Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
Þ
að var þegjandalegur mannfjöldi,
sem safnaðist saman í kringum
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
sunnudaginn 1. desember 1918. Ár-
ið hafði hafist á einhverri mestu
fimbultíð í manna minnum, Frostavetrinum
mikla; mannskæð stórstyrjöld hafði geisað allt
sumarið í Norðurálfunni; um haustið hafði
spænska veikin borist til Íslands og kostað
mörg hundruð mannslíf; Katla hafði gosið með
svo miklum krafti, að eldstrókarnir sáust frá
Reykjavík; og um miðjan nóvember höfðu
fréttir hermt, að Norðurálfuófriðnum mikla
væri að vísu lokið, en valdhöfum verið steypt af
stóli í Þýskalandi og víðar. Á hádegi þennan
vetrardag sveif íslenski ríkisfáninn að húni á
Stjórnarráðshúsinu, og um leið voru fánar
dregnir á stöng víðs vegar um bæinn og ann-
ars staðar á Íslandi. Tilkynnt var, að Ísland
væri orðið fullvalda ríki í konungssambandi við
Dana, eins og samist hafði um milli Íslendinga
og Dana þá um sumarið. Frá ytri höfninni
kvað við 21 skot frá dönsku varðskipi til heið-
urs hinu nýja íslenska konungsríki. Lúðrasveit
lék þjóðsöngva Danmerkur og Íslands, og
gestir hrópuðu húrra fyrir konungi, Dan-
mörku og Íslandi.
Hvenær varð Ísland ríki?
Því var mannfjöldinn við Stjórnarráðshúsið al-
varlegur í bragði, að margt hafði gengið á árið
á undan og ærin verkefni biðu einnig hins nýja
ríkis, sem fámenn þjóð og fátæk hafði gerst
svo djörf að stofna eftir sjötíu ára þref við
Dani, sem voru lengi að skilja, að Íslendingar
voru ekki Danir, þótt þeir vildu gjarnan vera
vinir þessarar geðfelldu menningarþjóðar,
sem tilviljun hafði tengt við Ísland allt frá
1380, er norska krúnan féll í hendur Danakon-
ungi. Það er síðan álitamál, hvort þjóðin var í
raun að endurheimta fornt fullveldi eða öðlast
það í fyrsta sinn. Tvær kenningar um ríkið eru
fyrirferðarmestar í stjórnmálaheimspeki.
Aðra má kenna við Hegel, og hún er, að ríkið
sé vettvangur málamiðlana, einingarafl. Sam-
kvæmt henni mátti segja, að til hefði verið ís-
lenskt ríki fullvalda þjóðar allt frá stofnun Al-
þingis sumarið 930, enda gerðu Íslendingar
fyrsta milliríkjasamninginn (við Noreg) árið
1022. Meginstefið í Íslendingasögum er ein-
mitt, hvernig miðla megi málum með ein-
staklingum, sem búa við lög án ríkisvalds. Þótt
Íslendingar hefðu selt fullveldið í hendur
Danakonungi með einveldishyllingunni 1662,
endurheimtu þeir það, þegar hann afsalaði sér
einveldi 1849, og Dana var aðeins að við-
urkenna það, eins og Jón Sigurðsson, leiðtogi
Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni, hélt fram.
Hina kenninguna um ríkið setti Weber fram,
en samkvæmt henni er það stofnun með einka-
rétt á að beita valdi á tilteknu svæði. Ef miðað
er við þessa skilgreiningu, þá varð íslenskt ríki
líklega ekki til fyrr en 1. desember 1918. Fyrir
þann tíma höfðu Danir allt úrslitavald á Ís-
landi, og önnuðust þeir þess vegna til dæmis
landhelgisgæslu, en heldur slælega. Það voru
Danir, en ekki Íslendingar, sem gerðu samn-
ing við Breta 1901 um þriggja mílna landhelgi,
sem rann ekki út fyrr en 1951.
