Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Síða 35
aldar um þessar mundir, eins og utanríkisráðherra Breta vakti athygli á nýlega. Guðfræðin er einnig iðkuð sem vísindagrein með sín- um hætti enda á hún margar hliðar. Grundvöllur trúar- innar veltur þó ekki á því. Þar er rýnt í texta. Kirkjuþing úrskurða og kennslu- stólar leggja einnig línur. En svo hefur hver og einn kristinn maður sitt svigrúm og á þá úrlausn ekki við annan og það sem honum þykir óhætt að lesa út úr vitneskju sinni og trúarvissu. Mega þau líka? Sem lítið dæmi sem litlu skiptir má nefna að kennivald- ið hefur viljað hafa það svo, að þær skepnur sem fólk bindur einatt ekki síðri vináttu við en við suma af eigin dýrategund eigi þess ekki kost á að komast á sléttur ei- lífðarinnar. Ganga má út frá því sem vísu að „hinn að- ilinn“ í þessu hlýja vináttusambandi dvelji aldrei við þá spurningu. Gerðu þau það myndi kötturinn vilja fá að vita hvort mýs fengju ekki örugglega inngöngu líka. Og manneskjunni sem á í hlut liggur ekkert á að fá úr málinu skorið, enda lífsins skeið stutt, eins og bent hef- ur verið á. Eilífðin er á hinn bóginn eins drjúg og hægt er að hugsa sér. Eitthvað mun þessi örlagadómur eiga með sálina að gera, meint sálarleysi dýranna og aug- ljósa annmarka varðandi töku trúar, iðkun hennar, iðr- un og bæn. En á hinn bóginn er hið augljósa. Að miklu fátæklegra er í himnaríki ef þennan þátt vantar. Winston Churchill var stundum spurður um líf eftir dauða og var stundum óljóst um sannfæringu hans en afstaðan styrktist eftir því sem frá leið. Sjálfur sagðist hann ekki hafa gert nein sérstök ferðaplön um þann þátt nema þó það að hann ætlaði sér að nýta fyrstu milljón árin þar til að iðka málaralist og svo myndi hann sjá til með næstu verkefni. Íslendingum þótti ekkert að því þá kerling Jóns bónda lagði ekki bara land undir fót með sál hans í poka til að tryggja honum himnaríkisvist, þótt eitt og annað mælti gegn, og sá þá kunnuglegar og velhaldnar hjarð- ir í heimahögum himnanna er styttist í hliðið góða. Kvæði höfundarins, Davíðs Stefánssonar, bera mörg með sér sterka trúarvissu skáldsins en hvorki honum né öðrum þótti neitt að þessu hliðarskrefi. Auðvitað stendur hvergi að skáld viti meira um hulin mál en aðrir, en það er þó sterk hefð fyrir því í þessu landi að gera hendingar skáldanna að stóra sannleik henti það málstaðnum. Annað ljúft skáld og ekki lakara í afstöðu sinni til guðdómsins, Tómas Guðmundsson, úrskurðaði beinlín- is um álitaefnið í miklu kvæði sínu um hundinn Stubb, sem birtist þjóðinni fyrst í þessu góða blaði: Lát mannsins hroka trúa á það enn, að eilífðin sé bara fyrir menn. En hvaða afl fær anda drottins bundið og eilífð hans í viðjar dauðans hrundið? Nei, vit að allt er ein og sama hjörð, sem andað fær í lofti, sjó og jörð. Og allt á samleið heim til hinztu tíða, og hvers kyns dauða skyldum við þá kvíða? Nei, vinur min, það örugg trú mín er, að úthýst verður hvorki þér né mér. Því glöggt ég veit - þann guð er ekki að finna, sem gerir upp á milli barna sinna. Tapi þeir þá skal svindla Günther Oettinger, einn af helstu komisserum ESB, sagði í vikunni að „yrði endirinn þrátt fyrir allt sá að Bretar færu án samnings úr Evrópusambandinu þá myndi landið breytast í Marokkó!“ Það var eitthvað notalegt við það að sjá þá spá. Helsti spekingurinn af nokkrum slíkum í hræðslu- tryllingi vegna Icesave sællar minningar hélt því fram að Ísland myndi breytast í „Kúbu norðursins“ ef ís- lenska þjóðin myndi ekki láta kúgast. Sá mun enn vera að kenna svo hann getur þá bætt „Marokkó“ við kenn- ingar sínar. Í Kúbu svara meðallaunin til 3.000 króna á mánuði svo gamaldags kommarnir sem náðu Eflingu með fáeinum atkvæðum virðast þrátt fyrir allt ekki að leita fyrirmynda til fyrirmyndarríkja á borð við það. En gáleysistal þeirra hefur þegar veikt efnahagslífið og hægt á því. Kjósa aftur. Vitlaust gefið. Þjóðverjinn Oettinger sem heldur að Bretar breytist í Marokkó norðursins án leiðsagnar frá honum og öðrum búrókrötum í Brussel telur nauðsynlegt að fá nýtt þjóð- aratkvæði um Brexit. Það vilja breskir Evrópusinnar líka. Áhrifamenn í þessum hópi, t.d. Tony Blair og John Major, gefa upp þá ástæðu í fullri alvöru að þau 52% sem unnu atkvæðagreiðsluna hafi ekki vitað hvað fælist í því að fara úr ESB. Þeir sleppa að nefna það, en gefa sér það augljóslega, að þau 48% sem töpuðu hafi á hinn bóginn vitað út í æs- ar hvað fælist í þeirra atkvæði. En þegar þessir menn, ásamt þriðja og fjórða forsætisráðherranum Cameron og May, voru að leggja sín lóð á að tryggja kyrrsetu- mönnum sigur var meginþema þeirra þetta: „Það má enginn gleyma því að þessi atkvæðagreiðsla verður aldrei endurtekin.