Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 42
42 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
Í
sland hefur leitast eftir náinni samvinnu við
nágrannaríki allt frá fullveldisstofnun 1.
desember 1918. Þannig hafa landsmenn
náð að styrkja efnahaginn, tryggja öryggi
og renna styrkari stoðum undir menningu
og nýsköpun. Samvinnan hefur verið það náin
og á þeim forsendum að í raun er hægt að tala
um að Ísland hafi leitað skjóls hjá vinaþjóðum.
Allt frá landnámi hefur Ísland verið í skjóli
stærri og voldugri ríkja þó að vissulega hafi
verulegur kostnaður fylgt náinni samvinnu á
stundum. Í þessari grein verður leitast við að
greina hvernig íslenskir ráðamenn hafa frá
fullveldisstofnun leitast við að styrkja fullveldi
Íslands.
Stærð ríkja virðist ekki skipta sköpum þeg-
ar kemur að velsæld og mörg smáríki hafa
sýnt fram á að þau eru fullfær um að byggja
upp skilvirka stjórnsýslu. Í samanburði við
stór ríki eru lítil ríki hins vegar háðari alþjóða-
viðskiptum vegna lítils heimamarkaðar og eiga
erfiðara með að verjast utanaðkomandi árás-
um. Einnig þurfa þau að vera meira vakandi
fyrir því að nýjustu straumar og stefnur berist
til þeirra. Auk þessa þá getur stjórnsýsla lítils
ríkis og þar með talið utanríkisþjónusta aldrei
orðið eins umfangsmikil og stórs ríkis.
Ofangreind staða smáríkja kallar á að þau
bregðist við og íhugi vandlega hvernig þau
tryggi sem best fullveldi sitt. Samkvæmt
kenningunni um skjól í smáríkjafræðum, af-
sprengi alþjóðastjórnmála, leita lítil ríki skjóls
hjá einstaka ríkjum og alþjóðastofnunum til að
tryggja góð lífskjör, varnir og nýtímavæðingu.
Þannig greinir skjólskenningin að smáríki
sækist eftir þrenns konar skjóli; efnahagslegu,
pólitísku og félagslegu. Með því að leita skjóls
leitast smáríki við að draga úr líkum á því að
þau verði fyrir ytri áföllum, fá aðstoð við að
glíma við áföll ef þau dynja yfir og njóta í kjöl-
farið hjálpar við endurreisn.
Efnahaglegt skjól
Þrátt fyrir harða sjálfstæðisbaráttu lögðu ís-
lenskir ráðamenn sig fram um það að vinna ná-
ið með dönskum stjórnvöldum á millistríðs-
árunum til að styrkja nýfengið fullveldi.
Danmörk hætti beinum fjárstuðningi til Ís-
lands við fullveldisstofnun en hélt áfram að
skilgreina Ísland sem hluta af dönsku mark-
aðssvæði. Þetta skipti sköpum fyrir útflutning
frá landinu þar sem oft var krafist vöruskipta í
viðskiptum og innflutningur sem ekki kom Ís-
lendingum að notum fór til Danmerkur. Sam-
skipti landanna rofnuðu hins vegar þegar
Þjóðverjar hernámu Danmörku vorið 1940.
Ísland leitaði einnig efnahaglegs skjól hjá
Bretlandi en íslensk stjórnvöld tengdu krón-
una við breska pundið á fyrri hluta 3. áratug-
arins. Þetta leiddi til stöðugasta gengistíma-
bils í sögu Íslands sem varði til ársins 1939.
Eftir gengisfellingu það ár var krónan tengd
bandaríkjadal og hélst sú tenging í áratug.
Hernám Breta árið 1940 var vissulega áfall
fyrir fullvalda þjóð en Bretar tryggðu alþjóða-
viðskipti og herverndarsamningurinn við
Bandaríkin sem gerður var árið 1941 tryggði
ekki einungis varnir heldur einnig viðskipti og
umfangsmikla uppbyggingu innanlands og
efnahagsaðstoð. Í lok styrjaldarinnar hafði
skjól Breta og Bandaríkjanna gert Ísland að
einu ríkasta landi heims.
Erfitt er að sjá fyrir sér efnahag Íslands án
stuðnings Bandaríkjanna á eftirstríðsárunum
og þeirrar fjárhagslegu aðstoðar sem Banda-
ríkin veittu Íslandi allt til ársins 2006. Sama
má segja um mikilvægi þess að vera hluti af
dönskum markaði á millistríðsárunum þó að
minna hafi farið fyrir því í opinberri umræðu.
Ein meginástæða þess að íslensk stjórnvöld
ákváðu að gerast stofnaðilar að Alþjóðabank-
anum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar var viðleitni til að
styrkja efnahagslega stöðu landsins á óvissu-
tímum. Ísland naut um langt árabil sérfræði-
þekkingar, styrkja og hagstæðra lána frá þess-
um stofnunum og nú síðast í kjölfar banka-
hrunsins. Norðurlöndin veittu Íslendingum
einnig mikilvægt skjól með því að taka þátt í
fjármögnum láns á vegum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins eftir hrun. Þau veittu Íslandi einnig
fjárhagsstuðning við inngönguna í EFTA árið
1970.
