Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
Á
aldarafmæli fullveldisins líta
ýmsir yfir farinn veg, enda verð-
ur glæsilegur árangur íslensku
þjóðarinnar á síðustu öld lengi í
manna minnum. Við breyttumst á
hundrað árum úr því að vera veikburða ný-
lenda á jaðri heimsins í sjálfstæða burðuga
þjóð meðal þjóða.
En það væri ekki úr vegi á þessum tíma-
mótum að spyrja sig hvað við þurfum að
gera til að fullveldishátíðin eftir hundrað ár
– þ.e. árið 2118 – verði tífalt meira tilefni.
Auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í
skauti sér og fæstir spádómar eru líklegir
til að reynast sannir út árið, hvað þá öldina.
En afstaða okkar til framtíðarinnar byggist
fyrst og fremst á tvennu: því sem við trúum
að komi til með að gerast og því sem við
viljum að gerist.
Besta tilfellið er auðvitað að okkar per-
sónulega spá gangi eftir en að við fáum líka
það sem við vildum.
En þegar við horfum á framtíðir í sam-
hengi samfélaga vandast málið. Það er ekki
nóg með að allir hafi sína persónulegu út-
gáfu af trú og vilja, heldur er stjórnkerfi til
staðar sem hefur stundum sína eigin fram-
tíðarsýn – sem er stundum alveg ótengd
framtíðarsýn borgaranna. En slíkt myndi
reynast okkur dýrkeypt, og því er betra að
allir stilli saman strengi. Í það minnsta
þurfum við sameiginlega sýn á hvað er lík-
legt að gerist.
Raunveruleikinn er ekki alltaf samvinnu-
þýður, en með góðum spám og góðri áætl-
anagerð getum við í það minnsta reynt að
móta framtíð þjóðarinnar á hátt sem reynist
okkur vel.
Stórar hugmyndir líklegri til árangurs
Það virðist algilt þegar skoðaðar eru til-
raunir þjóða til að móta sína framtíð fram
til þessa að stórar og skýrar hugmyndir eru
mun líklegri til árangurs en litlar hugmynd-
ir. Eins og arkitektinn Daniel Burnham
orðaði það: „Gerið engar smáar áætlanir;
þær skortir galdrana sem hræra í blóði
manna og munu því líklegast að engu
verða.“
Á móti kemur að stórar strategískar fjár-
festingar í óljósri framtíð virðast borga sig
þegar þjóðin stendur heil að baki þeim. Við
getum tekið dæmi um Panamaskurðinn,
Apollo-áætlun Bandaríkjanna, ARPANet-
rannsóknarverkefnið sem leiddi af sér int-
ernetið, stofnun Airbus og vindorkufjárfest-
ingar í Danmörku. Ekkert af þessu var
örugg fjárfesting, en á bak við öll þessi stór-
verk manna voru stórar hugmyndir sterkra
þjóða.
Það er svo opin spurning hvert við eigum
að stefna þjóðinni.
Tækifæri fyrir næstu öld
Sumum þætti ágætis stórvirki að ljúka
loks lýðveldisstofnun hér með upptöku á
stjórnarskrá þjóðarinnar. Öðrum þætti gott
að vinna markvisst að því að auka fjöl-
breytni í atvinnulífinu til að hlífa landinu við
áföllum í einstökum atvinnugreinum. Ein-
hverjir myndu sjá það sem stórvirki að taka
upp stöðugan gjaldmiðil í landinu.
En þetta eru allt saman atriði sem má
laga á örfáum árum ef vilji væri fyrir hendi.
Stærri hugmynd, sem yrði verulegur akk-
ur í því fyrir Ísland að vinna að, er að verða
fyrst allra landa til að ná kolefnishlutleysi.
Þetta er hvorki lítil né auðveld hugmynd,
því skömm okkar í dag hljóðar upp á 3 millj-
ónir tonna koltvísýringsígilda á ári. Það er
áberandi minna en flestra landa, en þó
ástand sem þarf að laga. Fáum dylst mikil-
vægi þessa verkefnis, en það hefur minna
verið fjallað um þá staðreynd að það land
sem nær fyrst allra landa að ná hlutlausu
kolefnisfótspori mun njóta gríðarlegrar vel-
vildar í alþjóðasamfélaginu, og fyrirtæki frá
því landi sem bjóða upp á loftslagslausnir
munu geta selt öllum þær. Það má ekki van-
meta áhrifamátt þess að ríki og þjóð vinni
samhent að þessu stóra markmiði.
Á sama hátt og Íslendingar hafa ítrekað á
liðinni öld sameinast um stórvirki er nú
tækifæri til að búa að góðri framtíð fyrir
landið með því að ákveða saman að önnur
öld íslensks fullveldis verði öld stórra hug-
mynda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öld stórra hugmynda
’
Á sama hátt og Íslendingar hafa
ítrekað á liðinni öld sameinast
um stórvirki er nú tækifæri til að
búa að góðri framtíð fyrir landið
með því að ákveða saman að
önnur öld íslensks fullveldis
verði öld stórra hugmynda.
SMÁRI MCCARTHY, ÞINGMAÐUR PÍRATA