Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 M annskepnan hefur þróast að sögn þeirra sem þekkja til. Það mun hafa gerst eftir að maðurinn tók að ganga sæmilega uppréttur en ekki síður áður. Maðurinn frekur til fjörs Eftir að hann skreið á land breytti hann uggum í útlimi og losaði sig við sporðinn. Sú aðgerð reyndist mikilvæg, því síðan hefur engin dýrategund önnur staðið honum á sporði. Því miður er þá aðeins hálf sagan sögð. Því sigur mannsins varð ekki án taps annarra. Nú er svo komið að allar dýrategundir skulu sitja og standa eins og mannskepnan vill. Húsdýrin eru ekki ein um að vera í búrum, innan girðinga eða á afmörk- uðum svæðum. Tegundum sem þetta á við fjölgar og tegundum fækkar. David Attenborough er yfirburðamaður enskur um allt sem að þessu snýr. Til vitnis um mátt hans sem kennimanns er það nú síðast að hann einn og sjálfur startaði heimsstyrjöld gegn plasti, sem milljónir manna um víða veröld gerðust þegar í stað fótgöngu- liðar í, án minnstu athugasemda. Attenborough upplýsti fyrir fáeinum árum að nú væri svo komið að óhjákvæmilegt væri að fækka mannkyninu um helming eigi náttúran og þá dýraríkið sérstaklega, að eiga nokkra von um eðlilega framtíð á jörðinni. Bréfritari heldur helst að það geti verið tölu- vert til í þessu hjá nafna. Í þetta sinn var Attenborough þó ekki tekinn á orð- inu, eins og þegar hann sigaði mannkyninu á plastið. Kannski sem betur fer því mun erfiðara er við að eiga þótt rétt sé að plastið er lífseigara en mannslíkaminn. Enn eru jól og enn sótt að kristni Mörgum þykir lítið til um kenningar trúaðra (kristinna því samtök vantrúaðra siðmenntamanna beina ónotum sínum nær eingöngu að kristnum; virðast hafa vantrú á að koma megi tauti við krónprinsinn, talíbana, isis-liða, súníta, síta, pjakkana í Pakistan og alla hina) og tala af nokkrum hroka um hugmyndir þeirra um sköpunar- verkið. Telja það hámark heimsku og ögrun við vönduð vísindi. Hitt liggur þó fyrir að það hægláta fólk sem átt hefur með sínum hætti hávaðalaust samneyti við guð hefur ekkert á móti vísindalegum kenningum um sköp- unarverkið. Öðru nær. Það hlýtur að fagna hverjum nýjum áfanga og telur ekki eftir það ógrynni fjár sem til slíkra rannsókna er veitt. Vafalaust er að fylgja ber slíku fast eftir. Mannkynið allt á mikið undir. Öld af öld hefur tekist að veita svör, sem í framhaldinu hafa bætt skilyrði lífs á jörðu. Vissulega er æði mörgu ósvarað þótt lengi hafi verið rannsakað. En fagnaðarefnið er að nútíminn, síðustu aldirnar, eru gjöfulasti tími vísindanna og því mikils að vænta. Heimildarlaust tal í nafni Krists Það má, ef menn vilja, nefna ótal dæmi um það frá lið- inni tíð, að öfl sem töldu sig hafa úrskurðarvald um kenningar Krists og þeirra fáu sem stóðu í öndverðu þéttast vörð um þær, hafi lagt stein í götu framþróunar og eflingar vísindalegrar þekkingar. En það vill gleym- ast að það gerðu einnig þeir sem töluðu í nafni vísind- anna og skipuðu öndvegið í þeim ranni, þótt fræg dæmi um andófsmenn lifi í minningunni. Hvað hinn kristna heim varðar þá er sá tími bak og burt. Það, hversu mörgu er enn ósvarað af vísindunum dregur ekki úr gildi þeirra. Lifi maðurinn í milljón ár hafa allan þann tíma vaknað fleiri spurningar en næst að svara. Um það er góð sátt við hinn kristna heim. Vísindin, spurningar þeirra og svör, eru ekki ógn við kristna menn almennt. En það breytir ekki heldur hinu sem kristnir menn verða að vera frjálsir að, því að vera fyrir sinn hatt sannfærðir um að það sé meining með tilverunni enda meiningarlaus tilvera grá og fráhrindandi og gengur illa upp. Þar kom enginn betur að en Kristur enda átti hann erindi og opnaði augu fámenns hóps sem ekkert átti undir sér. En hugur þeirra var opinn fyrir lögmál- unum. Mesta afl mannheims sem þá var þekkt beitti sér af ógnarkrafti gegn þessu lítilræði, þessum fátæka fámenna ofsótta hóp. Það stóðu því engin rök til að hann myndi lifa af. Nú kannast meir en milljarður manna við sterk tengsl sín við hinn krossfesta. Hann sagðist mundu lifa og að þeir myndu lifa. Hefur það verið vísindalega sannað? Kannski ekki. Enda stóð það ekki endilega til. Samtímamenn fengu sannindamerki sem dugðu þeim. Þeir urðu að milljörðum fylgjenda og fjölgar enn þrátt fyrir að kristnir menn séu ofsóttasti trúarhópur ver- ’ Þjóðverjinn Oettinger sem heldur að Bretar breytist í Marokkó norðursins án leiðsagnar frá honum og öðrum búrókrötum í Brussel telur nauðsynlegt að fá nýtt þjóðar- atkvæði um Brexit. Það vilja breskir Evrópu- sinnar líka. Áhrifamenn í þessum hópi, t.d. Tony Blair og John Major, gefa upp þá ástæðu í fullri alvöru að þau 52% sem unnu at- kvæðagreiðsluna hafi ekki vitað hvað fælist í því að fara úr ESB. Reykjavíkurbréf28.12.18 Eilífðarmálin sem standa lengi og hin sem standa furðustutt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.