Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 H ann er kominn á undan mér á kaffihúsið og situr pollrólegur úti í horni, þessi mikli lista- maður með stóra skeggið og úfna hárið. Ólafur Darri Ólafsson situr með bakið í gluggann og það er enn myrkur úti þótt klukkan sé að ganga ell- efu. Birtan frá jólaljósunum sem hanga yfir honum mýkir allt; líka andrúmsloftið. Ólafur Darri er vel þekktur; jafnvel heimsfrægur á Íslandi og óhætt er að segja að hann hafi náð inn að hjartarótum á þjóðinni. Ekki bara fyrir stórgóðan leik heldur líka fyrir sinn mikla sjarma. Loksins er tækifæri til þess að setjast niður og spjalla en leikarinn hefur verið tregur að koma í viðtal þrátt fyrir mikið suð í blaða- manni. Hann hefur svo sem ekki verið mikið á landinu á árinu en aðalástæðuna segir hann vera að hann vilji hafa frá einhverju að segja; einhverju sem snýr að verkum hans og gjörð- um; frekar en persónunni Ólafi Darra. Nú er lag því af nógu er að taka. Hann er nýkominn heim úr „útlegð“ en tækifærin hafa legið víða um veröld á árinu. Og þjóðin vill áreiðanlega fá að heyra í honum, ekki síst núna þegar Ófærð II er komin í loftið, þættir sem fólk hefur beðið með eftirvæntingu. Að hanga með Jennifer Aniston Árið sem er að líða hefur verið sérlega við- burðaríkt hjá Ólafi Darra. Fyrri hluta árs var hann í tökum á Ófærð II en við komum að því síðar. Sumrinu eyddi hann í tökum á kvik- myndinni Murder Mystery sem skartar tveim- ur af skærustu stjörnum Hollywood, þeim Jennifer Aniston og Adam Sandler. Ólafur Darri útskýrir að Murder Mystery sé gam- anmynd með morðgátu í anda Agöthu Christie, gerðri fyrir Netflix. „Já, þetta ár hefur verið viðburðaríkt. Fyrri hluta árs fór ég til Suður-Afríku að gera sjón- varpsseríuna The Widow; að því loknu kláraði ég Ófærð og eftir það byrjuðu tökur á Murder Mystery,“ segir hann. „Ég var í tökum í Montreal í rúman mánuð og þaðan fór ég til Ítalíu og var þar í rúmar tvær vikur. Það var frekar frábært! Vinnan mín býður stundum upp á mikil ævintýri,“ segir Ólafur Darri. „Þetta var stór leikhópur og við vorum mik- ið saman sem er ekki endilega algengt. Við hittumst mikið eftir tökur, fórum út að borða og vorum bara að hanga saman,“ segir Ólafur Darri en hann leikur lítið hlutverk í myndinni. „Ég er í nokkrum senum og leik Rússa sem var mjög skemmtilegt. Með mína vondu útgáfu af rússneskum hreim,“ segir hann og brosir. Ertu skúrkurinn frá Rússlandi? „Tja, ég vil ekki segja mikið um það, það kemur bara í ljós,“ segir hann sposkur. Ólafur Darri segist lengi hafa dáð bæði Sandler og Aniston og því hafi ekki verið leið- inlegt að fá tækifæri til að vinna með þessum frábæru gamanleikurum. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér finnst Adam Sandler algjörlega frábær, ekki síst í myndum eins og Happy Gilmore og The Wedding Singer. Og ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Jennifer Aniston.“ Þegar hann hitti hana fyrst fyrir þónokkrum árum segist hann hafa orðið gjörsamlega „stjörnusleginn“ og ekki komið upp orði en í þetta sinn gekk þetta betur. En óneitanlega segir hann það hafa verið skrítið að vinna með henni eftir að hafa horft á alla Friends-þættina mörgum sinnum í gegnum árin. Það hlýtur að vera súrrealískt að fara svo bara út að borða með henni eftir vinnudaginn og fíflast eins og vinir? „Það var það!“ Ólafur Darri segist hafa séð þarna hvað heimsfrægðin hefur margar hliðar, ekki allar jafn eftirsóknarverðar. „Það sló mig smávegis, eftir að hafa unnið með henni á hverjum degi í dágóðan tíma, að sjá úti í búðum öll slúðurblöðin með hana á for- síðu og einhverjar slúðurfréttir um hana. Þetta hefur alltaf verið svo fjarlægt manni; hún er alltaf framan á einhverju blaði. Þetta varð allt í einu óþægilegra. Að hugsa til þess að þessi indæla, hæfileikaríka leikkona þurfi, og hafi þurft, að sitja undir þessu áratugum saman. Þetta er einelti og ofbeldi í raun,“ segir hann og nefnir að hún þurfi að vera með lífvörð hvert sem hún fer. Hryllingsfantasía húsvarðarins Haustinu eyddi Ólafur Darri á Rhode Island þar sem tökur fóru fram á bandarískri sjón- varpsseríu sem kallast NOS4A2. Hann bjó í húsi við ströndina og undi hag sínum vel þar. „Þetta er búið að vera yndislegt; haustið í New England er engu líkt. Það er mikið skóg- lendi þarna og trén skarta öllum heimsins lit- um. Fjölskyldan kom og dvaldi hjá mér stóran hluta af tímabilinu og það var mjög dýrmætur tími,“ segir Ólafur Darri og bætir við að fólk geti átt von á spennandi þáttum. „Þetta er sería byggð á bók eftir Joe Hill en hann hefur skrifað nokkrar bækur og er mjög lunkinn höfundur. Hann er kannski frægastur fyrir að vera sonur pabba síns, Stephen King, en Joe er sjálfur mikill penni. Þetta er áhuga- verð blanda af dramatískri fjölskyldusögu og hryllingsfantasíu,“ segir Ólafur Darri, en hann leikur eitt af aðalhlutverkunum, húsvörðinn Bing Partridge. „NOS4A2 er í raun bílnúmer en um leið vís- un í Nosferatu, sem er frægasta vampíru- bíómynd allra tíma, frá 1922 og er alveg „super scary“ ennþá. Svolítið skemmtilegur titill.“ Tökur hafa staðið yfir í allt haust og stefnir „Ég er með sjálfan mig í „meðferð“; er að passa að hafa báða fætur á jörðinni, vera þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég er að passa upp á að beisla egóið, það er auðvelt að týnast í því í þessum skrítna kvikmyndaheimi. Þú ert kannski með hóp af fólki allt í kringum þig sem er í vinnu við að sjá til þess að þér líði vel á setti og þig vanhagi ekki um neitt. Ég hef mikinn metnað og mjög stórt egó og ég er að reyna að berja á því,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Morgunblaðið/Ásdís Með báða fætur á jörðinni Ólafur Darri Ólafsson reynir að leiða frægðina hjá sér og er mest umhugað um ábyrgð sína sem listamanns. Árið hefur verið gjöfult og gott og hefur hann leikið í kvikmyndum og sjónvarpsseríum, bæði heima og erlendis. Ófærð II er komin í loftið og segist Ólafur Darri jafn spenntur að horfa og þjóðin öll. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ábyrgð listamanna liggur íþví sem þeir gera, að þeirsýni hugrekki, að þeir þori aðleggja sig til hliðar til að geta sagt sögur. Sögurnar eru alltaf mikilvægari en sögumaðurinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.