Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 2
Hvernig verður árið 2019?
Árið verður köflótt. Það koma góðir kaflar og
slæmir, eins og í lífinu. Ég sé verkfall og ég
sé líka hræðslu við annað hrun. Ég upplifi
svolítið stress í fólki. Það er hrætt við verk-
föll, efnahagslífið og eldgos. Það er skjálfti í
fólki.
Sérðu náttúruhamfarir?
Já, já, ég geri það. Það er alveg viðbúið að það
komi jarðskjálfti og eldgos.
Hvernig verður veðurfarið, fáum
við gott sumar?
Já, það verður miklu betra en þetta árið.
Hvað notar þú til þess að spá fyrir
um árið?
Ég spái í spil og kristalskúlu.
Kemur þetta til þín í myndum?
Já, ég er skyggn, þannig að ég fæ þetta mikið til
mín í myndum.
Er eitthvað sérstakt sem þjóðin á að
varast á árinu?
Ég held að fólk þurfi að hlúa að sér og passa upp á
kvíðann. Ég sé óttakvíða hjá þjóðinni.
Hvað með pólítíkina, hvað sérðu í þeim
efnum?
Klaustursþingmennirnir segja ekki af sér. Ég sé ekki
annað en að ríkisstjórnin haldi áfram á þessu ári.
Hvað er það jákvæðasta við árið 2019?
Veðráttan finnst mér í heildina vera fín og það léttir á
fólki.
En þitt ár, áttu gott ár í vændum?
Já, ég á von á því, ég er búin að eiga tvö frekar erfið ár. Ég
fór í hnéskiptiaðgerð núna í haust og er að jafna mig eftir
það. Ég vona að 2019 verði ár með trukki hjá mér.
Ertu búin að finna í gegnum vinnu þína tilgang
lífsins?
Já. Að þroska sálina mína, klárlega. Og mesta áskor-
un lífsins er þolinmæði.
Morgunblaðið/Ásdís
HRÖNN FRIÐRIKSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Köflótt
2019
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Harmleikurinn í umferðinni milli jóla og nýárs, þegar lítið barn ogtvær konur létust, færir ákveðinn drunga yfir hátíðina. Það ererfitt að hugsa til þess að það sem átti að vera ævintýraferð í
nýju landi hafi skyndilega breyst í skelfilegan og nær óhugsandi hrylling.
Hugurinn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna banaslyssins við
Núpsvötn.
Átján manns eru látnir í umferð-
inni á árinu 2018. Sú tala er skelfi-
lega há en samt segir hún vitan-
lega ekki alla söguna. Þá eru
ótaldir þeir sem slasast alvarlega
og aðstandendur látinna og slas-
aðra, sem slysin hafa líka mikil
áhrif á.
Aldrei verður hægt að koma í
veg fyrir öll slys, líklega átta sig
flestir á því. En það hlýtur að vera
skylda okkar, ekki síst sem gest-
gjafa allra þeirra ferðamanna sem
hingað sækja ár hvert, að gera allt
sem hægt er til að gera vegina sem
öruggasta. Er í alvörunni ekki hægt að gera meira? Af hverju eru ennþá
einbreiðar brýr á hringveginum? Gerum við nóg til að koma í veg fyrir
hættur á vegunum?
Líklega verða aldrei allir sammála um í hvaða verkefni á að setja fé.
Hvaða vegur er verstur, á hverju liggur helst og svo framvegis. En það
er því miður ljóst að vegakerfið annar ekki öllu því sem á það er lagt.
Önnur jólin í röð verður banaslys í umferðinni á slóðum þar sem margir
ferðamenn fara um á þessum árstíma. Við hljótum að geta gert meira,
það bara getur ekki annað verið. Það skiptir öllu máli að fólk komist heilt
heim, hver sem vegurinn kann að vera.
Kerti skreyti-
mynd
ThinkstockPhotos
Er hægt að
gera meira?
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Af hverju eru ennþáeinbreiðar brýr áhringveginum? Gerumvið nóg til að koma í veg
fyrir hættur á vegunum?
Maríanna Gunnarsdóttir
Nei, en ég á ættingja sem gera það.
Ofvirk sprengjufjölskylda.
SPURNING
DAGSINS
Kaupir þú
mikið af
flugeldum?
Bjarni Arason
Nei. Við fjölskyldan erum að reyna
að hætta því.
Svanhildur Valsdóttir
Nei. Ekki í seinni tíð.
Óttar Sigurðsson
Ekki þetta árið.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Hrönn Friðriksdóttir er spámiðill og býður hún upp
á einkatíma í spámiðlun. Hún leggur áherslu á að
skoða nútíð og framtíð, hæfileika og styrkleika,
ástarmál, fjármál og heilsu. Einnig heldur hún
skyggnilýsingar fyrir hópa og ræður drauma.