Ekki verður hins vegar um það deilt, að ís-
lenska konungsríkið, sem stofnað var 1. des-
ember 1918, var ríki í skilningi beggja, Hegels
og Webers: í senn vettvangur málamiðlana og
stofnun með einkarétt á valdbeitingu. Tóku Ís-
lendingar landhelgisgæslu smám saman í eigin
hendur næstu tvo áratugi. Haustið 1921 reyndi
mjög á hið veikburða íslenska ríki. Komm-
únistar höfðu rænt völdum í Rússlandi fjórum
árum áður og stefndu leynt og ljóst að heims-
byltingu. Árið 1921 neitaði hópur Íslendinga
undir áhrifum þeirra að hlýða yfirvöldum, sem
mælt höfðu að ráði lækna fyrir um brottvísun
erlends gests þeirra, en hann hafði reynst vera
með smitsjúkdóm í augum. Þurfti þá að safna
varaliði til stuðnings lögreglu í því skyni að
framfylgja boði yfirvalda. Næstu árin færðist
þessi hópur í aukana og stofnaði haustið 1930
kommúnistaflokk Íslands, sem óðar gekk í Al-
þjóðasamband kommúnista. Hafnaði flokk-
urinn algerlega því stjórnarfyrirkomulagi,
sem Íslendingar höfðu þegið með stjórn-
arskránni 1874 og gerði ráð fyrir sömu al-
mennu mannréttindum og annars staðar á
Vesturlöndum, dreifingu valdsins og takmörk-
un þess. Þessi flokkur vildi gera byltingu og
safna öllu valdi saman á einni hendi, og skáld
hans, Jóhannes úr Kötlum, kvað:
Sovét-Ísland,
óskalandið,
– hvenær kemur þú?
Árin 1929-1938 sendi íslenski flokkurinn alls
23 manns í leynilegar þjálfunarbúðir fyrir
byltingarmenn í Moskvu, miklu fleiri hlutfalls-
lega en nokkur annar kommúnistaflokkur í
heiminum, enda tókst kommúnistum að sigra
lögregluna í miklum götubardaga í Reykjavík
9. nóvember 1932, Gúttóslagnum svonefnda,
eins og formaður kommúnistaflokksins, Brynj-
ólfur Bjarnason, skrifaði hreykinn yfirboð-
urum sínum í Moskvu um skömmu síðar.
Hlutleysi og hervernd
Hið nýja konungsríki norður í Dumbshafi lýsti
strax yfir hlutleysi, eins og Danir höfðu gert í
Norðurálfuófriðnum mikla, og gekk ekki í
Þjóðabandalagið, sem stofnað hafði verið eftir
ófriðinn. En yfirlýsingar um hlutleysi eru
marklitlar, nema eitthvert afl sé á bak við þær.
Í raun og veru naut Ísland verndar breska
flotans árin milli stríða. Bretar höfðu engan
áhuga á að leggja Ísland undir sig, en þeir
vildu koma í veg fyrir, að önnur stórveldi hefðu
hér veruleg ítök. Væntanlega var það skýr-
ingin á því, að Ísland fylgdi ekki með, þegar
Svíar fengu Noreg 1814 í sárabætur fyrir
Finnland, þótt verið hefði norskt skattland.
Bretar töldu sér ekki stafa nein hætta af Dön-
um. Þrátt fyrir óbeina vernd Breta fundu Ís-
lendingar þó til vanmáttar síns fyrstu áratugi
hins nýja konungsríkis. Brýnasta úrlausn-
arefnið var að selja fisk, einu vöruna, sem
þjóðin átti nóg af. Þótt samþykkt hefði verið í
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1908 að banna all-
an innflutning áfengis til landsins, hurfu Ís-
lendingar til dæmis árið 1922 frá banni á inn-
flutningi léttra vína að kröfu Spánverja, og
þeir tóku ekki þátt í viðskiptaþvingunum
Þjóðabandalagsins gegn Ítalíu árið 1935 vegna
Eþíópíustríðsins. Vildu þeir ekki missa góða
markaði fyrir fisk á Spáni og Ítalíu. Lengst
gengu Íslendingar í að skerða fullveldið vegna
viðskiptahagsmuna vorið 1939, þegar Her-
mann Jónasson, þá forsætis- og dóms-
málaráðherra, lét að kröfu þýska ræðismanns-
ins í Reykjavík gera upptæka bók um
fangabúðir nasista.
Í Norðurálfuófriðnum mikla 1914-1918
höfðu Bretar tekið í sínar hendur stjórn allra
siglinga til og frá Íslandi, og þegar seinni
heimsstyrjöldin skall á, töldu þeir sig verða að
koma í veg fyrir, að þýskir nasistar legðu undir
sig landið, og hernámu það þess vegna vorið
1940. Var það vissulega frekleg skerðing á full-
veldi Íslands, en í hjarta sínu voru flestir Ís-
lendingar því samt fegnir, að Bretar hernámu
landið, ekki Þjóðverjar, eins og Ólafur Thors
trúði breska sendiherranum fyrir, þegar sá
gekk á fund ríkisstjórnarinnar 10. maí 1940.
