Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands F ullveldið hafði, og hefur enn, geysi- mikla þýðingu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, 6. forseti lýðveld- isins, um þann merka áfanga sem vannst í sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga hinn 1. desember 1918. Hann bendir meðal annars á að ekki aðeins hafi Ísland þar náð stöðu frjáls og fullvalda ríkis, heldur hafi einnig falist í sjálfum sambandslögunum fyrirheit um algera lausn undan erlendu valdi, að Íslendingar gætu lýst yfir fullu sjálfstæði þegar tímaskeiði sambandslag- anna lyki. „Fullveldisyfirlýsingin 1918 var stór áfangasigur og eitt síðasta skrefið á leiðinni til fulls sjálfstæðis.“ Efasemdaraddir árið 1918 Guðni bætir við að fullveldið hafi ekki bara snúist um stjórnskipulega stöðu Íslands sem sérstaks ríkis. „Íslendingar þurftu að vilja verða fullvalda, finna að þeir gætu staðið á eigin fótum og til þess að svo mætti verða þurfti traustar efnahagslegar stoðir. Það verður að segjast eins og er að í aðdraganda fullveldisheimtar voru þeir til, bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi, sem höfðu efasemdir um að Ísland gæti staðið eitt og sér í ólgusjó heimsins.“ Þær efasemdir höfðu ekki síst skapast vegna styrjaldarinnar sem olli hér miklum búsifjum. Guðni bendir þó á að þrengingar stríðsáranna hafi einnig sýnt Íslendingum að þeir þurftu ekki að reiða sig á sambandið við Dani. „Styrjöldin skóp ýmsan vanda fyr- ir okkur, hér varð vöruskortur, kolaskortur, við seldum stóran hluta togaraflotans vegna þrenginga. Það var ekki bjart framundan í efnahagslegu tilliti árið 1918 en stríðið hafði þó sýnt okkur um leið að við þurftum ekki á nánu efnahagslegu sambandi við Dani að halda.“ Annað sem kom Íslendingum til góða í lok heimsstyrjaldarinnar var sá andi sjálfs- ákvörðunarréttar þjóða sem sveif yfir vötn- um. Guðni bendir á að fullveldisheimt Ís- lendinga hafi ekki orðið í neinu tómarúmi heldur hafi lok styrjaldarinnar leitt til þess að fjöldi sjálfstæðra ríkja spratt upp, eink- um í austurhluta Evrópu. „Við nutum þess- ara vinda sem blésu um álfuna og það hefði verið mjög undarleg niðurstaða ef Íslend- ingar hefðu sagt við sjálfa sig: Reynum að hverfa aftur til þess ástands sem var fyrir 1914.“ Lýðveldisstofnunin ristir dýpra Guðni bendir hins vegar einnig á að full- veldið hafi ekki endilega þótt sjálfgefið, jafn- vel eftir að það var komið í höfn. „Og vissu- lega var það svo á 4. áratug síðustu aldar, með heimskreppu og öfgum, fasisma, nas- isma og kommúnisma, að óttast mátti um fullveldi Íslands. Laust fyrir seinna stríð voru Íslendingar líka í kröggum, í mestu vandræðum með að standa skil á afborg- unum lána erlendis.“ Síðari heimsstyrjöldin breytti hins vegar öllu, segir Guðni. „Okkur hættir til að sjá söguna sem röð óumflýjan legra viðburða, að sögunni hlyti að hafa und- ið fram sem raun ber vitni, en í ljósi þess óróa sem geisaði í álfunni á fjórða áratugn- um er skiljanlegt að menn eins og Sveinn Björnsson, sendiherra og síðar fyrsti forseti lýðveldisins, hafi talið í aðdraganda stríðsins að það gæti verið hollt fyrir Íslendinga að halda til frambúðar í konungssambandið við Dani.“ Rás viðburðanna breytti hins vegar þeirri skoðun Sveins og fleiri, þannig að þeir komust að þeirri niðurstöðu að full skil við Dani væru sjálfsögð. „Um það var þó ekki einhugur í hildarleiknum hvort bíða bæri stríðsloka og alveg óhætt að velta yfir því vöngum núna hvorir hafi haft betri málstað að verja, svonefndir lögskilnaðarmenn eða hraðskilnaðarmenn, en svo fór sem fór.“ Spurður hvers vegna stofnun lýðveldis virðist vera fyrirferðarmeiri í þjóðarsálinni en fullveldisstofnunin segir Guðni það í raun skiljanlegt, því að með lýðveldinu hafi Ísland losnað formlega undan erlendu valdi fyrir fullt og allt. Fullveldisstofnunin virki því frekar eins og áfangasigur í sjálfstæðis- baráttunni. Auk konungssambands hafi Dan- ir séð um utanríkismál í okkar umboði til 1940 og danskir ríkisborgarar hafi notið hér fullra réttinda til jafns við Íslendinga. Þá liti hin sögulega minning af viðburðunum sjálf- um einnig viðhorf fólks. „Ef við berum sam- an 17. júní 1944 á Þingvöllum, þar sem tug- þúsundir komu saman, og viðburðinn fyrir framan Stjórnarráðið 1. desember 1918, þá er lýðveldisstofnunin miklu magnþrungnari og merkari í minningunni. Einnig má hafa í huga að fullveldisdagurinn 1918 var í skugga spænsku veikinnar,“ segir Guðni. Þá gæti einnig sú einfalda staðreynd að annar dagurinn er að sumri til og þar af leiðandi hentugri til hátíðarhalda haft sitt að segja. „17. júní er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem gnæfir yfir aðra í sjálf- stæðissögu Íslendinga. Að því leytinu til er líka vel til fundið að hampa þeim degi frekar en öðrum,“ segir Guðni. Sýndum hvað í okkur býr Guðni segir aðspurður að fullveldið hafi reynst Íslendingum mjög vel á þeim hundrað árum sem liðin eru frá endurheimt fullveldis. „Það má alveg fara í þá hugar- leikfimi að ímynda sér Ísland án fullveldis en niðurstaðan yrði alltaf sú að þá hefði þjóðinni að minnsta kosti ekki vegnað betur, því að fullveldið snerist að miklu leyti um það að sýna sjálfum okkur og öðrum hvað í okkur býr.“ Guðni segir að að vissu leyti megi líkja þessu við að vaxa úr grasi og fara úr for- eldrahúsum. „Þeim vegnar ekki öllum vel sem vita af skjólinu heima og forðast þess vegna að standa á eigin fótum.“ Guðni bendir einnig á að hugmyndin um hvað felist í fullveldi hafi breyst á þessum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framtíðin er í okkar höndum Fullveldistakan 1918 snerist að miklu leyti um það að sýna bæði Íslendingum og öðrum þann kraft sem býr í íslensku þjóðinni, segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann segist jafnframt vera bjartsýnn á framtíðina. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að fullveldið hafi reynst Íslendingum vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.