Eftir að draga fór úr beinum efnahagsstuðn-
ingi Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar
áttu íslensk stjórnvöld ekki annan kost en að
reyna að tryggja hagstæðari markaðsaðgang
að mörkuðum Evrópuríkja. En samhliða
EFTA-aðildinni og áður en að aðildinni að
EES kom höfðu Íslendingar notið efnahags-
legs skjóls af sameiginlegum norrænum vinnu-
markaði.
Íslensk stjórnvöld hafa þannig ætíð leitað
efnahagslegs skjóls með því að tryggja sér að-
ild að stærri markaði og með þátttöku í alþjóð-
legu regluverki sem setur leikreglur á mark-
aðnum. Þetta hefur styrkt efnahagslegt full-
veldi Íslands.
Pólitískt skjól
Sú staðreynd að dönsk stjórnvöld sáu um
framkvæmd utanríkisstefnu Íslands á milli-
stríðsárunum tryggði að þau veittu mikilvægt
diplómatískt skjól við gerð viðskiptasamninga.
Íslensk stjórnvöld höfðu í fyrstu enga burði,
hvorki þekkingarlega né stjórnsýslulega, til að
sinna þessari samningagerð. Dönsk stjórnvöld
tryggðu einnig pólitískt skjól sem landið þurfi
á að halda með landhelgisgæslu alveg fram að
síðari heimsstyrjöldinni. Landhelgisgæslan
nýtur enn í dag umtalsverðs skjóls af sam-
vinnu við dönsk stjórnvöld.
Danmörk var hins vegar, allt frá byrjun 19.
aldar, of veikburða til að veita Íslandi skjól
þegar mest á reyndi, það er í Napóleónstríð-
unum og fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Í
seinni heimsstyrjöldinni tóku Bandaríkin við
sem skjólsveitandi af Bretum og í kjölfarið
veitti varnarsamvinnan við Bandaríkin og að-
ildin að NATO ekki aðeins hernaðarlegt skjól
heldur einnig diplómatískt skjól þegar kom að
útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Ísland nýtur
einnig diplómatísks skjóls af náinni samvinnu
við ríki Norðurlandanna innan alþjóðastofnana
og í samningaviðræðum við önnur ríki.
Íslands naut skjóls af reglum og viðmiðum
alþjóðakerfisins á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna rétt eins og skjólskenningin kveður á um.
Fullveldi lítilla ríkja ber að virða rétt eins og
fullveldi stærri ríkja. Ísland naut ekki síst al-
þjóðlegrar þróunar í hafrétti, þegar kom að út-
færslu fiskveiðilögsögunnar. Breytingar í haf-
rétti, sem bundu hendur stærri og voldugri
ríkja, gerðu Íslandi kleift að stækka fiskveiði-
lögsöguna.
Í kjölfar brotthvarfs bandaríska hersins árið
2007 hafa íslensk stjórnvöld brugðið á það ráð
að gera öryggissamninga við önnur nágranna-
ríki eins og Kanada, Noreg, Danmörku og
Bretland og tryggja tímabundnar loftvarnir
með viðveru flugherja Finnlands og Svíþjóðar
og tiltekinna NATO-ríkja á landinu. Ísland
nýtur einnig góðs af náinni tæknisamvinnu við
Noreg hvað varðar netöryggi og varnarmál.
Þessi ríki gegna því veigameira hlutverki í
vörnum landsins en áður, þar sem þau eru orð-
in beinir skjólsveitendur. Aðildin að Schengen
hefur einnig veitt víðtækara og mikilvægara
skjól en margir töldu í fyrstu að yrði raunin,
sérstaklega á sviði lögreglusamstarfs.
Að þessu sögðu má draga þá ályktun að það
pólitíska skjól sem Ísland hefur notið í formi
varna og utanríkisþjónustu, og viðmiða og
leikreglna alþjóðakerfisins, hafi skipt sköpum
fyrir fullveldi landsins.
Félagsleg skjól
Þrátt fyrir mikil áhrif bandarískrar menningar
og nýsköpunar á landsmenn frá stríðsárunum
héldu íslensk stjórnvöld áfram að leita fyrst og
fremst eftir félagslegu skjóli hjá Norðurlönd-
unum, einkum Danmörku. Leitað var fyrir-
mynda við áframhaldandi uppbyggingu stjórn-
sýslunnar og velferðarkerfisins og íslensk
löggjöf á mörgum sviðum tók áfram mið af
danskri löggjöf.
Eftir síðari heimsstyrjöldina tók Kaup-
mannahöfn fljótlega aftur við sem miðstöð ís-
lenskra stúdenta erlendis þar sem þeir héldu
Fullveldi Íslands og
alþjóðasamvinna í 100 ár
Íslendingar hafa allt frá upphafsárum fullveldis leitast við styrkja efnahagslega,
pólitíska og menningarlega stöðu sína með náinni samvinnu við nágrannaríki sín.
Baldur Þórhallsson baldurt@hi.is
Bjarni Benediktsson ræðir hér við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á ár-
unum 1949-1953, en sterk tengsl Íslands við Bandaríkin veittu Íslandi ekki bara hernaðarlegt
skjól, heldur einnig diplómatískt skjól í landhelgismálunum að mati höfundar.
’Fullveldi Íslands hefur veriðtryggt með því að leita skjóls og almennt hafa stjórnvöld
forðast að standa ein á báti
án formlegra bandamanna
í ólgusjó alþjóðastjórnmála.