Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 37
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 37
Fullveldi Íslands
E
ngum blöðum er um það að fletta að
fullveldið hefur haft ríka þýðingu
fyrir Ísland. Það gildir um hvort
tveggja: Efnahag og menningu þjóð-
arinnar.
Fullveldislögunum, eða sambandslögunum
eins og þau heita formlega, svipar að því leyti til
stjórnarskrár að þau geyma fyrst og fremst
grundvallarákvarðanir um stöðu landsins. Með
þeim fékk Ísland nýjan sjálfstæðan sess í sam-
félagi þjóðanna.
Þó að Íslandi hafi farnast vel þegar á heildina
er litið á liðinni öld verður ekki fram hjá því
horft að ýmis veigamikil ákvæði í fullveldislög-
unum hafa staðist misvel tímans tönn.
Ákvæði um hlutleysi og
norrænt myntsamstarf
Eitt af þýðingarmestu ákvæðum laganna fól í
sér yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi. Um það
var algjör einhugur. Eftir rúma tvo áratugi
höfðu ytri aðstæður, sem við höfðum engin
áhrif á, þó gert hlutleysið að engu. Samningar
um hervernd Bandaríkjanna og ákvörðunin um
aðild að Atlantshafsbandalaginu fólu svo í sér
formlega kúvendingu frá fullveldislögunum.
Minnihluti þjóðarinnar taldi reyndar lengi
vel að með þessu fráhvarfi frá stefnu sam-
bandslaganna hefði Ísland í raun glatað full-
veldi sínu. Svo kom að því fyrir tveimur árum
að Alþingi samþykkti án mótatkvæða þjóðarör-
yggisstefnu þar sem því er slegið föstu að aðild
að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarf
við Bandaríkin séu ein af forsendum fullveldis
Íslands. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki
breytt þessari stefnu þrátt fyrir ólíkar áherslur
stjórnarflokkanna til varnarsamstarfsins.
Með öðrum orðum: Hundrað árum síðar er
einhugur á Alþingi um að treysta fullveldi
landsins með gagnstæðum hætti við það sem
fullveldislögin mæltu fyrir um. Við höfum hag-
nýtt frelsið til að endurmeta grundvallaratriði í
ljósi breyttra aðstæðna. Það hefur reynst
happadrjúgt.
Annað grundvallarákvæði fullveldislaganna
mælti fyrir um að Ísland yrði áfram aðili að
Norræna myntsambandinu meðan það héldist.
Menn voru sem sagt á einu máli um að stöðug
mynt í alþjóðlegu samstarfi treysti betur full-
veldi landsins en sjálfstæð mynt sem ekki væri
hlutgeng í milliríkjaviðskiptum sökum óstöð-
ugleika. Þetta var mjög í anda hugsjóna Jóns
forseta um frjáls viðskipti og hlutverk gjald-
miðla.
Vegna aðstæðna sem við réðum ekki við varð
þetta ákvæði að engu þegar Norræna mynt-
sambandið leystist upp skömmu eftir lok fyrri
heimstyrjaldarinnar. Þannig urðu góð áform
jafn skjótt að engu og við höfum aldrei náð tök-
um á gjaldmiðilsmálunum síðan. Ekki er of-
mælt að það sé einn helsti vandi hagstjórnar á
Íslandi.
Sterkari staða í fjölþjóðasamstarfi
Það reyndi fljótt á fullveldið í samskiptum við
aðrar þjóðir. Aðeins þremur árum eftir að við
urðum fullvalda ríki nýttu Spánverjar yfirburða
stöðu sína í tvíhliða viðskiptasamningi og knúðu
okkur til að falla að hluta frá vínbanni sem sett
hafði verið á grundvelli þjóðaratkvæðis. Þannig
tryggðum við áfram hindrunarlausan aðgang
að mikilvægasta markaði landsins fyrir aðal út-
flutningsvöruna, saltfiskinn okkar.
