Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands S álmurinn hér til hliðar er eftir séra Hjálmar Jónsson, fv. dóm- kirkjuprest, sem hann samdi í tilefni af 100 ára afmæli fullveld- isins. Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi lag við sálminn og verður frumflutn- ingur á verkinu í hátíðarmessu í Dómkirkj- unni á morgun, sunnudag, kl. 11, í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Dómkórinn mun flytja verkið. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson og sr. El- ínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti stýrir tónlistarflutn- ingi og Dómkórinn syngur. Einnig verður frumflutt lag Hildigunnar við ljóðið Fjöregg eftir Magneu J. Matthíasdóttur, auk ann- arrar tónlistar. „Við séra Sveinn, eftirmaður minn sem sóknarprestur Dómkirkjunnar, vorum að spjalla saman og hann lýsti áhuga sínum á að fá nýjan sálm, lag og ljóð, fyrir þetta til- efni. Dómkirkjan er mér kær og mig langaði að leggja örlítið af mörkum,“ segir séra Hjálmar um tilurð nýja sálmsins, 100 ár. Hildigunnur Rúnarsdóttir segist ekki hafa fengið mikinn tíma til að semja lagið en það hafi síðan gengið hratt og vel fyrir sig. „Ég fékk textann á mánudegi, lét hann þroskast í huganum, byrjaði að semja lagið á fimmtudegi og síðan var lagið tilbúið á laug- ardegi. Lagið er skrifað sérstaklega við sálm séra Hjálmars. Textinn er bráðfallegur og kallaði mjög sterkt á laglínuna og svo fylgdu hinar raddirnar í kjölfarið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ texta frá Hjálmari til að semja tónlist en vonandi ekki það síðasta,“ segir Hildigunnur. Hún segir það stundum gerast að laga- smíðarnar verði til með skjótum hætti. „Eitt besta lag sem ég hef samið tók lengri tíma fyrir mig að hreinskrifa í nótnaskriftar- forritinu en það tók mig að semja það.“ Samskiptamátinn í dag er áhyggjuefni Hjálmar segist hafa verið með margvíslegt í huga þegar sálmurinn varð til. Í hundrað ára sögu fullveldisins hafi ýmislegt breyst. „Fyrir 100 árum var allt öðruvísi en nú er. Mér finnst það stundum gleymast. Ísland var fátækasta land Evrópu og flestra ríkja heimsins. Nú erum við í fremstu röð á flesta grein. Dómkirkjuprestarnir jarðsettu hundr- uð manna sem létust í Spönsku veikinni. Nú eru Íslendingar veikir fyrir Spáni, ferðast þangað þúsundum saman á ári og kaupa sér jafnvel hús þar. Það er flest breytt til batn- aðar í ytri skilyrðum lífsins á Íslandi. Það er sannarlega þakkarefni á 100 ára afmæli full- veldis.“ Hjálmar segir að við hefðum gott af því sem þjóð að hugleiða nú um stundir að kyn- slóðirnar á undan skiluðu miklum árangri til framfara, þrátt fyrir alla erfiðleikana á fyrri tímum. „Það sem mér finnst áhyggjuefni er sam- skiptamátinn í dag. Það falla stór orð, gífur- yrði, stundum eins og fólk skilji hvert annað því verr sem það talast fleira við, svo vitnað sé óbeint í Nóbelsskáldið. Markmið sam- ræðna og samskipta ætti að vera viljinn til þess að ná saman. Þannig þarf það að vera í samfélagi sem vill efla friðinn, kærleikann, réttlætið fyrir alla. Fá niðurstöðu í hvert mál samkvæmt réttum leikreglum. Við þurf- um líka að leggja meiri áherslu á virðingu fyrir öðru fólki, samstarfsfólki og sam- ferðafólki í lífinu,“ segir Hjálmar. Ættum öll að taka okkur á „Mér finnst það svo dapurt að sífellt er reynt að slíta sundur friðinn. Neikvæð um- ræða, heiftartal og skrif, allt hefur það áhrif á líf og líðan fólks. Við gætum hins vegar haft það miklu betra með hófstilltari um- ræðu,“ bætir Hjálmar við. „Ég hef ákveðin gildi í huga, sem mér finnst við ættum að rækta betur með okkur. Það eru hin kristnu gildi. Þau gildi hafa sama vægi, mikilvægi, fyrir samfélagið þó að hægt sé að benda á misfellur í framkvæmdinni. Við höldum í heiðri lýðræðið þótt ekki vanti upphrópanir gegn þeim sem setja leikreglurnar, þeim sem framfylgja þeim og síðan einnig þeim sem dæma skulu í álitaefnum þegar ekki er farið að lögum. Þjóðlífið allt dregur dám af þessu. Mér finnst við eigum öll að taka okkur á í þessum efnum. Bænir hafa áhrif bæði á þann sem biður og þann sem beðið er fyrir. Á sama hátt hafa bölbænir áhrif, áhrif bæði á þann sem hyggur á illt og þann sem ill- yrðin beinast gegn. Það hefur allt áhrif. Nú er jólamánuðurinn framundan. Mikið væri það nú gott fyrir þjóðlifið og sálarlífið að við settum markmið aukinnar hamingju og far- sældar á oddinn,“ segir Hjálmar og vitnar að endingu í skáldið Jón úr Vör, sem orti: Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. Hundrað ár af ævisögu þjóðar Nýr sálmur eftir sr. Hjálmar Jónsson frumfluttur í Dómkirkjunni á morgun. Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi lagið. Vildi leggja eitthvað af mörkum á tímamótunum, segir Hjálmar. Textinn kallaði sterkt á laglínuna, segir Hildigunnur. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Árni Sæberg Séra Hjálmar Jónsson samdi textann. Morgunblaðið/Hanna Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi lagið. Hundrað ár Hundrað ár af ævisögu þjóðar, augnablik á kvarða tilverunnar. Aldir koma, aldir fara hljóðar, eins og hendi veifað burtu runnar. Flest er breytt og bætt um landsins hagi, blessast hefur líf af öllu tagi. Brýnt er enn þótt aukist mannsins geta eilíft gildi kristins siðar meta. Lát mig finna leið til þess sem göfgar, ljómi dýrðar þinnar hugann fylli. Gef mér trú sem forðast ógn og öfgar, eflir frið og kærleik fólks í milli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.