Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Síða 22
MARKMIÐIN 2019 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 Eftir að hafa lyft 398 kílóum íréttstöðulyftu á heimsmeist-aramótinu í Finnlandi og sett með því heimsmet lét Júlían J.K. Jó- hannsson bæta sjö kílóum á stöngina og bætti heimsmetið því tvisvar. Það liggur beint við að spyrja hann út í árið sem er senn á enda. „Þetta var í raun mjög stórt ár hjá mér. Bæði er þetta þannig að ég keppti mjög oft og svo auðvitað þetta met sem ég náði að bæta. Það má kannski segja að árið hafi verið tví- skipt í keppnum hjá mér. Fimm mót á fyrri helmingi árs, eitt á þeim seinni Á fyrri helmingi ársins keppti ég fimm sinnum, sem er mjög mikið. Í kraftlyftingum er talið mjög gott að taka fjögur mót á ári. En þessi mót á fyrri hluta ársins gengu bara svona upp og ofan, í heildina mjög vel þó að ég hafi reyndar fallið úr á Evrópu- meistaramóti vegna tæknigalla. Eftir fimmta mótið á þessu hálfa ári ákvað ég að taka alveg fullan und- irbúning fyrir heimsmeistaramótið. Ég tók því fimm mót á fyrri helmingi árs og eitt mót á seinni helmingi árs- ins 2018. Ég vildi vera gjörsamlega einbeittur og í raun setja allt í þetta eina mót. Bæði til að bæta upp fyrir Evrópumótið, laga það sem þurfti að laga og líka bara að ná því út úr mér sem mér fannst ég eiga inni.“ Og það skilaði sér svo um munaði. „Já, það skilaði sér bara heldur betur. Maður þarf að forgangsraða þessum mótum. Auðvitað vill maður keppa því það er skemmtilegt. Mað- ur verður að velja mótin því maður getur ekki keppt alls staðar,“ segir Júlían. Þú bættir heimsmet frá árinu 2011 tvisvar sinnum. Var þetta eitthvað sem þú hafðir stefnt að lengi? „Klárlega. Aðalatriðið var að ná góðum samanlögðum árangri í öllum greinum og klifra upp heimslistann og stimpla mig bara soldið inn. Markmið númer tvö var þetta met. Þetta met er eitthvað sem ég er bú- inn að horfa til í nokkur ár. Það hefur lengi verið draumur að bæta það.“ Nýlega varstu útnefndur íþrótta- karl Reykjavíkur. Hvaða þýðingu hefur sú nafnbót? „Fyrst og fremst auðvitað mikill heiður og viðurkenning fyrir árang- urinn og heilmikil hvatning.“ Hvernig ætli þessi afreksmaður sjái árið 2019 fyrir sér. „Ég er að verða búinn að skipu- leggja þessi stærstu mót sem ég keppi á og er að klára að skipuleggja lokaundirbúning fyrir þau. Ég stefni á að gefa mér meiri tíma milli móta í undirbúning. Mér fannst þetta ár sýna að það væri það sem ég þyrfti að gera.“ Seturðu þér yfirleitt markmið í upphafi árs? „Maður er með alls konar mark- mið í gangi. Sum eru til lengri tíma, eins og að ná yfir 400 kílóum í rétt- stöðulyftu, það var búið að vera markmið í mörg ár hjá mér. Núna hef ég sett mér mörg mark- mið, hvort sem er sæti á mótum, kílóafjöldi eða annað. Þau eru öll skrifleg. Ég er kominn með svona flest markmið fyrir þetta ár, en ekki öll. En það er líka allt í lagi. Ég hef stundum sett markið aðeins hærra og þá fagnað því að komast langleið- ina.“ Júlían segist hafa stundað það mjög lengi að setja sér skrifleg markmið. „Ég held að þetta sé nauðsynlegt. Þegar þú setur þér markmið þarftu soldið að sjá það fyrir þér. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt.“ Þá er auðvitað ekki út vegi að biðja hann að deila einhverjum af stóru markmiðunum fyrir árið 2019. „Ég ætla að setja smá pressu á sjálfan mig og segja frá því að ég hef sett mér það markmið að vera í topp þremur sætum á Evrópumeistara- mótinu í Tékklandi í maí. Þetta er ekki óraunhæft, en það getur auðvit- að allt gerst,“ segir Júlían sem um þessar mundir er í fjórða sæti heims- listans í sínum þyngdarflokki. Þegar Júlían er ekki í lyftinga- salnum er hann annaðhvort í vinnunni, en hann starfar á meðferð- Júlían J.K. Jóhannsson tvíbætti heimsmet í rétt- stöðulyftu á árinu. Nýtt met hans er 405 kíló. Hann hafði lengi haft auga á þessu tiltekna heims- meti og sló það ekki fyrir neina tilviljun heldur hafði unnið markvisst að því lengi og undirbjó sig vel fyrir mótið. Hann er búinn að setja sér mark- mið fyrir næsta ár sem eru skrifleg og nákvæm. