Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 39
30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Leiksýningar ársins
Margar af bestu leiksýningum ársins komu úr smiðju sjálfstæðra leikhópa. Viðfangsefnin spönnuðu allt frá fíkn til frygðar.
Silja Björk Huldudóttir og Þorgeir Tryggvason völdu úr þeim rúmlega þrjátíu sýningum sem þau sáu á árinu.
Ahhh … Ástin er að halda jafn-
vægi. Nei fokk. Ástin er að
detta í Tjarnarbíói
Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
í leikstjórn Charlotte Bøving.
„Texti Elísabetar er allt í
senn fallegur, fyndinn og erót-
ískur – en fyrst og fremst ávallt
ljóðrænn og frumlegur. […]
Undir stjórn Charlotte Bøving
leikstjóra skapar leikhópurinn
röð smámynda sem birtast
eins og litríkir flugeldar sem
springa út hver á fætur öðrum
áhorfendum til mikillar
ánægju. [… Ahhh er] mein-
fyndin, ögrandi, harmræn og
ósæmileg, en síðast en ekki síst
hjartastyrkjandi sýning – enda
gerir það okkur aðeins gott að
fá vænan skammt af húmor,
losta og ást á nöprum vetrar-
kvöldum.“
„Píkan er vöðvi sem slær
eins og hjartað“
Oddur og Siggi í Þjóðleikhúsinu
Eftir Odd Júlíusson, Sigurð Þór Óskarsson og Björn
Inga Hilmarsson í leikstjórn þess síðastnefnda.
„Oddur og Siggi eru einstaklega hæfileika-
ríkir listamenn með mikinn sviðssjarma. […
Sýningin] er fyrirtaksleið til að brjóta ísinn í
umræðunni um einelti og mikilvægi þess að
geta sett sig í spor annarra. Minnt er á að
gerendur eineltis stjórnast yfirleitt af ótta og
eigin vanlíðan sem vinna þarf með af fullri al-
vöru eigi að vera hægt að uppræta eineltið
[…]“
Að geta sett sig
í spor annarraFyrsta skiptið í GaflaraleikhúsinuEftir Arnór Björnsson, Berglindi Öldu Ástþórs-
dóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur, Mikael
Emil Kaaber og Óla Gunnar Gunnarsson í leik-
stjórn Bjarkar Jakobsdóttur.
„Höfundarnir byggja verkið að stórum
hluta á eigin reynslu og sýna aðdáunarvert
þor og einlægni í umfjöllun sinni um málefni
sem mörgum finnst vandræðalegt og jafn-
vel óhugsandi að ræða. [… Björk tekst sem
leikstjóra] að laða fram það besta í þessum
hæfileikakrökkum, sem ekki aðeins skrifa
heldur leika öll hlutverk sýningarinnar. […]
Það er ljóst að framtíðin er björt í íslensku
leikhúsi og gaman verður að sjá hvað leik-
hópurinn tekur sér næst fyrir hendur.“
Einu sinni verður allt fyrst
Í skugga Sveins í Gaflaraleikhúsinu
Eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
„Karl Ágúst þekkir söguna eins og lófann á sér [og]
gerir efniviðinn algjörlega að sínum með ýmsum út-
úrdúrum, breytingu á tengslum lykilpersóna og stór-
skemmtilegum vísunum jafnt í nútímann og hefðina.
[…] Í meðförum leikhópsins fær frásagnarlistin að
njóta sín til fulls […] Hér ræður leikgleðin ríkjum undir
hugmyndaríkri leikstjórn og sjónræn útfærsla öll gleð-
ur augað.“
Margt býr í þokunni
Fólk, staðir og hlutir í Borgarleikhúsinu
Eftir Duncan Macmillan í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar.
„Sýningin hvílir á herðum Nínu Daggar Filippusdóttur
sem er á sviðinu nær allan tímann. Þetta er einstaklega
krefjandi hlutverk þar sem persónan sveiflast frá yfir-
gengilegum hroka yfir í botnlaust sjálfshatur fíkilsins sem
býr yfir baneitraðri blöndu af lélegu sjálfsmati og mikil-
mennskubrjálæði. […] Lokauppgjör mæðgnanna var eitt
það áhrifaríkasta sem rýnir hefur séð á síðustu misserum
[…] Nestuð safaríkum efnivið vinnur Nína Dögg sannkall-
aðan leiksigur í hlutverki fíkilsins […]“
Að lifa einn dag í einu
Allt sem er frábært í Borgarleikhúsinu
Eftir Duncan Macmillan ásamt Jonny Donahoe í leikstjórn
Ólafs Egils Egilssonar.
„Spunaformið og uppröðun salarins minna áhorf-
endur á hvað við sem samfélag erum í raun tengd og
vitum aldrei nema sessunautur okkar glími við depurð,
kvíða eða sjálfsvígshugsanir hvort heldur er á eigin
skinni eða sem aðstandandi. […] efniviðurinn er mat-
reiddur af hlýju og húmor. [… Valur Freyr] býr yfir
mikilli breidd sem leikari […] Sviðssjarmi hans og
áreynsluleysi, en ekki síst einlægni, henta einstaklega
vel í Öllu sem er frábært.“
Það er alltaf von
Kvenfólk Leikfélags Akureyrar í Borgarleikhúsinu
Eftir Eirík G. Stephensen og Hjörleif Hjartarson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
„[Ó]hætt er að segja að Eiríkur og Hjörleifur séu nokkurs konar hirðfífl þjóðarinnar sem
leyfist að gagnrýna menn og málefni með bros á vör og sakleysisblik trúðsins í augum
áhorfendum til ómældrar skemmtunar […] Kyns síns vegna ná Eiríkur og Hjörleifur vafa-
lítið eyrum sem kvenkyns femínistar eiga erfiðara með að ná og það er jákvætt. Á sama
tíma eru tvímenningarnir meðvitaðir um mikilvægi þess að raddir kvenna heyrist. Það
birtist skýrt í lokakafla sýningarinnar sem er ótvíræður hápunktur hennar.“
Áfram stelpur