Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 allt í að þær klárist nú í janúar. Sýningar hefj- ast á AMC-sjónvarpsstöðinni í júní á næsta ári en þættirnir eru tíu. Er þetta ekki stundum einmanalegt? „Jú, það getur verið það. Ég hef stundum líkt þessu við sjómennsku en reyndar á sjó þá þekkir maður fólkið sem vinnur með manni mjög vel. En þegar maður fer út í svona verk- efni þekkir maður yfirleitt fáa ef nokkurn. Ég hef samt reynt að nýta tímann vel og stytt stundirnar með því að vinna í öðrum verk- efnum í frítímanum; lesið handrit og undirbúið mig. En ég skal alveg viðurkenna það að þetta getur verið mjög einmanalegt. Þá reynir mað- ur að sækja félagsskap í vinnufélagana en í þessu tilviki bjuggum við ekki á sama staðn- um; þá getur verið gott að eiga Playstation- tölvu. Nú undir lokin var ég farinn að hlakka mikið til að koma heim og hlaða batteríin, orð- in smá viðþolslaus verð ég að viðurkenna.“ Hann segist engu að síður hafa eignast góða vini og vonar hann að framhald verði á serí- unni. „Það er í pípunum, ef þetta gengur vel.“ Frægðin er frekar leiðinleg Ólafur Darri er vissulega orðinn vel þekktur á Íslandi og fólk kannast við hann hvert sem hann fer. Því er skondið að þegar hann er skoðaður á netinu kemur þessi setning upp á IMDB síðunni hans: Was the announcer on SkjárEinn in Iceland. Because of this, most Icelanders recognize his voice, yet few knew what he looks like. „Já, ég veit ekki hvaðan þetta kemur en mér finnst fínt að hafa þetta þarna,“ segir hann og hlær. „Fólk veit kannski hver ég er hér á litla Ís- landi en úti í hinum stóra heimi veit enginn hver ég er.“ Hvernig finnst þér að vera frægur á Íslandi? „Frægðin gerir ekki mikið fyrir mann, hún er frekar leiðinleg hliðarafurð af því sem ég geri.“ Blaðamaður nefnir að hún komi honum kannski áfram í næstu verk- efni. „Á Íslandi held ég að hún geri það ekkert endilega. Við búum í svo litlu landi og leik- listariðnaðurinn er svo lítill að það er ekki nóg að vera bara frægur ef viðkomandi er ekki góður í því sem hann gerir. Þeir sem eru að ráða í hlutverkin eru ekki að gera það á þeim forsendum að eitthvert þekkt nafn gulltryggi að bíómynd fái mikla aðsókn. Það skemmir kannski ekki fyrir að hafa nöfn okkar frægustu leikara á bíómynd, eins og Ingvars eða Hilmis, en það tryggir ekki neitt. Það er svo oft talað eins og frægðin sé svo eftirsóknarverð og stundum eins og það skipti ekki máli fyrir hvað. Í þessum bransa, og ég held ég tali fyrir hönd langflestra minna kollega, viljum við vera þekkt fyrir það sem við höfum gert. Í svona litlu markaðssamfélagi eins og Íslandi og ef þér er alvara með að vera góður leikari og leggur hart að þér, kemur það þér langt. Miklu lengra en einhver frægð. En úti í hinum stóra heimi getur frægðin reyndar skipt máli,“ segir hann og nefnir að hann hafi hugsað mikið um gildi þess að vera listamaður. „Ég hef í gegnum tíðina öðlast áhuga á heimspekilegum tilgangi listarinnar og til- gangi listamanna og velt fyrir mér siðferð- islegum markmiðum listamannsins ef þau eru einhver. Ábyrgð listamanna liggur í því sem þeir gera, að þeir sýni hugrekki, að þeir þori að leggja sig til hliðar til að geta sagt sögur. Sögurnar eru alltaf mikilvægari en sögu- maðurinn. Þetta er svona það sem er að malla í kollinum á mér.“ Ólafur Darri segist finna fyrir velvild sam- borgaranna. „Mér finnst almennt eins og Íslendingum þyki vænt um listafólkið sitt og sýni því virð- ingu. Það er mín upplifun. Mér þykir mjög vænt um þegar fólk stoppar mig og gefur sér tíma til að deila með mér upplifun sinni af ein- hverju sem ég hef gert á skjánum. Það er krúttlegt. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk hrósar hvað öðru. Einu skiptin þar sem það getur verið pirrandi er þegar fólk er búið að vera að fá sér svolítið. Ég forðast slíka staði og ef ég fer á bar sest ég út í horn,“ segir hann og brosir. Nú hef ég lengi reynt að fá þig til mín í viðtal og það hefur ekki tekist fyrr en nú. Hvað veld- ur, ertu svona hlédrægur eða bara hógvær? „Þetta er svolítið margþætt. Þetta kemur aftur inn á frægðina og egóið. Ég hef reynt að fara í viðtöl þegar ég hef frá einhverju öðru að segja heldur en bara sjálfum mér eða ef ég get vakið athygli á góðgerðarmálum. Núna er gaman að segja frá viðburðaríku ári og Ófærð. Ég er með sjálfan mig í „meðferð“; er að passa að hafa báða fætur á jörðinni, vera þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég er að passa upp á að beisla egóið, það er auðvelt að týnast í því í þessum skrítna kvikmyndaheimi. Þú ert kannski með hóp af fólki allt í kringum þig sem er í vinnu við að sjá til þess að þér líði vel á setti og þig vanhagi ekki um neitt. Ég hef mikinn metnað og mjög stórt egó og ég er að reyna að berja á því. Ég fer beint heim eftir þetta viðtal og tek upp járnstöngina,“ segir hann og hlær. Uppsögnin það besta Ólafi Darra var sagt upp í Borgarleikhúsinu árið 2002, eftir að hafa verið fastráðinn þar í tvö ár, og fór þá að vinna sjálfstætt. Hann hef- ur sannarlega ekki setið aðgerðarlaus síðan því listinn er langur af fjölbreyttum verk- efnum. Hann hefur leikið í leikritum, sjón- varpsmyndum og bíómyndum og eins og al- þjóð veit státar hann af fjölmörgum hlut- verkum vestanhafs. Ólafur Darri harmar ekki hlut sinn. „Þetta var vissulega fúlt á sínum tíma en ég hef oft sagt að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir mig á ferl- inum. Ég man að þegar ég var í leiklistarskól- anum setti ég mér það markmið að vera „á sama stað“ og Ingvar Sigurðsson eftir fjögur ár. Hann hefur verið mín fyrirmynd, enda frábær leikari og lista- maður, en líka af því að hann fór sínar eigin leiðir, þorði að segja nei og taka áhættu. Svo fjórum árum eftir að hafa sett þessi markmið var ég rekinn, þannig að ég var eins langt frá markmiði mínu og hægt var,“ segir hann og hlær. „En það sem var frábært við það var að það fékk mig til að horfast í augu við það að ef ég ætlaði að ná einhverjum markmiðum yrði ég að bera ábyrgð á því sjálfur. Þarna lærði ég að enginn hefði meiri hagsmuni af því að minn starfsferill gengi vel heldur en ég. Ég yrði að hætta að leggja ábyrgðina í hendur á leik- hússtjórum eða leikstjórum og ég yrði að þora að standa með sjálfum mér þegar kæmi að hlutverkum. Vera hreinskilinn við sjálfan mig um frammistöðu mína. Þarna byrjaði ég að hugsa þetta á heimspekilegri hátt og ég fór að kalla mig listamann frekar en leikara. Sá starfstitill er einhvern veginn stærri og ábyrgðarfyllri og ég vil bera meiri ábyrgð en minni. Ég vil ekki vera farþegi í þeim verk- efnum sem ég tek þátt í. Annars er ég að bregðast listagyðjunni sem er búin að vera mér ótrúlega hliðholl,“ segir hann. „Ég var líka að glíma við hluti í einkalífinu í kringum aldamótin sem ýttu mér út í að gera breytingar,“ segir hann og nefnir að hann hafi verið fastur í viðjum vanans. „Ég fór meðvitað að brjóta upp vanana mína. Gott dæmi er að ég fór til dæmis alltaf í sund og ákvað að hætta að fara alltaf í sama klefann, sömu sturtuna og nota sama skápinn. Ég braut upp allt líf mitt svona,“ segir hann. Er vont að vera vanafastur? „Nei, en það sem getur gerst ef þú ert vana- fastur, og sérstaklega hjá listamönnum, er að þú gleymir tilganginum í því sem þú ert að gera,“ segir hann. „Áhorfandinn á t.d. ekkert að þurfa að hugsa út í alla þá vinnu sem liggur að baki verki, eins og Ófærð; hann á ekki að vita hvort það var rosalega gaman í tökum, eða eintóm rifrildi. Hann á ekki að þurfa að hugsa út í það að það tók okkur þrjár vikur að skjóta þriggja mínútna senu. Hann á að horfa og njóta. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að svona þáttum, og það eru kannski tvö hundruð manns sem komu að Ófærð, að vita og muna að það er það sem við erum að fara að búa til, þessi upplifun áhorfandans. Þess vegna erum við þarna. Mitt starf sem leikari er ekki merki- legra en sagan Ófærð og má ekki taka meira pláss,“ segir hann. Dramatísk fjölskyldusaga Ófærð II fór í loftið annan í jólum og er óhætt að segja að þjóðin sé spennt fyrir framhaldinu. Tökur hófust í október 2017 og stóðu fram á vor 2018. „Þetta gekk ótrúlega vel og auðvitað var frá- bært að búa að reynslunni. Þegar við gerðum fyrstu seríuna kom það mér á óvart hvað þetta var langt og erfitt ferli. Þetta voru sex mán- uðir af stífri vinnu, það er að segja við upptök- urnar. Ferlið allt tekur mörg ár. Þar af leið- andi var svo ótrúlega góð tilfinning að sjá hvað Ófærð mæltist vel fyrir og fór víða,“ segir hann. „Ófærð fór um allan heim og sló í gegn í Frakklandi og Bretlandi og víðar. Ég hef feng- ið viðbrögð frá ótrúlegustu löndum. Indlandi, Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Filippseyjum. Við getum öll samsamað okkur í sögum. Ef sögur eru vel skrifaðar og lagður metnaður í þær, eins og er í Ófærð, skiptir engu máli hvar í heiminum þú ert, hvort sem þú býrð í eyði- mörk eða regnskógum, þú sogast inn í sög- una.“ Hvað er það við Ófærð sem heillar fólk? „Þetta er góð saga og vel gerð. Balti ber ábyrgð á heildarsögunni og þetta er frábær hugmynd. Hann fær svo til sín gott fólk, eins og Sigurjón Kjartans og fleiri sem skrifa með honum.“ Kannski er það líka þessi norræni drungi? „Algjörlega, ég held líka að fólk sé forvitið að sjá hvernig fólk lifir á litlum kletti lengst norður í Atlantshafi. Ísland er líka núna „hipp og kúl“ land. Þar spilar auðvitað náttúran hlut- verk en líka tónlistarfólkið okkar, eins og Björk, Sigur Rós og aðrir. Fólk er spennt fyrir þessum heimi. En það sem fær fólk til að halda áfram að horfa er að þetta er fjölskyldusaga í grunninn,“ segir hann. „Svo er þetta auðvitað spennandi glæpa- saga, en það er fólkið og samböndin sem heilla mest. Af því að fólk alls staðar í heiminum er að glíma við fjölskylduvandamál. Og Ófærð er í grunninn mjög dramatísk fjölskyldusaga sem nær manni,“ segir hann. Veðrið spilaði stóra rullu í fyrstu seríunni enda bar þátturinn nafn með rentu. Ólafur Darri segir aðeins annað upp á teningnum í seríu tvö. „Í fyrri seríunni vorum við sífellt að skjóta í vondu veðri en það er öðruvísi í Ófærð II. Hún gerist um haust því auðvitað vildu menn ekki endurtaka sig og eru því aðstæðurnar aðrar. Fólk er ekki lokað inni í bænum í Ófærð II,“ segir hann og nefnir að tökur hafi farið fram víða í sveitunum í kringum Siglufjörð og á suð- vesturhorninu. Hvað gerist í Ófærð II? „Nú verð ég að reyna að muna hvað má segja! Það gerist mjög margt í Ófærð II en það sem gleður mig kannski mest er að við fáum að halda áfram að fylgjast með Andra, Hinriku, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og Ásgeiri, leiknum af Ingvari. Hvernig var að heimsækja aftur Andra og halda áfram að skapa þann karakter? „Mér fannst það æðislegt, mér þykir óskap- lega vænt um hann Andra. Ég hafði ákveðna samúð með honum í fyrstu seríu; fannst hann settur í hálfvonlausa aðstöðu. Ég hlakkaði mikið til klæða mig aftur í úlpuna, ekki síst vegna sambandanna. Ég hef stundum sagt að uppáhaldsaugnablikin mín í Ófærð I, þegar ég horfði á hana, voru þessi samskipti á milli Hin- riku og Andra, og Andra og Ásgeirs. Ég sé að þessi litlu augnablik eiga sér langa forsögu og ég sé sérstaklega þessa miklu dýnamík á milli Hinriku og Andra. Hún er frekar lágvaxin og „Svo er þetta auðvitað spennandi glæpasaga en það er fólkið og samböndin sem heilla mest. Af því að fólk alls staðar í heiminum er að glíma við fjölskylduvandamál. Og Ófærð er í grunninn mjög dramatísk fjöl- skyldusaga sem nær manni.“ ’Og auðvitað, íslenskt veð-ur er dásamlegt, um leið ogþessi ákvörðun var tekin leystisnjó. Það var enginn snjór í mánuð. Svo byrjuðum við að skjóta í byrjun maí og hvað gerðist! Þá náttúrulega byrjaði að snjóa. Menn voru að sópa snjóinn af Austurvelli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.