Einhverjir geta sagt sem svo að Spánverjar
hafi með þessu tekið af okkur fullveldisráðin
um það hvernig skipa ætti áfengissölumálum
hér. Í reynd var þetta þó aðeins lexía um þá ein-
földu staðreynd að í tvíhliða viðskiptasamn-
ingum hafa stærri og voldugri þjóðir jafnan
undirtökin. Ég held á hinn bóginn að við höfum
sýnt styrk ungrar og smárrar fullvalda þjóðar
með því að semja. Og fengum meira að segja
um tíma forskot á Norðmenn sem þráuðust við
að gefa eftir vegna fullveldissjónarmiða.
Reynslan hefur því kennt okkur að staða
okkar sem lítillar þjóðar í viðskipta- og efna-
hagssamvinnu er sterkari í fjölþjóðasamstarfi.
Þegar Bretar og Hollendingar gerðu kröfu á ís-
lensk stjórnvöld um ríkisábyrgð á Icesave níu
áratugum eftir Spánarsamningana réð það úr-
slitum að við gátum varist með reglum sem
Evrópusambandið hafði sett um þessi efni og
EFTA-dómstóllinn staðfesti.
Ef samband okkar við Breta hefði byggst á
tvíhliða samningi er aftur á móti líklegt að farið
hefði á sama veg og í glímunni við Spánverja.
Með aðild að fjölþjóðlegum efnahags- og við-
skiptasamningi, EES-samningnum, höfðum við
ekki aðeins náð því marki að bæta efnahaginn
heldur einnig að tryggja fullveldi landsins betur
en í árdaga þess.
Þegar spurt er hver sé framtíð hins fullvalda
Íslands er ekki efni til annars en bjartsýni um
vöxt og viðgang þjóðarinnar. Fjölmörg verkefni
blasa við. Í ljósi fullveldisafmælisins er þó nær-
tækast að horfa til þeirra áforma í fullveldislög-
unum sem okkur tókst aldrei að koma í fram-
kvæmd.
Það er enn svo að stöðugur gjaldmiðill sem er
hlutgengur í milliríkjaviðskiptum myndi
styrkja efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þar
með treysta fullveldið. Núverandi skipan gjald-
miðilsmála veikir ekki aðeins þjóðarbúskapinn
heldur er hún undirrót alvarlegs misréttis og
ranglætis í samfélaginu. Sniðganga gagnvart
gjaldmiðlinum birtist með ýmsum hætti hjá
þeim sem það geta; og það er ekki almenningur.
Ríkisvaldið lætur stærsta fyrirtæki sitt, Lands-
virkjun, starfa utan krónuhagkerfisins. Flest
öflugustu fyrirtækin hafa líka farið með sam-
þykki ríkisvaldsins út úr krónuhagkerfinu.
Smærri fyrirtæki og launafólk er á hinn bóginn
knúið til að nota krónuna. Í þessu er falið mis-
rétti sem erfitt er að verja og vandséð hvernig
unnt er að styðja skynsamlegum rökum.
Frjálslyndi og víðsýni Jóns forseta
Í ritgerð eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing sem
birtist í riti Hins íslenska bókmenntafélags um
hugsjónir og stefnumál Jóns Sigurðssonar í til-
efni af tvöhundruð ára afmæli hans segir um
þetta álitaefni: „Því er ljóst að hvorki Jón Sig-
urðsson né nokkur annar af leiðtogum sjálf-
stæðisbaráttunnar leit á sjálfstæða mynt og/
eða sjálfstæða peningamálastjórn sem fullveld-
ismarkmið í sjálfu sér. Af því sem Jón forseti
ritaði verður ekki annað séð en hann hafi talið
myntsamvinnu við önnur lönd heppilegan
kost.“
Gjaldmiðilsmálið er stórt óleyst verkefni frá
1918. Á þessum tímamótum er í því sambandi
alveg óhætt að segja hátt og skýrt: Meira,
meira og enn meira af frjálslyndi og víðsýni
Jóns forseta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meira af frjálslyndi Jóns forseta
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, FORMAÐUR VIÐREISNAR
’
Það er enn svo að stöðugur
gjaldmiðill sem er hlutgengur í
milliríkjaviðskiptum myndi styrkja
efnahagslega stöðu þjóðarinnar
og þar með treysta fullveldið.