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Júlían J.K. Jóhannsson setur sér skrifleg markmið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hafði lengi ætlað að bæta heimsmetið Elísabet Margeirsdóttir komstenn á ný í fréttirnar á árinufyrir það afrek sitt að ljúka 409 kílómetra hlaupi í Góbí-eyði- mörkinni í Kína. Hún segir þó kíló- metrafjöldann ekki alltaf vera aðal- málið, hlaupin gefi henni tækifæri til að sjá heiminn og ferðast til framandi staða. En hvernig hefur árið 2018 verið hjá þessum ofurhlaupara? „2018 er búið að vera bara ótrúlega skemmtilegt ár og fjölbreytt. Ég fór í miklu fleiri og betri hlaup á árinu en ég bjóst við að ég myndi gera. Ég byrjaði árið á því að fara til Hong Kong í janúar og hljóp 100 kílómetra hlaup þar sem mér gekk hrikalega vel. Þessi tími ársins, vetrartíminn, hann gefur alveg vel af sér þótt flestir taki sér hlé á þessum tíma. Þannig að tímabilið byrjaði frekar snemma hjá mér. Eitt af því sem stendur uppúr á árinu er að ég fór til Bútan sem er land í miðjum Himalaja-fjöllunum. Þar fór ég í mína fyrstu áfanga- hlaupakeppni. Þar voru sex hlaupa- dagar, samtals 200 kílómetrar í miklu fjalllendi, hlaupið í áföngum. Þetta var eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef upplifað, að fá að kynnast nýju landi á hlaupum og sjá ótrúlega mikið og margt sem maður myndi aldrei sjá nema í einhvers konar svona við- burði. Þetta er fámenn keppni en samt góð keppni. Það var allt lagt í það að vinna þessa keppni í Bútan,“ segir Elísabet. Og það tókst henni. Þar með fæddist hugmyndin um að fara í Góbí-hlaupið. „Hlaupið í Bútan var gott búst, gaf mér ótrúlega mikið. Stuttu eftir það ákvað ég að fara í þetta Góbí-hlaup og þá var það orðið aðalmarkmiðið strax eftir Lauga- vegshlaupið. Ég beið eftir að það kláraðist þannig að ég gæti bara ein- blínt á þetta Góbí-hlaup. Allar keppn- ir í aðdragandanum voru hugsaðar sem æfingar fyrir það. Góbí-hlaupið stóð auðvitað uppúr á árinu.“ Elísabet náði að ljúka hlaupinu á undir 100 klukkustundum, eða 97 klukkustundum og 11 mínútum ná- kvæmlega. „Þetta var frábært hlaupaár og það var algjör bónus að það hafi tekist svona vel. Ég var búin að setja mér háleitt markmið. Ég var búin að setja mér það markmið að fara þetta á undir 100 klukkustund- um. Það má alveg segja að vikuna áð- ur þá var ég alveg að efast um þetta, ég væri að teygja mig aðeins of langt og ætti ekki að vera með svona brjál- aðar væntingar. Þú veist ekkert hvort þú nærð þessu fyrr en það er mjög langt liðið á hlaupið sjálft. En það tókst.“ Hún segir skipulag skipta öllu máli í svona hlaupum, en setur hún sér skrifleg markmið? „Ég á rosalega erfitt með að plana fram í tímann. Það fer bara allur fók- us á næsta verkefni. Svo veit maður ekki alveg hvað það leiðir af sér. Auð- vitað er mjög gott ef maður nær að setja niður markmið fyrir árið, ef þú Markmiðin skipta öllu máli Elísabet Margeirsdóttir utanvegahlaupari setti sér skýrt markmið um að hlaupa eitt erf- iðasta utanvegahlaup í heimi, 409 kílómetra hlaup um Góbí-eyðimörkina, á undir 100 klukkustundum og það tókst. Hún er komin með ný markmið fyrir árið framundan. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Elísabet Margeirsdótir segir vegalengdir í hlaupum ekki skipta mestu máli. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.