Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
F
ullveldisdagurinn 1. desember hefur
aldrei verið haldinn með sama há-
tíðarbrag og tíðkast hefur 17. júní frá
stofnun lýðveldis 1944. Afmælis full-
veldisins 1918 hefur þó ávallt verið
minnst með einhverjum hætti frá 1919.
Samkvæmt samningnum um samband Ís-
lands og Danmerkur sem gerður var í júlí 1918
skyldu sambandslögin taka gildi – og Ísland
þar með verða fullvalda ríki – 1. desember
sama ár. Dagsetningin var líklega tilviljun.
Þessi dagur hafði þá enga sérstöðu á Íslandi.
En fyrst varð að samþykkja samninginn í
þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og á þjóðþing-
um beggja landanna. Íslendingar gengu rösk-
lega til verksins. Alþingi samþykkti sambands-
lagafrumvarpið 2. september og lögin voru
staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október
með tæplega 93% gildra atkvæða. Danska
þingið var svifaseinna. Frumvarpið var ekki af-
greitt fyrr en 29. nóvember og þá voru lögin
send konungi sem staðfesti þau daginn eftir.
Skeyti um það barst til Íslands þann sama dag.
„Þarf að finna hentugri dag“
Samkoman sem haldin var við Stjórnarráðs-
húsið 1. desember virðist hafa verið undirbúin
með afar litlum fyrirvara, enda var hún stutt og
fábrotin. Kannski voru menn ekki sannfærðir
um að Danir myndu samþykkja lögin tím-
anlega. Líklegra er þó að hér gæti áhrifa
spænsku veikinnar sem um þær mundir lá eins
og mara yfir þjóðlífinu öllu. Í Reykjavík höfðu á
þriðja hundrað manns látist á stuttum tíma í
nóvember. Hinn 25. nóvember mátti lesa í
Morgunblaðinu að fullveldishátíð væri í undir-
búningi meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn 1.
desember. „Eigi vitum vér til þess að nokkuð
slíkt sé í undirbúningi hér, en óneitanlega væri
það þó vel viðeigandi, þó einhverjir erfiðleikar
ef til vill kunni að vera á því sökum veikind-
anna.“
Og blaðið bætti síðan við þessum orðum: „En
framvegis verður erfitt að halda fyrsta dag
desembermánaðar hátíðlegan sem þjóðhátíðar-
dag Íslendinga. Daginn ber upp á versta tíma
ársins, þegar allra veðra er von og hátíðahöld
undir berum himni í flestum tilfellum ómögu-
leg. Það þarf þá að finna einhvern hentugri dag
til þess að minnast sjálfstæðis Íslands fram-
vegis á viðeigandi hátt.“
Fagnaðarblæ skorti
Samkoman við Stjórnarráðið 1. desember 1918
hófst kl. 11 að morgni. Nokkur hundruð manns
voru viðstödd. Blásið var í lúðra og ræður flutt-
ar og klukkan 12 stundvíslega var nýi ríkisfán-
inn, tjúgufáninn, dreginn að húni í fyrsta sinn.
Íslenskir fánar voru síðan dregnir upp víðast
hvar í bænum að ósk stjórnarráðsins. Víða voru
skreytingar í verslunargluggum. Engin önnur
opinber samkoma var haldin, en um kvöldið var
þó efnt til fagnaðar í Iðnó sem sum blöðin köll-
uðu fullveldisskemmtun.
Í frásögn Morgunblaðsins af samkomunni
við Stjórnarráðshúsið daginn eftir segir: „Ís-
lendingar eru þannig skapi farnir að þeir láta
ógjarna bera á tilfinningum sínum. Þeir hrífast
ekki eins og aðrar þjóðir af því sem fram fer,
eða láta að minsta kosti ekki á því bera. Þetta
kemur einna bezt í ljós á hátíðlegu stundunum,
og svo var einnig í gær. Það virtist ekki vera
neinn tiltakanlegur fagnaðarblær yfir þeim
mikla mannfjölda, sem safnast hafði saman til
að fagna fullveldinu, hvort sem það hefir stafað
af skilningsleysi á þýðingu viðburðarins eða
meðfæddu dullyndi þjóðarinnar.“
Stúdentar taka daginn í fóstur
Ársafmælis fullveldisins 1919 var minnst með
því að fánar voru dregnir á stengur víðs vegar
um land. Sums staðar voru skip í höfnum fán-
um skreytt. Lúðrafélagið Harpa lék nokkur lög
framan við Stjórnarráðshúsið. Byrjað var á „Ó
guð vors lands“ og endað á „Eldgamla Ísafold“.
Ræðuhöld urðu engin. Frí var gefið í skólum
Reykjavíkur og flestum búðum bæjarins var
lokað um hádegi og svo var víðar í kaupstöðum.
Meiri var viðhöfnin ekki þegar Íslendingar
höfðu verið sjálfstæð þjóð í eitt ár. En sú venja
skapaðist að gefa frí í skólum þennan dag.
Ennfremur var verslunum og skrifstofum lok-
að eftir hádegi.
Þáttaskil urðu árið 1922 þegar stúdentar
tóku fullveldisdaginn svo að segja í fóstur. Þeir
efndu til samkomu með ræðuhöldum í Nýja
bíói í Reykjavík. Að henni lokinni var gengið í
skrúðgöngu að Alþingishúsinu, þar sem Há-
skólinn var þá til húsa. Blaðið Lögrétta sagði
að mikill mannfjöldi hefði þá verið á Austurvelli
og lúðrasveit hefði leikið ættjarðarlög. Há-
skólarektor ávarpaði fólkið af svölum þing-
hússins.
Næstu áratugina urðu svipaðar samkomur
á vegum stúdenta uppistaðan í hátíðarhöld-
unum í Reykjavík á fullveldisdaginn. Þetta
voru fyrst og fremst menntamanna-
samkomur. Dansleikir að kvöldi dagsins voru
þó öllum opnir. En samkomur sniðar að þörf-
um hins breiða fjölda voru engar og ekki er að
sjá að nein tilbreyting hafi verið í boði fyrir
börnin sem þó fengu frí úr skólunum. Stúd-
entar merktu sér fullveldisdaginn enn sterkar
með því að gera fjársöfnun til byggingar stúd-
entagarðs að einu höfuðatriði dagskrárinnar.
Svo var um langt árabil. Þá hefur það lengi
verið hluti af dagskrá fullveldisdagsins hjá
stúdentum að forystumenn þeirra leggi blóm-
sveig á leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavalla-
garði.
Í stærri kaupstöðum úti á landi voru gjarn-
an einhverjar samkomur þennan dag þar sem
fyrirmenn fluttu ræður um sjálfstæðisbarátt-
una. Þegar héraðsskólar með heimavistum
Ljósmynd/Magnús Ólafsson
Þegar styttan af fyrsta ráðherranum, Hannesi Hafstein, var tilbúin 1931 þótti við hæfi að afhjúpa hana á fullveldisdaginn. Mikið fjölmenni sótti athöfnina við Stjórnarráðið.
Fullveldisdagurinn í 100 ár
Afmælis fullveldisins 1. desember hefur ávallt verið minnst með einhverjum hætti. Veðurfar takmarkaði
útihátíðir frá upphafi. Stúdentar tóku daginn snemma í fóstur. Það dró úr vægi fullveldisdagsins þegar
17. júní var valinn þjóðhátíðarardagur við stofnun lýðveldis 1944. Hér er stiklað á stóru um sögu dagsins.
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is