinn í
fullveldisbaráttunni og klofni fáninn sýndi að
nýtt tímabil var hafið í sögu þjóðarinnar.“
Ljósmyndasafn Íslands/ Þorleifur Þorleifsson
Þessi ljósmynd eftir Þorleif Þorleifsson sýnir Victor Lorenz Lorck, skipherra á varðskipinu Islands Falk, standa fyrir framan Stjórnarráðið í þann mund sem fáni Íslands var dreginn að húni.
Íslendingar! Hans hátign konungurinn hef-
ur staðfest sambandslögin í gær, og í dag
ganga þau í gildi. Ísland er orðið viðurkennt
fullvalda ríki.
Þessi dagur er mikill dagur sögu þjóðar
vorrar. Þessi dagur er runninn af þeirri
baráttu, sem háð hefur verið í þessu landi
allt að því í heila öld. Hún hefur þroskað oss,
baráttan, um leið og hún hefur fært oss að
markinu. Saga hennar verður ekki sögð í
dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar.
Þar lifir einnig minning þeirra, sem með
mestri trúmennsku hafa vakað yfir málum
vorum. Hér engin nöfn. Þó aðeins eitt, sem
sagan hefur lyft hátt yfir öll önnur á sínum
breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar.
Hann var foringinn meðan hann lifði. Og
minning hans hefur síðan hann dó verið
leiðarstjarna þessarar þjóðar.
Í dag eru tímamót. Í dag byrjar ný saga,
saga hins viðurkennda íslenska ríkis. Fyrstu
drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð,
sem nú lifir, frá þeim æðsta, konunginum,
til þess, sem minnstan á máttinn. Það eru
ekki aðeins stjórnmálamennirnir, er miklu
ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina
nýju sögu. Nei, það eru allir. Bóndinn, sem
stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann
á hlutdeild í þeirri sögu, daglaunamaður-
inn, sem veltir steininum úr götunni, hann á
hlutdeild í þeirri sögu, sjómaðurinn, sem sit-
ur við árarkeipinn, hann á þar hlutdeild.
Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með al-
úð og samviskusemi, auka veg hins íslenska
ríkis. Og sú er skylda vor allra.
Hans hátign konungurinn hefur, með því
að undirskrifa sambandslögin, leitt þá hug-
sjón inn í veruleikann, sem vakti fyrir föður
hans, Friðrik konungi 8., sem öðrum fremur
hafði djúpan skilning á málum vorum. Og í
gær hefur konungurinn gefið út úrskurð
um þjóðfána íslands, sem blaktir frá því í
dag yfir hinu íslenska ríki. Hlýr hugur hinn-
ar íslensku þjóðar andar á móti konungi
vorum.
Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er
mynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á feg-
urstar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss,
eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á
höfunum, í baráttunni við brim og úfnar
öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í
vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem
þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor.
Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorr-
ar og konungs vors. Vér biðjum alföður að
vaka yfir íslenska ríkinu og konungi vorum.
Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta
fánanum til frægðar og frama. Gifta lands
vors og konungs vors fylgi fána vorum. Svo
drögum vér hann að hún.
Hátíðarræða Sigurðar
Eggerz 1. desember 1918