Íslendingum tókst síðan með lagni og hygg-
indum að semja sem fullvalda þjóð við Banda-
ríkjamenn vorið 1941 um, að þeir tækju við
hervernd landsins, en breska hernámsliðið
hyrfi á brott. Með því sögðu Íslendingar í raun
skilið við hlutleysisstefnuna frá 1918. Þótt
kommúnistar, sem nú kölluðu sig sósíalista,
hefðu hægt um sig í baráttunni fyrir Sovét-
Íslandi fyrstu árin eftir að Hitler réðst á sinn
fyrri bandamann, Stalín, sumarið 1941, hófu
þeir eftir stríð harða baráttu gegn frekara
varnarsamstarfi við Vesturveldin, eins og Ein-
ar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins,
fékk fyrirmæli um í Moskvu á leynifundi með
Georgí Dímítrov haustið 1945. Áttu lögreglan
og varalið hennar fullt í fangi með að ráða við
ofbeldisseggi úr þeirra röðum í götuóeirðum í
Reykjavík árin 1946 og 1949. Sósíalistar nutu
þessi árin miklu meira fylgis en komm-
únistaflokkar í öðrum Norðurálfulöndum,
fengu hvorki meira né minna en 19,5% at-
kvæða í þingkosningunum 1946 og sama hlut-
fall árið 1949. Voru orsakirnar eflaust marg-
þættar.
Gegn íslenskum þjónum
hins austræna jötuns
Í hinum hörðu átökum um varnir landsins eftir
síðari heimsstyrjöld nutu íslenskir komm-
únistar og sósíalistar þess, að í menningarlífi
landsins höfðu þeir yfirburði. Þeir höfðu eftir
fyrirmælum frá Alþjóðasambandi kommúnista
stofnað Félag byltingarsinnaðra rithöfunda
árið 1933, bókaútgáfuna Heimskringlu árið
1935 og bókafélagið Mál og menningu árið
1937, en það varð strax öflugt. Nokkrir kunn-
ustu rithöfundar landsins voru ákafir stal-
ínistar, þar á meðal Halldór Kiljan Laxness og
Þórbergur Þórðarson að ógleymdum Jóhann-
esi úr Kötlum. Vörðu þeir með ráðum og dáð
ofbeldisverk rússnesku ráðstjórnarinnar,
árásirnar á Pólland og Finnland 1939, hernám
Eystrasaltsríkja 1940 og valdarán komm-
únista í löndum Mið- og Austur-Evrópu eftir
stríð, jafnframt því sem þeir vísuðu á bug frá-
sögnum ótal sjónarvotta um fjöldaaftökur,
hungursneyðir af mannavöldum, þrælabúðir
og nauðungarflutninga. En nú risu nokkrir
dáðustu rithöfundar þjóðarinnar upp gegn ís-
lenskum þjónum hins austræna jötuns. Þeir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Tómas Guð-
mundsson og Guðmundur G. Hagalín höfðu
allir staðið ungir menn við Stjórnarráðshúsið
1. desember 1918 og horft á, þegar íslenski rík-
isfáninn var í fyrsta sinn dreginn að húni. Dav-
íð minntist þá föður síns og annarra eyfirskra
bænda, sem höfðu rætt um sambandsmálið í
baðstofunni heima í Fagraskógi: „Hver átti að
ráða hér ríkjum? Íslendingar sjálfir. Þeir
höfðu helgað sér landið með blóði og sveita og
þúsund ára erfðum.“ Tómasi fannst hann
standa frammi fyrir þjóð, sem komin væri um
langan veg út úr nótt og dauða, en hefði lifað af
vegna þess, að hún hefði varðveitt vonina um
þennan dag í hjarta sínu. Hagalín sá fyrir sér
ósýnilega fylkingu frá fyrri tíð, frækna for-
ingja, en líka vaðmálsklædda bændur og sjó-
menn í skinnstökkum, sem átt hefðu sér
draum um frelsi og fullveldi.
Hagalín varð fyrstur til að skera upp herör
gegn liðsmönnum Sovét-Íslands. Hann birti
þegar árið 1943 bókina Gróður og sandfok um
óholl áhrif kommúnista í íslensku menningar-
lífi. Tómas flutti kvæði á Árnesingamóti í júní
Að fengnu fullveldi:
Ísland eða Sovét-Ísland?
Flestir ráðamenn þeirrar litlu þjóðar, sem varð fullvalda í skammdeginu fyrir
hundrað árum, hafa fylgt fordæmi Staðarhóls-Páls, sem kraup forðum fyrir konungi
með öðrum fæti, en stóð í hinn og sagði: Ég lýt hátigninni, en stend á réttinum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hannesgi@hi.is
’
Í hinum hörðu átökum um varnir
landsins eftir síðari heimsstyrjöld
nutu íslenskir kommúnistar og
sósíalistar þess, að í menningar-
lífi landsins höfðu þeir yfirburði.
’
Kalda stríðið stóð ekki milli
tveggja stórvelda, heldur um
það, hvort vestræn lýðræðisríki
ættu að veita fyrirhugaðri heims-
byltingu kommúnista og land-
vinningum Rússa viðnám.