“ Um þær mundir sýndu skoðanakannanir að góður meirihluti virtist ætla að segja nei. En þótt svo hefði ekki verið er ekki líklegt að fjórmenningarnir fræknu hefðu lagt í að segja upphátt að tapaði „rétti mál- staðurinn“ þjóðaratkvæðinu yrðu menn að muna að ESB áskildi sér ætíð að láta endurtaka rangar at- kvæðagreiðslur. Hefði fjórmenningaklíkan fína haft þrek til að koma slíku út úr kjaftvikinu þá er vafalítið að ósigur hennar hefði orðið enn meiri. Erfiðara að komast inn en út Vissulega hefur verið óþolandi ruglandi í uppgjöri um það sem ætti að vera formsatriði fyrir Breta um að koma sér út úr ormagryfjunni. Eins og í minni er haft tók fólk þátt í því á Íslandi að láta eins og það væri „í samninganefnd“ fyrir Íslands hönd við ESB, á jafnréttisgrundvelli. Á daginn kom eins og næsta augljóst var að engir raunverulegir samningar áttu sér stað. Íslensku „samningamenn- irnir“ mættu eins og órólegir nemendur í munnleg próf til að fara yfir hvaða mál landið ætti eftir að laga að reglum ESB og hversu langan tíma það myndi taka. Prófdómararnir voru einskis spurðir. Og þeir stimpl- uðu stjörnur í skrifbók heimamanna ættu þeir það skil- ið. Þetta var lítillækkandi og ömurlegt í senn. En þessi þáttur var einn af mörgum sem undirstrikaði undir- málin gagnvart íslensku þjóðinni og öllum til skammar sem lögðust svo lágt. Hvaða Bretar hefðu getað ímyndað sér fyrir fram þá meðferð sem þeir hafa fengið eftir sitt fágæta þjóðar- atkvæði? Um það var barist mánuðum saman. Báðar fylkingar virtust trúa því að þar væri barist til úrslita. Það gat ekki flögrað að neinum að ESB myndi þvælast fyrir í „samningum um útgöngu“ með hótunum og hræðsluáróðri, sem ekki er þó síst beint að þeim sem ESB óttast að kunni að vilja burt næst. Enn síður datt nokkrum í hug að þegar Cameron hætti sætu Bretar uppi með svartapéturinn May sem virðist komin áleiðis með að hafa ákvörðun bresku þjóðarinnar að engu. Engum manni datt í hug að það væri flóknara samn- ingaferli að fara út en inn í ESB! Ógæfa Breta er að sitja uppi með einhvern lélegasta forystumann í sögu sinni, þegar nokkuð liggur við að hafa öflugan mann í brúnni. En jafnvel slík óheppni átti aldrei að geta ráðið úrslitum. Þjóðin hafði tekið sína hugrökku ákvörðun og hún á að standa. Lykillinn að langlífi Þegar sígur á jólahátíð og áramótafögnuð er mjög haldið að fólki hvernig skrokkur hátíðargesta megi rétta sinn hlut í framhaldinu. Þegar hefur birst slíkur fjöldi uppskrifta að hátíðar- fréttum í mat og drykk að enginn maður lifir það af að fara eftir svo sem helmingnum. Sagt var frá því í fréttum að síðasta fimmtudag lést Richard Overton, elsti bandaríski hermaðurinn sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, 112 ára gamall. Overton var sprækur fram til hins síðasta. Spurður fyrir nokkru um hvað hann þakkaði þetta langlífi og góða heilsu sagðist hann telja að Guð ætti sinn þátt í því. En hann bætti því þó við að óneitanlega hefði hjálpað að hann fengi sér viskí þegar þyrsti og reykti vindil. Hann reykti nú orðið að jafnaði 12 vindla á dag. Þetta svar hefur glatt gamlan stríðsmann hafi hann litið upp frá trönum himnaríkis. Viskíglösin hans voru jafnmörg eyjum Breiðafjarðar og vindlarnir hólunum í Vatnsdal. Þess utan skóflaði hann í sig mat hratt og hömlulítið og náði sér í allt það stress sem fáanlegt var, nær eða fjær. En við, þessi venjulegu, megum ekki láta þetta rugla okkur neitt. Þessir fáu eru undantekningarnar, þessar sem sanna reglurnar. Yfirgnæfandi líkur standa til þess að við hin verðum að lúta þeim. Þar fór það. Morgunblaðið/RAX 30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.